Yngsti dómari landsins og hefur aldrei fundið fyrir glerþakinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 10:31 Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára héraðsdómari, sá yngsti á landinu. Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára, kennir við HR, er yngsti dómari landsins og með fjórða barn þeirra hjóna á leiðinni í heiminn. Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira