Sigurlína hefur unnið við framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 10:31 Sigurlína hefur verið í tölvuleikjabransanum frá árinu 2006. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir er án vafa sá Íslendingur sem hefur náð hvað lengst í heimi tölvuleikjaframleiðslu og stjórnaði til að mynda framleiðslu á Star Wars Battlefront og FIFA. Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“ Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Hún hefur starfað erlendis í tæpan áratug en á þeim tíma hefur eiginmaður hennar verið heimavinnandi, sem vakti furðu hjá samstarfsmönnum hennar í Bandaríkjunum. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Sigurlínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta gerðist eiginlega fyrir algjöra slysni,“ segir Sigurlína sem jafnan er kölluð Lína. Hún er iðnaðarverkfræðingur og hafði starfað bæði við lyfja- og viðskiptaþróun eftir útskrift. Hún segist ekki hafa fundið sig í þeim störfum og var að velta fyrir sér næstu skrefum þegar hún fór á fyrirlestur hjá forstjóra CCP. „Þetta var árið 2006 og það var rosalega mikið að gera hjá CCP og mér fannst þetta svo spennandi að ég fór til hans og kynnti mig og svo endaði ég bara hjá CCP og er búin að vera í tölvuleikjabransanum síðan.“ Var ekkert inn í tölvuleikjunum Lína segist hreint ekki hafa verið á kafi í tölvuleikjaheiminum á þessum tíma en varð strax heilluð af starfsumhverfinu. „Ég spilaði tölvuleiki sem barn en á þessum tíma var ég í rauninni ekkert inn í tölvuleikjum þannig.“ Eftir aðeins fimm ár í starfi fékk hún afar spennandi starfstilboð frá Svíþjóð um að taka við leik hjá fyrirtæki sem heitir Ubisoft en hún var hikandi að taka því tilboði. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi en var ekki viss um að ég væri tilbúin og var að ræða þetta við góða vinkonu mína og hún sagði bara, þegið þú og farðu. Það er ekki víst að þú fáir annað svona tækifæri. Og þá fór ég og þetta var mjög gott ráð. Ég hef oft hugsað til hennar hvað þetta var einmitt örlagaríkt ráð og gott ráð á mikilvægum tíma.“ Ákvörðunin reyndist sannarlega vera gæfuspor og leið Línu í tölvuleikjaheiminum hefur verið upp á við síðan. Á ferilskránni er meðal annars framleiðslustjórn á einum stærsta tölvuleik í heimi, Star Wars: Battlefront en eftir það tók hún við sem yfirframleiðandi hjá FIFA. Í dag starfar hún hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studio sem var stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft. Getur verið erfitt að vera kona „Það er mjög skemmtilegt að vera kona í stjórnunarstöðu í þessum bransa, en það getur líka verið erfitt. Tölvuleikjabransinn er bara krefjandi fyrir alla. Þetta er hraður bransi og það er mikil pressa, sérstaklega þegar þú ert að vinna hjá svona stórum vörumerkjum eins og Star Wars og FIFA.“ Lína hefur starfað á Íslandi, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Hún segir að viðhorf til kvenna á vinnumarkaði séu afar mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum supu samstarfsmenn hennar hveljur yfir því að eiginmaður Línu hefði verið heimavinnandi og sinnt dætrum þeirra tveimur í tæplega áratug sem hún hefði starfað erlendis og klifrað upp metorðastigann. „Það getur auðvitað verið erfitt að vera kona í umhverfi þar sem eru mjög mikið af karlmönnum og ég fór að líta á það sem ákveðin styrk að hafa annað sjónarhorn heldur en mjög margir aðrir. En þurfti kjark til að geta deilt því og komið mínum hugmyndum á framfæri. Og það hefur ekkert alltaf verið hlustað á þær en oft,“ segir Lína og hlær. Hún segist ekki vera viss um að allir átti sig á hversu risavaxinn tölvuleikjabransinn er orðinn. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að tölvuleikjabransinn er stærsti afþreyingarbransi í heimi. Hann er stærri en bíómyndir, hann er stærri en tónlist og á síðasta ári öfluðu tölvuleikir 175 milljarða dollara í tekjur og þessi geiri hefur stækkað ári frá ári gríðarlega mikið undanfarin ár.“
Leikjavísir Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira