Yngsti dómari landsins og hefur aldrei fundið fyrir glerþakinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 10:31 Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára héraðsdómari, sá yngsti á landinu. Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára, kennir við HR, er yngsti dómari landsins og með fjórða barn þeirra hjóna á leiðinni í heiminn. Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira