Vonar að 13. október verði búið að aflétta öllu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2021 10:01 Kári Stefánsson mætti aftur í Podcast Sölva Tryggva. Youtube Kári Stefánsson segist mjög bjartsýnn á að búið verði að aflétta öllum Covid-aðgerðum næsta haust. „Þegar það verður búið að bólusetja 200 til 250 þúsund Íslendinga ættum við að geta vonast til þess að lífið verði komið í nokkurn vegin eðlilegt horf. Ég vonast til þess að 13. október verði búið að aflétta þessu öllu. Það er góður dagur og þá verður vonandi búið að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Kári, sem sjálfur fékk bólusetningu nýlega: „Það er búið að bólusetja mig einu sinni. Fyrri bólusetning með AstraZeneca. Ég kvartaði ekki yfir neinu eftir bólusetninguna, fyrr en það var farið að skamma mig daginn eftir fyrir að hafa ekki farið út með ruslið. Þá gat ég notað það sem afsökun að hafa verið bólusettur daginn áður.“ Óvinsælar skoðanir mikilvægar Kári Stefánsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þetta er í annað skipti sem Kári heimsækir þáttinn en hann var fyrsti viðmælandi Sölva þegar hann fór af stað með þetta hlaðvarp. Nú eru þættirnir orðnir 97 talsins. Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir Covid tímabilið, hve lengi er hægt að halda áfram að grípa inn í líf fólks, mikilvægi þess að óvinsælar raddir fái að heyrast og margt fleira. Kári segir í þættinum mjög mikilvægt að yfirvöldum sé veitt aðhald: „Það er mjög mikilvægt að ungt fólk geri uppreisnir hér og þar og það er mjög mikilvægt að samfélagið sé ekki allt of hlýðið og fólk fari út fyrir troðnar slóðir… Við viljum að ungt fólk sé stundum óhlýðið og það samfélag sem kemur í veg fyrir það er komið á mjög slæman stað. En það koma augnablik þar sem fólk þarf að snúa bökum saman og þessi farsótt er eitt af þeim augnablikum… En við höfum fólk eins og Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson sem er mótfallið þessum aðgerðum og ég get sagt að þó að ég sé gjörsamlega ósammála hverri einustu skoðun sem Sigríður Andersen hefur tjáð, hvort sem það er á farsóttinni eða öðru, þá er ég gífurlega ánægður með að hún skuli tjá þessar skoðanir sem eru svona óvinsælar. Ég er mjög montinn af henni að tjá þær og samfélagið á að fagna því að það sé fólk sem er reiðubúið að tjá þessar skoðanir. Um leið og við hættum að tjá skoðanir sem ganga gegn því sem samfélaginu finnst almennt, þá erum við komin á vondan stað. Á hinum og þessum tímum í gegnum söguna hafa samfélög gleymt mikilvægi þess að óvinsælar skoðanir séu tjáðar, með slæmum afleiðingum.“ Eigum að hlusta á þá sem mótmæla Kári segir sóttvarnaraðgerðir augljóslega gífurlegt inngrip inn í líf fólks og það verði alltaf að vega og meta hvenær sé of langt gengið. „Það er alls ekki æskilegt að vera með þessar hölmur á lífi fólks. Við erum að taka af fólki borgararéttindi, réttindi til að koma saman, stunda atvinnu sína og svo framvegis. Þetta eru mjög alvarlegar skerðingar á borgararéttindum…. Og ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessar aðgerðir hafa nú þegar haft mikil áhrif á efnahag og afkomu ákveðins hundraðshluta þessarar þjóðar. Samfélagið er að grípa til þessara aðgerða og samfélagið hefur því þá skyldu á sínum herðum að sjá til þess að þetta bitni ekki harkalegar á þeim sem vinna við þá atvinnu sem geldur mest fyrir þessar aðgerðir. Við komumst ekki áfallalaust út úr þessu nema viðurkenna þessa skyldu okkar sem samfélags,“ segir Kári og heldur áfram: „Auðvitað þurfum við að eiga umræður um hvenær þessi inngrip í líf fólks eru réttlætanleg. Það voru sett sóttvarnarlög sem veita hinu opinbera býsna víðtækar heimildir til þess að skerða borgararéttindi. Ég held að það sé alltaf óæskilegt að skerða þessi réttindi og menn eiga ekki að gera það nema það séu mjög ríkar ástæður til þess. Allar tilraunir til þess að kæfa umræðu um þetta eru óæskilegar. Við eigum að leyfa þeim sem eru á móti þessum aðgerðum að tjá sig af krafti og við eigum að hlusta á það, engin spurning. En endanlega er ég alveg viss um að við munum verða frekar stolt af því hvernig við tókumst á við þetta sem þjóð.“ Tæknin ómissandi Kári segist sjálfur hafa nýtt sér tæknina til að halda sambandi við dætur sínar og barnabörn: „Ég á barnabörn á Íslandi og í Ameríku. Ég hef það fyrir sið að hringja á Facetime til dóttur minnar í Los Angeles á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Þessi tækni sem menn hafa tilhneigingu til að tala niður hefur bjargað lífi mínu á síðasta ári. Ég hef fengið að sjá framan í Markús Kára, Alexander Róbert og Leó Kristján vini mína og það er mikils virði. Ég hef líka getað talað við Sólveigu dóttur mína úti í Berlín og sjá hundinn hennar, sem að hún hefur bundist mjög sterkum böndum á stuttum tíma,“ segir Kári, sem segist handviss um að hann geti hitt dætur sínar og barnabörn í Bandaríkjunum næsta haust: „Ég er alveg handviss um að ég get farið út og hitt þau eftir 13. október. Það sagði mér fugl að það yrði dagurinn. Það er handan við hornið og þá verður maður búinn að eiga enn eitt sumar í þessu dásamlega landi sem við búum í. Og nú reikna ég með að aðdráttarafl þessa lands verði enn meira eftir eldgosið. Mér þykir mjög vænt um ferðamannaiðnaðinn og það er frábært að leyfa aðgangi heimsins að koma hingað og heimsækja okkur og sjá hvað við búum í fallegu landi. En ég held að það hafi ekki verið annar kostur en að setja þessar takmarkanir á meðan pestin er að herja á heiminn.“ Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir síðastliðið ár, hvað hefur verið vel gert og hvað ekki, hvenær kemur að þeim punkti að hætta verður stóru inngripi í líf fólks og margt margt fleira. Þátturinn er kominn í heild sinni á Spotify og Youtube og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Þegar það verður búið að bólusetja 200 til 250 þúsund Íslendinga ættum við að geta vonast til þess að lífið verði komið í nokkurn vegin eðlilegt horf. Ég vonast til þess að 13. október verði búið að aflétta þessu öllu. Það er góður dagur og þá verður vonandi búið að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Kári, sem sjálfur fékk bólusetningu nýlega: „Það er búið að bólusetja mig einu sinni. Fyrri bólusetning með AstraZeneca. Ég kvartaði ekki yfir neinu eftir bólusetninguna, fyrr en það var farið að skamma mig daginn eftir fyrir að hafa ekki farið út með ruslið. Þá gat ég notað það sem afsökun að hafa verið bólusettur daginn áður.“ Óvinsælar skoðanir mikilvægar Kári Stefánsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þetta er í annað skipti sem Kári heimsækir þáttinn en hann var fyrsti viðmælandi Sölva þegar hann fór af stað með þetta hlaðvarp. Nú eru þættirnir orðnir 97 talsins. Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir Covid tímabilið, hve lengi er hægt að halda áfram að grípa inn í líf fólks, mikilvægi þess að óvinsælar raddir fái að heyrast og margt fleira. Kári segir í þættinum mjög mikilvægt að yfirvöldum sé veitt aðhald: „Það er mjög mikilvægt að ungt fólk geri uppreisnir hér og þar og það er mjög mikilvægt að samfélagið sé ekki allt of hlýðið og fólk fari út fyrir troðnar slóðir… Við viljum að ungt fólk sé stundum óhlýðið og það samfélag sem kemur í veg fyrir það er komið á mjög slæman stað. En það koma augnablik þar sem fólk þarf að snúa bökum saman og þessi farsótt er eitt af þeim augnablikum… En við höfum fólk eins og Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson sem er mótfallið þessum aðgerðum og ég get sagt að þó að ég sé gjörsamlega ósammála hverri einustu skoðun sem Sigríður Andersen hefur tjáð, hvort sem það er á farsóttinni eða öðru, þá er ég gífurlega ánægður með að hún skuli tjá þessar skoðanir sem eru svona óvinsælar. Ég er mjög montinn af henni að tjá þær og samfélagið á að fagna því að það sé fólk sem er reiðubúið að tjá þessar skoðanir. Um leið og við hættum að tjá skoðanir sem ganga gegn því sem samfélaginu finnst almennt, þá erum við komin á vondan stað. Á hinum og þessum tímum í gegnum söguna hafa samfélög gleymt mikilvægi þess að óvinsælar skoðanir séu tjáðar, með slæmum afleiðingum.“ Eigum að hlusta á þá sem mótmæla Kári segir sóttvarnaraðgerðir augljóslega gífurlegt inngrip inn í líf fólks og það verði alltaf að vega og meta hvenær sé of langt gengið. „Það er alls ekki æskilegt að vera með þessar hölmur á lífi fólks. Við erum að taka af fólki borgararéttindi, réttindi til að koma saman, stunda atvinnu sína og svo framvegis. Þetta eru mjög alvarlegar skerðingar á borgararéttindum…. Og ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessar aðgerðir hafa nú þegar haft mikil áhrif á efnahag og afkomu ákveðins hundraðshluta þessarar þjóðar. Samfélagið er að grípa til þessara aðgerða og samfélagið hefur því þá skyldu á sínum herðum að sjá til þess að þetta bitni ekki harkalegar á þeim sem vinna við þá atvinnu sem geldur mest fyrir þessar aðgerðir. Við komumst ekki áfallalaust út úr þessu nema viðurkenna þessa skyldu okkar sem samfélags,“ segir Kári og heldur áfram: „Auðvitað þurfum við að eiga umræður um hvenær þessi inngrip í líf fólks eru réttlætanleg. Það voru sett sóttvarnarlög sem veita hinu opinbera býsna víðtækar heimildir til þess að skerða borgararéttindi. Ég held að það sé alltaf óæskilegt að skerða þessi réttindi og menn eiga ekki að gera það nema það séu mjög ríkar ástæður til þess. Allar tilraunir til þess að kæfa umræðu um þetta eru óæskilegar. Við eigum að leyfa þeim sem eru á móti þessum aðgerðum að tjá sig af krafti og við eigum að hlusta á það, engin spurning. En endanlega er ég alveg viss um að við munum verða frekar stolt af því hvernig við tókumst á við þetta sem þjóð.“ Tæknin ómissandi Kári segist sjálfur hafa nýtt sér tæknina til að halda sambandi við dætur sínar og barnabörn: „Ég á barnabörn á Íslandi og í Ameríku. Ég hef það fyrir sið að hringja á Facetime til dóttur minnar í Los Angeles á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Þessi tækni sem menn hafa tilhneigingu til að tala niður hefur bjargað lífi mínu á síðasta ári. Ég hef fengið að sjá framan í Markús Kára, Alexander Róbert og Leó Kristján vini mína og það er mikils virði. Ég hef líka getað talað við Sólveigu dóttur mína úti í Berlín og sjá hundinn hennar, sem að hún hefur bundist mjög sterkum böndum á stuttum tíma,“ segir Kári, sem segist handviss um að hann geti hitt dætur sínar og barnabörn í Bandaríkjunum næsta haust: „Ég er alveg handviss um að ég get farið út og hitt þau eftir 13. október. Það sagði mér fugl að það yrði dagurinn. Það er handan við hornið og þá verður maður búinn að eiga enn eitt sumar í þessu dásamlega landi sem við búum í. Og nú reikna ég með að aðdráttarafl þessa lands verði enn meira eftir eldgosið. Mér þykir mjög vænt um ferðamannaiðnaðinn og það er frábært að leyfa aðgangi heimsins að koma hingað og heimsækja okkur og sjá hvað við búum í fallegu landi. En ég held að það hafi ekki verið annar kostur en að setja þessar takmarkanir á meðan pestin er að herja á heiminn.“ Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir síðastliðið ár, hvað hefur verið vel gert og hvað ekki, hvenær kemur að þeim punkti að hætta verður stóru inngripi í líf fólks og margt margt fleira. Þátturinn er kominn í heild sinni á Spotify og Youtube og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira