„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2021 18:31 Orri Hlöðversson tók við stjórnartaumunum hjá ÍTF á dögunum. vísir/sigurjón Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31
Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31
Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39