Fjallið lofar að bjóða upp á eitthvað sérstakt í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kaldur karl eins og hann sýndi á gosstöðvunum á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Fjallið þurfti að skipta út Simon fyrir Simon en mun samt áður berjast í hringnum í stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næsta mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira