Lífið

Mann­auð­steymi konungs­hallarinnar rann­sakar meint ein­elti Meg­han gegn starfs­fólki

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Meghan Markle er eiginkona Harry Bretaprins. Hann titlar sig þó ekki sem slíkur lengur.
Meghan Markle er eiginkona Harry Bretaprins. Hann titlar sig þó ekki sem slíkur lengur. Vísir/Getty

Embætti bresku konungsfjölskyldunnar í Buckingham höll ætlar að rannsaka ásakanir um að Meghan Merkle hertogainja af Sussex hafi lagt starfsfólk hallarinnar í einelti. Ásakanirnar séu litnar alvarlegum augum og hyggst embættið komast til botns í málinu.

Dagblaðið Times fjallaði um ásakanirnar á hendur Meghan nýverið en þar er haft eftir heimildarmönnum að kvartað hafi verið yfir eineltistilburðum Meghan sem hún er sögð hafa beitt þjónustufólk þegar hún dvaldi í Kensington-höll á sínum tíma. Ásakanirnar komu fram í aðdraganda viðtals Opruh Winfrey við Meghan.

Talsmaður hertogaynjunnar segir Meghan vera „afar leiða“ yfir „nýjustu árásunum á hennar persónu,“ líkt og haft er eftir talsmanninum í erlendum fjölmiðlum. Höllin hefur brugðist við ásökununum með því að segja að höllin „umberi ekki, og muni ekki umbera, einelti né áreiti,“ að því er segir í tilkynningu.

Samkvæmt frétt Times var kvörtun um einelti og áreiti lögð fram í október 2018 þegar hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, dvöldu í Kensington-höll. Times vitnar í tölvupóst frá starfsmanni hallarinnar sem var lekið í fjölmiðla þar sem fram koma ásakanir um að Meghan hafi hrakið tvo aðstoðarmenn úr höllinni.

Í yfirlýsingu frá Buckingham-höll, sem annast mannauðsmál konungsfjölskyldunnar, segir að málið sé litið alvarlegum augum og að mannauðsdeildin muni fara ýtarlega yfir málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×