Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2021 10:01 Sævar Þór Jónsson lögmaður vonar að bókin hans hjálpi fólki sem burðist um með áföll án þess að tala um þau. Hans von er að sagan veiti öðrum von. Vísir/Vilhelm Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. „Bókin fjallar svolítið um minn uppvöxt og þau áföll sem ég hef lent í og það sem hefur mótað mig. Faðir minn er mikið veikur og það er tvísýnt hvernig þetta fer hjá honum,“ segir Sævar Þór. „Uppgjörið í bókinni á mínum uppvaxtarárum og því sem ég hef farið í gegnum er auðvitað bara komið en ég vil deila því með föður mínum en það er tvísýnt hvort það verði“ Sævar Þór segir að hann hafi ekki sýnt föður sínum handritið að bókinni áður en það var sent í prentun. „Við eigum alveg í samskiptum en við eigum mjög sérstakt samband ég og faðir minn, við erum að mörgu leyti líkir. Við erum báðir svolítið harðir af okkur og ég kannski áttaði mig ekki á því fyrr en seinna meir á lífsleiðinni hversu líkir við vorum. Sem barn fannst mér við vera mjög ólíkir en vinnuharkan, seiglan, þessi baráttuvilji minn, ég fæ það að mörgu leyti frá honum.“ Konur gerðu hann að manni „Eitt af því sem faðir minn kenndi mér er að maður á aldrei að stíga í fótspor annara, maður á að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það hefur líka nýst mér í lögmennskunni, að fara ótroðnar slóðir, eins og í þeim kynferðisbrotamálum sem ég hef unnið í. Ég hef unnið í barnaverndarmálum og þessu svokallaða krabbameinsmáli og þá var mikill mótbyr í því öllu. Hefði ég stigið í fótspor sem aðrir hefðu gert, hefðu þau mál að öllum líkindum ekki farið eins og þau fóru. Það er svona lærdómurinn sem ég dreg af föður mínum. En hann er af allt annarri kynslóð, var um fertugt þegar hann eignast mig og við höfum ekki alltaf skilið hvorn annan. Við höfum ekki átt samleið þannig. Þess vegna er bókin mér mikilvæg vegna þess að þetta er svona uppgjör mitt við æskuna og uppgjör okkar á milli. Ég hef átt mjög góðan tíma með föður mínum, en ég átti líka ekki góða tíma með honum.“ Sævar Þór segir að faðir hans hafi sjálfur átt erfiða æsku sem hafi svo mótað hann sem uppalanda. „Ég vissi af þessu þegar ég var barn vegna þess að ég átti yndislega ömmu. Það sem hefur bjargað mér, mínu lífi, er að ég hef haft mjög sterkar konur í kringum mig. Konur hafa í raun og veru að mörgu leyti gert mig að manni, góðar konur. Þar á meðal amma mín, móðir föður míns.“ Nefnir hann einnig grunnskólakennara sem lærði með honum eftir skóla, í sínum frítíma, til að hann gæti lært að lesa og annað til að komast áfram á menntabraut. „Hún fórnaði sér þessi kona og ég áttaði mig ekki á því fyrr en mörgum árum seinna og ég skrifaði henni þá bréf og þakkaði henni fyrir.“ Erfiður karakter Hann segist hafa skrifað bókina sína til þess að gefa öðrum mönnum von, bókin sé ekki bara um kynferðisofbeldið sem hann varð fyrir, heldur líka öll þau áföll sem að menn lenda í og þá drauga sem fylgja þeim. Allt of margir byrgi áföllin inni og ná þá ekki að eiga það líf sem þeir hefðu getað átt. „Með þessari bók er ég að ganga svolítið inn á brautir karlmanna sem hafa orðið fyrir áföllum.“ Sævar Þór segist vita að hann er ekki allra, en finnst það samt allt í lagi. Vísir/Vilhelm Vonar hann að bókin hjálpi einhverjum sem burðist um með áfall og erfiðar tilfinningar tengdar því. „Ég er mjög erfiður karakter og geri mér alveg grein fyrir því. Ég er ekki allra og ég var ekki settur í þetta hlutverk sem ég er í í dag til að vera vinur allra. Ég hef gert mistök, ég hef gert hluti sem ég hefði ekki átt að gera en ég hef lært af þeim og ég hef reynt að bæta fyrir þá og biðjast afsökunar. Ég hef líka staðið fyrir mínu og það að geta gert það er ekki sjálfgefið ef maður hefur lent í áföllum eins og ég hef lent í.“ Lögmenn ekki eins og prestar Sævar Þór segir að ástæðurnar fyrir því að hann valdi lögmennsku séu margar. „Ég hef lent í svo miklu mótlæti í gegnum tíðina að það hefur mótað ákveðinn karakter sem er duglegur, ákveðinn, útsjónasamur og allt það. Það nýtist mér mjög mikið í því starfi sem ég sinni“ Nefnir hann sem dæmi barnaverndarmálið í Seltjarnarnesbæ sem fjallað var um í Kompás hér á Vísi. Einnig var hann lögmaður kvenna í krabbameinsleitarmálinu sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta árið. „Einnig hið svokallaða stuðningsfulltrúamál, sem reyndi mjög mikið á mig persónulega. Þetta eru mjög þung og erfið mál og meira en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Vegna þess að lögmenn eru ekki eins og prestar. Prestar taka við áföllunum og þeir miðla einhverju jákvæðu, lögmennirnir fá á sig áföllin og þurfa síðan að berjast í þeim.“ Sævar Þór segir að þetta geti verið mjög lýjandi og reynt mikið á. „Þetta hefur áhrif á þig sem persónu að öllu leyti, í þínu einkalífi og fleira. Fólk skilur þetta mjög illa, það sér einhverja glansmynd en þetta er erfiðasta starf sem þú getur tekið þér fyrir hendur. Ég held að ég hefði ekki getað sinnt því öðruvísi og væri ekki hérna í dag ef ég væri ekki búinn að fara í gegnum ákveðna lífsbaráttu sjálfur.“ Ekkert gæti undirbúið mann Málin eru auðvitað miserfið, en krabbameinsmálið reyndist honum einstaklega krefjandi áskorun. „Ég lenti í þeim súrrealísku aðstæðum að ég hef þurft að tilkynna umbjóðanda mínum hversu langan tíma hún á eftir ólifað. Ég var beðinn um það. Umbjóðandinn treysti sér ekki til þess að heyra það frá neinum nema mér.“ Sævar Þór segir að ekkert í lögfræðináminu geti undirbúið fólk fyrir svona augnablik. „Þetta er bara lífið.“ Hann segist hafa verið meir þegar hann fékk bónina en þurfti svo að sýna styrk þegar það kom að þessu. Það hafi verið mjög erfitt að segja yndislegri konu á besta aldri, nýbúin að eignast barnabarn, hvernig væri komið fyrir henni. „Út af mistökum sem áttu ekki að gerast.“ Örlögin tóku i taumana Sævar Þór segir að hann hafi lært af öllum þessum erfiðu málum að ekkert er sjálfgefið. „Lífið hefur upp á svo margt að bjóða, bæði neikvætt og jákvætt. Ef maður er nægilega þjálfaður í því, eins og ég tel mig vera, þá hefur maður eitthvað fram að færa til sinna umbjóðanda. Til að hjálpa þeim að fara í gegnum erfiðustu stundir lífsins.“ Eigin áföll hafa hjálpað Sævari Þór mikið í starfinu á ýmsa vegu. „Ég veit að ég hef alveg verið umdeildur því ég hef ekki tekið að mér vinsæl mál. Ég held að ástæðan fyrir því er að ég hef ákveðinn bakgrunn, ákveðna lífsreynslu. Ég held að málin velji mig svolítið. Ég held að örlögin hafi svolítið sett mig í þessar aðstæður.“ Námið hafi verið grunnur en lífið hafi samt undirbúið hann fyrir þetta starf. „Auðvitað er maður lögmaður, júristi, veit í hvaða farveg hlutirnir eiga að fara. En svo þarf maður líka að vera manneskja. Hvernig manneskja er ég til að takast á við þessa hluti? Ég er bara mjög reynslumikil manneskja sem hefur lent í því að missa vini sína, hef orðið fyrir miklum áföllum, mikilli höfnun. En einhverra hluta vegna hef ég alltaf stigið upp úr því og ég þarf auðvitað að vera til staðar fyrir mig og fyrir umbjóðendur mína.“ Kerfið endurhugsað Sævar Þór segir að í kringum krabbameinsmálið hafi verið mikil reiði og heift á báðum vígstöðum. „Þetta voru mæður, þetta voru systur, þetta voru eiginkonur. Þær voru komnar í mjög erfiðar aðstæður og maður upplifði allt. Maður upplifði reiðina, óttann, kvíðann og þurfti að vera til staðar.“ Í barnaverndarmálunum segist hann líka hafa þurft að eiga við pólitík. „Ég upplifði það að mörgu leyti að það var ákveðin pólitík sem fór líka í gang gagnvart mér. Það voru ákveðnir pólar þar sem fóru af stað og það var reynt að gera lítið úr manni, að maður væri bara að vekja athygli á sér og fleira. En þetta snerist ekki um að vekja athygli á sjálfum sér, þetta snerist um að vekja athygli á því hvað betur mátti fara. Það sem gerðist eins og í þessu máli á Seltjarnarnesi og líka málinu í Reykjavík með stuðningsfulltrúann, er að ég fór á fund með ráðherra út af því. Menn fóru að endurhugsa kerfið.“ Í bókinni segir hann meðal annars frá eigin reynslu, þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum og það var ekkert kerfi sem greip inn í, enginn sem greip litla drenginn sem þurfti svo mikið á því að halda. „Þetta sama kerfi er einhverjum þrjátíu árum seinna ennþá við lýði og það er fullt af mistökum. Þegar ég hugsa um litla drenginn, litla Sævar sem ég er að reyna að leiða í gegnum lífið núna, ég vildi að einhver hefði tekið upp hanskann fyrir hann. Það er drifkrafturinn minn í þessum málum líka, að við erum að hugsa um börnin okkar.“ Sýndi öll einkenni áfallastreitu Sævar Þór segir að kerfið hafi brugðist sér á sínum tíma. „En það samt bjargaði mér líka, því að í kerfinu voru konur og einstaklingar sem sáu eitthvað í barninu og vissu að það þyrfti að gera eitthvað fyrir það. En það var ekki kerfið, það voru bara einstaklingar.“ Sævar Þór segir að persónuleg reynsla hjálpi honum oft í starfi sínu sem lögfræðingur.Vísir/Vilhelm Fyrsta stóra áfallið sem Sævar Þór man eftir var kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku. Sævar Þór var um átta ára aldur þegar honum var nauðgað af þremur einstaklingum í gamalli vörugeymslu í Vesturbænum. „Ég sagði ekki frá þessu fyrr en einhverjum mánuðum seinna.“ Eftir þetta breyttist Sævar Þór mikið, varð mjög uppstökkur og þróaði með sér kæki sem hann er enn að fást við í dag. „Ég sýni öll áfallastreitueinkennin sem barn. Ég man eitt kvöldið eða nóttina þá líður mér illa yfir þessu sem barn, er að upplifa einhverjar tilfinningar og ég segi móður minni frá þessu.“ Sævar Þór segir að foreldrar sínir hafi einhvern veginn afgreitt þetta þannig að þetta gæti ekki verið rétt. „Mér var ekki trúað og það var erfitt að kyngja því í dag, en ég kenni þeim ekki um það því að þetta var bara á þeim tíma, þetta var bara allt öðruvísi þá.“ Langar að hafa raunveruleg áhrif Í bókinni fjallar Sævar Þór um æskuna, drykkjuna á heimilinu og flókna sambandið við foreldra sína. Hann segir að á vissan hátt hafi hann ekki tengst þeim eða systkinum sínum alveg. Hann átti erfitt með að skrifa þessa hluta bókarinnar, svo eftir að hann gerði handritið fékk hann Lárus til að skrifa með sér restina og kláruðu þeir þetta því saman. Sævar Þór segir að það sé mikilvægt fyrir sig að finna að mál sem hann tekur að sér sem lögfræðingur hafi raunveruleg áhrif. Aðferðir hans eru oft óhefðbundnar á einhvern hátt en hann segist standa fast á sínu. „Ef maður væri bara að fara með straumnum, þá er maður ekki beint að gera það sem við lögmenn eigum að vera að gera. Við eigum svolítið að hafa áhrif á samfélagið til hins betra, þegar kemur til dæmis að því að það er einhver rangfærsla í gangi, eitthvað sem er ekki í lagi í okkar kerfi. Þá verðum við að beita okkur þannig að það verði einhverjar breytingar og einhver árangur. Við getum ekki látið það líðast að vera með eitthvað kerfi þar sem að börnin okkar verða undir eða það sé verið að brjóta á rétti einstaklinga að einhverju leyti.“ Enn með baráttuvilja Að hans mati hefur fólk ákveðnar skoðanir á hlutverkum kynjanna innan lögmennskunnar hér á landi og gerðu til dæmis einhverjir athugasemdir við að hann, karlmaður, væri verjandi kvenna í krabbameinsleitarmálinu. „Karlmenn eiga einhvern veginn alltaf að vera að verja karlmenn í kynferðisbrotamálum. Ég hef varið og er að verja aðila sem eru ásakaðir um kynferðisbrot en ég hef líka verið réttargæslumaður fyrir brotaþola. Mitt hlutverk sem lögmaður er að vera lögmaður þess sem þú þarft að vera lögmaður fyrir, óháð því hvað hefur gerst.“ Hann viðurkennir að hafa íhugað að hætta lögmennsku og gera eitthvað annað, að það sé komið nóg. „En það er ennþá mikill baráttumaður í mér og á meðan ég hef enn einhvern baráttuvilja þá vil ég leggja eitthvað af mörkum. En það er mikið mótlæti í þessu líka, það er fólk sem telur að maður hafi ekki gert hlutina rétt eða að maður hafi farið of langt eða gert eitthvað. Maður getur alltaf lært af því, en ég vakna alltaf á hverjum degi með það í huga að ég get lært eitthvað á hverjum degi, ég get bætt úr því sem ég hef ekki gert rétt en umfram allt að ég sé til staðar í því sem ég er að gera. Ég get ennþá barist fyrir hlutunum og lagt mitt af mörkum. Á meðan ég finn það innra með mér þá er ég tilbúinn að halda áfram.“ Sævar Þór segir að það hjálpi líka við að mæta í vinnuna að vita að hann hafi gott starfsfólk og maka sinn Lárus sér við hlið. „Ég veit ekki hvað ég hefði enst lengi í þessu ef ég hefði ekki haft hann mér við hlið. Það er svo skrítið með lífið að stundum setur það mann í aðstæður. Það er eins og leikrit og einhver leikstjóri er búinn að ákveða hlutverkin. “ Sævar Þór og Lárus reka saman lögfræðistofuna Sævar Þór & Partners. Hann segir það mjög jákvætt að hlakka til að mæta í vinnu alla daga með eiginmenn og góðu starfsfólki sér við hlið.Vísir/vilhelm Algjörlega munaðarlaus Sævar Þór og Lárus reka saman lögmannsstofu í dag og eiga saman einn son, sem þeir fengu fyrst í fóstur þremur mánuðum eftir að móðir drengsins lést. „Hann var þriggja ára, móðir hans var látin og það var ekki vitað hver faðir hans er. Hann var algjörlega munaðarlaus.“ Eins og Sævar Þór hefur áður sagt frá í fjölmiðlum fengu þeir litla drenginn sinn til sín rétt fyrir jólin og var það þeirra jólagjöf. „Ég myndi segja að sonur minn sé minn bjargvættur. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég eignaðist hann að ég var á vondum stað. Ég var á vondum stað þegar kom að drykkju, ég var á vondum stað þegar kom að hugsunum um lífið almennt.“ Fíknin nátengd áföllunum Eftir að hjónin fengu son sinn hætti Sævar Þór að drekka og fór í meðferð, viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann ætti ekki að drekka. Þegar hann fór að vinna markvisst í sjálfum sér þá opnast fyrir áföllin í æsku, sem hann hafði ekki rætt við eiginmanninn eða aðra eftir að honum var ekki trúað í æsku. „Fíkn tengist áföllum. Þú þarft að vinna í áföllunum til þess að geta tæklað fíknina. Það gerði ég og það var erfitt.“ Í byrjun meðferðarinnar segir Sævar Þór að hann hafi ekki unnið mikið í áföllum heldur meira verið að læra að drekka ekki. Svo fór allt að rifjast upp þegar hann var að vinna í stóru kynferðisbrotamáli sem lögmaður drengs sem brotið hafði verið á. Nokkrum mánuðum síðar fór hann að opna sig sjálfur. Sævar Þór vildi vinna í sjálfum sér og sínum áföllum til að geta hjálpað syni sínum að vinna í sínum, eins og til dæmis móðurmissinum. „Eftir að við fengum hann og ég fór að takast á við það sem ég þurfti að takast á við, þá er hann bjargvætturinn í því að ég taki utan um sjálfan mig, litla drenginn sem er í mér, og passi hann. Sonur minn er áminning og tækifæri sem ég fékk til að endurlifa mína æsku. Ég geri það í gegnum hann og hann er ástæða þess að ég vil vera betri maður á hverjum degi og vil vera fyrirmynd. Hann er mér allt.“ Sævar Þór segir að sér hafi verið ætlað að vera lögfræðingur, en hefur þó íhugað að hætta í þessu starfi. Vísir/Vilhelm Margra ára feluleikur með kynhneigðina Drengurinn er orðinn ellefu ára í dag og segir Sævar Þór að hann brosi alla daga og hafi breytt lífi þeirra mikið. „Mér finnst lífið hafa tekið af mér en mér finnst lífið líka hafa leikið við mig.“ Lárus og Sævar Þór kynntust fyrst og urðu ástfangnir árið 2003. Sævar Þór hélt sambandinu þó leyndu frá flestum í mörg ár áður en hann viðurkenndi það fyrir framan vinnufélaga og þorði fyrst að segja að hann væri samkynhneigður. Staðalímyndir, áföll og ótti spiluðu stórt hlutverk í þeirri ákvörðun. „Við byrjuðum saman fljótt, þetta gekk svolítið hratt fyrir sig. Ég held að við höfum farið full snemma inn í samband,“ segir Sævar Þór. Hann kom fyrst út úr skápnum 19 ára eftir að vera búinn að vera í sambandi með stelpu. „Það var rosalegur feluleikur. Ég vildi ekki viðurkenna það fyrir mér þó að ég hafði vitað það frá því mörgum árum áður. Ég fer í gríðarlegan feluleik með mína samkynhneigð. Ég segi reyndar foreldrum mínum frá því. Ég var hræddur en ég held að foreldra mína hafi alltaf grunað það. Ég myndi segja að ég hafi verið 19 ára þegar ég kom út úr skápnum en ég kom ekki út úr skápnum fyrr en 2011. Í lagadeildinni þorði ég ekki að segja neinum að ég væri samkynhneigður.“ Sævar Þór fór í gegnum allt laganámið án þess að segja nokkrum frá kynhneigð sinni. „Ég átti bara vin. Ég sagði engum umbjóðendum það og ég átti samstarfsmenn í lögmennsku sem voru með mér á stofu og engan þeirra lét ég vita.“ Vináttan bjargaði hjónabandinu Þegar lærifaðir Sævars Þórs í lögmennsku og eiginkona hans heimsóttu Sævar Þór í bústaðinn hans, þar sem hann var með Lárusi, spurði konan upp úr þurru hvort þeir væru par. Sævar Þór sagði já og var þetta mikill léttir fyrir hann eftir margra ára feluleik varðandi manninn sem hann elskaði og bjó með. „Við erum búnir að vera par þarna í átta ár.“ Sævar Þór segir að vegna áfallanna sem hann hafði lent í um ævina hafi hann upplifað skömm og verið sinn versti óvinur um tíma. Sambandið þeirra hefur því verið mikill rússíbani. Í bókinni skrifa þeir Sævar Þór og Lárus meðal annars um erfiðleikana sem þeir hafa þurft að kljást við í þeirra hjónalífi. „Það hefur ekki alltaf verið þannig að það hafi átt að endast en við höfum alltaf verið það góðir vinir að við höfum getað verið til staðar fyrir hvorn annan. En þetta er mjög erfitt hlutverk að vera í. Til dæmis er mjög sérstakt að þar sem við erum báðir lögmenn og erum hjón, að þá finnst okkur oftar en ekki, að kollegar okkar líti á okkur sem einn einstakling. Þó að við séum báðir lögmenn með okkar menntun, þá hefur það stundum verið þannig að menn líta á okkur sem eina heild.“ Skiptastjóramálið mikill skellur Sævar Þór telur að viðhorfið væri ekki eins ef hann væri gagnkynhneigður og Lárus væri Lára. „Þetta er að mínu mati ekki alltaf sanngjarnt og ekki rétt. Til dæmis eins og þegar Lárus eiginmaður minn var skiptastjóri í máli sem var mikið til umfjöllunar fyrir jól. Hann var sviptur hlutverki sínu sem skiptastjóri í þrotabúi út af því að það var talið að hann hafði gert mistök í starfi sínu sem skiptastjóri. Þá hafði það áhrif á mig þó að ég hafi ekki komið nærri því þannig séð. Það til dæmis hafði þau áhrif að ekki nóg með það að Lárus sagði sig úr trúnaðarstarfi sem stjórnarformaður Lánasjóðs Íslenskra námsmanna, heldur var ég settur í þá óþægilegu stöðu að ég naut ekki trausts. Ég fékk ekki lengur að sinna ákveðnum trúnaðarstörfum af því að ég var giftur manni sem að hafði verið sviptur skiptastjórastöðu.“ Eftir að gerðar voru aðfinnslur við störf Lárusar var fjallað um málið í fjölmiðlum. „Við fórum með málið fyrir Landsrétt og vinnum það. Þetta er bara dæmt þannig að það er ekki fótur fyrir ásökununum. En skaðinn var skeður. Þrátt fyrir það að ég hefði verið búinn að leggja traust mitt á það að þessu yrði snúið við, af því að ég náttúrulega sá ekki flöt á þessu máli og lagði áherslu á að málið færi fyrir Landsrétt, en þá voru þar einstaklingar sem nýttu sér það tækifæri að bola okkur, mér líka, út úr ákveðnum trúnaðarstörfum bara út af því að ég er giftur manni sem að hugsanlega hafði brotið af sér í starfi. Svo reyndist það ekkert vera rétt.“ Erfitt að fyrirgefa viðbrögðin Sævar Þór segir að þó að nokkrir mánuðir séu liðnir þá sitji þetta enn í honum. „Ég á erfitt með það að einhverju leyti að fyrirgefa það, því að mér finnst að ég hafi ekki átt það skilið. Mér finnst Lárus ekki hafa átt það skilið heldur og þetta var mikið áfall fyrir okkur vegna þess að Lárus taldi sig ekki hafa gert neitt af sér.“ Hann ítrekar að sama hvernig horft sé á það, þá sé þetta ekki sanngjarnt, hvernig honum var refsað fyrir að vera giftur manni sem hafði hugsanlega gert eitthvað af sér í starfi. „Allt sem maður var búinn að leggja á vogarskálarnar hér og þar, átti allt í einu einhvern veginn að verða að engu og maður var stimplaður sem einhver glæpamaður af því að maður var giftur aðila sem átti líka að vera glæpamaður,“ segir Sævar Þór og heldur svo áfram: „Maður verður fyrir áföllum og maður verður að draga einhvern lærdóm af því og ég gerði það í þessu máli, en það situr í mér líka. Menn verða líka að átta sig á því að þegar þú ert lögmaður þá ert þú alltaf á móti einhverjum og það er alltaf varnartaktík sem menn grípa til, að tala þig niður eða að tala illa um þig. Það er mjög erfitt að sitja undir því en maður verður að gera það ef maður ætlar að vera í þessu starfi.“ Sævar Þór opnaði sig um áföllin og ofbeldið sem hann varð sjálfur fyrir, eftir að vinna að erfiðu kynferðisbrotamáli þar sem hugrakkur drengur opnaði sig um kynferðisbrot, í stuðningsfulltrúamálinu svokallaða. Vísir/Vilhelm Íhugaði skilnað Sævar Þór viðurkennir að þetta mál hafi verið mikið álag á þeirra hjónaband. Hann lítur yfir á Lárus sem situr við annað borð á skrifstofunni og það er augljóst að umræðuefnið er enn sársaukafullt. „Það hafði þau áhrif að ég var mjög reiður. Ég íhugaði það á sínum tíma, það er ljótt að segja það, en ég skal bara koma hreint út með það að ég íhugaði það að ég gæti ekki verið í hjónabandinu lengur. Mér leið þannig. Mér fannst þetta mikið áfall og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. En Lárus var algjörlega niðurbrotinn og er bara þannig karakter að hann er mjög traustur sínum. Ég hafði auðvitað líka orðið fyrir áfalli en ég hugsaði um öll þau skipti sem hann hefur staðið við bakið á mér í því sem ég hef gert. Þá þurfti ég að standa mína plikt gagnvart honum. Ég talaði hann inn á að áfrýja þessu máli til Landsréttar og að hann ætti að fara með málið lengra. Hann var ekki á því en ég var á því og ég studdi hann í því. Við keyrðum þetta áfram en ég þurfti að styðja hann í þessu áfalli, ég þurfti að halda uppi heimili fyrir son minn, ég þurfti að sinna umbjóðendum mínum og þurfti að halda sjálfum mér gangandi. Þetta voru mjög erfiðir mánuðir. Á sama tíma var faðir minn illa haldinn af krabbameini og systur maka míns höfðu greinst með krabbamein.“ Ekki lengur gjaldgengur í trúnaðarstörf Sævar Þór segir að það hafi allir verið tilbúnir til að vinna gegn þeim í þessu. „Þarna var mótbyr sem við lentum í og erum kannski ennþá að súpa seiðið af því. En þetta kennir manni það að það er ekkert sjálfgefið í þessu. Það sem þetta kenndi mér er að ég hef sjálfur verið í þeirri stöðu að ég hef dæmt fólk fljótt, en ég lærði það þarna, dýrmæta lexíu, að maður þarf líka að gefa vafanum tækifæri. Að það séu tvær hliðar á öllu. Það var það sem að þetta mál kenndi mér.“ Af gömlum vana þá ætlaðist hann ekkert til þess að fólk bæði þá afsökunar, en nokkrir gerðu það þó eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir. „Það voru einstaklingar sem að höfðu samband og báðust afsökunar. Ég auðvitað tek því vel, en það eru líka einstaklingar sem að ég hélt að myndu vera mér nær og reynast mér betur, þekktir einstaklingar, sem sögðu mér það bara hreint út í síma að ég væri ekki lengur gjaldgengur í ákveðin trúnaðarstörf af því að ég væri giftur þessum manni. Það voru til dæmis einstaklingar innan fjölmiðlageirans sem gerðu það og ég varð sár. En þegar niðurstaðan kom í þessu máli þá var það auðvitað mikill fullnaðarsigur.“ Sævar Þór lifði í feluleik varðandi kynhneigð sína í mörg ár. Eftir að hann kom opinberlega út úr skápnum var það mikill léttir.Vísir/Vilhelm Húðskammaður fyrir að segja frá Eftir að Sævar Þór opnaði sig um það ofbeldi sem hann varð fyrir í æsku, í einlægu viðtali í Morgunblaðinu, fékk hann blendin viðbrögð. Sævar Þór segir að það hafi verið erfitt að takast á við viðbrögðin sem hann fékk innan lögmannastéttarinnar eftir að hann sagði frá því að hann væri þolandi kynferðisofbeldis. „Það voru ákveðnir aðilar sem sögðu mér að þetta væri ekki nógu fínt. Ég var í ræktinni og fékk símtal þar sem ég var húðskammaður einfaldlega, sagt að nú væri ég skemmd vara (e. damaged goods).“ Hann viðurkennir að það hafi verið frekar erfitt að kyngja því, þegar hann hafi loks opnað sig um þetta opinberlega, búinn að vinna úr þessu og vinna í sjálfum sér. „Karlmenn eru einhvern veginn lokaðri virðist vera, þegar kemur að því að ræða áföllin opinskátt. Ég veit ekki af hverju. Ég er nákvæmlega eins.“ Hefðu eignast líf Þetta er ein af ástæðum þess að hann hélt áfram að opna sig um þessi mál, gekk skrefinu lengra og gaf út bókina, Drengurinn í garðinum. „Áföllin sem ég hef lent í hafa mótað mig en það sem hefur líka mótað mig er að læra að ef maður lendir í áföllum, þá kemur samt alltaf nýr dagur.“ Vonar hann að það veiti öðrum von. Sævar Þór segir að útgáfa bókarinnar snúist ekki um athygli eða peninga. „Þetta snýst um að ég hef átt vini og hef þekkt einstaklinga sem hafa lent í áföllum en aldrei talað um það. Ég hef oft velt því fyrir mér, að ef þeir hefðu talað um það, þá hefðu þeir eignast líf sem þeir eignuðust ekki.“ Hann segir að við sem samfélag þurfum að líta okkur nær. „Við verðum að vera til staðar fyrir fólk sem á erfitt uppdráttar, því það er nóg af því. Ef að það sem ég hef gert nú þegar er nóg til þess að opna umræðuna eða að við verðum aðeins sanngjarnari gagnvart hvort öðru og hlúum að hvort öðru, þá er markmiðinu náð.“ Helgarviðtal Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Tengdar fréttir Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum á miðvikudag. 12. júní 2020 17:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
„Bókin fjallar svolítið um minn uppvöxt og þau áföll sem ég hef lent í og það sem hefur mótað mig. Faðir minn er mikið veikur og það er tvísýnt hvernig þetta fer hjá honum,“ segir Sævar Þór. „Uppgjörið í bókinni á mínum uppvaxtarárum og því sem ég hef farið í gegnum er auðvitað bara komið en ég vil deila því með föður mínum en það er tvísýnt hvort það verði“ Sævar Þór segir að hann hafi ekki sýnt föður sínum handritið að bókinni áður en það var sent í prentun. „Við eigum alveg í samskiptum en við eigum mjög sérstakt samband ég og faðir minn, við erum að mörgu leyti líkir. Við erum báðir svolítið harðir af okkur og ég kannski áttaði mig ekki á því fyrr en seinna meir á lífsleiðinni hversu líkir við vorum. Sem barn fannst mér við vera mjög ólíkir en vinnuharkan, seiglan, þessi baráttuvilji minn, ég fæ það að mörgu leyti frá honum.“ Konur gerðu hann að manni „Eitt af því sem faðir minn kenndi mér er að maður á aldrei að stíga í fótspor annara, maður á að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það hefur líka nýst mér í lögmennskunni, að fara ótroðnar slóðir, eins og í þeim kynferðisbrotamálum sem ég hef unnið í. Ég hef unnið í barnaverndarmálum og þessu svokallaða krabbameinsmáli og þá var mikill mótbyr í því öllu. Hefði ég stigið í fótspor sem aðrir hefðu gert, hefðu þau mál að öllum líkindum ekki farið eins og þau fóru. Það er svona lærdómurinn sem ég dreg af föður mínum. En hann er af allt annarri kynslóð, var um fertugt þegar hann eignast mig og við höfum ekki alltaf skilið hvorn annan. Við höfum ekki átt samleið þannig. Þess vegna er bókin mér mikilvæg vegna þess að þetta er svona uppgjör mitt við æskuna og uppgjör okkar á milli. Ég hef átt mjög góðan tíma með föður mínum, en ég átti líka ekki góða tíma með honum.“ Sævar Þór segir að faðir hans hafi sjálfur átt erfiða æsku sem hafi svo mótað hann sem uppalanda. „Ég vissi af þessu þegar ég var barn vegna þess að ég átti yndislega ömmu. Það sem hefur bjargað mér, mínu lífi, er að ég hef haft mjög sterkar konur í kringum mig. Konur hafa í raun og veru að mörgu leyti gert mig að manni, góðar konur. Þar á meðal amma mín, móðir föður míns.“ Nefnir hann einnig grunnskólakennara sem lærði með honum eftir skóla, í sínum frítíma, til að hann gæti lært að lesa og annað til að komast áfram á menntabraut. „Hún fórnaði sér þessi kona og ég áttaði mig ekki á því fyrr en mörgum árum seinna og ég skrifaði henni þá bréf og þakkaði henni fyrir.“ Erfiður karakter Hann segist hafa skrifað bókina sína til þess að gefa öðrum mönnum von, bókin sé ekki bara um kynferðisofbeldið sem hann varð fyrir, heldur líka öll þau áföll sem að menn lenda í og þá drauga sem fylgja þeim. Allt of margir byrgi áföllin inni og ná þá ekki að eiga það líf sem þeir hefðu getað átt. „Með þessari bók er ég að ganga svolítið inn á brautir karlmanna sem hafa orðið fyrir áföllum.“ Sævar Þór segist vita að hann er ekki allra, en finnst það samt allt í lagi. Vísir/Vilhelm Vonar hann að bókin hjálpi einhverjum sem burðist um með áfall og erfiðar tilfinningar tengdar því. „Ég er mjög erfiður karakter og geri mér alveg grein fyrir því. Ég er ekki allra og ég var ekki settur í þetta hlutverk sem ég er í í dag til að vera vinur allra. Ég hef gert mistök, ég hef gert hluti sem ég hefði ekki átt að gera en ég hef lært af þeim og ég hef reynt að bæta fyrir þá og biðjast afsökunar. Ég hef líka staðið fyrir mínu og það að geta gert það er ekki sjálfgefið ef maður hefur lent í áföllum eins og ég hef lent í.“ Lögmenn ekki eins og prestar Sævar Þór segir að ástæðurnar fyrir því að hann valdi lögmennsku séu margar. „Ég hef lent í svo miklu mótlæti í gegnum tíðina að það hefur mótað ákveðinn karakter sem er duglegur, ákveðinn, útsjónasamur og allt það. Það nýtist mér mjög mikið í því starfi sem ég sinni“ Nefnir hann sem dæmi barnaverndarmálið í Seltjarnarnesbæ sem fjallað var um í Kompás hér á Vísi. Einnig var hann lögmaður kvenna í krabbameinsleitarmálinu sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta árið. „Einnig hið svokallaða stuðningsfulltrúamál, sem reyndi mjög mikið á mig persónulega. Þetta eru mjög þung og erfið mál og meira en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Vegna þess að lögmenn eru ekki eins og prestar. Prestar taka við áföllunum og þeir miðla einhverju jákvæðu, lögmennirnir fá á sig áföllin og þurfa síðan að berjast í þeim.“ Sævar Þór segir að þetta geti verið mjög lýjandi og reynt mikið á. „Þetta hefur áhrif á þig sem persónu að öllu leyti, í þínu einkalífi og fleira. Fólk skilur þetta mjög illa, það sér einhverja glansmynd en þetta er erfiðasta starf sem þú getur tekið þér fyrir hendur. Ég held að ég hefði ekki getað sinnt því öðruvísi og væri ekki hérna í dag ef ég væri ekki búinn að fara í gegnum ákveðna lífsbaráttu sjálfur.“ Ekkert gæti undirbúið mann Málin eru auðvitað miserfið, en krabbameinsmálið reyndist honum einstaklega krefjandi áskorun. „Ég lenti í þeim súrrealísku aðstæðum að ég hef þurft að tilkynna umbjóðanda mínum hversu langan tíma hún á eftir ólifað. Ég var beðinn um það. Umbjóðandinn treysti sér ekki til þess að heyra það frá neinum nema mér.“ Sævar Þór segir að ekkert í lögfræðináminu geti undirbúið fólk fyrir svona augnablik. „Þetta er bara lífið.“ Hann segist hafa verið meir þegar hann fékk bónina en þurfti svo að sýna styrk þegar það kom að þessu. Það hafi verið mjög erfitt að segja yndislegri konu á besta aldri, nýbúin að eignast barnabarn, hvernig væri komið fyrir henni. „Út af mistökum sem áttu ekki að gerast.“ Örlögin tóku i taumana Sævar Þór segir að hann hafi lært af öllum þessum erfiðu málum að ekkert er sjálfgefið. „Lífið hefur upp á svo margt að bjóða, bæði neikvætt og jákvætt. Ef maður er nægilega þjálfaður í því, eins og ég tel mig vera, þá hefur maður eitthvað fram að færa til sinna umbjóðanda. Til að hjálpa þeim að fara í gegnum erfiðustu stundir lífsins.“ Eigin áföll hafa hjálpað Sævari Þór mikið í starfinu á ýmsa vegu. „Ég veit að ég hef alveg verið umdeildur því ég hef ekki tekið að mér vinsæl mál. Ég held að ástæðan fyrir því er að ég hef ákveðinn bakgrunn, ákveðna lífsreynslu. Ég held að málin velji mig svolítið. Ég held að örlögin hafi svolítið sett mig í þessar aðstæður.“ Námið hafi verið grunnur en lífið hafi samt undirbúið hann fyrir þetta starf. „Auðvitað er maður lögmaður, júristi, veit í hvaða farveg hlutirnir eiga að fara. En svo þarf maður líka að vera manneskja. Hvernig manneskja er ég til að takast á við þessa hluti? Ég er bara mjög reynslumikil manneskja sem hefur lent í því að missa vini sína, hef orðið fyrir miklum áföllum, mikilli höfnun. En einhverra hluta vegna hef ég alltaf stigið upp úr því og ég þarf auðvitað að vera til staðar fyrir mig og fyrir umbjóðendur mína.“ Kerfið endurhugsað Sævar Þór segir að í kringum krabbameinsmálið hafi verið mikil reiði og heift á báðum vígstöðum. „Þetta voru mæður, þetta voru systur, þetta voru eiginkonur. Þær voru komnar í mjög erfiðar aðstæður og maður upplifði allt. Maður upplifði reiðina, óttann, kvíðann og þurfti að vera til staðar.“ Í barnaverndarmálunum segist hann líka hafa þurft að eiga við pólitík. „Ég upplifði það að mörgu leyti að það var ákveðin pólitík sem fór líka í gang gagnvart mér. Það voru ákveðnir pólar þar sem fóru af stað og það var reynt að gera lítið úr manni, að maður væri bara að vekja athygli á sér og fleira. En þetta snerist ekki um að vekja athygli á sjálfum sér, þetta snerist um að vekja athygli á því hvað betur mátti fara. Það sem gerðist eins og í þessu máli á Seltjarnarnesi og líka málinu í Reykjavík með stuðningsfulltrúann, er að ég fór á fund með ráðherra út af því. Menn fóru að endurhugsa kerfið.“ Í bókinni segir hann meðal annars frá eigin reynslu, þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum og það var ekkert kerfi sem greip inn í, enginn sem greip litla drenginn sem þurfti svo mikið á því að halda. „Þetta sama kerfi er einhverjum þrjátíu árum seinna ennþá við lýði og það er fullt af mistökum. Þegar ég hugsa um litla drenginn, litla Sævar sem ég er að reyna að leiða í gegnum lífið núna, ég vildi að einhver hefði tekið upp hanskann fyrir hann. Það er drifkrafturinn minn í þessum málum líka, að við erum að hugsa um börnin okkar.“ Sýndi öll einkenni áfallastreitu Sævar Þór segir að kerfið hafi brugðist sér á sínum tíma. „En það samt bjargaði mér líka, því að í kerfinu voru konur og einstaklingar sem sáu eitthvað í barninu og vissu að það þyrfti að gera eitthvað fyrir það. En það var ekki kerfið, það voru bara einstaklingar.“ Sævar Þór segir að persónuleg reynsla hjálpi honum oft í starfi sínu sem lögfræðingur.Vísir/Vilhelm Fyrsta stóra áfallið sem Sævar Þór man eftir var kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku. Sævar Þór var um átta ára aldur þegar honum var nauðgað af þremur einstaklingum í gamalli vörugeymslu í Vesturbænum. „Ég sagði ekki frá þessu fyrr en einhverjum mánuðum seinna.“ Eftir þetta breyttist Sævar Þór mikið, varð mjög uppstökkur og þróaði með sér kæki sem hann er enn að fást við í dag. „Ég sýni öll áfallastreitueinkennin sem barn. Ég man eitt kvöldið eða nóttina þá líður mér illa yfir þessu sem barn, er að upplifa einhverjar tilfinningar og ég segi móður minni frá þessu.“ Sævar Þór segir að foreldrar sínir hafi einhvern veginn afgreitt þetta þannig að þetta gæti ekki verið rétt. „Mér var ekki trúað og það var erfitt að kyngja því í dag, en ég kenni þeim ekki um það því að þetta var bara á þeim tíma, þetta var bara allt öðruvísi þá.“ Langar að hafa raunveruleg áhrif Í bókinni fjallar Sævar Þór um æskuna, drykkjuna á heimilinu og flókna sambandið við foreldra sína. Hann segir að á vissan hátt hafi hann ekki tengst þeim eða systkinum sínum alveg. Hann átti erfitt með að skrifa þessa hluta bókarinnar, svo eftir að hann gerði handritið fékk hann Lárus til að skrifa með sér restina og kláruðu þeir þetta því saman. Sævar Þór segir að það sé mikilvægt fyrir sig að finna að mál sem hann tekur að sér sem lögfræðingur hafi raunveruleg áhrif. Aðferðir hans eru oft óhefðbundnar á einhvern hátt en hann segist standa fast á sínu. „Ef maður væri bara að fara með straumnum, þá er maður ekki beint að gera það sem við lögmenn eigum að vera að gera. Við eigum svolítið að hafa áhrif á samfélagið til hins betra, þegar kemur til dæmis að því að það er einhver rangfærsla í gangi, eitthvað sem er ekki í lagi í okkar kerfi. Þá verðum við að beita okkur þannig að það verði einhverjar breytingar og einhver árangur. Við getum ekki látið það líðast að vera með eitthvað kerfi þar sem að börnin okkar verða undir eða það sé verið að brjóta á rétti einstaklinga að einhverju leyti.“ Enn með baráttuvilja Að hans mati hefur fólk ákveðnar skoðanir á hlutverkum kynjanna innan lögmennskunnar hér á landi og gerðu til dæmis einhverjir athugasemdir við að hann, karlmaður, væri verjandi kvenna í krabbameinsleitarmálinu. „Karlmenn eiga einhvern veginn alltaf að vera að verja karlmenn í kynferðisbrotamálum. Ég hef varið og er að verja aðila sem eru ásakaðir um kynferðisbrot en ég hef líka verið réttargæslumaður fyrir brotaþola. Mitt hlutverk sem lögmaður er að vera lögmaður þess sem þú þarft að vera lögmaður fyrir, óháð því hvað hefur gerst.“ Hann viðurkennir að hafa íhugað að hætta lögmennsku og gera eitthvað annað, að það sé komið nóg. „En það er ennþá mikill baráttumaður í mér og á meðan ég hef enn einhvern baráttuvilja þá vil ég leggja eitthvað af mörkum. En það er mikið mótlæti í þessu líka, það er fólk sem telur að maður hafi ekki gert hlutina rétt eða að maður hafi farið of langt eða gert eitthvað. Maður getur alltaf lært af því, en ég vakna alltaf á hverjum degi með það í huga að ég get lært eitthvað á hverjum degi, ég get bætt úr því sem ég hef ekki gert rétt en umfram allt að ég sé til staðar í því sem ég er að gera. Ég get ennþá barist fyrir hlutunum og lagt mitt af mörkum. Á meðan ég finn það innra með mér þá er ég tilbúinn að halda áfram.“ Sævar Þór segir að það hjálpi líka við að mæta í vinnuna að vita að hann hafi gott starfsfólk og maka sinn Lárus sér við hlið. „Ég veit ekki hvað ég hefði enst lengi í þessu ef ég hefði ekki haft hann mér við hlið. Það er svo skrítið með lífið að stundum setur það mann í aðstæður. Það er eins og leikrit og einhver leikstjóri er búinn að ákveða hlutverkin. “ Sævar Þór og Lárus reka saman lögfræðistofuna Sævar Þór & Partners. Hann segir það mjög jákvætt að hlakka til að mæta í vinnu alla daga með eiginmenn og góðu starfsfólki sér við hlið.Vísir/vilhelm Algjörlega munaðarlaus Sævar Þór og Lárus reka saman lögmannsstofu í dag og eiga saman einn son, sem þeir fengu fyrst í fóstur þremur mánuðum eftir að móðir drengsins lést. „Hann var þriggja ára, móðir hans var látin og það var ekki vitað hver faðir hans er. Hann var algjörlega munaðarlaus.“ Eins og Sævar Þór hefur áður sagt frá í fjölmiðlum fengu þeir litla drenginn sinn til sín rétt fyrir jólin og var það þeirra jólagjöf. „Ég myndi segja að sonur minn sé minn bjargvættur. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég eignaðist hann að ég var á vondum stað. Ég var á vondum stað þegar kom að drykkju, ég var á vondum stað þegar kom að hugsunum um lífið almennt.“ Fíknin nátengd áföllunum Eftir að hjónin fengu son sinn hætti Sævar Þór að drekka og fór í meðferð, viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann ætti ekki að drekka. Þegar hann fór að vinna markvisst í sjálfum sér þá opnast fyrir áföllin í æsku, sem hann hafði ekki rætt við eiginmanninn eða aðra eftir að honum var ekki trúað í æsku. „Fíkn tengist áföllum. Þú þarft að vinna í áföllunum til þess að geta tæklað fíknina. Það gerði ég og það var erfitt.“ Í byrjun meðferðarinnar segir Sævar Þór að hann hafi ekki unnið mikið í áföllum heldur meira verið að læra að drekka ekki. Svo fór allt að rifjast upp þegar hann var að vinna í stóru kynferðisbrotamáli sem lögmaður drengs sem brotið hafði verið á. Nokkrum mánuðum síðar fór hann að opna sig sjálfur. Sævar Þór vildi vinna í sjálfum sér og sínum áföllum til að geta hjálpað syni sínum að vinna í sínum, eins og til dæmis móðurmissinum. „Eftir að við fengum hann og ég fór að takast á við það sem ég þurfti að takast á við, þá er hann bjargvætturinn í því að ég taki utan um sjálfan mig, litla drenginn sem er í mér, og passi hann. Sonur minn er áminning og tækifæri sem ég fékk til að endurlifa mína æsku. Ég geri það í gegnum hann og hann er ástæða þess að ég vil vera betri maður á hverjum degi og vil vera fyrirmynd. Hann er mér allt.“ Sævar Þór segir að sér hafi verið ætlað að vera lögfræðingur, en hefur þó íhugað að hætta í þessu starfi. Vísir/Vilhelm Margra ára feluleikur með kynhneigðina Drengurinn er orðinn ellefu ára í dag og segir Sævar Þór að hann brosi alla daga og hafi breytt lífi þeirra mikið. „Mér finnst lífið hafa tekið af mér en mér finnst lífið líka hafa leikið við mig.“ Lárus og Sævar Þór kynntust fyrst og urðu ástfangnir árið 2003. Sævar Þór hélt sambandinu þó leyndu frá flestum í mörg ár áður en hann viðurkenndi það fyrir framan vinnufélaga og þorði fyrst að segja að hann væri samkynhneigður. Staðalímyndir, áföll og ótti spiluðu stórt hlutverk í þeirri ákvörðun. „Við byrjuðum saman fljótt, þetta gekk svolítið hratt fyrir sig. Ég held að við höfum farið full snemma inn í samband,“ segir Sævar Þór. Hann kom fyrst út úr skápnum 19 ára eftir að vera búinn að vera í sambandi með stelpu. „Það var rosalegur feluleikur. Ég vildi ekki viðurkenna það fyrir mér þó að ég hafði vitað það frá því mörgum árum áður. Ég fer í gríðarlegan feluleik með mína samkynhneigð. Ég segi reyndar foreldrum mínum frá því. Ég var hræddur en ég held að foreldra mína hafi alltaf grunað það. Ég myndi segja að ég hafi verið 19 ára þegar ég kom út úr skápnum en ég kom ekki út úr skápnum fyrr en 2011. Í lagadeildinni þorði ég ekki að segja neinum að ég væri samkynhneigður.“ Sævar Þór fór í gegnum allt laganámið án þess að segja nokkrum frá kynhneigð sinni. „Ég átti bara vin. Ég sagði engum umbjóðendum það og ég átti samstarfsmenn í lögmennsku sem voru með mér á stofu og engan þeirra lét ég vita.“ Vináttan bjargaði hjónabandinu Þegar lærifaðir Sævars Þórs í lögmennsku og eiginkona hans heimsóttu Sævar Þór í bústaðinn hans, þar sem hann var með Lárusi, spurði konan upp úr þurru hvort þeir væru par. Sævar Þór sagði já og var þetta mikill léttir fyrir hann eftir margra ára feluleik varðandi manninn sem hann elskaði og bjó með. „Við erum búnir að vera par þarna í átta ár.“ Sævar Þór segir að vegna áfallanna sem hann hafði lent í um ævina hafi hann upplifað skömm og verið sinn versti óvinur um tíma. Sambandið þeirra hefur því verið mikill rússíbani. Í bókinni skrifa þeir Sævar Þór og Lárus meðal annars um erfiðleikana sem þeir hafa þurft að kljást við í þeirra hjónalífi. „Það hefur ekki alltaf verið þannig að það hafi átt að endast en við höfum alltaf verið það góðir vinir að við höfum getað verið til staðar fyrir hvorn annan. En þetta er mjög erfitt hlutverk að vera í. Til dæmis er mjög sérstakt að þar sem við erum báðir lögmenn og erum hjón, að þá finnst okkur oftar en ekki, að kollegar okkar líti á okkur sem einn einstakling. Þó að við séum báðir lögmenn með okkar menntun, þá hefur það stundum verið þannig að menn líta á okkur sem eina heild.“ Skiptastjóramálið mikill skellur Sævar Þór telur að viðhorfið væri ekki eins ef hann væri gagnkynhneigður og Lárus væri Lára. „Þetta er að mínu mati ekki alltaf sanngjarnt og ekki rétt. Til dæmis eins og þegar Lárus eiginmaður minn var skiptastjóri í máli sem var mikið til umfjöllunar fyrir jól. Hann var sviptur hlutverki sínu sem skiptastjóri í þrotabúi út af því að það var talið að hann hafði gert mistök í starfi sínu sem skiptastjóri. Þá hafði það áhrif á mig þó að ég hafi ekki komið nærri því þannig séð. Það til dæmis hafði þau áhrif að ekki nóg með það að Lárus sagði sig úr trúnaðarstarfi sem stjórnarformaður Lánasjóðs Íslenskra námsmanna, heldur var ég settur í þá óþægilegu stöðu að ég naut ekki trausts. Ég fékk ekki lengur að sinna ákveðnum trúnaðarstörfum af því að ég var giftur manni sem að hafði verið sviptur skiptastjórastöðu.“ Eftir að gerðar voru aðfinnslur við störf Lárusar var fjallað um málið í fjölmiðlum. „Við fórum með málið fyrir Landsrétt og vinnum það. Þetta er bara dæmt þannig að það er ekki fótur fyrir ásökununum. En skaðinn var skeður. Þrátt fyrir það að ég hefði verið búinn að leggja traust mitt á það að þessu yrði snúið við, af því að ég náttúrulega sá ekki flöt á þessu máli og lagði áherslu á að málið færi fyrir Landsrétt, en þá voru þar einstaklingar sem nýttu sér það tækifæri að bola okkur, mér líka, út úr ákveðnum trúnaðarstörfum bara út af því að ég er giftur manni sem að hugsanlega hafði brotið af sér í starfi. Svo reyndist það ekkert vera rétt.“ Erfitt að fyrirgefa viðbrögðin Sævar Þór segir að þó að nokkrir mánuðir séu liðnir þá sitji þetta enn í honum. „Ég á erfitt með það að einhverju leyti að fyrirgefa það, því að mér finnst að ég hafi ekki átt það skilið. Mér finnst Lárus ekki hafa átt það skilið heldur og þetta var mikið áfall fyrir okkur vegna þess að Lárus taldi sig ekki hafa gert neitt af sér.“ Hann ítrekar að sama hvernig horft sé á það, þá sé þetta ekki sanngjarnt, hvernig honum var refsað fyrir að vera giftur manni sem hafði hugsanlega gert eitthvað af sér í starfi. „Allt sem maður var búinn að leggja á vogarskálarnar hér og þar, átti allt í einu einhvern veginn að verða að engu og maður var stimplaður sem einhver glæpamaður af því að maður var giftur aðila sem átti líka að vera glæpamaður,“ segir Sævar Þór og heldur svo áfram: „Maður verður fyrir áföllum og maður verður að draga einhvern lærdóm af því og ég gerði það í þessu máli, en það situr í mér líka. Menn verða líka að átta sig á því að þegar þú ert lögmaður þá ert þú alltaf á móti einhverjum og það er alltaf varnartaktík sem menn grípa til, að tala þig niður eða að tala illa um þig. Það er mjög erfitt að sitja undir því en maður verður að gera það ef maður ætlar að vera í þessu starfi.“ Sævar Þór opnaði sig um áföllin og ofbeldið sem hann varð sjálfur fyrir, eftir að vinna að erfiðu kynferðisbrotamáli þar sem hugrakkur drengur opnaði sig um kynferðisbrot, í stuðningsfulltrúamálinu svokallaða. Vísir/Vilhelm Íhugaði skilnað Sævar Þór viðurkennir að þetta mál hafi verið mikið álag á þeirra hjónaband. Hann lítur yfir á Lárus sem situr við annað borð á skrifstofunni og það er augljóst að umræðuefnið er enn sársaukafullt. „Það hafði þau áhrif að ég var mjög reiður. Ég íhugaði það á sínum tíma, það er ljótt að segja það, en ég skal bara koma hreint út með það að ég íhugaði það að ég gæti ekki verið í hjónabandinu lengur. Mér leið þannig. Mér fannst þetta mikið áfall og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. En Lárus var algjörlega niðurbrotinn og er bara þannig karakter að hann er mjög traustur sínum. Ég hafði auðvitað líka orðið fyrir áfalli en ég hugsaði um öll þau skipti sem hann hefur staðið við bakið á mér í því sem ég hef gert. Þá þurfti ég að standa mína plikt gagnvart honum. Ég talaði hann inn á að áfrýja þessu máli til Landsréttar og að hann ætti að fara með málið lengra. Hann var ekki á því en ég var á því og ég studdi hann í því. Við keyrðum þetta áfram en ég þurfti að styðja hann í þessu áfalli, ég þurfti að halda uppi heimili fyrir son minn, ég þurfti að sinna umbjóðendum mínum og þurfti að halda sjálfum mér gangandi. Þetta voru mjög erfiðir mánuðir. Á sama tíma var faðir minn illa haldinn af krabbameini og systur maka míns höfðu greinst með krabbamein.“ Ekki lengur gjaldgengur í trúnaðarstörf Sævar Þór segir að það hafi allir verið tilbúnir til að vinna gegn þeim í þessu. „Þarna var mótbyr sem við lentum í og erum kannski ennþá að súpa seiðið af því. En þetta kennir manni það að það er ekkert sjálfgefið í þessu. Það sem þetta kenndi mér er að ég hef sjálfur verið í þeirri stöðu að ég hef dæmt fólk fljótt, en ég lærði það þarna, dýrmæta lexíu, að maður þarf líka að gefa vafanum tækifæri. Að það séu tvær hliðar á öllu. Það var það sem að þetta mál kenndi mér.“ Af gömlum vana þá ætlaðist hann ekkert til þess að fólk bæði þá afsökunar, en nokkrir gerðu það þó eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir. „Það voru einstaklingar sem að höfðu samband og báðust afsökunar. Ég auðvitað tek því vel, en það eru líka einstaklingar sem að ég hélt að myndu vera mér nær og reynast mér betur, þekktir einstaklingar, sem sögðu mér það bara hreint út í síma að ég væri ekki lengur gjaldgengur í ákveðin trúnaðarstörf af því að ég væri giftur þessum manni. Það voru til dæmis einstaklingar innan fjölmiðlageirans sem gerðu það og ég varð sár. En þegar niðurstaðan kom í þessu máli þá var það auðvitað mikill fullnaðarsigur.“ Sævar Þór lifði í feluleik varðandi kynhneigð sína í mörg ár. Eftir að hann kom opinberlega út úr skápnum var það mikill léttir.Vísir/Vilhelm Húðskammaður fyrir að segja frá Eftir að Sævar Þór opnaði sig um það ofbeldi sem hann varð fyrir í æsku, í einlægu viðtali í Morgunblaðinu, fékk hann blendin viðbrögð. Sævar Þór segir að það hafi verið erfitt að takast á við viðbrögðin sem hann fékk innan lögmannastéttarinnar eftir að hann sagði frá því að hann væri þolandi kynferðisofbeldis. „Það voru ákveðnir aðilar sem sögðu mér að þetta væri ekki nógu fínt. Ég var í ræktinni og fékk símtal þar sem ég var húðskammaður einfaldlega, sagt að nú væri ég skemmd vara (e. damaged goods).“ Hann viðurkennir að það hafi verið frekar erfitt að kyngja því, þegar hann hafi loks opnað sig um þetta opinberlega, búinn að vinna úr þessu og vinna í sjálfum sér. „Karlmenn eru einhvern veginn lokaðri virðist vera, þegar kemur að því að ræða áföllin opinskátt. Ég veit ekki af hverju. Ég er nákvæmlega eins.“ Hefðu eignast líf Þetta er ein af ástæðum þess að hann hélt áfram að opna sig um þessi mál, gekk skrefinu lengra og gaf út bókina, Drengurinn í garðinum. „Áföllin sem ég hef lent í hafa mótað mig en það sem hefur líka mótað mig er að læra að ef maður lendir í áföllum, þá kemur samt alltaf nýr dagur.“ Vonar hann að það veiti öðrum von. Sævar Þór segir að útgáfa bókarinnar snúist ekki um athygli eða peninga. „Þetta snýst um að ég hef átt vini og hef þekkt einstaklinga sem hafa lent í áföllum en aldrei talað um það. Ég hef oft velt því fyrir mér, að ef þeir hefðu talað um það, þá hefðu þeir eignast líf sem þeir eignuðust ekki.“ Hann segir að við sem samfélag þurfum að líta okkur nær. „Við verðum að vera til staðar fyrir fólk sem á erfitt uppdráttar, því það er nóg af því. Ef að það sem ég hef gert nú þegar er nóg til þess að opna umræðuna eða að við verðum aðeins sanngjarnari gagnvart hvort öðru og hlúum að hvort öðru, þá er markmiðinu náð.“
Helgarviðtal Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Tengdar fréttir Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum á miðvikudag. 12. júní 2020 17:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum á miðvikudag. 12. júní 2020 17:03