Lífið

Post-it miðar geta reddað manni í framkvæmdum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi var orðlaus yfir trixi Dóra DNA.
Sveppi var orðlaus yfir trixi Dóra DNA.

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, byrjaði með nýja framkvæmdarþætti á Stöð 2 á dögunum. Þættirnir bera nafnið Skítamix.

Í þeim mætir hann heim til þekktra Íslendinga og aðstoðar þá við allskonar framkvæmdir heima fyrir.

Í þættinum í gær leit Dóri við hjá sjónvarpsmanninum Sverri Þór Sverrissyni og aðstoðaði hann við að festa gólflista og hengja upp snaga.

Dóri sýndi í þættinum lygilegt trix þegar hann boraði inn í vegg. Ekki þurfti að sækja ryksuguna og aðeins varð Sveppi að redda gulum minnismiða eða það sem margir kalla post-it miða.

Hann er einfaldlega límdur á vegginn og brett upp á svo að það minnsti lítill bakki. Þangað fer allt rykið eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Post-it miðar geta reddað manni í framkvæmdum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×