Lífið

Listamennirnir sem koma fram á Aldrei fór ég suður

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Bríet og Mugison eru meðal þeirra sem munu koma fram á Ísafirði um páskana.
Bríet og Mugison eru meðal þeirra sem munu koma fram á Ísafirði um páskana. Daniel Thor/Aldrei fór ég suður

Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði um páskana. Í fyrra fór hátíðin fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins en í ár stendur til að halda hátíðina með áhorfendum í sal.

„Aldrei fór ég suður verður haldið á Ísafirði um páskana hérna í Edinborgarhúsinu, og hlustaðu nú: Með alvöru tónlistarmönnum uppi á sviði og með alvöru áhorfendum úti í sal. Þetta hljómar eins og lygasaga, ég veit það,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, í myndbandi sem birt var á Facebook-síðu tónlistarhátíðarinnar í gærkvöldi.

Mugison tók í nóvember við keflinu sem rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar en hátíðin er haldin hefur verið um páskana ár hvert á Ísafirði frá árinu 2004.

Í myndbandinu kynnir hann einnig þá listamenn sem fram koma á hátíðinni í ár en það eru Mugison sjálfur, Gugusar, Moses Hightower, Skoffín, Auður, Sólstafir, Júníus Meyvant, Sindri Freyr, Kristín Sesselja, Celebs, Bríet, Hermigerfill og Vintage Caravan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.