Fer í góðu jafnvægi inn í sumarið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. maí 2021 12:02 Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari. With Sara Að huga að heilsunni, bæði líkamlega og andlega, hefur aldrei verið mikilvægara en nú þegar Covid geisar yfir. Síðustu mánuði hafa ýmsar takmarkanir gert okkur erfiðara að halda við æfingarútínu. Líkamsrækt og sundlaugar hafa verið lokaðar stóran hluta vetrar og þegar takmörkunum hefur verið tímabundið aflétt hefur okkur verið ráðlagt að halda okkur frá slíkum stöðum ef kostur er. Afleiðing þessara aðstæðna er að þúsundir íslenskra kvenna hafa breytt stofum sínum og svefnherbergjum í eigið æfingastúdió. Tími sem var áður varið í að keyra í ræktina er nú varið í heimaæfingar. Sara Snædís kenndi áður líkamsrækt á Íslandi en býr nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni.With Sara Afslöppun og núvitund yfir sumartímann Sara Snædís Ólafsdóttir, stofnandi Withsara.is,hefur verið daglegur liður af lífi þúsunda íslenskra kvenna síðastliðið árið. Þegar tími gefst er fartölvan opnuð og jógadýnunni rennt út. Sara segir að meðlimir sæki tímana á netinu, með það að markmiði að viðhalda góðri æfingarrútínu, styrkja djúpvöðva líkamans og bæta orku og vellíðan. Áður en við förum inn í sumarið ætlar Sara að vera með sumaráskorun til þess að efla líkamlegt og andlegt jafnvægi ásamt því að byggja upp styrk og tóna líkaman. Hún segir að það að fara í góðu jafnvægi inn í sumarið hjálpi við að halda í þær góðu heilsuvenjur sem við höfum tileinkað okkur og muni stuðla að enn betri afslöppun og núvitund yfir sumartímann og gefa okkur rými til þess að hlúa vel að okkur fyrir veturinn. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) „Áskorunin er fjórar vikur og hefst mánudaginn 3. maí. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að koma sér í góða æfingarrútínu fyrir sumarið og verður hægt að taka tímana bæði innan dyra og utan dyra ef veður leyfir,“ segir Sara. Um helgar er lagt upp úr útiveru og er boðið upp á fjölbreyttar uppástungur um útiæfingar í bland við mini-seríur sem eru stuttar styrktaræfingar sem hægt er að gera fyrir eða eftir útveruna. Á virkum dögum eru 30 mínútna jóga- og styrktartímar í bland, en styrktartímarnir eru tímar sem unnið er með eigin líkamsþyngd í pilates, barre og djúpvöðvaæfingum. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Mikilvægt að vera í núinu Sara sjálf gerir oft hugleiðslu á gönguferðum í hverfi sínu í Svíþjóð. Á bloggsíðu sinni skrifar Sara um ýmislegt tengt heilsu og vellíðan. Í vikunni gaf Sara þessi fimm ráð til að æfa það að vera meira í núinu. Einbeittu þér að öndun. Mælir hún meðal annars með 4-7-8 öndunartækninni sem hún hefur bloggað um áður. Þetta getur slakað á öllu og róað bæði líkama og huga. Njóttu umhverfisins. Þegar þú flakkar á milli staða, opnaðu augun og horfðu á það sem er fyrir framan þig. Kannski sérðu nýtt tækifæri eða nýtt sjónarhorn til að horfa á verkefnin þín. Einfaldaðu verkefnalistann þinn. Sara segir að það hjálpi oft að skoða í hvað tíminn fer. Er hægt að sameina einhver verkefni eða fækka atriðunum á listanum og geyma þau þar til síðar? Vertu raunsæ/raunsær. Stundum nærðu ekki að gera allt og það er allt í lagi. Við getum ekki gert allt. Vertu heilshugar (e.mindful). Ekki ofhugsa fortíðina eða reyna að spá fyrir um framtíðina. Einbeittu þér að nútíðinni, slakaðu á og andaðu. Einn hlutur í einu. Heilsa Tengdar fréttir „Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13 Hjálpar hundruðum íslenskra kvenna að æfa heima í stofu Sara Snædís Ólafsdóttir byrjaði með fjarþjálfun í kórónuveirufaraldrinum. Hún þjálfaði fyrst fjölskyldu og vini en nú horfa konur í yfir 30 löndum á kennslumyndböndin. Á meðal viðskiptavina Söru eru hundruð kvenna frá Íslandi, sem velja að æfa heima hjá sér. 13. september 2020 09:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Síðustu mánuði hafa ýmsar takmarkanir gert okkur erfiðara að halda við æfingarútínu. Líkamsrækt og sundlaugar hafa verið lokaðar stóran hluta vetrar og þegar takmörkunum hefur verið tímabundið aflétt hefur okkur verið ráðlagt að halda okkur frá slíkum stöðum ef kostur er. Afleiðing þessara aðstæðna er að þúsundir íslenskra kvenna hafa breytt stofum sínum og svefnherbergjum í eigið æfingastúdió. Tími sem var áður varið í að keyra í ræktina er nú varið í heimaæfingar. Sara Snædís kenndi áður líkamsrækt á Íslandi en býr nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni.With Sara Afslöppun og núvitund yfir sumartímann Sara Snædís Ólafsdóttir, stofnandi Withsara.is,hefur verið daglegur liður af lífi þúsunda íslenskra kvenna síðastliðið árið. Þegar tími gefst er fartölvan opnuð og jógadýnunni rennt út. Sara segir að meðlimir sæki tímana á netinu, með það að markmiði að viðhalda góðri æfingarrútínu, styrkja djúpvöðva líkamans og bæta orku og vellíðan. Áður en við förum inn í sumarið ætlar Sara að vera með sumaráskorun til þess að efla líkamlegt og andlegt jafnvægi ásamt því að byggja upp styrk og tóna líkaman. Hún segir að það að fara í góðu jafnvægi inn í sumarið hjálpi við að halda í þær góðu heilsuvenjur sem við höfum tileinkað okkur og muni stuðla að enn betri afslöppun og núvitund yfir sumartímann og gefa okkur rými til þess að hlúa vel að okkur fyrir veturinn. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) „Áskorunin er fjórar vikur og hefst mánudaginn 3. maí. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að koma sér í góða æfingarrútínu fyrir sumarið og verður hægt að taka tímana bæði innan dyra og utan dyra ef veður leyfir,“ segir Sara. Um helgar er lagt upp úr útiveru og er boðið upp á fjölbreyttar uppástungur um útiæfingar í bland við mini-seríur sem eru stuttar styrktaræfingar sem hægt er að gera fyrir eða eftir útveruna. Á virkum dögum eru 30 mínútna jóga- og styrktartímar í bland, en styrktartímarnir eru tímar sem unnið er með eigin líkamsþyngd í pilates, barre og djúpvöðvaæfingum. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Mikilvægt að vera í núinu Sara sjálf gerir oft hugleiðslu á gönguferðum í hverfi sínu í Svíþjóð. Á bloggsíðu sinni skrifar Sara um ýmislegt tengt heilsu og vellíðan. Í vikunni gaf Sara þessi fimm ráð til að æfa það að vera meira í núinu. Einbeittu þér að öndun. Mælir hún meðal annars með 4-7-8 öndunartækninni sem hún hefur bloggað um áður. Þetta getur slakað á öllu og róað bæði líkama og huga. Njóttu umhverfisins. Þegar þú flakkar á milli staða, opnaðu augun og horfðu á það sem er fyrir framan þig. Kannski sérðu nýtt tækifæri eða nýtt sjónarhorn til að horfa á verkefnin þín. Einfaldaðu verkefnalistann þinn. Sara segir að það hjálpi oft að skoða í hvað tíminn fer. Er hægt að sameina einhver verkefni eða fækka atriðunum á listanum og geyma þau þar til síðar? Vertu raunsæ/raunsær. Stundum nærðu ekki að gera allt og það er allt í lagi. Við getum ekki gert allt. Vertu heilshugar (e.mindful). Ekki ofhugsa fortíðina eða reyna að spá fyrir um framtíðina. Einbeittu þér að nútíðinni, slakaðu á og andaðu. Einn hlutur í einu.
Heilsa Tengdar fréttir „Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13 Hjálpar hundruðum íslenskra kvenna að æfa heima í stofu Sara Snædís Ólafsdóttir byrjaði með fjarþjálfun í kórónuveirufaraldrinum. Hún þjálfaði fyrst fjölskyldu og vini en nú horfa konur í yfir 30 löndum á kennslumyndböndin. Á meðal viðskiptavina Söru eru hundruð kvenna frá Íslandi, sem velja að æfa heima hjá sér. 13. september 2020 09:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13
Hjálpar hundruðum íslenskra kvenna að æfa heima í stofu Sara Snædís Ólafsdóttir byrjaði með fjarþjálfun í kórónuveirufaraldrinum. Hún þjálfaði fyrst fjölskyldu og vini en nú horfa konur í yfir 30 löndum á kennslumyndböndin. Á meðal viðskiptavina Söru eru hundruð kvenna frá Íslandi, sem velja að æfa heima hjá sér. 13. september 2020 09:00