Líklega fyrsti lax sumarsins Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2021 11:30 Daníel með laxinn sem er líklega fyrsti lax sumarsins Það er ekki óvenjulegt að fyrstu laxarnir sjáist í Laxá í Kjós um miðjan maí en það er líklega fáheyrt að fyrsti laxinn veiðist 5. maí. Davíð Freyr Jóhannsson var við veiðar í Laxá í Kjós að eltast við sjóbirting þegar flugan, lítil púpa er tekin. Þegar fiskinum var landað kom nokkuð fát á menn þar sem ekki samstaða var um það hvort um væri að ræða lax eða sjóbirting. Það er engin vafi að þetta er lax og það eru nokkur merki sem eru augljós þess efnis. Það sést vel á þessari mynd að um lax er að ræða en ekki sjóbirting Í fyrsta lagi eru augu og munnvik samsíða, það er V í sporðinum (beinn sporður hjá sjóbirting) og doppur á roði eru bæði þéttari og fleiri. Þá er það spurning um hvort um niðurgöngulax sé að ræða. Svarið við því er hiklaust nei því þó þetta sé ekki stór lax er roðið mjög heilt, fiskurinn í ágætum holdum og tökustaðurinn er dæmigerður legustaður laxa í göngu en laxinn tók sunnan meginn við Höklana neðan brúar. Af þessu að dæma er fyrsti lax sumarsins veiddur og það er gleðiefni sem veit vonandi á gott veiðisumar. Stangveiði Kjósarhreppur Mest lesið Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði
Davíð Freyr Jóhannsson var við veiðar í Laxá í Kjós að eltast við sjóbirting þegar flugan, lítil púpa er tekin. Þegar fiskinum var landað kom nokkuð fát á menn þar sem ekki samstaða var um það hvort um væri að ræða lax eða sjóbirting. Það er engin vafi að þetta er lax og það eru nokkur merki sem eru augljós þess efnis. Það sést vel á þessari mynd að um lax er að ræða en ekki sjóbirting Í fyrsta lagi eru augu og munnvik samsíða, það er V í sporðinum (beinn sporður hjá sjóbirting) og doppur á roði eru bæði þéttari og fleiri. Þá er það spurning um hvort um niðurgöngulax sé að ræða. Svarið við því er hiklaust nei því þó þetta sé ekki stór lax er roðið mjög heilt, fiskurinn í ágætum holdum og tökustaðurinn er dæmigerður legustaður laxa í göngu en laxinn tók sunnan meginn við Höklana neðan brúar. Af þessu að dæma er fyrsti lax sumarsins veiddur og það er gleðiefni sem veit vonandi á gott veiðisumar.
Stangveiði Kjósarhreppur Mest lesið Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði