Frábær árangur KR og Dusty: Ríflega milljón fyrir fyrsta sæti og yfir 100 þúsund manns gætu horft á úrslitaleikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2021 09:01 Þórir VIðarsson er annar af mótastjórum Norðurlandamótsins í Counter-Strike. Tvö íslensk lið eru í 8-liða úrslitum Norðurlandamótsins í Counter-Strike. Mótið er ógnarsterkt, til að mynda eru fjögur atvinnumannalið í átta liða úrslitunum sem hefjast síðar í dag. Þórir Viðarsson, formaður og þjálfari rafíþróttadeildar KR, er einnig annar mótastjórum Norðurlandamótsins í Counter-Strike ásamt Jóhanni Ólafi Sveinbjargarsyni. Vísir ræddi við Þóri í gær og fór yfir stöðuna á mótinu, hvað er undir og Counter-Strike samfélagið hér á landi. Mótið ber heitið Atlantic Seafood Cup og er til mikils að vinna. Sigurvegarinn fær tíu þúsund Bandaríkjadala eða rúmlega 1.2 milljónir íslenskra króna. Þá fær liðið sem lendir í öðru sæti rúmar 120 þúsund krónur í sinn vasa. Um mótið „Þetta eru eingöngu lið frá Skandinavíu. Vefsíðan Esportal. com einblínir eingöngu á skandinavíska markaðinn og er Ísland nýlega komið inn í myndina þar. Við erum í rauninni að reyna byggja upp samstarf milli Esportal og íslenska Counter-Strike samfélagsins. Það er draumur okkar að geta fært samfélag okkar hér á landi yfir í Esportal samfélagið og verið með þeim í þessu.“ „Það tóku alls 32 lið þátt í mótinu. Við buðum 20 liðum á mótið, þar af voru tíu mjög sterk erlend lið. Við buðum svo tíu íslenskum liðum að taka þátt. Vildum gefa íslenskum liðum tækifæri til að spila gegn erlendum liðum í hæsta gæðaflokki. Fyrir mótið sjálft voru svo þrjár undankeppnir þar sem alls 266 lið reyndu að næla í sætin tólf sem voru laus.“ Af þeim átta liðum sem eru eftir þá koma fjögur frá Svíþjóð, tvö frá Íslandi ásamt einu liði frá Finnlandi og Danmörku. Um er að ræða útsláttarkeppni. Spilaðir eru tveir til þrír leikir og það lið sem er fyrra til að vinna tvo leiki fer áfram . Hver leikur samanstendur af sjö borðum [e. maps]. Leikir mótsins eru sýndir á vef HLTV.org sem er „aðalvefsíðan fyrir CS-samfélagið í heiminum.“ Dusty hefur leik klukkan 16.00 í dag og KR þremur tímum síðar, klukkan 19.00. Á morgun fara svo undanúrslit og úrslit fram. Þá er hægt að fylgjast með öllu á Twitch-síðu mótsins. Atlantic Seafood er íslenskt fyrirtæki sem styrkir mótið og þaðan kemur nafnið. Eigendur fyrirtækisins spiluðu sjálfir tölvuleiki á yngri árum og vildu ólmir hjálpa til þegar Þórir hafði samband. „Þeir eru í raun að gefa til baka með því að halda þetta mót og mér finnst geggjað að fá þá til að hoppa á lestina. Þetta er það sem við þurfum, einhverja brautryðjendur. Fólk sem er tilbúið að vera með í þessu með okkur. Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir hversu stórt tækifæri þetta er fyrir þessi tvö lið.“ Ekkert vesen að halda mót á tímum Covid-19 „Þó það sé heimsfaraldur þá er auðvelt fyrir okkur að halda rafíþróttamót þar sem við getum verið með allt á netinu. Það sést kannski best á íslensku deildinni í Counter-Strike þar sem það eru 80 lið sem taka þátt.“ Erfitt að keppa við atvinnumannalið „Um leið og þú færð peninga fyrir að spila þá er þetta bara orðið að vinnunni þinni. Þú getur lagt miklu meiri tíma í þetta og undirbúið þig betur. Á góðri viku hjá KR erum kannski að æfa þrjá til fjóra tíma á dag fjórum sinnum í viku.“ „Burtséð frá peningunum, ef það væru engin peningaverðlaun þá er þetta samt gríðarlega stórt tækifæri. Ef Dusty eða KR vinna sína leiki – KR á reyndar aðeins erfiðari leik – og komast í undanúrslit þá erum við að tala um að það gætu verið í kringum 100 þúsund manns að horfa á leikinn,“ sagði Þórir enn fremur. Hér má sjá mótherja Dusty og KR í 8-liða úrslitum mótsins. Af þeim átta liðum eru fjögur atvinnumannalið og þrjú hálfatvinnumanna lið. „KR eru svo áttunda liðið,“ sagði Þórir og hló. Dusty er stærsta rafíþróttaliðið hér á landi og fellur undir skilgreininguna á hálfatvinnumanna-liði. Þá eru þeir töluvert yngri en liðsmenn KR sem eru í eldri kantinum þegar kemur að keppni á hæsta stigi Counter-Strike hér á landi. „Auðvitað væri það stökkpallur fyrir KR [að komast áfram]. Það er stemning fyrir því að fara erlendis þegar Covid-19 er loksins lokið. KR liðið er svona í eldri kantinum miðað við Dusty en ég held að flestir myndu vilja fara erlendis og keppa áður en þeir leggja músina á hilluna. En svo hættir maður svo sem aldrei,“ bætti Þórir við hlæjandi en hann er enn að spila leikinn með vinum sínum þegar þeir finna stað og stund. Stórt tækifæri Góð frammistaða á Norðurlandamótinu gæti þýtt að íslensku liðin myndu fá boð um að spila erlendis. „Ekki spurning, það myndi allavega hjálpa til. Þessu er í raun skipt upp í tvær deildir [e. tier] og það er mjög erfitt að komast upp í efri deildina, þetta er smá klíka og það er erfitt að komast þar inn. Maður sér það bara – ekki að það séu léleg lið í klíkunni – en það eru oftast nær sömu liðin sem fá boð á mót. Núna eru hins vegar komin svo mörg lið að það er klárt að þetta er einn mesti stökkpallur sem íslensk lið fá til að koma sér að í Counter-Strike senunni erlendis.“ Að lokum „Ég er búinn að vera í þessu Counter-Strike samfélagi í rúm 20 ár núna. Ég er formaður rafíþróttadeildar KR sem og yfirþjálfari. Ég er búinn að berjast fyrir því að íslensku liðin fái tækifæri á vettvangi sem þessum. Við fengum tækifæri til að halda þetta mót þökk sé Atlantic Seafood og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það.“ „Ég talaði við heilan helling af fyrirtækjum og reyndi að sannfæra þau um að vera með okkur í þessu en þau skilja kannski ekki alveg pælinguna eða hugmyndafræðina á bakvið þetta. Þau sjá ekki félagsskapinn, samskiptin, samvinnuna og gamanið sem fylgir því að vera partur af liði,“ sagði Þórir að endingu í viðtali við Vísi. Rafíþróttir KR Dusty Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport
Þórir Viðarsson, formaður og þjálfari rafíþróttadeildar KR, er einnig annar mótastjórum Norðurlandamótsins í Counter-Strike ásamt Jóhanni Ólafi Sveinbjargarsyni. Vísir ræddi við Þóri í gær og fór yfir stöðuna á mótinu, hvað er undir og Counter-Strike samfélagið hér á landi. Mótið ber heitið Atlantic Seafood Cup og er til mikils að vinna. Sigurvegarinn fær tíu þúsund Bandaríkjadala eða rúmlega 1.2 milljónir íslenskra króna. Þá fær liðið sem lendir í öðru sæti rúmar 120 þúsund krónur í sinn vasa. Um mótið „Þetta eru eingöngu lið frá Skandinavíu. Vefsíðan Esportal. com einblínir eingöngu á skandinavíska markaðinn og er Ísland nýlega komið inn í myndina þar. Við erum í rauninni að reyna byggja upp samstarf milli Esportal og íslenska Counter-Strike samfélagsins. Það er draumur okkar að geta fært samfélag okkar hér á landi yfir í Esportal samfélagið og verið með þeim í þessu.“ „Það tóku alls 32 lið þátt í mótinu. Við buðum 20 liðum á mótið, þar af voru tíu mjög sterk erlend lið. Við buðum svo tíu íslenskum liðum að taka þátt. Vildum gefa íslenskum liðum tækifæri til að spila gegn erlendum liðum í hæsta gæðaflokki. Fyrir mótið sjálft voru svo þrjár undankeppnir þar sem alls 266 lið reyndu að næla í sætin tólf sem voru laus.“ Af þeim átta liðum sem eru eftir þá koma fjögur frá Svíþjóð, tvö frá Íslandi ásamt einu liði frá Finnlandi og Danmörku. Um er að ræða útsláttarkeppni. Spilaðir eru tveir til þrír leikir og það lið sem er fyrra til að vinna tvo leiki fer áfram . Hver leikur samanstendur af sjö borðum [e. maps]. Leikir mótsins eru sýndir á vef HLTV.org sem er „aðalvefsíðan fyrir CS-samfélagið í heiminum.“ Dusty hefur leik klukkan 16.00 í dag og KR þremur tímum síðar, klukkan 19.00. Á morgun fara svo undanúrslit og úrslit fram. Þá er hægt að fylgjast með öllu á Twitch-síðu mótsins. Atlantic Seafood er íslenskt fyrirtæki sem styrkir mótið og þaðan kemur nafnið. Eigendur fyrirtækisins spiluðu sjálfir tölvuleiki á yngri árum og vildu ólmir hjálpa til þegar Þórir hafði samband. „Þeir eru í raun að gefa til baka með því að halda þetta mót og mér finnst geggjað að fá þá til að hoppa á lestina. Þetta er það sem við þurfum, einhverja brautryðjendur. Fólk sem er tilbúið að vera með í þessu með okkur. Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir hversu stórt tækifæri þetta er fyrir þessi tvö lið.“ Ekkert vesen að halda mót á tímum Covid-19 „Þó það sé heimsfaraldur þá er auðvelt fyrir okkur að halda rafíþróttamót þar sem við getum verið með allt á netinu. Það sést kannski best á íslensku deildinni í Counter-Strike þar sem það eru 80 lið sem taka þátt.“ Erfitt að keppa við atvinnumannalið „Um leið og þú færð peninga fyrir að spila þá er þetta bara orðið að vinnunni þinni. Þú getur lagt miklu meiri tíma í þetta og undirbúið þig betur. Á góðri viku hjá KR erum kannski að æfa þrjá til fjóra tíma á dag fjórum sinnum í viku.“ „Burtséð frá peningunum, ef það væru engin peningaverðlaun þá er þetta samt gríðarlega stórt tækifæri. Ef Dusty eða KR vinna sína leiki – KR á reyndar aðeins erfiðari leik – og komast í undanúrslit þá erum við að tala um að það gætu verið í kringum 100 þúsund manns að horfa á leikinn,“ sagði Þórir enn fremur. Hér má sjá mótherja Dusty og KR í 8-liða úrslitum mótsins. Af þeim átta liðum eru fjögur atvinnumannalið og þrjú hálfatvinnumanna lið. „KR eru svo áttunda liðið,“ sagði Þórir og hló. Dusty er stærsta rafíþróttaliðið hér á landi og fellur undir skilgreininguna á hálfatvinnumanna-liði. Þá eru þeir töluvert yngri en liðsmenn KR sem eru í eldri kantinum þegar kemur að keppni á hæsta stigi Counter-Strike hér á landi. „Auðvitað væri það stökkpallur fyrir KR [að komast áfram]. Það er stemning fyrir því að fara erlendis þegar Covid-19 er loksins lokið. KR liðið er svona í eldri kantinum miðað við Dusty en ég held að flestir myndu vilja fara erlendis og keppa áður en þeir leggja músina á hilluna. En svo hættir maður svo sem aldrei,“ bætti Þórir við hlæjandi en hann er enn að spila leikinn með vinum sínum þegar þeir finna stað og stund. Stórt tækifæri Góð frammistaða á Norðurlandamótinu gæti þýtt að íslensku liðin myndu fá boð um að spila erlendis. „Ekki spurning, það myndi allavega hjálpa til. Þessu er í raun skipt upp í tvær deildir [e. tier] og það er mjög erfitt að komast upp í efri deildina, þetta er smá klíka og það er erfitt að komast þar inn. Maður sér það bara – ekki að það séu léleg lið í klíkunni – en það eru oftast nær sömu liðin sem fá boð á mót. Núna eru hins vegar komin svo mörg lið að það er klárt að þetta er einn mesti stökkpallur sem íslensk lið fá til að koma sér að í Counter-Strike senunni erlendis.“ Að lokum „Ég er búinn að vera í þessu Counter-Strike samfélagi í rúm 20 ár núna. Ég er formaður rafíþróttadeildar KR sem og yfirþjálfari. Ég er búinn að berjast fyrir því að íslensku liðin fái tækifæri á vettvangi sem þessum. Við fengum tækifæri til að halda þetta mót þökk sé Atlantic Seafood og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það.“ „Ég talaði við heilan helling af fyrirtækjum og reyndi að sannfæra þau um að vera með okkur í þessu en þau skilja kannski ekki alveg pælinguna eða hugmyndafræðina á bakvið þetta. Þau sjá ekki félagsskapinn, samskiptin, samvinnuna og gamanið sem fylgir því að vera partur af liði,“ sagði Þórir að endingu í viðtali við Vísi.
Rafíþróttir KR Dusty Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti