Oddur Eysteinn er múltimilljóner eins og staðan er í dag Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2021 16:04 Oddur Eysteinn veltir því nú fyrir sér hvað hann getur gert fyrir 900 milljónir króna. Sem er eflaust eitt og annað. aðsend Oddur Eysteinn Friðriksson gjörningalistamaður fékk að sögn óvænt 900 milljónir inná reikning sinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt. Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt.
Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira