Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. mars 2021 15:00 Stílistinn og matargrúskarinn Arna Engilbertsdóttir opnaði nýverið síðuna Fræ.com þar sem hún deilir upplýsingum og uppskriftum af plöntumiðuðu fæði. „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com. Á síðunni deilir Arna uppskriftum af plöntumiðuðu fæði sem og ýmiskonar fróðleik tengdan hráefnum og matargerð. Hún segir viðtökurnar hafa farið langt fram úr hennar væntingum síðan hún opnaði í byrjun árs 2021. Arna fór alfarið yfir í plöntumiðað mataræði árið 2015 þegar hún fluttist til London. „Mér fannst vanta meiri áherslu á að nota ferskt grænmeti, baunir, korn og fræ. Mér finnst skemmtilegast að leika mér með þessi grunnhráefni og endalausu möguleikana sem þau hafa upp á að bjóða. Mig langaði líka að sýna að unnar matvörur þurfa og ættu ekki að vera undirstaðan í plöntumiðuðu mataræði. Ég hafði þessa tilfinningu sem ég ákvað að fylgja og vildi búa til mínímalískan heim utan um Fræ sem sést meðal annars á framsetningunni og matarmyndunum,“ segir Arna og bætir því við að markmiðið með síðunni sé að varpa jákvæðu ljósi á grænmetismat, sama hvað hann heitir, og draga fram góðar tilfinningar hjá lesandanum. Sjálf hefur hún enga eiginlega menntun tengda matargerð en hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir mat. „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan. Ég kemst í algjört flæði þegar ég elda, eins og eflaust margir kannast við og það er ótrúlega skemmtileg áskorun að dýpka skilninginn á plönturíkinu. Ef það er eitthvað sem ég hef lært er það að matur hefur miklu meiri áhrif en við viljum oft viðurkenna í vestrænu samfélagi.“ Ég hef aðallega sótt mér fróðleik á netinu og lesið mikið - svo er bara mikilvægt að æfa sig. Ég fór reyndar á súrkálsnámskeið þar sem ég reif meðalaldurinn rækilega niður, haha! En það er alltaf gaman og nauðsynlegt að mínu mati að skoða matargerð mismunandi landa á ferðalögum. Fylltar paprikur með quinoa og baunum.Af síðu Fræ.com Aðspurð hvort að hún skilgreini sig sem vegan segist hún ekki geta sett sig algjörlega undir þann hatt. „Ég borða ekki dýraafurðir og nota því oft hugtakið plöntumiðað fæði (e. plant based). Áhuginn á því kviknaði smám saman á unglingsárum þótt að ég hafi ekki gert róttækar breytingar á þeim tíma. Ég er svo heppin að eiga foreldra sem eru meðvituð svo þetta hefur bara verið skemmtilegt ferðalag. Það er mikilvægast að hlusta á líkamann sinn og finna út hvað hentar best. Árið 2015 flutti Arna til London og segist hún þá alfarið hafa fært sig yfir i plöntumiðað mataræði. Þegar maður byrjar að hlusta á innsæið sitt styrkist maður í þeim ákvörðunum sem maður tekur og þetta gerist allt eins og það á að gera. Arna segir veganisma ná yfir breiðara samhengi og það að vera vegan þýði að ásamt því að borða ekki dýraafurðir þá notar og/eða klæðist viðkomandi engum dýraafurðum. Bakað graskerssalat með fersku rauðkáli og spírum. Af síðu Fræ.com „Það er mikilvægt að hver og einn fái rými til að finna út úr þessum lífsstílsbreytingum en það er svo frábært að matvælaiðnaðurinn er ekki sá eini sem vill gera betur. Nú er til dæmis hægt að fá góðar vegan leðurvörur úr ávaxtatrefjum og fleiri náttúrulegum efnum sem taka líka tillit til umhverfissjónarmiða.“ Hvernig finnst þér framboðið á matvöru vera á Íslandi fyrir fólk sem kýs plöntumiðað eða vegan fæði? „Í dag er orðið frábært úrval af allskonar matvöru og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vegan búðin á óneitanlega risastóran þátt í þessari þróun en mér finnst flestar matvörubúðir á mjög góðri leið. Úrvalið af grænmeti og ávöxtum hefur aldrei verið jafn gott og mörg íslensk fyrirtæki eru að gera ótrúlega flotta hluti með umhverfissjónarmið í huga.“ Arna segir þó að úrvalið af plöntumiðuðu fæði á veitingastöðum mætti þó vera fjölbreyttara og henni þyrsti í að sjá eitthvað nýtt og spennandi í þeim efnum. „Ef ég fer út að borða verða veitingastaðirnir Sumac og Rok nánast eingöngu fyrir valinu og alltaf jafn gott að borða þar. Take-away stemningin er líka frábær til dæmis hjá Tokyo Sushi og Chickpea.“ Ristað nori með himalaya salti og sesam fræum. Af síðu Fræ.com Hvaða efni ertu að leggja áherslu á inni á síðunni þinni? „Á Fræ er að finna grænmetismat í öllum regnbogans litum, uppskriftir af bæði einfaldari og flóknari réttum og nákvæmum aðferðum sem styðja við matreiðsluna. Það skiptir ekki máli hvaða lífsstíl lesandinn tileinkar sér, FRÆ er einfaldlega fyrir alla sem elska að borða góðan mat. Mér finnst mikilvægt að tengja lesandann við uppruna framandi hráefna sem koma fyrir í uppskriftunum og skrifa oft stuttlega um það til að heiðra matarmenningu annarra þjóðerna.“ Hún segir drauminn vera að stækka Fræ og gera síðuna að heildrænni heimi sem helst í hendur við umhverfisvænni og minimalískari lífsstíl. „Það eru margar hugmyndir á lofti og nokkrir fuglar hafa reglulega hvíslað að mér bókaútgáfu, en þetta er allt eitthvað sem kemur í ljós og ég treysti því að FRÆ sé á réttri leið. Framtíðin er spennandi og við lifum á mjög áhugaverðum tímum,“ segir Arna að lokum. Tofu og kjúklingabaunir í kókos curry. Af síðu Fræ.com Matur Vegan Uppskriftir Tengdar fréttir Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Vegan Tama thai: „Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti“ „Ég hef verið vegan síðan ég tók þátt í veganúar 2016, rúmlega fimm ár núna,“ Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera á Íslandi. 20. janúar 2021 12:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Á síðunni deilir Arna uppskriftum af plöntumiðuðu fæði sem og ýmiskonar fróðleik tengdan hráefnum og matargerð. Hún segir viðtökurnar hafa farið langt fram úr hennar væntingum síðan hún opnaði í byrjun árs 2021. Arna fór alfarið yfir í plöntumiðað mataræði árið 2015 þegar hún fluttist til London. „Mér fannst vanta meiri áherslu á að nota ferskt grænmeti, baunir, korn og fræ. Mér finnst skemmtilegast að leika mér með þessi grunnhráefni og endalausu möguleikana sem þau hafa upp á að bjóða. Mig langaði líka að sýna að unnar matvörur þurfa og ættu ekki að vera undirstaðan í plöntumiðuðu mataræði. Ég hafði þessa tilfinningu sem ég ákvað að fylgja og vildi búa til mínímalískan heim utan um Fræ sem sést meðal annars á framsetningunni og matarmyndunum,“ segir Arna og bætir því við að markmiðið með síðunni sé að varpa jákvæðu ljósi á grænmetismat, sama hvað hann heitir, og draga fram góðar tilfinningar hjá lesandanum. Sjálf hefur hún enga eiginlega menntun tengda matargerð en hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir mat. „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan. Ég kemst í algjört flæði þegar ég elda, eins og eflaust margir kannast við og það er ótrúlega skemmtileg áskorun að dýpka skilninginn á plönturíkinu. Ef það er eitthvað sem ég hef lært er það að matur hefur miklu meiri áhrif en við viljum oft viðurkenna í vestrænu samfélagi.“ Ég hef aðallega sótt mér fróðleik á netinu og lesið mikið - svo er bara mikilvægt að æfa sig. Ég fór reyndar á súrkálsnámskeið þar sem ég reif meðalaldurinn rækilega niður, haha! En það er alltaf gaman og nauðsynlegt að mínu mati að skoða matargerð mismunandi landa á ferðalögum. Fylltar paprikur með quinoa og baunum.Af síðu Fræ.com Aðspurð hvort að hún skilgreini sig sem vegan segist hún ekki geta sett sig algjörlega undir þann hatt. „Ég borða ekki dýraafurðir og nota því oft hugtakið plöntumiðað fæði (e. plant based). Áhuginn á því kviknaði smám saman á unglingsárum þótt að ég hafi ekki gert róttækar breytingar á þeim tíma. Ég er svo heppin að eiga foreldra sem eru meðvituð svo þetta hefur bara verið skemmtilegt ferðalag. Það er mikilvægast að hlusta á líkamann sinn og finna út hvað hentar best. Árið 2015 flutti Arna til London og segist hún þá alfarið hafa fært sig yfir i plöntumiðað mataræði. Þegar maður byrjar að hlusta á innsæið sitt styrkist maður í þeim ákvörðunum sem maður tekur og þetta gerist allt eins og það á að gera. Arna segir veganisma ná yfir breiðara samhengi og það að vera vegan þýði að ásamt því að borða ekki dýraafurðir þá notar og/eða klæðist viðkomandi engum dýraafurðum. Bakað graskerssalat með fersku rauðkáli og spírum. Af síðu Fræ.com „Það er mikilvægt að hver og einn fái rými til að finna út úr þessum lífsstílsbreytingum en það er svo frábært að matvælaiðnaðurinn er ekki sá eini sem vill gera betur. Nú er til dæmis hægt að fá góðar vegan leðurvörur úr ávaxtatrefjum og fleiri náttúrulegum efnum sem taka líka tillit til umhverfissjónarmiða.“ Hvernig finnst þér framboðið á matvöru vera á Íslandi fyrir fólk sem kýs plöntumiðað eða vegan fæði? „Í dag er orðið frábært úrval af allskonar matvöru og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vegan búðin á óneitanlega risastóran þátt í þessari þróun en mér finnst flestar matvörubúðir á mjög góðri leið. Úrvalið af grænmeti og ávöxtum hefur aldrei verið jafn gott og mörg íslensk fyrirtæki eru að gera ótrúlega flotta hluti með umhverfissjónarmið í huga.“ Arna segir þó að úrvalið af plöntumiðuðu fæði á veitingastöðum mætti þó vera fjölbreyttara og henni þyrsti í að sjá eitthvað nýtt og spennandi í þeim efnum. „Ef ég fer út að borða verða veitingastaðirnir Sumac og Rok nánast eingöngu fyrir valinu og alltaf jafn gott að borða þar. Take-away stemningin er líka frábær til dæmis hjá Tokyo Sushi og Chickpea.“ Ristað nori með himalaya salti og sesam fræum. Af síðu Fræ.com Hvaða efni ertu að leggja áherslu á inni á síðunni þinni? „Á Fræ er að finna grænmetismat í öllum regnbogans litum, uppskriftir af bæði einfaldari og flóknari réttum og nákvæmum aðferðum sem styðja við matreiðsluna. Það skiptir ekki máli hvaða lífsstíl lesandinn tileinkar sér, FRÆ er einfaldlega fyrir alla sem elska að borða góðan mat. Mér finnst mikilvægt að tengja lesandann við uppruna framandi hráefna sem koma fyrir í uppskriftunum og skrifa oft stuttlega um það til að heiðra matarmenningu annarra þjóðerna.“ Hún segir drauminn vera að stækka Fræ og gera síðuna að heildrænni heimi sem helst í hendur við umhverfisvænni og minimalískari lífsstíl. „Það eru margar hugmyndir á lofti og nokkrir fuglar hafa reglulega hvíslað að mér bókaútgáfu, en þetta er allt eitthvað sem kemur í ljós og ég treysti því að FRÆ sé á réttri leið. Framtíðin er spennandi og við lifum á mjög áhugaverðum tímum,“ segir Arna að lokum. Tofu og kjúklingabaunir í kókos curry. Af síðu Fræ.com
Matur Vegan Uppskriftir Tengdar fréttir Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Vegan Tama thai: „Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti“ „Ég hef verið vegan síðan ég tók þátt í veganúar 2016, rúmlega fimm ár núna,“ Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera á Íslandi. 20. janúar 2021 12:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30
Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31
Vegan Tama thai: „Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti“ „Ég hef verið vegan síðan ég tók þátt í veganúar 2016, rúmlega fimm ár núna,“ Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera á Íslandi. 20. janúar 2021 12:31