Kia með flestar nýskráningar í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. maí 2021 07:01 Fjórða kynslóð Kia Sorento er orðin margverðlaunaður bíll. Flestar nýskráningar ökutækja í apríl voru vegna ökutækja af Kia gerð eða 149. Toyota car í öðru sæti með 117 og Volkswagen með 69. Kia Sorento var vinsælasta undirtegund Kia með 38 nýskráningar og Picanto með 25 og Niro og Rio jafnir með 20. Sorento var þó einungis næst vinsælasta undirtegundin en Mitsubishi Outlander var vinsælasta undirtegundin. 49 eintök voru nýskráð í apríl. Nýskráningar nýrra ökutækja eftir tegund í apríl 2021. Toyota var eins og áður segir með 117 nýskráningar. Þar af voru flestar af Land Cruiser gerð eða 34. Næstu var Yaris með 22 og Rav4 með 21. Volkswagen Polo var mest nýskráða undirtegund Volkswagen með 24 eintök, þar á eftir kom ID.4 PRO 150 kw með 11 eintök og Transporter með 10. Þróun á milli tímabila Samtals voru nýskráð 1264 ný ökutæki í apríl. Þar af 781 fólksbifreið sem er stærsti flokkurinn og hjólhýsi er næst stærsti flokkurinn með 121 og sendibifreiðar í þriðja sæti með 111. Hjólhýsi eru ökutæki samkvæmt Samgöngustofu í þeim skilningi að þau eru skráningarskyld. Nýskráð ný ökutæki eftir flokkum í apríl 2021. Í mars væri 1347 ný ökutæki nýskráð, þar af 954 fólksbifreiðar og 113 sendibifreiðar, þá voru einungis nýskráð 45 hjólhýsi. Samdrátturinn á milli mánaða nemur þá um 6%. Á milli ára, það er nýskráningar í apríl í fyrra og apríl í ár þá er aukningin gríðarleg. 720 ný ökutæki voru nýskráð í apríl í fyrra. Aukningin á milli ára nemur því um 76%. Orkugjafar Bensín var vinsælasti orkugjafinn þegar kemur að nýskráningum í apríl með 286 nýskráningar, dísel var í öðru sæti rétt á eftir bensíninu með 278 nýskráningar. Vélarlaus ökutæki voru svo í þriðja sæti með 215 nýskráningar. Hreinir rafbílar voru í fimmta sæti með 153, þar af var atkvæðamestur Mercedes-Benz EQA 250 með 15 eintök. Peugeot e2008, Nissan Leaf og Kia e-Niro voru jafnir í öðru sæti með 13 eintök. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Kia Sorento var vinsælasta undirtegund Kia með 38 nýskráningar og Picanto með 25 og Niro og Rio jafnir með 20. Sorento var þó einungis næst vinsælasta undirtegundin en Mitsubishi Outlander var vinsælasta undirtegundin. 49 eintök voru nýskráð í apríl. Nýskráningar nýrra ökutækja eftir tegund í apríl 2021. Toyota var eins og áður segir með 117 nýskráningar. Þar af voru flestar af Land Cruiser gerð eða 34. Næstu var Yaris með 22 og Rav4 með 21. Volkswagen Polo var mest nýskráða undirtegund Volkswagen með 24 eintök, þar á eftir kom ID.4 PRO 150 kw með 11 eintök og Transporter með 10. Þróun á milli tímabila Samtals voru nýskráð 1264 ný ökutæki í apríl. Þar af 781 fólksbifreið sem er stærsti flokkurinn og hjólhýsi er næst stærsti flokkurinn með 121 og sendibifreiðar í þriðja sæti með 111. Hjólhýsi eru ökutæki samkvæmt Samgöngustofu í þeim skilningi að þau eru skráningarskyld. Nýskráð ný ökutæki eftir flokkum í apríl 2021. Í mars væri 1347 ný ökutæki nýskráð, þar af 954 fólksbifreiðar og 113 sendibifreiðar, þá voru einungis nýskráð 45 hjólhýsi. Samdrátturinn á milli mánaða nemur þá um 6%. Á milli ára, það er nýskráningar í apríl í fyrra og apríl í ár þá er aukningin gríðarleg. 720 ný ökutæki voru nýskráð í apríl í fyrra. Aukningin á milli ára nemur því um 76%. Orkugjafar Bensín var vinsælasti orkugjafinn þegar kemur að nýskráningum í apríl með 286 nýskráningar, dísel var í öðru sæti rétt á eftir bensíninu með 278 nýskráningar. Vélarlaus ökutæki voru svo í þriðja sæti með 215 nýskráningar. Hreinir rafbílar voru í fimmta sæti með 153, þar af var atkvæðamestur Mercedes-Benz EQA 250 með 15 eintök. Peugeot e2008, Nissan Leaf og Kia e-Niro voru jafnir í öðru sæti með 13 eintök.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent