„Eitthvað sem ég myndi ekki óska neinum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 10:30 Áslaug Arna er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur bæði starfað í lögreglunni og á sjó og ræðir hún um lífið við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. „Það var frábært að vinna í lögreglunni. Rosalega mikilvæg og dýrmæt reynsla að fá að vinna við að aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum og sjá öll þau verkefni sem lögreglan vinnur við…svo hafði mig lengi langað á sjó og komst loksins í túr um verslunarmannahelgi frá Vestmannaeyjum. Þá voru allir að fara á þjóðhátíð á sama tíma og ég var að fara á sjó. Ég fór á Makríltúr í Grænlandshaf með frábærum mönnum sem senda mér enn þá oft hvatningu af sjónum. Það var líka gaman að fá að koma þeim á óvart. Maður sá á þeim fyrst þegar ég kom um borð að þeir hugsuðu með sér að ég yrði einhvers konar undarlegt sýnishorn af starfskrafti. En þeir voru mjög sáttir við mig þegar túrinn var búinn,“ segir Áslaug sem missti móður sína þegar hún var ung og segir það hafa kennt sér mjög margt. Lífið getur vertið stutt „Að missa móður sína þegar maður er svona ungur er eitthvað sem ég myndi ekki óska neinum. En maður lærir að meta lífið upp á nýtt og tekur ekki lengur öllu sem sjálfsögðum hlut. Lífið getur verið stutt og það er eins gott að vera óhrædd og kýla á hlutina á meðan maður getur. Ég held að margir upplifi það sem missa einhvern of snemma að fara í gegnum sorg yfir því sem hefði átt að verða. Þú ert búinn að sjá fyrir þér líf þitt, en svo er klippt á ákveðinn hluta. Þessi aðili verður ekki með þér við stóra áfanga og þú getur ekki deilt hlutum með manneskjunni. Það var sorgin sem mér fannst erfiðast að vinna mig úr varðandi mömmu mína. Það er mikilvægt að hitta fólk sem hefur upplifað það sama og ræða hlutina. Þess vegna hef ég lagt mig fram um að ræða við fólk sem hefur misst foreldra snemma. Hver og einn verður að fá að syrgja á sinn hátt og tíminn læknar ekki öll sár, en maður lærir að lifa með þessu.” Áslaug hefur undanfarið verið í eldlínunni í umræðunni, en segist sjálf ekki kippa sér mikið upp við stóryrði margra í hennar garð. Hún tjáði sig um afléttingar á Covid-aðgerðum eftir ríkisstjórnarfund nýverið og hlaut skammir fyrir. „Ég var spurð beint eftir ríkisstjórnarfund hvort ég teldi tímabært og ég vonaði að það yrði bráðum hægt að fara að aflétta aðgerðum hérna innanlands. Hver myndi ekki svara því játandi að binda vonir við það. Ég tel eðlilegt að við förum að fá um frjálst höfuð að strjúka þegar búið er að bólusetja 90% af þeim sem eru 70 ára og eldri og eru í mestu hættunni. En ég fékk miklar skammir fyrir, þó að nokkrum dögum seinna hafi síðan sömu afléttingar og ég talaði fyrir orðið að veruleika. Mér finnst bara orðið mjög mikilvægt að tala bjartsýni inn í stöðuna. Stundum les maður fréttamiðla og það er eins og það gangi allt ömurlega….Við þurfum að þora að ræða það núna að við viljum stefna að opnara og frjálsara samfélagi. Það á ekki að vera eðlilegt að landamæri séu lokuð og allt frá útlöndum sé hættulegt. Fólk af erlendum uppruna sem býr hér á ekki að þurfa að þola það að það sé gengið upp að því og spurt hvort það eigi ekki að vera í sóttkví,” segir Áslaug, sem segir að sér finnist áhugavert hve oft sé gripið til aldurs hennar og kynferðis þegar fólk gagnrýnir hana. Ungt fólk ekki síðra en eldra „Þegar gripið er til aldurs míns eða kyns til að gera lítið úr því sem ég sagði án þess að ræða hlutina málefnalega, þá lít ég þannig á að það sé ekki mikið í því. En það á ekki að tala svona til ungs fólks í áhrifastöðum. Ungt fólk er ekki síðra en eldra fólk. Hvað var Kári að segja? Að ég vildi fórna heilsu þjóðarinnar og það væri ákefð æsku minnar sem væri að stjórna því. Að ég væri ekki nógu klár og skynsöm til að taka réttar ákvarðanir. Það eina sem ég sagði var að ég vonaðist eftir afléttingum sem nú hafa orðið að veruleika. En ég er orðin vön þessu eftir að hafa verið 10 ár í opinberri umræðu. En það stuðar mann þegar það er beinlínis verið að halda fram röngum hlutum. Annað leiðir maður hjá sér.“ Áslaug er ekki mikið fyrir að tala um að það sé erfitt að vera kona í stjórnmálum, en segist engu að síður upplifa að það sé enn horft á kynin með ólíkum augum. „Það er stundum verið að hringja í pabba minn til að spyrja hvern ég ætla að skipa í einhver embætti. Svo er ég kölluð stelpan og fleira í þeim dúr og talað eins og maður sé ekki fær um að taka stórar ákvarðanir. En ég á svo ótrúlega gott net af fólki sem styður mig að ég tek þetta ekki inn á mig.“ Áslaug var mikið gagnrýnd af ákveðnum hópum fyrir að fara með þyrlu yfir eldgosið, en gefur ekki mikið fyrir það. „Að fara með þyrlu yfir eldgos sem yfirmaður almannavarna og allt verður brjálað. Ég hef ekki séð aðra ráðherra sem sinna sínum verkefnum fá svona yfir sig. Forsetinn fór tveimur dögum á eftir mér í þyrluferð. Hann er ekki yfirmaður almannavarna og hefur ekki sérstakt hlutverk í þessum málum, en mér finnst það alveg sjálfsagt að hann hafi farið úr því honum var boðið. Ég tek þessa gagnrýni ekki inn á mig, en það er athyglisvert að bera saman hvernig gagnrýni fólk fær. Það er ekki eins og ég hafi boðið mér sjálf og mætt með drykk í útsýnisferð. Ég var í vinnunni.“ Lítið af ungu fólki í fararbroddi Áslaug Arna, sem varð næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar þegar hún tók við embætti, segir að áhuginn á stjórnmálum hafi byrjað snemma. „Ég byrjaði snemma að hafa áhuga á samfélaginu og pólitík, en ætlaði ekkert endilega í stjórnmál. En ég fann að þetta átti vel við mig og var einhvern vegin fljótlega mætt í umræðuþátt hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2 sem fastur gestur á móti Össuri Skarphéðinssyni rétt upp úr tvítugu. Þar mætti ég fyrrverandi ráðherra, sem er mikill haukur og mjög mælskur. En ég hugsaði samt alltaf með mér að stjórnmálin væru eitthvað sem ég vildi gera seinna, en svo gekk mér bara ekkert vel að bakka út. Ég var þreytt á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn var með lítið af ungu fólki í fararbroddi og þegar það kom landsfundur fann ég að mig langaði að pönkast aðeins þar og við mætum þarna 200 ungir sjálfstæðismenn á landsfundinn með 100 breytingartillögur og ég hélt utan um skipulagið. Við mættum þarna málefnaleg með frjálslyndið að vopni og var mjög vel tekið. Það endaði með því að ég bauð mig fram sem ritari og var kjörin í það embætti 25 ára. Þá vissi ég að ég gæti ekki haldið mig frá stjórnmálum.“ Í þættinum ræða Sölvi og Áslaug um grundvallaratriði í stjórnmálum, tímana þegar Áslaug vann á sjónum og í lögreglunni og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
„Það var frábært að vinna í lögreglunni. Rosalega mikilvæg og dýrmæt reynsla að fá að vinna við að aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum og sjá öll þau verkefni sem lögreglan vinnur við…svo hafði mig lengi langað á sjó og komst loksins í túr um verslunarmannahelgi frá Vestmannaeyjum. Þá voru allir að fara á þjóðhátíð á sama tíma og ég var að fara á sjó. Ég fór á Makríltúr í Grænlandshaf með frábærum mönnum sem senda mér enn þá oft hvatningu af sjónum. Það var líka gaman að fá að koma þeim á óvart. Maður sá á þeim fyrst þegar ég kom um borð að þeir hugsuðu með sér að ég yrði einhvers konar undarlegt sýnishorn af starfskrafti. En þeir voru mjög sáttir við mig þegar túrinn var búinn,“ segir Áslaug sem missti móður sína þegar hún var ung og segir það hafa kennt sér mjög margt. Lífið getur vertið stutt „Að missa móður sína þegar maður er svona ungur er eitthvað sem ég myndi ekki óska neinum. En maður lærir að meta lífið upp á nýtt og tekur ekki lengur öllu sem sjálfsögðum hlut. Lífið getur verið stutt og það er eins gott að vera óhrædd og kýla á hlutina á meðan maður getur. Ég held að margir upplifi það sem missa einhvern of snemma að fara í gegnum sorg yfir því sem hefði átt að verða. Þú ert búinn að sjá fyrir þér líf þitt, en svo er klippt á ákveðinn hluta. Þessi aðili verður ekki með þér við stóra áfanga og þú getur ekki deilt hlutum með manneskjunni. Það var sorgin sem mér fannst erfiðast að vinna mig úr varðandi mömmu mína. Það er mikilvægt að hitta fólk sem hefur upplifað það sama og ræða hlutina. Þess vegna hef ég lagt mig fram um að ræða við fólk sem hefur misst foreldra snemma. Hver og einn verður að fá að syrgja á sinn hátt og tíminn læknar ekki öll sár, en maður lærir að lifa með þessu.” Áslaug hefur undanfarið verið í eldlínunni í umræðunni, en segist sjálf ekki kippa sér mikið upp við stóryrði margra í hennar garð. Hún tjáði sig um afléttingar á Covid-aðgerðum eftir ríkisstjórnarfund nýverið og hlaut skammir fyrir. „Ég var spurð beint eftir ríkisstjórnarfund hvort ég teldi tímabært og ég vonaði að það yrði bráðum hægt að fara að aflétta aðgerðum hérna innanlands. Hver myndi ekki svara því játandi að binda vonir við það. Ég tel eðlilegt að við förum að fá um frjálst höfuð að strjúka þegar búið er að bólusetja 90% af þeim sem eru 70 ára og eldri og eru í mestu hættunni. En ég fékk miklar skammir fyrir, þó að nokkrum dögum seinna hafi síðan sömu afléttingar og ég talaði fyrir orðið að veruleika. Mér finnst bara orðið mjög mikilvægt að tala bjartsýni inn í stöðuna. Stundum les maður fréttamiðla og það er eins og það gangi allt ömurlega….Við þurfum að þora að ræða það núna að við viljum stefna að opnara og frjálsara samfélagi. Það á ekki að vera eðlilegt að landamæri séu lokuð og allt frá útlöndum sé hættulegt. Fólk af erlendum uppruna sem býr hér á ekki að þurfa að þola það að það sé gengið upp að því og spurt hvort það eigi ekki að vera í sóttkví,” segir Áslaug, sem segir að sér finnist áhugavert hve oft sé gripið til aldurs hennar og kynferðis þegar fólk gagnrýnir hana. Ungt fólk ekki síðra en eldra „Þegar gripið er til aldurs míns eða kyns til að gera lítið úr því sem ég sagði án þess að ræða hlutina málefnalega, þá lít ég þannig á að það sé ekki mikið í því. En það á ekki að tala svona til ungs fólks í áhrifastöðum. Ungt fólk er ekki síðra en eldra fólk. Hvað var Kári að segja? Að ég vildi fórna heilsu þjóðarinnar og það væri ákefð æsku minnar sem væri að stjórna því. Að ég væri ekki nógu klár og skynsöm til að taka réttar ákvarðanir. Það eina sem ég sagði var að ég vonaðist eftir afléttingum sem nú hafa orðið að veruleika. En ég er orðin vön þessu eftir að hafa verið 10 ár í opinberri umræðu. En það stuðar mann þegar það er beinlínis verið að halda fram röngum hlutum. Annað leiðir maður hjá sér.“ Áslaug er ekki mikið fyrir að tala um að það sé erfitt að vera kona í stjórnmálum, en segist engu að síður upplifa að það sé enn horft á kynin með ólíkum augum. „Það er stundum verið að hringja í pabba minn til að spyrja hvern ég ætla að skipa í einhver embætti. Svo er ég kölluð stelpan og fleira í þeim dúr og talað eins og maður sé ekki fær um að taka stórar ákvarðanir. En ég á svo ótrúlega gott net af fólki sem styður mig að ég tek þetta ekki inn á mig.“ Áslaug var mikið gagnrýnd af ákveðnum hópum fyrir að fara með þyrlu yfir eldgosið, en gefur ekki mikið fyrir það. „Að fara með þyrlu yfir eldgos sem yfirmaður almannavarna og allt verður brjálað. Ég hef ekki séð aðra ráðherra sem sinna sínum verkefnum fá svona yfir sig. Forsetinn fór tveimur dögum á eftir mér í þyrluferð. Hann er ekki yfirmaður almannavarna og hefur ekki sérstakt hlutverk í þessum málum, en mér finnst það alveg sjálfsagt að hann hafi farið úr því honum var boðið. Ég tek þessa gagnrýni ekki inn á mig, en það er athyglisvert að bera saman hvernig gagnrýni fólk fær. Það er ekki eins og ég hafi boðið mér sjálf og mætt með drykk í útsýnisferð. Ég var í vinnunni.“ Lítið af ungu fólki í fararbroddi Áslaug Arna, sem varð næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar þegar hún tók við embætti, segir að áhuginn á stjórnmálum hafi byrjað snemma. „Ég byrjaði snemma að hafa áhuga á samfélaginu og pólitík, en ætlaði ekkert endilega í stjórnmál. En ég fann að þetta átti vel við mig og var einhvern vegin fljótlega mætt í umræðuþátt hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2 sem fastur gestur á móti Össuri Skarphéðinssyni rétt upp úr tvítugu. Þar mætti ég fyrrverandi ráðherra, sem er mikill haukur og mjög mælskur. En ég hugsaði samt alltaf með mér að stjórnmálin væru eitthvað sem ég vildi gera seinna, en svo gekk mér bara ekkert vel að bakka út. Ég var þreytt á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn var með lítið af ungu fólki í fararbroddi og þegar það kom landsfundur fann ég að mig langaði að pönkast aðeins þar og við mætum þarna 200 ungir sjálfstæðismenn á landsfundinn með 100 breytingartillögur og ég hélt utan um skipulagið. Við mættum þarna málefnaleg með frjálslyndið að vopni og var mjög vel tekið. Það endaði með því að ég bauð mig fram sem ritari og var kjörin í það embætti 25 ára. Þá vissi ég að ég gæti ekki haldið mig frá stjórnmálum.“ Í þættinum ræða Sölvi og Áslaug um grundvallaratriði í stjórnmálum, tímana þegar Áslaug vann á sjónum og í lögreglunni og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira