Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu Heiðar Sumarliðason skrifar 26. apríl 2021 15:02 Bob brennir seðla. Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta. Nobody byrjar ótrúlega vel og eftir 30-40 mínútur hafði ég á tilfinningunni að hér væri á ferðinni gegnheil fjögurra stjörnu ræma. Algjört tilgangs- og meðvitundarleysi þess sem kemur í kjölfarið verður henni hins vegar að falli, en framvindan gerir fátt annað en að grafa undan því góða sem á undan er komið. Það er líkt og höfundur handritins hafi lesið fyrsta kaflann í handritsskrifabókinni (ef við ímyndum okkur að það sé bara til að ein bók um handritsskrif), svo ekki nennt að klára hana. Hann hafi því næst bara byrjað að skrifa án þess að hafa lesið kaflann um hvernig skal byggja og viðhalda spennu. Ég segi þetta vegna þess að það sem kemur á eftir fyrsta leikþætti gerir fátt annað en að grafa undan spennunni. Í hvert skipti sem framvindan kemur að krossgötum, þar sem eðlilegast væri að höfundur yki á það sem er húfi, er hlutunum slegið upp í kæruleysi og gerður (lítt fyndinn) brandari úr því Dæmi um þetta er þegar fjölskyldu Hutch er ógnað. Hvað gerist þá? Jú, Hutch læsir þau niðrí kjallara þar sem enginn getur náð til að þeirra. Þar eru þau þangað til yfir lýkur. Einnig má nefna að aðal illmennið sem vill Hutch feigan líkaði ekki einu sinni við bróður sinn sem Hutch slasaði. Það er best að geyma þessi bara niðrí kjallara. Enda konur og börn bara fyrir. Það er gegnumgangandi tómhyggja í gjörðum persónanna þegar myndinni vindur fram, sem vinnur gegn grunnatriðum vel heppnaðrar kvikmyndaupplifunar. Vegna þess fær áhorfandinn ekkert kaþarsis í lok myndar, því til að hægt sé að upplifa kaþarsis þarf eitthvað að vera í húfi sem áhorfandanum er annt um. En hvernig er hægt að ætlast til að áhorfendum sé annt um persónur sem sjálfum er ekki annt um neitt? Algjör meðvitundarleysi Það var kannski ósanngjarnt af mér að skjóta svona á höfund handritsins, hann hefur örugglega lesið alla handritsskrifabókina, og miðað við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Hollywood (og víðar) hafa örugglega verið of margir puttar í deiginu og því fór sem fór. Þetta er gömul saga og ný, framleiðandinn, leikstjórinn og stjarnan er öll með sínar nótur sem höfundurinn þarf að vinna úr og útkoman bölvaður hrærigrautur þversagna. Það er ekki þar með sagt að Nobody hafi ekkert til brunns að bera. Líkt og áður sagði er fyrsti leikþátturinn vel unninn og á þeim tímapunkti virðist vera að fara í gang kvikmynd um mann sem fer út af sporinu vegna þess að hann hlustar of mikið á kjánana í kringum sig. Svo kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður, í kjölfarið á því líður manni líkt og í gang fari allt önnur kvikmynd en lagt var af stað með. Vandinn snýr að þróun aðalpersónunnar og hvað keyrir hana áfram, þar sem ekki er heil brú í gjörðum hennar séu þær skoðaðar ofan í kjölinn. Það virðist vera algjört meðvitundarleysi hjá öllum höfundum myndarinnar er varðar sögnina í sögunni, því hinn vitræni þráður sem maður vill að fylgt sé eftir, hann heldur ekki vatni. Þegar öllu er á botninn hvolft er líkt og eina túlkunin á myndinni sé að ofbeldi sé frábært og konan þín muni aftur fara að sýna þér áhuga í bólinu lemjir þú og drepir helling af fólki. Það er ekki þar með sagt að Nobody sé leiðinleg kvikmynd, því hún heldur manni við efnið með hugvitsamlegri útfærslu á ofbeldisballett. En þó að ofbeldisatriðin séu skemmtilega útfærð, er ekki hægt að kalla heildarboðskap sögunnar annað en kjánalegan. Því endar Nobody ekki sem neitt annað en tímaskekkja. Það hefði e.t.v. verið hægt að fyrirgefa henni það ef hún hefði ekki reynt svona svakalega mikið að vera sniðug á kostnað eðlilegrar dramatúrgískrar uppbyggingar, því á endanum veit Nobody ekkert hvað hún er, né hvað hún vill segja. Niðurstaða: Nobody byrjar vel en villist af leið, keyrir út í skurð og verður úti. Því miður. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða Nobody við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíó. Einnig er að nálgast Stjörnubíó í X977-appinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nobody byrjar ótrúlega vel og eftir 30-40 mínútur hafði ég á tilfinningunni að hér væri á ferðinni gegnheil fjögurra stjörnu ræma. Algjört tilgangs- og meðvitundarleysi þess sem kemur í kjölfarið verður henni hins vegar að falli, en framvindan gerir fátt annað en að grafa undan því góða sem á undan er komið. Það er líkt og höfundur handritins hafi lesið fyrsta kaflann í handritsskrifabókinni (ef við ímyndum okkur að það sé bara til að ein bók um handritsskrif), svo ekki nennt að klára hana. Hann hafi því næst bara byrjað að skrifa án þess að hafa lesið kaflann um hvernig skal byggja og viðhalda spennu. Ég segi þetta vegna þess að það sem kemur á eftir fyrsta leikþætti gerir fátt annað en að grafa undan spennunni. Í hvert skipti sem framvindan kemur að krossgötum, þar sem eðlilegast væri að höfundur yki á það sem er húfi, er hlutunum slegið upp í kæruleysi og gerður (lítt fyndinn) brandari úr því Dæmi um þetta er þegar fjölskyldu Hutch er ógnað. Hvað gerist þá? Jú, Hutch læsir þau niðrí kjallara þar sem enginn getur náð til að þeirra. Þar eru þau þangað til yfir lýkur. Einnig má nefna að aðal illmennið sem vill Hutch feigan líkaði ekki einu sinni við bróður sinn sem Hutch slasaði. Það er best að geyma þessi bara niðrí kjallara. Enda konur og börn bara fyrir. Það er gegnumgangandi tómhyggja í gjörðum persónanna þegar myndinni vindur fram, sem vinnur gegn grunnatriðum vel heppnaðrar kvikmyndaupplifunar. Vegna þess fær áhorfandinn ekkert kaþarsis í lok myndar, því til að hægt sé að upplifa kaþarsis þarf eitthvað að vera í húfi sem áhorfandanum er annt um. En hvernig er hægt að ætlast til að áhorfendum sé annt um persónur sem sjálfum er ekki annt um neitt? Algjör meðvitundarleysi Það var kannski ósanngjarnt af mér að skjóta svona á höfund handritsins, hann hefur örugglega lesið alla handritsskrifabókina, og miðað við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Hollywood (og víðar) hafa örugglega verið of margir puttar í deiginu og því fór sem fór. Þetta er gömul saga og ný, framleiðandinn, leikstjórinn og stjarnan er öll með sínar nótur sem höfundurinn þarf að vinna úr og útkoman bölvaður hrærigrautur þversagna. Það er ekki þar með sagt að Nobody hafi ekkert til brunns að bera. Líkt og áður sagði er fyrsti leikþátturinn vel unninn og á þeim tímapunkti virðist vera að fara í gang kvikmynd um mann sem fer út af sporinu vegna þess að hann hlustar of mikið á kjánana í kringum sig. Svo kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður, í kjölfarið á því líður manni líkt og í gang fari allt önnur kvikmynd en lagt var af stað með. Vandinn snýr að þróun aðalpersónunnar og hvað keyrir hana áfram, þar sem ekki er heil brú í gjörðum hennar séu þær skoðaðar ofan í kjölinn. Það virðist vera algjört meðvitundarleysi hjá öllum höfundum myndarinnar er varðar sögnina í sögunni, því hinn vitræni þráður sem maður vill að fylgt sé eftir, hann heldur ekki vatni. Þegar öllu er á botninn hvolft er líkt og eina túlkunin á myndinni sé að ofbeldi sé frábært og konan þín muni aftur fara að sýna þér áhuga í bólinu lemjir þú og drepir helling af fólki. Það er ekki þar með sagt að Nobody sé leiðinleg kvikmynd, því hún heldur manni við efnið með hugvitsamlegri útfærslu á ofbeldisballett. En þó að ofbeldisatriðin séu skemmtilega útfærð, er ekki hægt að kalla heildarboðskap sögunnar annað en kjánalegan. Því endar Nobody ekki sem neitt annað en tímaskekkja. Það hefði e.t.v. verið hægt að fyrirgefa henni það ef hún hefði ekki reynt svona svakalega mikið að vera sniðug á kostnað eðlilegrar dramatúrgískrar uppbyggingar, því á endanum veit Nobody ekkert hvað hún er, né hvað hún vill segja. Niðurstaða: Nobody byrjar vel en villist af leið, keyrir út í skurð og verður úti. Því miður. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða Nobody við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíó. Einnig er að nálgast Stjörnubíó í X977-appinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira