Hvítrússum endanlega neitað um þátttöku í Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 14:17 Til vinstri má sjá Alexander Lúkasjenka. Til hægri er hins vegar Dmitry Koldun, einhver mesta Eurovision-hetja Hvíta-Rússlands, en hann náði besta árangri landsins í Eurovision frá upphafi, þegar hann lenti í 6. sæti árið 2007. Getty/Samsett Nú er ljóst að Hvíta-Rússland kemur ekki til með að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Upprunalegu framlagi landsins var hafnað þar sem það þótti of pólitískt. Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31