„Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2021 13:31 Gunnar Smári Egilsson fer um víðan völl í samtali við Sölva Tryggvason. Gunnar Smári Egilsson er þrautreyndur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira