Íslandsmótið í skák: Mótið hefst með blóðsúthellingum Björn Þorfinnsson skrifar 23. apríl 2021 11:04 Hannes Hlífar Stefánsson tapaði gegn Hjörvari Steini Grétarssyni í gær, en sá síðarnefndi er talinn sigurstranglegur á mótinu. skáksamband íslands Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir. Blessunarlega er ég í fyrri hópnum eftir sigur gegn vini mínum FIDE-meistaranum Sigurbirni Björnssyni Við höfum verið samferða í skákinni í áratugi og höfum oft verið samherjar á Evrópumótum taflfélaga víða um álfuna. Ég er því vanur því að halda stíft með Sigurbirni og hef fengið að upplifa hans stærstu stundir við skákborðið í slíkum ferðum. Að sama skapi hef ég líka fengið að upplifa hans lægstu stundir og satt best að segja eru þær ekki síður minnisstæðar! Sigurbjörn er nefnilega er gríðarlegur keppnismaður og er ekki mikill aðdáandi þess að tapa. Hann tekur því yfirleitt frekar illa, tímabundið, en hefur svo mikinn húmor fyrir því síðar. Að sama skapi er enginn skemmtilegri þegar allt er að ganga upp. Þá er hann ótrúlegur stemningsmaður og mörg dæmi þess að þegar hann byrjar sigurgöngur á skákmótum þá verður hann ekki stöðvaður. Sigurbjörn hefur iðulega reynst mér óþægur ljár í þúfu á skákborðinu og mögulega er það vegna þess að nafnið hans bendir til þess að hann sé sigurvegari en ég er bara venjulegt óbreytt bjarndýr. Björn Þorfinsson, greinarhöfundur, bar sigur úr býtum gegn vini sínum Sigurbirni Björnssyni í gær.Skáksamband íslands Skákin byrjaði þó ekki vel fyrir mig því að ég hafði eytt miklum tíma í að undirbúa hin ýmsu afbrigði sem Sigurbjörn hefur teflt undanfarið með hvítu mönnunum. Hann kom mér í opna skjöldu með svokölluðum skoskum leik sem að ég hafði alls ekki veðjað á og hafði ekki neinar ferskar hugmyndir í. Í síðasta pistli líkti ég hverri skák við lokapróf í háskóla. Tilfinningin sem ég upplifði á fyrstu mínútum þessarar skákar var svipuð þeirri þegar maður rennir yfir spurningarnar á fyrstu mínútu prófsins og áttar sig á því að maður sleppti mikilvægum hluta námsefnisins! Ekki hægt að læra skák Til þess að undirbúa sig fyrir skákir hafa kaupa flestir skákmenn aðgang að yfirgripsmiklum gagnagrunnum þar sem hægt er að fá aðgang að fjölmörgum skákum væntanlegra andstæðinga. Þær skákir er svo hægt að kortleggja til þess að reyna að giska á hvaða byrjanir og stöður geta komið upp og ef maður hittir á að fá upp stöðu sem maður var með á eldhúsborðinu heima hjá sér fyrir skák getur það aukið sigurlíkurnar talsvert. Það er þó meira að segja það enda eru möguleikarnir í skákinni svo stjarnfræðilega margir. Til marks um það koma ár hvert út ógrynnin öll af skákbókum um ákveðnar byrjanir þar sem sérfræðingar kafa ofan í leyndarmál þeirra og gefa út ráðleggingar til minni spámanna. En það þýðir þó ekki að þessir sérfræðingar séu ósigrandi í sínum byrjunum, heldur betur ekki því þeir fara reglulega niður í logum á sínum heimavelli. Það er ekki hægt að læra skák utanbókar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setti mótið með því að leika fyrst leik þess í gær.skáksamband íslands Fegurðin í leiðindunum Í skák gærdagsins var ég, eins og áður segir, snemma leiks lentur í aðstæðum sem mér þóttu óþægilegar og það sem verra er lék Sigurbjörn hratt og örugglega til að byrja með eins og sá sem valdið hefur. Á meðan reyndi ég þykjast vera sjálfsöruggur en skalf að innan eins og hrísla. Svo fór að ég rataði með heppni á leið sem Sigurbjörn hafði lítið skoðað og svo fór að ég neyddist eiginlega að blíðka goðin með því að fórna skiptamun – hróki fyrir riddara (biskup eða riddara) en fékk tvö peð að auki. Það þykir yfirleitt afar töff að fórna mönnum og þar sem ég er ákaflega hégómlegur maður þá hef ég átt erfitt með að standast slíkar freistingar í gegnum tíðina. Staðan eftir fyrsta dag mótsins.skáksamband íslands Það hefur þó iðulega komið í bakið á mér og eitt sinn tók mentor íslenskrar skáklistar, stórmeistarinn Helgi Ólafsson, mig á teppið fyrir þetta rugl. Helgi hefur iðulega þurft að fara í slíkt hlutverk við sér yngri menn. Einu sinni kvartaði ungur skákmaður yfir því að eitthvað byrjunarafbrigði væri leiðinlegt við Helga „Hver sagði að skák ætti að vera skemmtileg?“ sagði meistarinn með þjósti og reyndi að sýna lærisveininum fram á fegurðina sem felst í leiðindunum. Umræddur nemandi tók þessa lexíu með sér út í lífið, hætti að tefla og hefur síðan eytt tíma sínum að mestu leyti í verkfræði, golf og bridge. Afdrifarík ákvörðun í tímapressu Skák okkar Sigurbjarnar var í járnum eftir þessa fórn mína en það sem bjargaði deginum fyrir mig var líklega það að Sigurbjörn eyddi of miklum tíma um miðbik skákarinnar sem leiddi til þess að á ögurstundu átti hann aðeins nokkrar sekúndur eftir til þess að bregðast við. Það er ógeðslega erfitt að taka erfiðar ákvarðanir við skákborðið þegar maður sér útundan sér klukkuna telja niður síðustu sekúndurnar. Renni tíminn út tapast skákin og því neyðast menn í slíkum aðstæðum til þess að leika því fyrsta og skásta sem þeim dettur í hug. Sem betur fer fyrir mig tók Sigurbjörn slæma ákvörðun þessari miklu tímapressu sem færði mér sigurinn að lokum. Draumabyriun á mótinu því staðreynd en ég hef þó ekki enn náð að hrista Braga litla bróður af mér en hann vann sína skák gegn hinum unga Alexander Mai. Hannes Hlífar Stefánsson leikur gegn Hjörvari Steini Grétarssyni.skáksamband íslands Í annarri umferð mæti ég stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánssyni sem er væntanlega í vígahug eftir slæmt tap gegn kollega sínum, Hjörvari Steini, í fyrstu umferð mótsins. Þar steig Hjörvar Steinn stórt skref að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli en hann stýrir í dag svörtu mönnunum gegn Jóhanni Hjartarsyni. Jóhann hafði hinn unga og efnilega Vignir Vatnar Stefánsson undir á lokametrum skákarinnar í gær og þurfti á allri sinni reynslu og útsjónarsemi að halda til þess. Helgi Áss Grétarsson hafði síðan fóstbróður sinn Guðmund Kjartansson, ríkjandi Íslandsmeistara, undir í þungri skák. Þeir félagarnir hafa verið í nánu samstarfi undanfarin ár sem að hjálpaði Guðmundi mikið í þeirri vegferð sinni að landa stórmeistaratitlinum langþráða. Enginn skyldi þó afskrifa Guðmund. Töp fá ekkert á hann og hann mætir bara í næstu skák eins og ekkert hafi í skorist. Í frétt Skák.is um umferð gærdagsins má finna stöðuna í mótinu, viðureignir dagsins í dag og renna yfir skákir gærdagsins. Allar skákirnar enduðu með blóðsúthellingum í gær, og því fimm keppendur jafnir efstir og aðrir fimm jafnir neðstir.skáksamband íslands Að lokum er rétt að minnast á það að aðstæður til tafliðkunar í Kópavogi eru glæsilegar í salarkynnum Siglingarfélagsins Ýmis. Salurinn er bjartur og útsýnið fyllir mann andagift. Þá er einnig boðið upp á tvö klósett fyrir þessa örfáu keppendur og er það afar jákvætt í huga manns sem hefur mikinn áhuga á málefninu eftir nokkrar erfiðar upplifanir. Eitt sinn var ég staddur á stóru alþjóðlegu skákmóti í Frakklandi ásamt Braga bróður og nokkrum öðrum skákmönnum. Mótið fór fram í risastóru íþróttahúsi og eftir nokkra leit fann ég loks klósett í einni álmunni. Þegar ég hafði lokað að mér blasti, mér til mikillar skelfingar, við mér hola í gólfinu og sturtuhaus til hliðar. Engar aðrar lausnir voru í stöðunni en að gera þetta sér að góðu og bíta, eða öllu heldur skíta á jaxlinn. Ég vil síðan ekki ræða hvernig sturtuhausinn var brúkaður en við getum bara orðað það þannig að lengi vel á eftir var ég mikill áhugamaður um að fara bara í klassískt bað. En áfram hélt mótið og köll móður náttúru til mín. Ég taldi að sjálfsögðu að þetta væri eina lausnin í stöðunni og hélt því áfram að heimsækja holuna mína þó að stolnar servíettur af veitingastöðum í nágrenninu hafi leyst sturtuhausinn af hólmi. Á síðasta degi mótsins kvartaði ég loks undan þessu við Braga bróður og spurði hvort að hann væri ekki að gefast upp á þessu líka. Þá hafði þrjóturinn enga holu séð í ferðinni heldur benti mér á hefðbundnu klósettin á öðrum stað í húsinu! Skák Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Blessunarlega er ég í fyrri hópnum eftir sigur gegn vini mínum FIDE-meistaranum Sigurbirni Björnssyni Við höfum verið samferða í skákinni í áratugi og höfum oft verið samherjar á Evrópumótum taflfélaga víða um álfuna. Ég er því vanur því að halda stíft með Sigurbirni og hef fengið að upplifa hans stærstu stundir við skákborðið í slíkum ferðum. Að sama skapi hef ég líka fengið að upplifa hans lægstu stundir og satt best að segja eru þær ekki síður minnisstæðar! Sigurbjörn er nefnilega er gríðarlegur keppnismaður og er ekki mikill aðdáandi þess að tapa. Hann tekur því yfirleitt frekar illa, tímabundið, en hefur svo mikinn húmor fyrir því síðar. Að sama skapi er enginn skemmtilegri þegar allt er að ganga upp. Þá er hann ótrúlegur stemningsmaður og mörg dæmi þess að þegar hann byrjar sigurgöngur á skákmótum þá verður hann ekki stöðvaður. Sigurbjörn hefur iðulega reynst mér óþægur ljár í þúfu á skákborðinu og mögulega er það vegna þess að nafnið hans bendir til þess að hann sé sigurvegari en ég er bara venjulegt óbreytt bjarndýr. Björn Þorfinsson, greinarhöfundur, bar sigur úr býtum gegn vini sínum Sigurbirni Björnssyni í gær.Skáksamband íslands Skákin byrjaði þó ekki vel fyrir mig því að ég hafði eytt miklum tíma í að undirbúa hin ýmsu afbrigði sem Sigurbjörn hefur teflt undanfarið með hvítu mönnunum. Hann kom mér í opna skjöldu með svokölluðum skoskum leik sem að ég hafði alls ekki veðjað á og hafði ekki neinar ferskar hugmyndir í. Í síðasta pistli líkti ég hverri skák við lokapróf í háskóla. Tilfinningin sem ég upplifði á fyrstu mínútum þessarar skákar var svipuð þeirri þegar maður rennir yfir spurningarnar á fyrstu mínútu prófsins og áttar sig á því að maður sleppti mikilvægum hluta námsefnisins! Ekki hægt að læra skák Til þess að undirbúa sig fyrir skákir hafa kaupa flestir skákmenn aðgang að yfirgripsmiklum gagnagrunnum þar sem hægt er að fá aðgang að fjölmörgum skákum væntanlegra andstæðinga. Þær skákir er svo hægt að kortleggja til þess að reyna að giska á hvaða byrjanir og stöður geta komið upp og ef maður hittir á að fá upp stöðu sem maður var með á eldhúsborðinu heima hjá sér fyrir skák getur það aukið sigurlíkurnar talsvert. Það er þó meira að segja það enda eru möguleikarnir í skákinni svo stjarnfræðilega margir. Til marks um það koma ár hvert út ógrynnin öll af skákbókum um ákveðnar byrjanir þar sem sérfræðingar kafa ofan í leyndarmál þeirra og gefa út ráðleggingar til minni spámanna. En það þýðir þó ekki að þessir sérfræðingar séu ósigrandi í sínum byrjunum, heldur betur ekki því þeir fara reglulega niður í logum á sínum heimavelli. Það er ekki hægt að læra skák utanbókar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setti mótið með því að leika fyrst leik þess í gær.skáksamband íslands Fegurðin í leiðindunum Í skák gærdagsins var ég, eins og áður segir, snemma leiks lentur í aðstæðum sem mér þóttu óþægilegar og það sem verra er lék Sigurbjörn hratt og örugglega til að byrja með eins og sá sem valdið hefur. Á meðan reyndi ég þykjast vera sjálfsöruggur en skalf að innan eins og hrísla. Svo fór að ég rataði með heppni á leið sem Sigurbjörn hafði lítið skoðað og svo fór að ég neyddist eiginlega að blíðka goðin með því að fórna skiptamun – hróki fyrir riddara (biskup eða riddara) en fékk tvö peð að auki. Það þykir yfirleitt afar töff að fórna mönnum og þar sem ég er ákaflega hégómlegur maður þá hef ég átt erfitt með að standast slíkar freistingar í gegnum tíðina. Staðan eftir fyrsta dag mótsins.skáksamband íslands Það hefur þó iðulega komið í bakið á mér og eitt sinn tók mentor íslenskrar skáklistar, stórmeistarinn Helgi Ólafsson, mig á teppið fyrir þetta rugl. Helgi hefur iðulega þurft að fara í slíkt hlutverk við sér yngri menn. Einu sinni kvartaði ungur skákmaður yfir því að eitthvað byrjunarafbrigði væri leiðinlegt við Helga „Hver sagði að skák ætti að vera skemmtileg?“ sagði meistarinn með þjósti og reyndi að sýna lærisveininum fram á fegurðina sem felst í leiðindunum. Umræddur nemandi tók þessa lexíu með sér út í lífið, hætti að tefla og hefur síðan eytt tíma sínum að mestu leyti í verkfræði, golf og bridge. Afdrifarík ákvörðun í tímapressu Skák okkar Sigurbjarnar var í járnum eftir þessa fórn mína en það sem bjargaði deginum fyrir mig var líklega það að Sigurbjörn eyddi of miklum tíma um miðbik skákarinnar sem leiddi til þess að á ögurstundu átti hann aðeins nokkrar sekúndur eftir til þess að bregðast við. Það er ógeðslega erfitt að taka erfiðar ákvarðanir við skákborðið þegar maður sér útundan sér klukkuna telja niður síðustu sekúndurnar. Renni tíminn út tapast skákin og því neyðast menn í slíkum aðstæðum til þess að leika því fyrsta og skásta sem þeim dettur í hug. Sem betur fer fyrir mig tók Sigurbjörn slæma ákvörðun þessari miklu tímapressu sem færði mér sigurinn að lokum. Draumabyriun á mótinu því staðreynd en ég hef þó ekki enn náð að hrista Braga litla bróður af mér en hann vann sína skák gegn hinum unga Alexander Mai. Hannes Hlífar Stefánsson leikur gegn Hjörvari Steini Grétarssyni.skáksamband íslands Í annarri umferð mæti ég stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánssyni sem er væntanlega í vígahug eftir slæmt tap gegn kollega sínum, Hjörvari Steini, í fyrstu umferð mótsins. Þar steig Hjörvar Steinn stórt skref að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli en hann stýrir í dag svörtu mönnunum gegn Jóhanni Hjartarsyni. Jóhann hafði hinn unga og efnilega Vignir Vatnar Stefánsson undir á lokametrum skákarinnar í gær og þurfti á allri sinni reynslu og útsjónarsemi að halda til þess. Helgi Áss Grétarsson hafði síðan fóstbróður sinn Guðmund Kjartansson, ríkjandi Íslandsmeistara, undir í þungri skák. Þeir félagarnir hafa verið í nánu samstarfi undanfarin ár sem að hjálpaði Guðmundi mikið í þeirri vegferð sinni að landa stórmeistaratitlinum langþráða. Enginn skyldi þó afskrifa Guðmund. Töp fá ekkert á hann og hann mætir bara í næstu skák eins og ekkert hafi í skorist. Í frétt Skák.is um umferð gærdagsins má finna stöðuna í mótinu, viðureignir dagsins í dag og renna yfir skákir gærdagsins. Allar skákirnar enduðu með blóðsúthellingum í gær, og því fimm keppendur jafnir efstir og aðrir fimm jafnir neðstir.skáksamband íslands Að lokum er rétt að minnast á það að aðstæður til tafliðkunar í Kópavogi eru glæsilegar í salarkynnum Siglingarfélagsins Ýmis. Salurinn er bjartur og útsýnið fyllir mann andagift. Þá er einnig boðið upp á tvö klósett fyrir þessa örfáu keppendur og er það afar jákvætt í huga manns sem hefur mikinn áhuga á málefninu eftir nokkrar erfiðar upplifanir. Eitt sinn var ég staddur á stóru alþjóðlegu skákmóti í Frakklandi ásamt Braga bróður og nokkrum öðrum skákmönnum. Mótið fór fram í risastóru íþróttahúsi og eftir nokkra leit fann ég loks klósett í einni álmunni. Þegar ég hafði lokað að mér blasti, mér til mikillar skelfingar, við mér hola í gólfinu og sturtuhaus til hliðar. Engar aðrar lausnir voru í stöðunni en að gera þetta sér að góðu og bíta, eða öllu heldur skíta á jaxlinn. Ég vil síðan ekki ræða hvernig sturtuhausinn var brúkaður en við getum bara orðað það þannig að lengi vel á eftir var ég mikill áhugamaður um að fara bara í klassískt bað. En áfram hélt mótið og köll móður náttúru til mín. Ég taldi að sjálfsögðu að þetta væri eina lausnin í stöðunni og hélt því áfram að heimsækja holuna mína þó að stolnar servíettur af veitingastöðum í nágrenninu hafi leyst sturtuhausinn af hólmi. Á síðasta degi mótsins kvartaði ég loks undan þessu við Braga bróður og spurði hvort að hann væri ekki að gefast upp á þessu líka. Þá hafði þrjóturinn enga holu séð í ferðinni heldur benti mér á hefðbundnu klósettin á öðrum stað í húsinu!
Skák Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira