Stutt í milliríkjadeilu þegar Bragi flaggaði fána Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 22:22 Óhætt er að segja að Bragi Þór Antoníusson hafi verið orðinn ögn fróðari um sögu Kóreuskagans í lok eftirminnilegrar vinnuvaktar árið 2002. Samsett Það varð uppi fótur og fit í gestamóttöku Hótels Sögu í lok september árið 2002 þegar snör handtök komu í veg fyrir milliríkjadeilu. Atvikið átti sér stað þegar Bragi Þór Antoníusson var 17 ára starfsmaður á hótelinu og bar ábyrgð á því flagga réttum fánum fyrir utan hótelið þegar erlendir ráðamenn gerðu sér för þangað. Bragi segir að slíkar heimsóknir hafi verið tíður atburður á Hótel Sögu á þessum tíma og því hafi starfsmenn ekki kippt sér mikið upp við það þegar Sung-hong Choi, þáverandi utanríkisráðherra Suður-Kóreu, kom þangað til fundar við Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra. Trompaður diplómati hringdi viðvörunarbjöllum Líkt og oft áður kom það meðal annars í hlut Braga að gera allt klárt áður en suður-kóreska sendinefndin mætti á svæðið og var hann sendur í fánaskápinn. Hótelið lagði mikið upp úr því að eiga fána allra þjóða í handraðanum og þar sá ungur Bragi tvo Kóreufána, annan merktan norður og hinn suður. „Skrítið, jæja ég flagga bara þessum,“ skrifar Bragi á Twitter þar sem hann greindi fyrst frá þessu skrautlega atviki og lýsir hugsanagangi 17 ára unglings sem hafði eðlilega lítið kynnt sér langa átakasögu Suður- og Norður-Kóreu. „Rétt áður en bílalestin kemur í hús trompast einhver frá utanríkisráðuneytinu og gargar yfir lobbýið: „Eruð þið að reyna að starta pólitísku stríði!?!““ Þá hafði Bragi flaggað fána Norður-Kóreu fyrir utan Hótel Sögu, rétt áður en suður-kóreski utanríkisráðherrann renndi í hlað. Ræddu tengslin við grannríki sín Bragi, sem stýrir nú stafrænni viðskiptaþróun hjá Festi, segir í samtali við Vísi að smáatriði þessarar mögnuðu sögu séu ekki mjög skýr nú hátt í tuttugu árum síðar. Hann hafði starfað á hótelinu í að verða þrjú ár þegar atvikið átti sér stað og ollu mistökin honum ekki miska. „Ég var bara 17 ára tittur að vinna þarna í lobbýinu og minningin er hálf óljós. Ég man ekki hvort það var starfsmaður utanríkisráðuneytisins sem tók niður fánann eða einhver annar en hinn var bara settur upp og málið var úr sögunni.“ Tókst það með öðrum orðum áður en Sung-hong Choi þurfti að horfa upp á fána óvinaþjóðar sinnar, augnablikum áður en hann settist niður með Halldóri Ásgrímssyni til að ræða „tengsl ríkjanna við grannríki sín,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins frá 24. september 2002. Suður-Kórea Norður-Kórea Einu sinni var... Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Atvikið átti sér stað þegar Bragi Þór Antoníusson var 17 ára starfsmaður á hótelinu og bar ábyrgð á því flagga réttum fánum fyrir utan hótelið þegar erlendir ráðamenn gerðu sér för þangað. Bragi segir að slíkar heimsóknir hafi verið tíður atburður á Hótel Sögu á þessum tíma og því hafi starfsmenn ekki kippt sér mikið upp við það þegar Sung-hong Choi, þáverandi utanríkisráðherra Suður-Kóreu, kom þangað til fundar við Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra. Trompaður diplómati hringdi viðvörunarbjöllum Líkt og oft áður kom það meðal annars í hlut Braga að gera allt klárt áður en suður-kóreska sendinefndin mætti á svæðið og var hann sendur í fánaskápinn. Hótelið lagði mikið upp úr því að eiga fána allra þjóða í handraðanum og þar sá ungur Bragi tvo Kóreufána, annan merktan norður og hinn suður. „Skrítið, jæja ég flagga bara þessum,“ skrifar Bragi á Twitter þar sem hann greindi fyrst frá þessu skrautlega atviki og lýsir hugsanagangi 17 ára unglings sem hafði eðlilega lítið kynnt sér langa átakasögu Suður- og Norður-Kóreu. „Rétt áður en bílalestin kemur í hús trompast einhver frá utanríkisráðuneytinu og gargar yfir lobbýið: „Eruð þið að reyna að starta pólitísku stríði!?!““ Þá hafði Bragi flaggað fána Norður-Kóreu fyrir utan Hótel Sögu, rétt áður en suður-kóreski utanríkisráðherrann renndi í hlað. Ræddu tengslin við grannríki sín Bragi, sem stýrir nú stafrænni viðskiptaþróun hjá Festi, segir í samtali við Vísi að smáatriði þessarar mögnuðu sögu séu ekki mjög skýr nú hátt í tuttugu árum síðar. Hann hafði starfað á hótelinu í að verða þrjú ár þegar atvikið átti sér stað og ollu mistökin honum ekki miska. „Ég var bara 17 ára tittur að vinna þarna í lobbýinu og minningin er hálf óljós. Ég man ekki hvort það var starfsmaður utanríkisráðuneytisins sem tók niður fánann eða einhver annar en hinn var bara settur upp og málið var úr sögunni.“ Tókst það með öðrum orðum áður en Sung-hong Choi þurfti að horfa upp á fána óvinaþjóðar sinnar, augnablikum áður en hann settist niður með Halldóri Ásgrímssyni til að ræða „tengsl ríkjanna við grannríki sín,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins frá 24. september 2002.
Suður-Kórea Norður-Kórea Einu sinni var... Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00