BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 15:03 Girnileg grilluð kalkúnabringa að hætti BBQ-kóngsins. Skjáskot „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira