Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2021 09:37 Lítill munur var á svörum karla og kvenna í könnuninni en þó má sjá að aðalástæða framhjáhaldsins er ólík. Getty Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. Oft hefur verið sagt að framhjáhald og framhjáhald sé ekki það sama og er þá verið að vísa til eðli svikanna og jafnvel forsögu sambandsins. Er manneskjan búin að eiga í ástarsambandi við annan aðila í einhvern tíma eða var þetta eitthvað sem gerðist í hita leiksins? Þarna getur verið mikill stigsmunur á sem hefur áhrif á hversu auðvelt eða erfitt það reynist fólki að fyrirgefa. Makamál spurðu lesendur Vísis (þá sem hafa haldið framhjá) um ástæðu framhjáhaldsins. Könnunin var kynjaskipt til þess að sjá hvort einhver afgerandi munur væri á svörum karla og kvenna. Rúmlega 3200 manns tóku þátt í könnuninni. Aðalástæða karla, miðað við þessa könnun, er meira eða fjölbreyttara kynlíf og fast á hæla hennar kemur óhamingja í sambandinu. Hjá konum er óhamingja í sambandinu númer eitt og svo meira eða fjölbreyttara kynlíf númer tvö. Svörin eru þó aðeins dreifðari hjá konunum. Athygli vakti að 16% kvenna segja þrá í aðdáun og/eða athygli vera ástæðu framhjáhaldsins á móti 9% karla. Þó svo í þessari könnun hafi bara verið hægt að velja eina ástæðu er vert að nefna að ofast er ástæða framhjáhalds sambland af nokkrum atriðum. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður* hér fyrir neðan. KARLAR (1610) Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 25% Leit að spennu - 15% Óhamingja í sambandinu - 20% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 9% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 18% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 5% Varð ástfanginn af annari manneskju - 8% KONUR (1657) Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 17% Leit að spennu - 10% Óhamingja í sambandinu - 23% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 16% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 15% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 7% Varð ástfangin af annari manneskju - 12% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14 „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10 Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Oft hefur verið sagt að framhjáhald og framhjáhald sé ekki það sama og er þá verið að vísa til eðli svikanna og jafnvel forsögu sambandsins. Er manneskjan búin að eiga í ástarsambandi við annan aðila í einhvern tíma eða var þetta eitthvað sem gerðist í hita leiksins? Þarna getur verið mikill stigsmunur á sem hefur áhrif á hversu auðvelt eða erfitt það reynist fólki að fyrirgefa. Makamál spurðu lesendur Vísis (þá sem hafa haldið framhjá) um ástæðu framhjáhaldsins. Könnunin var kynjaskipt til þess að sjá hvort einhver afgerandi munur væri á svörum karla og kvenna. Rúmlega 3200 manns tóku þátt í könnuninni. Aðalástæða karla, miðað við þessa könnun, er meira eða fjölbreyttara kynlíf og fast á hæla hennar kemur óhamingja í sambandinu. Hjá konum er óhamingja í sambandinu númer eitt og svo meira eða fjölbreyttara kynlíf númer tvö. Svörin eru þó aðeins dreifðari hjá konunum. Athygli vakti að 16% kvenna segja þrá í aðdáun og/eða athygli vera ástæðu framhjáhaldsins á móti 9% karla. Þó svo í þessari könnun hafi bara verið hægt að velja eina ástæðu er vert að nefna að ofast er ástæða framhjáhalds sambland af nokkrum atriðum. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður* hér fyrir neðan. KARLAR (1610) Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 25% Leit að spennu - 15% Óhamingja í sambandinu - 20% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 9% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 18% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 5% Varð ástfanginn af annari manneskju - 8% KONUR (1657) Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 17% Leit að spennu - 10% Óhamingja í sambandinu - 23% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 16% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 15% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 7% Varð ástfangin af annari manneskju - 12% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14 „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10 Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14
„Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10
Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00