Dusty pakkaði Hafinu og XY með góða endurkomu Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. mars 2021 23:53 Vodafone deildin er í fullum gangi. Sýnt var frá þremur leikjum í 6. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty sem vann öruggan sigur á Hafinu, og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Fylki. Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty og KR sem tróna á toppnum eftir stórsigra á Hafinu og Aurora. XY sem kom sér í þriðja sætið í síðustu viku styrkti stöðu sína þar og sýndi að þeir eiga svo sannarlega heima með toppliðunum. Nýliðar Tindastóls blanda sér nú í miðjubaráttuna sem er nokkuð þétt en enn situr Aurora á botninum. Spennandi verður að sjá hvernig leikir næstu viku fara, en þá kemur í ljós hverjir gera raunverulega tilkall til fjórða sætisins sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Þór - Tindastóll Í fyrsta leik kvöldsins tóku mættust Þór og Tindastóll á Nuke. Þórsarar hófu leikinn með góðri sókn (terrorist) en eftir gríðarlegan sprett hjá Tindastóli endaði baráttan um Norðurlandið með 2 stigum til Sauðárkróks. Þórsarar fóru vel af stað og náðu fyrstu 3 lotunum, hittu vel, náðu að setja niður sprengjur, spila hratt og Rean náði fjórum fellum í annari lotu. Þrátt fyrir blankheit jafnaði Tindastóll með góðum sprettum H0Z1D3R og Mórals sem stráfelldu Þórsarana. Rean sem var skilinn eftir einn síns liðs átti lítið í vel skipulagt lið Tindastóls. Eftir þrjár góðar lotur Þórs var eins og botninn félli úr aðgerðum þeirra og Tindastóll hóf sig til flugs með því að lesa andstæðinginn eins og opna bók. H0Z1D3R átti stórleik og varðist tilraunum Þórs vel, Tindastóll komst yfir í fyrsta sinn í tólftu lotu og tók síðustu fimm í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 Tindastóll Leikmenn Tindastóls mættu sjóðheitir í síðari hálfleik og unnu fyrstu fimm loturnar hratt og örugglega. Tíu lotur í röð hjá Tindastóli og aftur voru það Mórall og H0Z1D3R sem héldu leikmönnum Þórs niðri. Eftir aftengingu í tuttugustu og fyrstu lotu vöknuðu Þórsarar og veittu góða viðspyrnu. Hraðabreytingar og taktískar staðsetningar skiluðu þeim fimm lotum í röð. Eitthvað vantaði upp á í samskiptum og samspili Tindastóls sem var búið með leikhléin sín. Kröftugur sprettur Þórs dugði þó ekki til og Tindastóll hafði betur að lokum. Tindastóll skaust upp úr næst neðsta sæti deildarinnar og gerir nú tilkall til fjórða sætisins ásamt Þór, Fylki og Hafinu. Tindastóll leikur gegn botnliðinu Aurora í næstu viku og getur því styrkt stöðu sína enn frekar, en Þór leikur gegn Fylki í næstu umferð. Lokastaða: Þór 12 - 16 Tindastóll Hafið - Dusty Önnur viðureign kvöldsins fór fram á Train, þar sem Hafið tók á móti Dusty. Búist var við spennandi leik þar sem liðin mættust í úrslitum síðustu Stórmeistarakeppni. Raunin var þó önnur og vann agað lið Dusty stórsigur á Hafinu og tryggði sér stöðu sína á toppnum. Hafið hóf leikinn í sókn (terrorist) en tapaði fyrstu tveim lotunum gegn sterkri vörn Dusty. Hafið sótti í þriðju lotu með sprengjuregni og miklum hasar, Allee náði þremur fellum og virtist sem Hafið væri loks mætt til leiks með sprengjuplanti á síðustu sekúndunum. Dusty voru blankir í byrjun fimmtu lotu, en StebbiC0C0 náði 4 fellum og þá var Dusty komið í gírinn. Allt leit út fyrir að hér yrði um hörkuleik að ræða, en úr varð aldrei neinn almennilegur slagur. Ekki tókst að draga neitt ferskt upp úr hattinum og sama hvað leikmenn Hafsins reyndu var Dusty alltaf með svörin á reiðum höndum. Oft vantaði afskaplega lítið upp á til að aðgerðir Hafsins heppnuðust og þeir kæmu höggi á efnahag Dusty, en með góðu skipulagi tókst Dusty að tefja fyrir sprengjunum og gefa ekki á sér nein færi. Staða í hálfleik: Hafið 2 - 13 Dusty Það var ekki flókið verkefni sem beið Dusty í síðari hálfleik og tóku leikmenn liðsins því rólega, biðu eftir Hafinu og tókst að tryggja sér sigurinn eftir fimm lotur. Stórmunur var á liðunum, Hafinu hafði ekki tekist að ná lotum sem þeir hefðu átt að vinna og innsæi Hafsins átti ekki roð við aga Dusty. Dusty trónir því enn á toppnum ásamt KR, en liðin tvö mætast í toppslagnum í næstu umferð Vodafonedeildarinnar föstudaginn 9. apríl. Hafið berst enn fyrir miðju deildarinnar með einungis tvo sigra eftir sex leiki en liðið mætir XY í næstu viku. Lokastaða: Hafið 4 - 26 Dusty XY - Fylkir Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins léku XY og Fylkir á Nuke. Leikurinn fór jafnt af stað, en eftir nokkrar lotur náði Fylkir góðu forskoti í sókn. XY kom hins vegar auga á veikleika í spilun Fylkis og eftir eina rosalegustu endurkomu tímabilsins hafði XY betur. Aftur var leikið á Nuke kortinu sem bæði lið hafa staðið sig vel á, eftir að XY bannaði Inferno og kaus Fylkir að byrja í vörn (counter-terrorist). Strax í fyrstu lotu voru Fylkismenn snöggir að fella fjóra leikmenn, Brnr náði þremur og þeir unnu lotuna nánast án þess að hleypa af. Næstu tvær lotur reyndust Fylki auðveldar, en þegar þeir reyndu endurtöku (retake) tókst XY að verja sprengjuna vel og hafa betur í fjórðu og fimmtu lotu. Fylkir hélt sig við planið, mætti bæði hægum og hröðum sóknum vel og komst í stöðuna 3-8. Vikki og Brnr stóðu sig gríðarlega vel, en svo fór að halla undan fæti. XY fjárfesti í góðum vopnum og komst upp á lagið með að brjótast í gegnum Secret sem Fylkir hafði enga stjórn á. Endurtökuspilunin reyndist þeim illa, XY áttu góðar hraðabreytingar og tóku fimm lotur í röð. Staða í hálfleik: XY 7 - 8 Fylkir Síðari hálfleikur hófst á æsispennandi skammbyssulotu þar sem Fylkir sótti beint á rampinn. Sprengjan fór snemma niður og Vikki felldi Goa7er í mann á mann. Spike og Goa7er fóru hins vegar á kostum í næstu lotum, sóttu hart og og XY komst yfir í nítjándu lotu með þremur fellum frá Goater í snilldarlegri árás. XY var komið á blússandi siglingu og engin leið að stöðva þá, liðið var einstaklega samstillt í öllum sínum aðgerðum og óhrætt við að taka áhættu. Eitthvað sem Fylkir hafði forðast og kostaði þá mikið. Þetta slökkti algjörlega á Fylkismönnum, en Brnr og Vikki höfðu dregið vagninn framan af. XY voru vel staðsettir, mættu andstæðingunum af hörku og komust í 15-9. 12 lotur af 13 í röð. Brnr náði þó með fjórfaldri fellu að fresta hinu óumflýjanlega í tuttugustu og fimmtu lotu, en Stalz innsiglaði sigurinn í þeirri næstu. XY, sem mætir Hafinu í næstu umferð, er því með 8 stig í þriðja sæti deildarinnar og skilur sig frá miðjunni, en Fylkir er enn á sama stað og heldur miðjuslagnum áfram þegar liðið mætir Þór í næstu viku. Lokastaða: XY 16 - 10 Fylkir Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty og KR sem tróna á toppnum eftir stórsigra á Hafinu og Aurora. XY sem kom sér í þriðja sætið í síðustu viku styrkti stöðu sína þar og sýndi að þeir eiga svo sannarlega heima með toppliðunum. Nýliðar Tindastóls blanda sér nú í miðjubaráttuna sem er nokkuð þétt en enn situr Aurora á botninum. Spennandi verður að sjá hvernig leikir næstu viku fara, en þá kemur í ljós hverjir gera raunverulega tilkall til fjórða sætisins sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Þór - Tindastóll Í fyrsta leik kvöldsins tóku mættust Þór og Tindastóll á Nuke. Þórsarar hófu leikinn með góðri sókn (terrorist) en eftir gríðarlegan sprett hjá Tindastóli endaði baráttan um Norðurlandið með 2 stigum til Sauðárkróks. Þórsarar fóru vel af stað og náðu fyrstu 3 lotunum, hittu vel, náðu að setja niður sprengjur, spila hratt og Rean náði fjórum fellum í annari lotu. Þrátt fyrir blankheit jafnaði Tindastóll með góðum sprettum H0Z1D3R og Mórals sem stráfelldu Þórsarana. Rean sem var skilinn eftir einn síns liðs átti lítið í vel skipulagt lið Tindastóls. Eftir þrjár góðar lotur Þórs var eins og botninn félli úr aðgerðum þeirra og Tindastóll hóf sig til flugs með því að lesa andstæðinginn eins og opna bók. H0Z1D3R átti stórleik og varðist tilraunum Þórs vel, Tindastóll komst yfir í fyrsta sinn í tólftu lotu og tók síðustu fimm í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 Tindastóll Leikmenn Tindastóls mættu sjóðheitir í síðari hálfleik og unnu fyrstu fimm loturnar hratt og örugglega. Tíu lotur í röð hjá Tindastóli og aftur voru það Mórall og H0Z1D3R sem héldu leikmönnum Þórs niðri. Eftir aftengingu í tuttugustu og fyrstu lotu vöknuðu Þórsarar og veittu góða viðspyrnu. Hraðabreytingar og taktískar staðsetningar skiluðu þeim fimm lotum í röð. Eitthvað vantaði upp á í samskiptum og samspili Tindastóls sem var búið með leikhléin sín. Kröftugur sprettur Þórs dugði þó ekki til og Tindastóll hafði betur að lokum. Tindastóll skaust upp úr næst neðsta sæti deildarinnar og gerir nú tilkall til fjórða sætisins ásamt Þór, Fylki og Hafinu. Tindastóll leikur gegn botnliðinu Aurora í næstu viku og getur því styrkt stöðu sína enn frekar, en Þór leikur gegn Fylki í næstu umferð. Lokastaða: Þór 12 - 16 Tindastóll Hafið - Dusty Önnur viðureign kvöldsins fór fram á Train, þar sem Hafið tók á móti Dusty. Búist var við spennandi leik þar sem liðin mættust í úrslitum síðustu Stórmeistarakeppni. Raunin var þó önnur og vann agað lið Dusty stórsigur á Hafinu og tryggði sér stöðu sína á toppnum. Hafið hóf leikinn í sókn (terrorist) en tapaði fyrstu tveim lotunum gegn sterkri vörn Dusty. Hafið sótti í þriðju lotu með sprengjuregni og miklum hasar, Allee náði þremur fellum og virtist sem Hafið væri loks mætt til leiks með sprengjuplanti á síðustu sekúndunum. Dusty voru blankir í byrjun fimmtu lotu, en StebbiC0C0 náði 4 fellum og þá var Dusty komið í gírinn. Allt leit út fyrir að hér yrði um hörkuleik að ræða, en úr varð aldrei neinn almennilegur slagur. Ekki tókst að draga neitt ferskt upp úr hattinum og sama hvað leikmenn Hafsins reyndu var Dusty alltaf með svörin á reiðum höndum. Oft vantaði afskaplega lítið upp á til að aðgerðir Hafsins heppnuðust og þeir kæmu höggi á efnahag Dusty, en með góðu skipulagi tókst Dusty að tefja fyrir sprengjunum og gefa ekki á sér nein færi. Staða í hálfleik: Hafið 2 - 13 Dusty Það var ekki flókið verkefni sem beið Dusty í síðari hálfleik og tóku leikmenn liðsins því rólega, biðu eftir Hafinu og tókst að tryggja sér sigurinn eftir fimm lotur. Stórmunur var á liðunum, Hafinu hafði ekki tekist að ná lotum sem þeir hefðu átt að vinna og innsæi Hafsins átti ekki roð við aga Dusty. Dusty trónir því enn á toppnum ásamt KR, en liðin tvö mætast í toppslagnum í næstu umferð Vodafonedeildarinnar föstudaginn 9. apríl. Hafið berst enn fyrir miðju deildarinnar með einungis tvo sigra eftir sex leiki en liðið mætir XY í næstu viku. Lokastaða: Hafið 4 - 26 Dusty XY - Fylkir Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins léku XY og Fylkir á Nuke. Leikurinn fór jafnt af stað, en eftir nokkrar lotur náði Fylkir góðu forskoti í sókn. XY kom hins vegar auga á veikleika í spilun Fylkis og eftir eina rosalegustu endurkomu tímabilsins hafði XY betur. Aftur var leikið á Nuke kortinu sem bæði lið hafa staðið sig vel á, eftir að XY bannaði Inferno og kaus Fylkir að byrja í vörn (counter-terrorist). Strax í fyrstu lotu voru Fylkismenn snöggir að fella fjóra leikmenn, Brnr náði þremur og þeir unnu lotuna nánast án þess að hleypa af. Næstu tvær lotur reyndust Fylki auðveldar, en þegar þeir reyndu endurtöku (retake) tókst XY að verja sprengjuna vel og hafa betur í fjórðu og fimmtu lotu. Fylkir hélt sig við planið, mætti bæði hægum og hröðum sóknum vel og komst í stöðuna 3-8. Vikki og Brnr stóðu sig gríðarlega vel, en svo fór að halla undan fæti. XY fjárfesti í góðum vopnum og komst upp á lagið með að brjótast í gegnum Secret sem Fylkir hafði enga stjórn á. Endurtökuspilunin reyndist þeim illa, XY áttu góðar hraðabreytingar og tóku fimm lotur í röð. Staða í hálfleik: XY 7 - 8 Fylkir Síðari hálfleikur hófst á æsispennandi skammbyssulotu þar sem Fylkir sótti beint á rampinn. Sprengjan fór snemma niður og Vikki felldi Goa7er í mann á mann. Spike og Goa7er fóru hins vegar á kostum í næstu lotum, sóttu hart og og XY komst yfir í nítjándu lotu með þremur fellum frá Goater í snilldarlegri árás. XY var komið á blússandi siglingu og engin leið að stöðva þá, liðið var einstaklega samstillt í öllum sínum aðgerðum og óhrætt við að taka áhættu. Eitthvað sem Fylkir hafði forðast og kostaði þá mikið. Þetta slökkti algjörlega á Fylkismönnum, en Brnr og Vikki höfðu dregið vagninn framan af. XY voru vel staðsettir, mættu andstæðingunum af hörku og komust í 15-9. 12 lotur af 13 í röð. Brnr náði þó með fjórfaldri fellu að fresta hinu óumflýjanlega í tuttugustu og fimmtu lotu, en Stalz innsiglaði sigurinn í þeirri næstu. XY, sem mætir Hafinu í næstu umferð, er því með 8 stig í þriðja sæti deildarinnar og skilur sig frá miðjunni, en Fylkir er enn á sama stað og heldur miðjuslagnum áfram þegar liðið mætir Þór í næstu viku. Lokastaða: XY 16 - 10 Fylkir
Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira