„Það segir mér enginn hvað ég á að ræða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2021 10:31 Edda Falak hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum hér á landi undanfarið ár. Edda Falak er 29 ára næringarþjálfari, stundar Cross Fit að fullu og heldur úti hlaðvarpinu Eigin konur. Hún er með meistaragráðu í fjármálum úr Copenhagen Business School. Edda er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og fylgja henni tæplega þrjátíu þúsund manns á Instagram. Hún hefur vakið sérstaklega athygli í fjölmiðlum á þessu ári. Fyrr á árinu startaði hún í raun óvart bylgju á Instagram og seinna vakti hún athygli fyrir umfjöllun um vefsíðuna Only Fans í hlaðvarpi sínu. Rætt var við Eddu Falak í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það eru alveg nokkur ár síðan að fylgjendum mínum byrjaði að fjölga og það var helst þegar ég bjó út í Köben og var mikið að deila Crossfit lífi mínu. Þegar ég flyt heim í júlí í fyrra þá byrjar fylgjendum mínum að fjölga verulega og meira svona íslenskur fylgjendahópur og nú er hann 80 prósent Íslendingar,“ segir Edda og bætir við að fylgjendahópur hennar skiptist jafnt milli kvenna og karla. Hún segist hafa ágætar tekjur frá samfélagsmiðlum og geri góðan samninga. Hún segist ekki taka oft við fríum vörum frá fyrirtækjum. „Ég geri bara langtíma samninga við flott fyrirtæki.“ Fékk smá nóg Edda hefur náð langt í Crossfit á undanförnum árum en ákvað á dögunum að taka sér frí frá því að keppa í íþróttinni. „Ég var bara búin að vera keppa stöðugt í tvö ár og fékk smá bara nóg. Þetta er erfitt og mikil vinna. Núna er ég bara að gera fleiri hluti sem veita mér ánægju og ákvað að setja Crossfit til hliðar en ég hugsa að það sé alveg möguleiki að ég byrji aftur að keppa.“ Fyrir nokkrum vikum setti Edda í raun af stað bylgju á samfélagsmiðlum á Íslandi. Edda hafði fengið skilaboð á Instagram um að hún væri að deila of mörgum myndum af sér léttklæddri. Í kjölfarið tóku mörg hundruð íslenskar konur upp á því að deila einnig slíkum myndum af sér. „Maður sá að þetta er greinilega hjartans mál fyrir margar konur og það eru margar konur að lenda í því sama og ég. Ég sá að það eru margar konur sem halda aftur af sér en langar að deila svona myndum. Ég fékk mörg skilaboð að konur finni fyrir svona ákveðnari dómhörku frá maka þar sem þeir vilja kannski ekki endilega að kærastan sé að deila svona myndum. Ég er ekkert að segja að allir eigi að gera þetta en þeim sem langar til geti gert þetta án þess að verða dæmdar fyrir það. Það á þig enginn og það getur enginn sett sig í dómarastól og sagt að þetta sé ekki í lagi,“ segir Edda sem fær oft send ljót skilaboð um þær myndir sem hún deilir af sér. „Ég fæ athugasemdir eins og átt þú ekki föt? Hvar er sjálfsvirðingin? Þú getur gert betur og af hverju notar þú ekki gáfurnar þínar. Ég er fjármálamenntuð og hef unnið hjá stórum fyrirtækjum og þetta helst bara ekkert í hendur. Það að ef þú ert að deila myndum af þér í bikiní þá sért þú eitthvað heimskur.“ Líður væntalega illa Edda hefur oft fengið skilaboð send að hún sé slæm fyrirmynd og segist hún í raun vera komin með upp í kok af slíkri orðræðu. Hún segist heilt yfir ekki taka slíkt inn á sig en verði vissulega stundum þreytt á því að lesa neikvæða hluti um sig í formi skilaboða. Hún hefur nokkrum sinnum fengið send rasísk skilaboð og jafnvel ljót skilaboð frá öðrum áhrifavöldum. „Þessum einstaklingum líður væntanlega eitthvað illa og þetta er kannski ekkert persónulega á mig,“ segir Edda sem fór af stað með hlaðvarpið Eigin konur á dögunum og fór það sannarlega af stað með látum. Samfélagsmiðlastjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir gagnrýndi ákveðna umræðu sem átti sér stað í hlaðvarpinu. Þar var rætt við Íslendinga sem framleiða kynlífsmyndbönd á vefsíðunni Only Fans. Þar talaði Katrín um að þáttastjórnendur hafi verið að normalisera klám og fegra þann iðnað. Edda og Fjóla fengu töluverða gagnrýni eftir þætti um Only Fans. „Þetta umræðuefni er svolítið viðkvæmt og ég er vissulega sammála því að það má og á að skoða allar hliðar. Við erum bara svolítið að taka samtalið en ég er ekki endilega sammála því að podcöst er ekki endilega það sama og ef ég væri að vinna sem fréttamaður á Vísi og DV. Þáttastjórnendum ber enginn skylda til að mata fólk af einhverjum fróðleik. Ég og Fjóla berum ekki ábyrgð á því að fræða fólk. Mér finnst skrýtið þegar fólk segir, þið áttuð að taka allar hliðar á þessu máli. Í fyrsta lagi það segir mér enginn hvað ég á að ræða. Podcöst eru ekki það sama og kennsluefni í skóla. Ég er samt alveg ánægð með það að fólk horfi á allt með gagnrýnni hugsun. En það er fólk að gera þetta þarna út og það getur sært fólk að benda fingri á það og segja að það sem þú ert að gera er rangt eða ógeðslegt,“ segir Edda og bætir við að hún skilji vel þá hræðslu og reiði sem braust út eftir þáttinn. Uppljóstruðu eigin fordóma „Það kom mér á óvart hvað það voru miklir fordómar í gangi. Það fannst mér ljótt að sjá bæði samfélagsmiðlastjörnur, þekkt fólk, konur og karla voru tilbúinn að uppljóstra eigin fordóma í beinni.“ Henni finnst það hafa verið ósanngjarnt að varpa allri ábyrgð yfir á þær sem þáttastjórnendur. „Hver sem er getur tekið umræðuna og hvert sem er getur frætt fólk. Ef þú brennur fyrir þessu og vilt fræða fólk þá getur þú byrjað með þá umræðu og það er bara gott.“ Edda ákvað á dögunum að taka sér pásu frá keppni í Crossfit. Á síðustu mánuðum hefur töluvert verið fjallað um ástarlíf Eddu í fjölmiðlum. „Mér er eiginlega alveg sama. Ég er búin að átti mig á því að ég er greinilega góð clickbait fyrir Smartland eða DV. Þetta er greinilega það sem fólk vill lesa um, hver sé að hitta hvern. Ef ég myndi ekki vilja að þetta færi eitthvert, þá væri ég ekki að deila þessu á samfélagsmiðlum. Ég get alveg gefið mér það ef ég set eitthvað inn þá verði það kannski tekið og það er þá bara svoleiðis.“ Edda mun á næstunni gefa út myndabók þar sem verða aðeins myndir af konum á nærfötunum. Konur í öllum stærðum og gerðum. „Það eru konur þarna með stómapoka, konur með sem hafa misst útlim, konur í þykkum holdum, grannvaxnar konur og bara allar gerðir. Þær koma fram á nærfötum og það verði í raun bara sýnt fram á það að það sé ekkert sama sem merki að njóta velgengni og koma fram á nærfötunum.“ Ísland í dag Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Edda er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og fylgja henni tæplega þrjátíu þúsund manns á Instagram. Hún hefur vakið sérstaklega athygli í fjölmiðlum á þessu ári. Fyrr á árinu startaði hún í raun óvart bylgju á Instagram og seinna vakti hún athygli fyrir umfjöllun um vefsíðuna Only Fans í hlaðvarpi sínu. Rætt var við Eddu Falak í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það eru alveg nokkur ár síðan að fylgjendum mínum byrjaði að fjölga og það var helst þegar ég bjó út í Köben og var mikið að deila Crossfit lífi mínu. Þegar ég flyt heim í júlí í fyrra þá byrjar fylgjendum mínum að fjölga verulega og meira svona íslenskur fylgjendahópur og nú er hann 80 prósent Íslendingar,“ segir Edda og bætir við að fylgjendahópur hennar skiptist jafnt milli kvenna og karla. Hún segist hafa ágætar tekjur frá samfélagsmiðlum og geri góðan samninga. Hún segist ekki taka oft við fríum vörum frá fyrirtækjum. „Ég geri bara langtíma samninga við flott fyrirtæki.“ Fékk smá nóg Edda hefur náð langt í Crossfit á undanförnum árum en ákvað á dögunum að taka sér frí frá því að keppa í íþróttinni. „Ég var bara búin að vera keppa stöðugt í tvö ár og fékk smá bara nóg. Þetta er erfitt og mikil vinna. Núna er ég bara að gera fleiri hluti sem veita mér ánægju og ákvað að setja Crossfit til hliðar en ég hugsa að það sé alveg möguleiki að ég byrji aftur að keppa.“ Fyrir nokkrum vikum setti Edda í raun af stað bylgju á samfélagsmiðlum á Íslandi. Edda hafði fengið skilaboð á Instagram um að hún væri að deila of mörgum myndum af sér léttklæddri. Í kjölfarið tóku mörg hundruð íslenskar konur upp á því að deila einnig slíkum myndum af sér. „Maður sá að þetta er greinilega hjartans mál fyrir margar konur og það eru margar konur að lenda í því sama og ég. Ég sá að það eru margar konur sem halda aftur af sér en langar að deila svona myndum. Ég fékk mörg skilaboð að konur finni fyrir svona ákveðnari dómhörku frá maka þar sem þeir vilja kannski ekki endilega að kærastan sé að deila svona myndum. Ég er ekkert að segja að allir eigi að gera þetta en þeim sem langar til geti gert þetta án þess að verða dæmdar fyrir það. Það á þig enginn og það getur enginn sett sig í dómarastól og sagt að þetta sé ekki í lagi,“ segir Edda sem fær oft send ljót skilaboð um þær myndir sem hún deilir af sér. „Ég fæ athugasemdir eins og átt þú ekki föt? Hvar er sjálfsvirðingin? Þú getur gert betur og af hverju notar þú ekki gáfurnar þínar. Ég er fjármálamenntuð og hef unnið hjá stórum fyrirtækjum og þetta helst bara ekkert í hendur. Það að ef þú ert að deila myndum af þér í bikiní þá sért þú eitthvað heimskur.“ Líður væntalega illa Edda hefur oft fengið skilaboð send að hún sé slæm fyrirmynd og segist hún í raun vera komin með upp í kok af slíkri orðræðu. Hún segist heilt yfir ekki taka slíkt inn á sig en verði vissulega stundum þreytt á því að lesa neikvæða hluti um sig í formi skilaboða. Hún hefur nokkrum sinnum fengið send rasísk skilaboð og jafnvel ljót skilaboð frá öðrum áhrifavöldum. „Þessum einstaklingum líður væntanlega eitthvað illa og þetta er kannski ekkert persónulega á mig,“ segir Edda sem fór af stað með hlaðvarpið Eigin konur á dögunum og fór það sannarlega af stað með látum. Samfélagsmiðlastjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir gagnrýndi ákveðna umræðu sem átti sér stað í hlaðvarpinu. Þar var rætt við Íslendinga sem framleiða kynlífsmyndbönd á vefsíðunni Only Fans. Þar talaði Katrín um að þáttastjórnendur hafi verið að normalisera klám og fegra þann iðnað. Edda og Fjóla fengu töluverða gagnrýni eftir þætti um Only Fans. „Þetta umræðuefni er svolítið viðkvæmt og ég er vissulega sammála því að það má og á að skoða allar hliðar. Við erum bara svolítið að taka samtalið en ég er ekki endilega sammála því að podcöst er ekki endilega það sama og ef ég væri að vinna sem fréttamaður á Vísi og DV. Þáttastjórnendum ber enginn skylda til að mata fólk af einhverjum fróðleik. Ég og Fjóla berum ekki ábyrgð á því að fræða fólk. Mér finnst skrýtið þegar fólk segir, þið áttuð að taka allar hliðar á þessu máli. Í fyrsta lagi það segir mér enginn hvað ég á að ræða. Podcöst eru ekki það sama og kennsluefni í skóla. Ég er samt alveg ánægð með það að fólk horfi á allt með gagnrýnni hugsun. En það er fólk að gera þetta þarna út og það getur sært fólk að benda fingri á það og segja að það sem þú ert að gera er rangt eða ógeðslegt,“ segir Edda og bætir við að hún skilji vel þá hræðslu og reiði sem braust út eftir þáttinn. Uppljóstruðu eigin fordóma „Það kom mér á óvart hvað það voru miklir fordómar í gangi. Það fannst mér ljótt að sjá bæði samfélagsmiðlastjörnur, þekkt fólk, konur og karla voru tilbúinn að uppljóstra eigin fordóma í beinni.“ Henni finnst það hafa verið ósanngjarnt að varpa allri ábyrgð yfir á þær sem þáttastjórnendur. „Hver sem er getur tekið umræðuna og hvert sem er getur frætt fólk. Ef þú brennur fyrir þessu og vilt fræða fólk þá getur þú byrjað með þá umræðu og það er bara gott.“ Edda ákvað á dögunum að taka sér pásu frá keppni í Crossfit. Á síðustu mánuðum hefur töluvert verið fjallað um ástarlíf Eddu í fjölmiðlum. „Mér er eiginlega alveg sama. Ég er búin að átti mig á því að ég er greinilega góð clickbait fyrir Smartland eða DV. Þetta er greinilega það sem fólk vill lesa um, hver sé að hitta hvern. Ef ég myndi ekki vilja að þetta færi eitthvert, þá væri ég ekki að deila þessu á samfélagsmiðlum. Ég get alveg gefið mér það ef ég set eitthvað inn þá verði það kannski tekið og það er þá bara svoleiðis.“ Edda mun á næstunni gefa út myndabók þar sem verða aðeins myndir af konum á nærfötunum. Konur í öllum stærðum og gerðum. „Það eru konur þarna með stómapoka, konur með sem hafa misst útlim, konur í þykkum holdum, grannvaxnar konur og bara allar gerðir. Þær koma fram á nærfötum og það verði í raun bara sýnt fram á það að það sé ekkert sama sem merki að njóta velgengni og koma fram á nærfötunum.“
Ísland í dag Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira