Alþjóðleg jafnréttisráðstefna að hefjast í Mexíkó Heimsljós 29. mars 2021 13:14 SÞ „Kynslóð jafnréttis“ er yfirskrift alþjóðlegarar ráðstefnu sem hefst í dag. Ísland tekur þátt. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tekur á morgun þátt í alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu sem hefst í Mexíkóborg í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kynslóð jafnréttis“ og stendur yfir fram á miðvikudag. Hún er hluti af samnefndu átaksverkefni sem UN Women ýtti úr vör á síðasta ári þegar aldarfjórðungur var liðinn frá Pekingáætluninni. Ráðstefnan er haldin í fjarfundaformi, á Zoom. Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um verkefnið sem er það stærsta í sögu UN Women frá upphafi. Ísland leiðir aðgerðabandalag um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Fjögur markmið aðgerðabandalagsins verða kynnt á fundinum sem er öllum opinn og hægt að skrá sig hér. Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um heimsmarkmiðin sautján. Að sögn UN Women hefur komið í ljós að fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna er það markmið sem skemmst er á veg komið. Heimsfaraldur COVID-19 hafi enn frekar hægt á vinnu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að markmiðinu sem merkja megi meðal annars af gífurlegri fjölgun tilkynninga um kynbundið ofbeldi gegn konum. Á ráðstefnunni fara fram umræður um skipulegar og kerfislegar hindranir sem hindra að raunverulegt jafnrétti kynja náist og að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og kvennahreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tekur á morgun þátt í alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu sem hefst í Mexíkóborg í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kynslóð jafnréttis“ og stendur yfir fram á miðvikudag. Hún er hluti af samnefndu átaksverkefni sem UN Women ýtti úr vör á síðasta ári þegar aldarfjórðungur var liðinn frá Pekingáætluninni. Ráðstefnan er haldin í fjarfundaformi, á Zoom. Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um verkefnið sem er það stærsta í sögu UN Women frá upphafi. Ísland leiðir aðgerðabandalag um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Fjögur markmið aðgerðabandalagsins verða kynnt á fundinum sem er öllum opinn og hægt að skrá sig hér. Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um heimsmarkmiðin sautján. Að sögn UN Women hefur komið í ljós að fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna er það markmið sem skemmst er á veg komið. Heimsfaraldur COVID-19 hafi enn frekar hægt á vinnu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að markmiðinu sem merkja megi meðal annars af gífurlegri fjölgun tilkynninga um kynbundið ofbeldi gegn konum. Á ráðstefnunni fara fram umræður um skipulegar og kerfislegar hindranir sem hindra að raunverulegt jafnrétti kynja náist og að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og kvennahreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent