Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. mars 2021 14:00 Fram og KA hafa leikið einum leik færra en hin tíu liðin í Olís-deild karla. Því telst mótið ekki enn gilt. vísir/elín Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira