Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA annað kvöld. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið verji ekki Íslandsmeistaratitilinn sem það vann á síðasta tímabili. Eins og hjá FH og HB í Færeyjum gerði Heimir Guðjónsson Val að meisturum á fyrsta tímabili sínu með liðið. Valsmenn fóru nokkuð rólega af stað í fyrra, fengu aðeins eitt stig í fyrstu þremur heimaleikjunum og eftir sex umferðir voru þeir með tíu stig af átján mögulegum. Í næstu tólf umferðum fékk Valur hins vegar 34 stig af 36 mögulegum og kom sér vel fyrir á toppnum. Valsmenn voru átta stigum á undan FH-ingum þegar tímabilið var flautað af og þriðji Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum staðreynd. Valur sýndi svo ekki var um villst að þeir voru langbesta lið landsins þegar þeir unnu Stjörnuna og FH, liðin í 2. og 3. sæti, samanlagt 9-2, með þriggja daga millibili í september. Sterkir leikmenn hafa yfirgefið Val í vetur, meðal annars besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar, Valgeir Lunddal Friðriksson, og líklega besti leikmaður seinni hluta tímabilsins, Aron Bjarnason. Valsmenn sóttu sér tvo sterka Skagamenn í vetur, Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson, en þeir eru báðir meiddir sem stendur. Síðasta tímabil hjá Val Sæti: 1 Stig: 44 Vænt stig (xP): Mörk: 50 Mörk á sig: 17 Vænt mörk (xG): 41,1 Vænt mörk á sig: 21,4 Með boltann: 51,2% Heppnaðar sendingar: 79,5% Skot: 13,9 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (83%) Meðalaldur: 29,4 Markahæstur: Patrick Pedersen (15) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Vals.vísir/toggi Hannes Þór Halldórsson (f. 1984): Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar heldur besti markvörður Íslands. Spilaði á dögunum sinn 76. A-landsleik og virðist sæti hans í landsliðinu ekki í hættu þó hann sé nýorðinn 37 ára gamall og að spila á Íslandi. Átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann minnti land og þjóð hvers hann er megnugur. Þarf að eiga annað slíkt tímabil ef Valur ætlar að verja titilinn. Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Verður seint sakaður um að leggja sig ekki allan fram. Setur höfuðið oft þar sem hinir mestu naglar myndu vart setja fæturna. Er hvað þekktastur fyrir að vera harðhausinn á miðju Vals sem sér til þess að enginn vaði yfir samherja sína á skítugum skónum en er einnig skrambi lunkinn með boltann. Fær það hrós þó sjaldan þar sem hann er alltaf tilbúinn að vinna skítverkin svo lengi sem það tryggir hans mönnum stigin þrjú. Patrick Pedersen (f. 1991): Að margra mati besti framherji deildarinnar. Hefur verið á flakki frá því hann kom fyrst hingað til lands 2013 en virðist endanlega vera sestur að á Hlíðarenda. Þar líður honum hvað best enda virðist hann skora í nánast hverjum einasta leik hér á landi. Frábær framherji sem fær varnarmenn til að skjálfa á beinunum. Er einnig mjög lunkinn í að finna pláss milli varnar og miðju andstæðinga sinna sem hann nýtir í að skapa færi fyrir samherja sína. Hannes Þór Halldórsson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen.vísir/hag/vilhelm Leikstíll Í þremur orðum: Skipulagður, sókndjarfur og árangursríkur. Heimir vill spila 4-2-3-1 og þar ætti ekki nein breyting að verða á. Það á hins vegar eftir að koma nákvæmlega í ljós hvaða áhrif breytingar á byrjunarliði liðsins hafa á spilamennsku þess. Hannes Þór er ekki að fara flækja hlutina neitt gífurlega í markinu. Markspyrnur fara nær alltaf upp hægra megin. Ef hann grípur inn í er boltanum oftar en ekki rúllað á Rasmus Christiansen eða þá kastað út á bakvörð. Hefðbundin pressa Valsmanna hefst á miðjum vallarhelmingi mótherjans. Ef það er möguleiki á að vinna boltann hátt á vellinum fer liðið í hápressu en það gerist þó aðeins ef allt liðið er klárt. Sóknarleikur Íslandsmeistaranna byggist á hröðum og nokkuð beinskeyttum sóknum. Ef ekki er um skyndisókn að ræða má bóka að boltinn fari út á annan hvorn vænginn. Þaðan getur hann farið upp að endalínu, inn í hálfsvæðin eða einfaldlega beint inn í hættusvæðið fyrir framan markið. Aðalatriðið virðist vera auga Pedersen fyrir spili og hversu góður hann er að tengja við samherja sína inn í teig andstæðinganna. Þá hjálpar til hversu klókir aðrir leikmenn liðsins eru í að búa sér til pláss. Einnig er töluvert skorað úr föstum leikatriðum, bæði vel útfærðum og góðum sendingum inn á hættusvæði. Markaðurinn vísir/toggi Valsmenn hafa misst nokkra frábæra leikmenn í vetur. Aron Bjarnason var í algjöru lykilhlutverki í fyrra og Valgeir Lunddal blómstraði sem vinstri bakvörður liðsins. Lasse Petry var flottur á miðjunni og Einar Karl gaf liðinu góða breidd þar. Eiður Aron var líka byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar seinni hluta tímabilsins, eftir að Hedlund meiddist. En meistararnir virðast hafa fyllt ansi vel í þessi skörð. Skagamennirnir Tryggvi Hrafn og Arnór gætu átt eftir að setja mikið mark á deildina, eins og Tryggvi gerði með ÍA í fyrra, en það veltur vissulega á meiðslum. Tryggvi verður varla með fyrr en í seinni hluta júní vegna fótbrots, og Arnór, sem hefur spilað erlendis síðustu sautján ár og á að baki 26 A-landsleiki, spilaði ekkert með Lilleström í fyrra vegna meiðsla. Christan Köhler kemur inn á miðjuna úr dönsku B-deildinni þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg. Sænski bakvörðurinn Johannes Vall, sem á að baki 79 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, kemur í stað Valgeirs. Valsmenn gerðu líka vel í að fá fyrirliða KA, Almarr Ormarsson, með alla sína baráttu og gæði á miðjuna. Hann gæti nýst liðinu afar vel. Hinn átján ára gamli Kristófer Jónsson, sem lék sína fyrstu heilu leiktíð í 2. deild í fyrra, er svo mættur frá Haukum. Hvað vantar Val? Valsmenn hafa litið hvað best út með eiturfljótan kantmann innanborðs, fyrst Dion Acoff og svo Aron Bjarnason í fyrra. Þeim myndi gagnast best að fá eina rakettu inn í hópinn. Að lokum Valsmenn fengu flest stig, skoruðu mest og fengu fæst mörk á sig í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Síðast þegar Valur átti Íslandsmeistaratitil að verja fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Valsmenn eru eflaust brenndir eftir það og staðráðnir í að forðast annað 2019-tímabil. Þótt Valur hafi fengið sterka leikmenn í vetur er missirinn sennilega meiri. Fimm af sex leikmönnum sem eru horfnir á braut voru í stóru hlutverki í fyrra. Skarð Arons verður sérstaklega erfitt að fylla en eftir brotthvarf hans og meiðsli Tryggva er ekki mikill hraði í framlínu Vals og fáir leikmenn sem ógna með hlaupum inn fyrir varnir andstæðingana. Með þennan leikmannahóp, sigurhefð og Heimi í brúnni er samt engin hætta á öðru en Valsmenn verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. En samkeppnin verður væntanlega meiri en í fyrra. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Af litlum Loga verður oft mikið bál Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Gamlir en enn góðir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 27. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA annað kvöld. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið verji ekki Íslandsmeistaratitilinn sem það vann á síðasta tímabili. Eins og hjá FH og HB í Færeyjum gerði Heimir Guðjónsson Val að meisturum á fyrsta tímabili sínu með liðið. Valsmenn fóru nokkuð rólega af stað í fyrra, fengu aðeins eitt stig í fyrstu þremur heimaleikjunum og eftir sex umferðir voru þeir með tíu stig af átján mögulegum. Í næstu tólf umferðum fékk Valur hins vegar 34 stig af 36 mögulegum og kom sér vel fyrir á toppnum. Valsmenn voru átta stigum á undan FH-ingum þegar tímabilið var flautað af og þriðji Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum staðreynd. Valur sýndi svo ekki var um villst að þeir voru langbesta lið landsins þegar þeir unnu Stjörnuna og FH, liðin í 2. og 3. sæti, samanlagt 9-2, með þriggja daga millibili í september. Sterkir leikmenn hafa yfirgefið Val í vetur, meðal annars besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar, Valgeir Lunddal Friðriksson, og líklega besti leikmaður seinni hluta tímabilsins, Aron Bjarnason. Valsmenn sóttu sér tvo sterka Skagamenn í vetur, Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson, en þeir eru báðir meiddir sem stendur. Síðasta tímabil hjá Val Sæti: 1 Stig: 44 Vænt stig (xP): Mörk: 50 Mörk á sig: 17 Vænt mörk (xG): 41,1 Vænt mörk á sig: 21,4 Með boltann: 51,2% Heppnaðar sendingar: 79,5% Skot: 13,9 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (83%) Meðalaldur: 29,4 Markahæstur: Patrick Pedersen (15) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Vals.vísir/toggi Hannes Þór Halldórsson (f. 1984): Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar heldur besti markvörður Íslands. Spilaði á dögunum sinn 76. A-landsleik og virðist sæti hans í landsliðinu ekki í hættu þó hann sé nýorðinn 37 ára gamall og að spila á Íslandi. Átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann minnti land og þjóð hvers hann er megnugur. Þarf að eiga annað slíkt tímabil ef Valur ætlar að verja titilinn. Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Verður seint sakaður um að leggja sig ekki allan fram. Setur höfuðið oft þar sem hinir mestu naglar myndu vart setja fæturna. Er hvað þekktastur fyrir að vera harðhausinn á miðju Vals sem sér til þess að enginn vaði yfir samherja sína á skítugum skónum en er einnig skrambi lunkinn með boltann. Fær það hrós þó sjaldan þar sem hann er alltaf tilbúinn að vinna skítverkin svo lengi sem það tryggir hans mönnum stigin þrjú. Patrick Pedersen (f. 1991): Að margra mati besti framherji deildarinnar. Hefur verið á flakki frá því hann kom fyrst hingað til lands 2013 en virðist endanlega vera sestur að á Hlíðarenda. Þar líður honum hvað best enda virðist hann skora í nánast hverjum einasta leik hér á landi. Frábær framherji sem fær varnarmenn til að skjálfa á beinunum. Er einnig mjög lunkinn í að finna pláss milli varnar og miðju andstæðinga sinna sem hann nýtir í að skapa færi fyrir samherja sína. Hannes Þór Halldórsson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen.vísir/hag/vilhelm Leikstíll Í þremur orðum: Skipulagður, sókndjarfur og árangursríkur. Heimir vill spila 4-2-3-1 og þar ætti ekki nein breyting að verða á. Það á hins vegar eftir að koma nákvæmlega í ljós hvaða áhrif breytingar á byrjunarliði liðsins hafa á spilamennsku þess. Hannes Þór er ekki að fara flækja hlutina neitt gífurlega í markinu. Markspyrnur fara nær alltaf upp hægra megin. Ef hann grípur inn í er boltanum oftar en ekki rúllað á Rasmus Christiansen eða þá kastað út á bakvörð. Hefðbundin pressa Valsmanna hefst á miðjum vallarhelmingi mótherjans. Ef það er möguleiki á að vinna boltann hátt á vellinum fer liðið í hápressu en það gerist þó aðeins ef allt liðið er klárt. Sóknarleikur Íslandsmeistaranna byggist á hröðum og nokkuð beinskeyttum sóknum. Ef ekki er um skyndisókn að ræða má bóka að boltinn fari út á annan hvorn vænginn. Þaðan getur hann farið upp að endalínu, inn í hálfsvæðin eða einfaldlega beint inn í hættusvæðið fyrir framan markið. Aðalatriðið virðist vera auga Pedersen fyrir spili og hversu góður hann er að tengja við samherja sína inn í teig andstæðinganna. Þá hjálpar til hversu klókir aðrir leikmenn liðsins eru í að búa sér til pláss. Einnig er töluvert skorað úr föstum leikatriðum, bæði vel útfærðum og góðum sendingum inn á hættusvæði. Markaðurinn vísir/toggi Valsmenn hafa misst nokkra frábæra leikmenn í vetur. Aron Bjarnason var í algjöru lykilhlutverki í fyrra og Valgeir Lunddal blómstraði sem vinstri bakvörður liðsins. Lasse Petry var flottur á miðjunni og Einar Karl gaf liðinu góða breidd þar. Eiður Aron var líka byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar seinni hluta tímabilsins, eftir að Hedlund meiddist. En meistararnir virðast hafa fyllt ansi vel í þessi skörð. Skagamennirnir Tryggvi Hrafn og Arnór gætu átt eftir að setja mikið mark á deildina, eins og Tryggvi gerði með ÍA í fyrra, en það veltur vissulega á meiðslum. Tryggvi verður varla með fyrr en í seinni hluta júní vegna fótbrots, og Arnór, sem hefur spilað erlendis síðustu sautján ár og á að baki 26 A-landsleiki, spilaði ekkert með Lilleström í fyrra vegna meiðsla. Christan Köhler kemur inn á miðjuna úr dönsku B-deildinni þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg. Sænski bakvörðurinn Johannes Vall, sem á að baki 79 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, kemur í stað Valgeirs. Valsmenn gerðu líka vel í að fá fyrirliða KA, Almarr Ormarsson, með alla sína baráttu og gæði á miðjuna. Hann gæti nýst liðinu afar vel. Hinn átján ára gamli Kristófer Jónsson, sem lék sína fyrstu heilu leiktíð í 2. deild í fyrra, er svo mættur frá Haukum. Hvað vantar Val? Valsmenn hafa litið hvað best út með eiturfljótan kantmann innanborðs, fyrst Dion Acoff og svo Aron Bjarnason í fyrra. Þeim myndi gagnast best að fá eina rakettu inn í hópinn. Að lokum Valsmenn fengu flest stig, skoruðu mest og fengu fæst mörk á sig í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Síðast þegar Valur átti Íslandsmeistaratitil að verja fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Valsmenn eru eflaust brenndir eftir það og staðráðnir í að forðast annað 2019-tímabil. Þótt Valur hafi fengið sterka leikmenn í vetur er missirinn sennilega meiri. Fimm af sex leikmönnum sem eru horfnir á braut voru í stóru hlutverki í fyrra. Skarð Arons verður sérstaklega erfitt að fylla en eftir brotthvarf hans og meiðsli Tryggva er ekki mikill hraði í framlínu Vals og fáir leikmenn sem ógna með hlaupum inn fyrir varnir andstæðingana. Með þennan leikmannahóp, sigurhefð og Heimi í brúnni er samt engin hætta á öðru en Valsmenn verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. En samkeppnin verður væntanlega meiri en í fyrra.
Sæti: 1 Stig: 44 Vænt stig (xP): Mörk: 50 Mörk á sig: 17 Vænt mörk (xG): 41,1 Vænt mörk á sig: 21,4 Með boltann: 51,2% Heppnaðar sendingar: 79,5% Skot: 13,9 Aðalleikaðferð: 4-2-3-1 (83%) Meðalaldur: 29,4 Markahæstur: Patrick Pedersen (15)
Pepsi Max-spáin 2021: Af litlum Loga verður oft mikið bál Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Gamlir en enn góðir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 27. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04