Lífið samstarf

Hreinar og umhverfisvænar húðvörur slá í gegn

Sana.is
Húð- og hárvörurnar í vefversluninni SANA koma frá Japan og Suður- Kóreu. 
Húð- og hárvörurnar í vefversluninni SANA koma frá Japan og Suður- Kóreu. 

Húð- og hárvörurnar í vefversluninni Sana.is eru lífrænar og framleiddar á umhverfisvænan hátt. 

Vefverslunin SANA er kærkomin viðbót við snyrtivöruflóruna á markaðnum en húð- og hárvörurnar hjá SANA.is eru lífrænar og framleiddar á hreinan og umhverfisvænan hátt. SANA fór í loftið í september síðastliðnum og tóku íslenskir neytendur henni opnum örmum.

„Við bjóðum upp á húðvörur fyrir allar húðgerðir og fyrir unga sem og aldna. Vörurnar koma frá Japan og Suður- Kóreu en með tímanum viljum við einnig bjóða upp á flottar, hreinar og umhverfisvænar húðvörur úr öðrum merkjum og frá öðrum heimshornum,“ segja eigendur SANA. „Kóreskar og japanskar húðvörur njóta mikilla vinsælda um allan heim og eru þekktar fyrir að mikla virkni og góð og hrein innihaldsefni."

Vörumerkin sem fást hjá SANA eru Aromatica, Cokon Lab, Ruhaku og Sioris. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og eru vottaðar af umhverfisstofnunum. Sumar varanna eru vegan húðvörur og þær sem eru í plastumbúðum, eru PET, PP, PE.

Aromatica er lífrænt, vistvænt merki frá Suður-Kóreu sem leggur áherslu á vörur fyrir viðkvæma húð og inniheldur eingöngu hágæða hráefni sem unnin eru eftir aldagamalli hefð. Vörurnar frá Cokon Lab eru frá Japan, unnar úr silki og lífrænt ræktuðu mulberry, án skordýraeiturs. Ruhaku vörurnar eru umhverfisvottaðar og innihalda andoxunarefni úr Gettou laufum. Ruhaku er fyrsta lífræna merkið sem upprunnið er frá Okinawa og vinnur gegn öldrun húðarinnar, en eyjan er oft kölluð hin langlífa eyja. Sioris vörumerkið er framleitt úr lífrænu hráefni og er ætlað viðkvæmri húð. Merkið er frá Suður-Kóreu og er vegan. Umbúðirnar er hægt að endurvinna.

Aromatica

Aromatica Reviving Rose Infusion Treatment Toner er alkóhólfrítt andlitsvatn fyrir viðkvæma húð. Andlitsvatnið er byggt upp af rósakjarnaolíu og lífrænu rósarvatni sem vinnur að því að næra og endurnýja þroskaða, þurra eða viðkvæma húð.

Rose Infusion Serum í Aromatica er unnið úr blöndu af lífrænu rósavatni og rósarilmkjarnaolíu. Serumið er mjög rakagefandi en það vinnur að þéttingu og raka húðarinnar. Serumið hjálpar til við að slétta fínar línur.

Sioris

Sioris Cleanse Me Softly Milk Cleanser er mildur og góður og hentar öllum húðgerðum. Andlitshreinsirinn er með vítamínum og steinefnum og ríkur af andoxunarefnum. Inniheldur meðal annars Macadamia fræolíu sem gerir húðina mjúka, raka og endurnærða. Hentar mjög vel þeim sem eru með viðkvæma húð og í köldu loftslagi.

Sioris Stay With Me Day Cream er djúpnærandi og róandi rakakrem sem er gott fyrir allar húðgerðir en sérstaklega þurra og viðkvæma húð. Unnið úr Omija Extract Omija Extract – ávaxtaseyði fullt af næringarefnum, amínósýrum og vítamínum til að næra húðina.

Ruhaku vörurnar

Ruhaku andlitshreinsiolían fjarlægir farða og óhreinindi án þess að skemma náttúrulega mýkt húðarinnar. Olían vinnur gegn öldrun og skemmdum vegna UV geislunar. Ferskur og góður ilmur Gettou-plöntunnar getur framkallað slökunartilfinningu.

Cycle Serum Repair andlitsolían nærir og mýkir húðina, bætir blóðrásina og flýtir fyrir endurnýjun húðarinnar. Andlitsolía sem er rík af andoxunar- og næringarefnum. Hentar þeim sem vilja fá vinna á línum í andliti.

Ruhaku rakakrem sem gerir húðina mjúka og teygjanlega. Gettou laufin búa yfir andoxunaráhrifum sem stuðla að heilbrigðri húð. Tveimur ilmum er blandað saman til að búa til þetta flotta krem sem róar húð og huga.

Cokon Lab vörurnar

Cokon Lab hand- og líkamssápa kemur í tveimur ilmtegundum, viðar Citrus ilmi og Floral Woody Nat sem er léttur og sætur ilmur ávaxtatrjáa, unninn úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum. Ferskur ilmur sem veitir hugarró.  Cocon Lab Reve bodylotionið viðheldur áferð húðarinnar sléttri og heilbrigðri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.