Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2021 22:35 Ólafur Ólafsson var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira