„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2021 07:00 Kristín Þórsdóttir er nýútskrifuð sem kynlífs markþjálfi. Í helgarviðtalinu segir hún einlægt frá áfalli í kjölfar kynferðisofbeldis og því hvernig hún ákvað eftir fráfall eiginmanns síns að taka viðsnúning í lífinu og nýta reynslu sína til góðs. Vilhelm/Vísir „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. Kristín vann sig út úr áfallastreituröskun eftir fráfall eiginmanns síns og fór í mikla sjálfsskoðun. Kristín hefur þrátt fyrir ungan aldur gengið í gegnum stór áföll á lífsleiðinni. Aðeins sextán ára gömul lenti hún í alvarlegu kynferðisofbeldi og seinna missti hún eiginmanninn sinn og barnsföður eftir ellefu ára baráttu við krabbamein. Í dag segist Kristín hafa náð að láta áföllin og erfiðleikana styrkja sig og gefa sér drifkraft til að láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum með reynslu sinni. Kristín hafði ung menntað sig í hársnyrtiiðn og unnið við það allan sinn starfsferil. Eftir fráfall eiginmanns síns árið 2017 ákvað hún svo að hoppa út í djúpu laugina og freista þess að láta drauma sína rætast. Í dag starfar hún sem markþjálfi og kynlífs markþjálfi og brennur fyrir það að hjálpa fólki að leysa vandamál, ná markmiðum sínum og öðlast betra líf. Eftir að ég missti manninn minn þá þurfti ég að takast á við áfallastreituröskun í hálft ár á eftir. Ég var búin að vera undir miklu álagi í mjög langan tíma og varð alveg týnd í lífinu. Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul. Á þessum tímapunkti segist Kristín hafa fundið það sterkt að hún hafi ekki viljað snúa til baka í sína fyrri vinnu og fara aftur að klippa. „Ég vissi ekki hvað ég vildi og fór þá í mikla sjálfskoðun. Mig langaði að læra eitthvað meira, en vissi ekki alveg hvað. Ég var alltaf hrædd við að taka skrefið. Maðurinn minn hafði alltaf hvatt mig til að fara að læra eitthvað meira en mér fannst það eitthvað kæruleysi því við áttum þrjú börn. Svo veð ég bara í þetta þegar ég er orðin ekkja, ein og með þrjú börn,“ segir Kristín og brosir. Hún segir hárgreiðsludrauminn hafa kviknað þegar hún var mjög ung en einnig hafi áhuginn á kynfræði alltaf blundað í henni. „Þegar ég var yngri þá langaði mig alltaf að verða hárgreiðslukona og það var eiginlega það sem ég lifði fyrir. Amma var hárgreiðslukona og frænkur mínar, þetta var svona í ættinni og ég sá þetta í hillingum. Svo var það hinn parturinn sem langaði að verða kynfræðingur þegar ég var unglingur. Mér fannst það mjög áhugavert og ég hef alltaf verið mjög opinská og talað mjög hreint og beint um hlutina.“ Áhuginn á kynfræði hafði blundað í Kristínu frá unglingsárum. Að taka það góða úr því slæma Í gegnum hárgreiðsluna segist Kristín hafa aðeins fengið útrás fyrir það að hjálpa öðrum en sú þörf hafi alltaf verið rík hjá henni. Bæði að hlusta á fólk og reyna að hjálpa. „Í hárgreiðslustarfinu fer maður ósjálfrátt í þetta hlutverk. Það er ótrúlegt hvað fólk segir hárgreiðslufólkinu sínu þegar það sest í stólinn. Við verðum stundum eins og sálfræðingar.“ Um þrítugt fór Kristín á Dale Carnegie námskeið til að öðlast meiri færni í því að tjá sig en hún hafi þá oft upplifað erfiðleika við það að tjá sig fyrir framan hóp af fólki. „Ég stamaði bara og roðnaði og stundum kom ég ekki upp orði. Ég þorði bara ekki. Svo fór ég á þetta námskeið og ég hef eiginlega ekki haldið kjafti síðan.“ Eftir námskeiðið segist Kristín hafa farið á fullt að starfa með Krafti sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Sú reynsla hafi síðan orðið til þess að hún öðlaðist meiri kjark og fékk meiri reynslu í því að tala fyrir framan fólk. Eftir þessa reynslu fann ég að þetta var það sem mig langaði að gera. Fara lengra með þetta. Hjálpa fólki að taka það góða úr því slæma og vinna í málunum sínum. Kristín kláraði markþjálfunarnámið fyrir tveimur árum síðan og tók þá ACC vottunina sem veitti henni alþjóðlegt starfsleyfi. Hún segist strax hafa fundið fyrir þörfinni á því að sérhæfa sig enn frekar og byrjað að leita eftir spennandi námi. Þarna hafði hún lítið sem ekkert heyrt af því sem kallast kynlífs markþjálfun. „Ég fann loksins skóla sem mér leist vel á. Sex Coach University sem staðsettur er í Kaliforníu. Þarna kynntist ég því sem kallast kynlífs markþjálfun sem er svipaður grunnur og í kynfræðinni.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sérhæfa þig á þessu ákveðna sviði? „Það voru margar ástæður sem leiddu mig í þá átt. Það er ennþá svo mikið tabú að tala um kynlíf og það eru svo margir sem eru ekki að vinna í sambandinu sínu og kynlífinu sínu. Einnig hafði ég smá reynslu af því að tala um kynlífstengd mál og fann að þetta var brautin sem ég vildi taka.“ Eftir að hafa fengið ACC vottun og starfsleyfi sem markþjálfari ákvað Kristín að sérhæfa sig í því sem kallast kynlífs markþjálfun. Vilhelm/Vísir Var nauðgað af tveimur eldri mönnum Frá árinu 2019 hefur Kristín verið að halda forvarnafyrirlestra um kynlíf og kynheilbrigði þar sem hún hefur deilt sinni reynslu og upplifun sem ungling með slæma sjálfsmynd. Þegar hún var sextán ára lenti hún í þeirri erfiðu lífsreynslu að verða nauðgað af tveimur mönnum. Viðbrögðin hennar voru þau að loka strax á atburðinn sem varð til þess hún vann ekki úr áfallinu fyrr en löngu síðar. „Í þessari forvarnavinnu er ég meðal annars að deila þessari lífsreynslu með krökkunum og leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að segja frá og skila skömminni. Ég vil að þeir sem lenda í svona áfalli viti að þeir bera ekki sökina.“ Viðbrögðin mín þegar ég lendi í því að mér er nauðgað af þessum mönnum voru þau að frjósa. Ég gerði ekkert og barðist ekki á móti. Ég hélt því að þetta væri mér að kenna og ég bæri ábyrgð á þessu. Það var ekki fyrr en fjórum árum síðar þegar Kristín var orðin 24 ára að hún segir fyrst frá þessari reynslu hjá sálfræðingi. „Þegar ég sagði fyrst frá þessu þá sagðist ég bara sjálf hafa verið svo mikill fáviti. Ég áttaði mig ekki á þessu, þetta voru miklu eldri menn og mér fannst ég ennþá eiga sjálf einhverja sök á þessu.“ Kristín segir þetta áfall hafa haft slæm áhrif á sig sem kynveru þar sem hún kunni ekki að virða sjálfa sig eftir þetta. „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ 16 ára lenti Kristín í alvarlegu kynferðisbroti sem varð til þess að hún upplifði mjög slæma sjálfsmynd á unglingsárum sínum. Fann fyrir sterkri hvöt að hjálpa öðrum Fyrir tveimur árum síðan tók Kristín í fyrsta skipti skrefið í að leita sér faglegrar aðstoðar hjá Stígamótum sem hún segir hafa verið mikið gæfuspor. „Það er aldrei of seint að vinna í svona málum. Hjá Stígamótum var mér til dæmis kennt það að viðbrögðin sem ég sýndi, það að frjósa, væru ein algengustu varnarviðbrögð líkamans þegar fólk verður fyrir ofbeldi. Þú ert að reyna að koma í veg fyrir að ofbeldið verði ekki grófara.“ Þó að Kristínu hafi fundist það erfitt að deila reynslu sinni til að byrja með segist hún hafa fundið sterkt fyrir þeirri hvöt að vilja hjálpa öðrum. Að vita að það sé möguleiki að sagan þín geti hjálpað einhverjum, þó að það sé ekki nema bara einum einstaklingi þá er það nóg til að drífa mig áfram. „Ég reyni að kenna krökkunum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og virða mörkin sín. Segja þeim að kynlíf getur verið dásamlegt en þú þarft að kunna að hlusta á litlu röddina á öxlinni þinni.“ Að finna tilgang í kjölfar erfiðleika og áfalla segir Kristín vera eitt af hennar stærstu áskorunum í lífinu og sú hvöt sé það sem drífi hana áfram í því að deila reynslu sinni, hjálpa og leiðbeina. „Jú, mér var nauðgað og ég breyti því ekki. En hvað get ég gert til að hafa einhver áhrif á það að einhver annar virði sín mörk eða allavega segi frá og leiti sér hjálpar? Ef ég hefði sjálf sagt frá þá hefði ég fengið aðstoð en ekki verið að burðast með þetta ein og vera fyrst að glíma við þetta þegar ég er orðin fullorðin og með börn.“ Kristín segist hafa fengið mikið áfall fyrir nokkrum árum þegar hún sá aftur annan manninn sem braut á henni. „Þetta triggeraði bara allar tilfinningarnar aftur. Mér fannst ég bara ónýt vara. Ef maður vinnur ekki úr svona málum þá springur þetta bara í andlitið á þér einn daginn.“ Kristín hefur verið með forvarnarfyrirlestra fyrir ungmenni þar sem hún segir sögu sína og reynslu af kynferðisofbeldi. Það má bara ekki tala um dauðann Út frá reynslu sinni sem maki í baráttunni við krabbamein langaði Kristínu að hjálpa og fræða fólk í sömu stöðu og fékk þá til liðs við sig kynlífsráðgjafann Áslaugu Kristjánsdóttur. „Við ákváðum að halda námskeið fyrir Kraft sem heitir Kynkraftur. Á því námskeiði nota ég mína reynslu sem aðstandandi og hún sína sem kynlífsráðgjafi.“ Upplifir fólk það sem viðkvæmt að tala um kynlíf og krabbamein? „Já, það er í rauninni ótrúlegt hvað það er viðkvæmt að tala um kynlíf og krabbamein, eins með dauðann, það má heldur ekki tala um hann. Ég og Kiddi, maðurinn minn heitinn, töluðum rosalega mikið um dauðann, bæði hvort við annað og opinberlega. En fólk getur stundum orðið svolítið hneykslað þegar maður talar um eitthvað sem er svona erfitt og viðkvæmt eins og dauðinn.“ Kristján, maður Kristínar, barðist við krabbamein í rúm ellefu ár og segir Kristín baráttuna eðlilega hafa reynt mikið á allar hliðar lífsins á þessum tíma. Hún segir það alltof oft gleymast að ræða um þau miklu áhrif og þær breytingar sem verða á sambandinu og ástarlífinu þegar makinn þinn greinist með krabbamein. Þegar maki þinn fer í krabbameinslyfjameðferð er auðvitað ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki hvort að það hafi áhrif á kynlífið. Læknarnir eru heldur ekkert endilega að taka það fram. Maður veit ekkert hvað er að gerast. „Lyfin hafa til dæmis gríðarlega mikil áhrifa á allt, testósterónmyndunina og þar af leiðandi kynhvötina. Svo að ofan á allt annað þá verður oft mikil breyting á samlífi fólks þegar krabbamein kemur inn í lífið.“ Kristín segir það hafa verið mjög þunga og erfiða reynslu að búa og lifa með einstaklingi sem greinist með ólæknandi krabbamein. „Þetta hefur haft rosalega mikil áhrif á allt lífið en í dag finn ég að ég vil nýta allt þetta erfiða sem ég hef upplifað til að leiðbeina og hjálpa.“ Sæl og stolt ný útskrifuð sem kynlífs markþjálfi. Fólk þarf að langa til þess að langa meira Á dögunum kláraði Kristín nám sitt í kynlífs markþjálfun og segist hún mjög spennt og glöð að hefja nýjan starfsferil bæði sem markþjálfi og kynlífs markþjálfi. „Ég hef alltaf verið mjög forvitin um kynlíf og haft mikinn áhuga á kynlífstengdum málefnum. Þetta er svo stór hluti af lífi okkar en svo magnað hvað fólk á samt sem áður erfitt með að tjá sig um kynlíf. Þetta er samt aðeins að breytast, það er allavega mín upplifun og ég vona það. En það sem er svo súrt er hvað allir eru mikið að reyna að finna það út hvað sé það rétta og keppast við að vera í einhverju normi. Það er ekkert eitt norm í kynlífi sem nær yfir alla. Fólk þarf að finna sitt norm og finna hvernig kynlífi það vill lifa. Það getur verið eðlilegt fyrir einhverja að stunda kynlíf tvisvar sinnum í mánuði og svo aðra að stunda kynlíf alla daga vikunnar. Hver ætlar að ákveða þarna hvað er eðlilegt og hvað ekki? Ef þú ert með tvær manneskjur sem eru með mjög mismikla kynlöngun eins og þú ert að tala um, er þá ekki erfitt fyrir það fólk að passa saman kynferðislega? „Það er einmitt það sem kynlífs markþjálfi getur meðal annars aðstoðað við. Við erum öll með svo mismunandi langanir og þarfir. Sumir þurfa minna til að örvast kynferðislega meðan aðrir þurfa lengri aðdraganda, forleik og meiri uppbyggingu. En það er mjög algengt að svona fólk sé saman. Að annar aðilinn sé alltaf til og hinn ekki. Hvernig hjálpar þú fólki að vinna í þessu? „Það er vandmeðfarið að vinna í þessu. Ef við tökum dæmi um gagnkynhneigt par þar sem konan er alltaf sjúk í kynlíf og alltaf til en hann ekki þá getur hún upplifað ótrúlega mikla höfnun. Fer að hugsa hvort að hún sé ekki nógu sexí og getur dottið í allskonar sjálfsásakanir. Á sama tíma er karlmaðurinn kannski að upplifa það að hann sé að bregðast, hann sé ekki nóg. Af hverju hann sé ekki eins graður? Ef þetta er ekki rætt getur þetta orðið mjög mikið vandamál í sambandinu. En til að laga þetta og til að ég geti eitthvað hjálpað þá verður fólk fyrst og fremst að langa til þess að laga.“ Draumurinn að hjálpa pörum að vinna úr vandamálum sínum tengdum kynlífi og nánd.Vilhelm/Vísir Mikilvægi líkamlegrar nándar vanmetið Kristín segir viljann til að breyta skipta öllu máli og að pör sem vilji leita sér aðstoðar verði bæði að langa til að fá hjálp til að breyta einhverju. Hún leggur mikla áherslu á að fólk verði að langa til að langa, þó að það viti ekki endilega hvernig það sé hægt. Á sama tíma segir Kristín líka mikilvægt að pör átti sig á því að ef annan aðilann langar ekki til að breyta neinu þá er ekki hægt að þvinga fram breytingu. Maður á aldrei að stunda kynlíf til að þóknast einhverjum öðrum og einnig er mikilvægt líka að reyna ekki að minnka kynlöngunina sína til að þóknast einhverjum, svo þetta er alveg snúið. En það er yfirleitt til leið til að mætast. „Ef til dæmis manninum í þessu dæmi sem ég nefndi myndi langa til að langa meira í kynlíf þá er grundvöllur fyrir því að vinna í þessu. Þá er möguleiki fyrir fólk að færast nær þörfum hvors annars og skoða hvað það er sem örvar. Kannski þarf manneskjan meiri örvun yfir daginn, kannski þarf að plana meiri nánd sem eru ekki endilega samfarir. Nándin ein og sér hefur svo mikil áhrif á kynhvötina okkar. Stundum getur þetta bara verið meira daður yfir daginn, nudd á kvöldin og fleira í þessum dúr.“ Mikilvægi líkamlegrar nándar er að mati Kristínar mjög vanmetin og segir hún fólk oft gleyma því hvað hlutir eins og innileg snerting, nudd eða strokur gegna stóru hlutverki þegar kemur að kynhvötinni og örvun. Fólk flaskar líka stundum á því að hugsa frekar um skiptin sem það er að stunda kynlíf frekar en að hugsa um gæðin, ef það má orða það þannig. Stundið þið kynlíf þrisvar í viku og tvær mínútur í senn eða einu sinni í viku og hálftíma eða klukkutíma og báðir aðilar fá að njóta. Þetta þarf allt að vera í réttu samhengi og taka þarf tillit til þarfa og langana beggja aðila. Getur verið að pör sem finna að þau séu á öndverðu meiði varðandi kynlífslanganir og kynhvöt jafnvel forðist það að ræða við makann? „Ef fólk er í þessari stöðu þá er alltaf mjög mikilvægt að fólk taki sér tíma og ræði þetta. Það er alltaf betra að vera hreinskilin varðandi þarfir sínar. Kannski getur manneskjan sem er með meiri kynlöngun fundið einhverjar aðrar leiðir. Stundað oftar sjálfsfróun eða eitthvað annað sem mætir hennar þörfum. Það þarf að finna leiðir sem virka fyrir báða aðila.“ Sem kynlífs markþjálfi aðstoðar Kristín bæði pör og einstaklinga með málefni tengd kynlífi, samskiptum og nánd. Fyrsta sem dettur út af forgangslistanum er kynlífið Manneskjan með minni kynlöngun í sambandi segir Kristín að geti upplifað sig eins og hún sé að valda maka sínum ítrekað vonbrigðum. Pressuna sem sú manneskja upplifir getur orðið til þess að hún lokist og dragi sig enn meira til hlés. „Þarna verður til hálfgerður vítahringur. Manneskjan með minni kynlöngun bakkar þegar hún finnur fyrir pressunni. Þetta verður svo til þess að hin manneskjan upplifir enn meiri höfnun.“ Hvernig er leiðin út úr þessum vítahring? „Í svona tilvikum myndi ég ráðleggja því fólki sem er að draga sig í hlé og lokast að hugsa aðeins um sjálfa sig sem kynveru. Spyrja sig að því hvort að það sé að leyfa sér að vera kynvera, að leyfa sér að taka tíma í kynlífið og njóta, bæði með maka og sjálfum sér. Það er svo oft sem allir þessir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á kynhvötina okkar. Sumir eru líka með alltof mikið í gangi í lífinu. Í skóla, vinnu, saumaklúbbum, í ræktinni og með lítil börn og allavega. Það fyrsta sem dettur út af forgangslista para er yfirleitt kynlífið. Við þurfum bara að vera meðvituð um að setja það ofar á listann og vinna betur í sjálfum okkur sem kynverum.“ Að læra inn á sjálft sig, þarfir sínar og langanir, segir Kristín grundvallaratriði til að geta tengt betur við maka sinn kynferðislega. Þú verður að byrja á sjálfum þér ef þú ætlar að geta notið með öðrum. Ef þú kannt ekki á sjálfan þig og ert ekki í tengingu við sjálfan þig þá er miklu erfiðara að tengja við makann. „Samfélagið hefur mikil áhrif á það hvernig við hugsum um okkur sem kynverur. Konur mega til dæmis ekki vera of graðar þá eru þær druslur og karlar eiga alltaf að vera til í tuskið. Þetta eru svo gamlar mýtur og út frá þessu geta karlmenn sem dæmi enn frekar upplifað sig sem einhvern gallagrip ef þeir eru ekki með eins mikla kynhvöt og maki þeirra. Fólk þarf bara að hætta að horfa á þetta út á við og kafa meira inn á við.“ Hér fyrir neðan eru nokkrar spurningar sem Kristín segir að gott sé fyrir fólk að spyrja sig reglulega að. Ertu sátt/-ur við það kynlíf sem þú ert að stunda? Er eitthvað sem þig langar að breyta? Ertu búin/-n að skoða hvað það er sem þig langar að breyta? Veistu hvað það er sem æsir þig og þér finnst sexí? Veistu hvenær þér líður sexí? Veistu hvenær þú ert fullnægð eða fullnægður? Eldmóður heitir heimasíða Kristínar þar sem bæði pör og einstaklingar geta haft samband við hana og skoðað frekara efni tengt hugðarefnum hennar og starfi sem markþjálfa. Áskorun að brjótast út úr kynlífsrútínu Annað af algengari vandamálum sem fólk er að kljást við varðandi kynlíf segir Kristín vera vandamál tengd fullnægingu. Eldmóður heitir heimasíða Kristínar. „Það eru alveg til konur sem eiga mjög erfitt með það að fá fullnægingu eða hafa jafnvel aldrei fengið hana. Það er frekar algengt vandamál sem vel er hægt að vinna með. Eins með karlmenn og brátt sáðlát eða karlmenn sem eiga erfitt með það að fá sáðlát. Allt eru þetta vandamál sem ég sem kynlífs markþjálfi hef kynnt mér vel.“ Heldur þú að pör forðist það að ræða langanir sínar og fantasíur í kynlífinu? „Ég held að það sé rosalega misjafnt – Það sem maður heyrir mest af er kannski fólk sem er búið að vera saman lengi, kannski síðan á unglingsárum. Svo áttar það sig á því að það er ekki búið að vera að fá það út úr kynlífinu sem það langar. Þá getur það átt mjög erfitt með að koma orðum að því eftir svona langan tíma. Fólk vill ekki særa hvort annað. En það getur verið mikil áskorun að brjótast út úr ákveðinni kynlífsrútínu sem mörg pör eiga það til að festast í. Í svona málum vill Kristín meina að það sé gott að hafa hlutlausan þriðja aðila til að aðstoða með samtalið. Það að vilja breyta til í kynlífinu þurfi ekki að túlkast eins og það hafi aldrei verið gott, þvert á móti. „Við þróumst og breytumst með árunum, það er bara eðlilegt og það hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Það sem okkur þótti gott áður þykir okkur kannski ekki eins gott í dag. Það breytist bara eins og við breytumst sem manneskjur. Stundum verðum við líka fyrir einhverjum áhrifum. Áhrifum frá myndum, bókum eða bara einhverju í samfélaginu sem kveikir á einhverjum nýjum fantasíum.“ Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það má vera með fantasíur og leyfa sér að fantasera. Stundum verður fantasían bara fantasía og stundum langar okkur að prófa. Kristín á skrifstofu sinni í Hafnarfirðinum. Vilhelm/Vísir Fullnægð manneskja er orkumeiri og kröftugri einstaklingur Hvernig ráðleggur þú fólki að nálgast það að deila fantasíum með makanum ef það er óöruggt með viðbrögðin? „Ef þú ert ekki að deila fantasíum með makanum þínum þá getur þú ekki vitað hvort að hann sé jafnvel á sömu blaðsíðu og finnist fantasían kannski forvitnileg eins og þér. Við lesum ekki hugsanir. Svo að það er hægt að finna allskonar leiðir til að byrja að ræða þær. Það þarf ekkert endilega að vera svona beint, Fílar þú þetta? Þú getur sagt frá einhverju sem þú hefur heyrt eða þið getið opnað einhverja umræðu sem leiðir að fantasíunni.“ Algengt er að fólk sem er búið að vera lengi saman festist í ákveðnum þægindaramma með kynlífið. Eins góður og hann getur verið fyrir fólk segir Kristín hann einnig geta verið lúmskt hættulegan þegar kemur að kynlífinu. „Ég er ekki að segja að sambönd gangi ekki þó að það sé ekki kynlíf í einhvern tíma. Kynlíf er samt svo stór hluti af því sem gerir samband að sambandi en ekki bara vinasambandi. Þegar þú ert fullnægð sem manneskja þá ertu miklu orkumeiri og þú ert miklu kröftugri sem einstaklingur. Það er oft talað um það að þegar fólk er að stunda meira kynlíf að þá sé það ekki eins pirrað eða skapvont. Þú pirrar þig yfirleitt ekki yfir einhverjum litlum hlutum þegar þú ert nýbúin/-n að stunda geggjað kynlíf. Kynlíf er nefnilega ekki bara fullnægingin. Vandamálin okkar verða minni og gott kynlíf losar um öll gleðihormónin. Kynlíf er svo geggjað, svo dásamlegt og þegar það er gott þá hefur það þau áhrif að okkur líður svo miklu betur.“ Horfir björtum augum til framtíðar. Vilhelm/Vísir Helgarviðtal Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Kristín vann sig út úr áfallastreituröskun eftir fráfall eiginmanns síns og fór í mikla sjálfsskoðun. Kristín hefur þrátt fyrir ungan aldur gengið í gegnum stór áföll á lífsleiðinni. Aðeins sextán ára gömul lenti hún í alvarlegu kynferðisofbeldi og seinna missti hún eiginmanninn sinn og barnsföður eftir ellefu ára baráttu við krabbamein. Í dag segist Kristín hafa náð að láta áföllin og erfiðleikana styrkja sig og gefa sér drifkraft til að láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum með reynslu sinni. Kristín hafði ung menntað sig í hársnyrtiiðn og unnið við það allan sinn starfsferil. Eftir fráfall eiginmanns síns árið 2017 ákvað hún svo að hoppa út í djúpu laugina og freista þess að láta drauma sína rætast. Í dag starfar hún sem markþjálfi og kynlífs markþjálfi og brennur fyrir það að hjálpa fólki að leysa vandamál, ná markmiðum sínum og öðlast betra líf. Eftir að ég missti manninn minn þá þurfti ég að takast á við áfallastreituröskun í hálft ár á eftir. Ég var búin að vera undir miklu álagi í mjög langan tíma og varð alveg týnd í lífinu. Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul. Á þessum tímapunkti segist Kristín hafa fundið það sterkt að hún hafi ekki viljað snúa til baka í sína fyrri vinnu og fara aftur að klippa. „Ég vissi ekki hvað ég vildi og fór þá í mikla sjálfskoðun. Mig langaði að læra eitthvað meira, en vissi ekki alveg hvað. Ég var alltaf hrædd við að taka skrefið. Maðurinn minn hafði alltaf hvatt mig til að fara að læra eitthvað meira en mér fannst það eitthvað kæruleysi því við áttum þrjú börn. Svo veð ég bara í þetta þegar ég er orðin ekkja, ein og með þrjú börn,“ segir Kristín og brosir. Hún segir hárgreiðsludrauminn hafa kviknað þegar hún var mjög ung en einnig hafi áhuginn á kynfræði alltaf blundað í henni. „Þegar ég var yngri þá langaði mig alltaf að verða hárgreiðslukona og það var eiginlega það sem ég lifði fyrir. Amma var hárgreiðslukona og frænkur mínar, þetta var svona í ættinni og ég sá þetta í hillingum. Svo var það hinn parturinn sem langaði að verða kynfræðingur þegar ég var unglingur. Mér fannst það mjög áhugavert og ég hef alltaf verið mjög opinská og talað mjög hreint og beint um hlutina.“ Áhuginn á kynfræði hafði blundað í Kristínu frá unglingsárum. Að taka það góða úr því slæma Í gegnum hárgreiðsluna segist Kristín hafa aðeins fengið útrás fyrir það að hjálpa öðrum en sú þörf hafi alltaf verið rík hjá henni. Bæði að hlusta á fólk og reyna að hjálpa. „Í hárgreiðslustarfinu fer maður ósjálfrátt í þetta hlutverk. Það er ótrúlegt hvað fólk segir hárgreiðslufólkinu sínu þegar það sest í stólinn. Við verðum stundum eins og sálfræðingar.“ Um þrítugt fór Kristín á Dale Carnegie námskeið til að öðlast meiri færni í því að tjá sig en hún hafi þá oft upplifað erfiðleika við það að tjá sig fyrir framan hóp af fólki. „Ég stamaði bara og roðnaði og stundum kom ég ekki upp orði. Ég þorði bara ekki. Svo fór ég á þetta námskeið og ég hef eiginlega ekki haldið kjafti síðan.“ Eftir námskeiðið segist Kristín hafa farið á fullt að starfa með Krafti sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Sú reynsla hafi síðan orðið til þess að hún öðlaðist meiri kjark og fékk meiri reynslu í því að tala fyrir framan fólk. Eftir þessa reynslu fann ég að þetta var það sem mig langaði að gera. Fara lengra með þetta. Hjálpa fólki að taka það góða úr því slæma og vinna í málunum sínum. Kristín kláraði markþjálfunarnámið fyrir tveimur árum síðan og tók þá ACC vottunina sem veitti henni alþjóðlegt starfsleyfi. Hún segist strax hafa fundið fyrir þörfinni á því að sérhæfa sig enn frekar og byrjað að leita eftir spennandi námi. Þarna hafði hún lítið sem ekkert heyrt af því sem kallast kynlífs markþjálfun. „Ég fann loksins skóla sem mér leist vel á. Sex Coach University sem staðsettur er í Kaliforníu. Þarna kynntist ég því sem kallast kynlífs markþjálfun sem er svipaður grunnur og í kynfræðinni.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sérhæfa þig á þessu ákveðna sviði? „Það voru margar ástæður sem leiddu mig í þá átt. Það er ennþá svo mikið tabú að tala um kynlíf og það eru svo margir sem eru ekki að vinna í sambandinu sínu og kynlífinu sínu. Einnig hafði ég smá reynslu af því að tala um kynlífstengd mál og fann að þetta var brautin sem ég vildi taka.“ Eftir að hafa fengið ACC vottun og starfsleyfi sem markþjálfari ákvað Kristín að sérhæfa sig í því sem kallast kynlífs markþjálfun. Vilhelm/Vísir Var nauðgað af tveimur eldri mönnum Frá árinu 2019 hefur Kristín verið að halda forvarnafyrirlestra um kynlíf og kynheilbrigði þar sem hún hefur deilt sinni reynslu og upplifun sem ungling með slæma sjálfsmynd. Þegar hún var sextán ára lenti hún í þeirri erfiðu lífsreynslu að verða nauðgað af tveimur mönnum. Viðbrögðin hennar voru þau að loka strax á atburðinn sem varð til þess hún vann ekki úr áfallinu fyrr en löngu síðar. „Í þessari forvarnavinnu er ég meðal annars að deila þessari lífsreynslu með krökkunum og leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að segja frá og skila skömminni. Ég vil að þeir sem lenda í svona áfalli viti að þeir bera ekki sökina.“ Viðbrögðin mín þegar ég lendi í því að mér er nauðgað af þessum mönnum voru þau að frjósa. Ég gerði ekkert og barðist ekki á móti. Ég hélt því að þetta væri mér að kenna og ég bæri ábyrgð á þessu. Það var ekki fyrr en fjórum árum síðar þegar Kristín var orðin 24 ára að hún segir fyrst frá þessari reynslu hjá sálfræðingi. „Þegar ég sagði fyrst frá þessu þá sagðist ég bara sjálf hafa verið svo mikill fáviti. Ég áttaði mig ekki á þessu, þetta voru miklu eldri menn og mér fannst ég ennþá eiga sjálf einhverja sök á þessu.“ Kristín segir þetta áfall hafa haft slæm áhrif á sig sem kynveru þar sem hún kunni ekki að virða sjálfa sig eftir þetta. „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ 16 ára lenti Kristín í alvarlegu kynferðisbroti sem varð til þess að hún upplifði mjög slæma sjálfsmynd á unglingsárum sínum. Fann fyrir sterkri hvöt að hjálpa öðrum Fyrir tveimur árum síðan tók Kristín í fyrsta skipti skrefið í að leita sér faglegrar aðstoðar hjá Stígamótum sem hún segir hafa verið mikið gæfuspor. „Það er aldrei of seint að vinna í svona málum. Hjá Stígamótum var mér til dæmis kennt það að viðbrögðin sem ég sýndi, það að frjósa, væru ein algengustu varnarviðbrögð líkamans þegar fólk verður fyrir ofbeldi. Þú ert að reyna að koma í veg fyrir að ofbeldið verði ekki grófara.“ Þó að Kristínu hafi fundist það erfitt að deila reynslu sinni til að byrja með segist hún hafa fundið sterkt fyrir þeirri hvöt að vilja hjálpa öðrum. Að vita að það sé möguleiki að sagan þín geti hjálpað einhverjum, þó að það sé ekki nema bara einum einstaklingi þá er það nóg til að drífa mig áfram. „Ég reyni að kenna krökkunum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og virða mörkin sín. Segja þeim að kynlíf getur verið dásamlegt en þú þarft að kunna að hlusta á litlu röddina á öxlinni þinni.“ Að finna tilgang í kjölfar erfiðleika og áfalla segir Kristín vera eitt af hennar stærstu áskorunum í lífinu og sú hvöt sé það sem drífi hana áfram í því að deila reynslu sinni, hjálpa og leiðbeina. „Jú, mér var nauðgað og ég breyti því ekki. En hvað get ég gert til að hafa einhver áhrif á það að einhver annar virði sín mörk eða allavega segi frá og leiti sér hjálpar? Ef ég hefði sjálf sagt frá þá hefði ég fengið aðstoð en ekki verið að burðast með þetta ein og vera fyrst að glíma við þetta þegar ég er orðin fullorðin og með börn.“ Kristín segist hafa fengið mikið áfall fyrir nokkrum árum þegar hún sá aftur annan manninn sem braut á henni. „Þetta triggeraði bara allar tilfinningarnar aftur. Mér fannst ég bara ónýt vara. Ef maður vinnur ekki úr svona málum þá springur þetta bara í andlitið á þér einn daginn.“ Kristín hefur verið með forvarnarfyrirlestra fyrir ungmenni þar sem hún segir sögu sína og reynslu af kynferðisofbeldi. Það má bara ekki tala um dauðann Út frá reynslu sinni sem maki í baráttunni við krabbamein langaði Kristínu að hjálpa og fræða fólk í sömu stöðu og fékk þá til liðs við sig kynlífsráðgjafann Áslaugu Kristjánsdóttur. „Við ákváðum að halda námskeið fyrir Kraft sem heitir Kynkraftur. Á því námskeiði nota ég mína reynslu sem aðstandandi og hún sína sem kynlífsráðgjafi.“ Upplifir fólk það sem viðkvæmt að tala um kynlíf og krabbamein? „Já, það er í rauninni ótrúlegt hvað það er viðkvæmt að tala um kynlíf og krabbamein, eins með dauðann, það má heldur ekki tala um hann. Ég og Kiddi, maðurinn minn heitinn, töluðum rosalega mikið um dauðann, bæði hvort við annað og opinberlega. En fólk getur stundum orðið svolítið hneykslað þegar maður talar um eitthvað sem er svona erfitt og viðkvæmt eins og dauðinn.“ Kristján, maður Kristínar, barðist við krabbamein í rúm ellefu ár og segir Kristín baráttuna eðlilega hafa reynt mikið á allar hliðar lífsins á þessum tíma. Hún segir það alltof oft gleymast að ræða um þau miklu áhrif og þær breytingar sem verða á sambandinu og ástarlífinu þegar makinn þinn greinist með krabbamein. Þegar maki þinn fer í krabbameinslyfjameðferð er auðvitað ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki hvort að það hafi áhrif á kynlífið. Læknarnir eru heldur ekkert endilega að taka það fram. Maður veit ekkert hvað er að gerast. „Lyfin hafa til dæmis gríðarlega mikil áhrifa á allt, testósterónmyndunina og þar af leiðandi kynhvötina. Svo að ofan á allt annað þá verður oft mikil breyting á samlífi fólks þegar krabbamein kemur inn í lífið.“ Kristín segir það hafa verið mjög þunga og erfiða reynslu að búa og lifa með einstaklingi sem greinist með ólæknandi krabbamein. „Þetta hefur haft rosalega mikil áhrif á allt lífið en í dag finn ég að ég vil nýta allt þetta erfiða sem ég hef upplifað til að leiðbeina og hjálpa.“ Sæl og stolt ný útskrifuð sem kynlífs markþjálfi. Fólk þarf að langa til þess að langa meira Á dögunum kláraði Kristín nám sitt í kynlífs markþjálfun og segist hún mjög spennt og glöð að hefja nýjan starfsferil bæði sem markþjálfi og kynlífs markþjálfi. „Ég hef alltaf verið mjög forvitin um kynlíf og haft mikinn áhuga á kynlífstengdum málefnum. Þetta er svo stór hluti af lífi okkar en svo magnað hvað fólk á samt sem áður erfitt með að tjá sig um kynlíf. Þetta er samt aðeins að breytast, það er allavega mín upplifun og ég vona það. En það sem er svo súrt er hvað allir eru mikið að reyna að finna það út hvað sé það rétta og keppast við að vera í einhverju normi. Það er ekkert eitt norm í kynlífi sem nær yfir alla. Fólk þarf að finna sitt norm og finna hvernig kynlífi það vill lifa. Það getur verið eðlilegt fyrir einhverja að stunda kynlíf tvisvar sinnum í mánuði og svo aðra að stunda kynlíf alla daga vikunnar. Hver ætlar að ákveða þarna hvað er eðlilegt og hvað ekki? Ef þú ert með tvær manneskjur sem eru með mjög mismikla kynlöngun eins og þú ert að tala um, er þá ekki erfitt fyrir það fólk að passa saman kynferðislega? „Það er einmitt það sem kynlífs markþjálfi getur meðal annars aðstoðað við. Við erum öll með svo mismunandi langanir og þarfir. Sumir þurfa minna til að örvast kynferðislega meðan aðrir þurfa lengri aðdraganda, forleik og meiri uppbyggingu. En það er mjög algengt að svona fólk sé saman. Að annar aðilinn sé alltaf til og hinn ekki. Hvernig hjálpar þú fólki að vinna í þessu? „Það er vandmeðfarið að vinna í þessu. Ef við tökum dæmi um gagnkynhneigt par þar sem konan er alltaf sjúk í kynlíf og alltaf til en hann ekki þá getur hún upplifað ótrúlega mikla höfnun. Fer að hugsa hvort að hún sé ekki nógu sexí og getur dottið í allskonar sjálfsásakanir. Á sama tíma er karlmaðurinn kannski að upplifa það að hann sé að bregðast, hann sé ekki nóg. Af hverju hann sé ekki eins graður? Ef þetta er ekki rætt getur þetta orðið mjög mikið vandamál í sambandinu. En til að laga þetta og til að ég geti eitthvað hjálpað þá verður fólk fyrst og fremst að langa til þess að laga.“ Draumurinn að hjálpa pörum að vinna úr vandamálum sínum tengdum kynlífi og nánd.Vilhelm/Vísir Mikilvægi líkamlegrar nándar vanmetið Kristín segir viljann til að breyta skipta öllu máli og að pör sem vilji leita sér aðstoðar verði bæði að langa til að fá hjálp til að breyta einhverju. Hún leggur mikla áherslu á að fólk verði að langa til að langa, þó að það viti ekki endilega hvernig það sé hægt. Á sama tíma segir Kristín líka mikilvægt að pör átti sig á því að ef annan aðilann langar ekki til að breyta neinu þá er ekki hægt að þvinga fram breytingu. Maður á aldrei að stunda kynlíf til að þóknast einhverjum öðrum og einnig er mikilvægt líka að reyna ekki að minnka kynlöngunina sína til að þóknast einhverjum, svo þetta er alveg snúið. En það er yfirleitt til leið til að mætast. „Ef til dæmis manninum í þessu dæmi sem ég nefndi myndi langa til að langa meira í kynlíf þá er grundvöllur fyrir því að vinna í þessu. Þá er möguleiki fyrir fólk að færast nær þörfum hvors annars og skoða hvað það er sem örvar. Kannski þarf manneskjan meiri örvun yfir daginn, kannski þarf að plana meiri nánd sem eru ekki endilega samfarir. Nándin ein og sér hefur svo mikil áhrif á kynhvötina okkar. Stundum getur þetta bara verið meira daður yfir daginn, nudd á kvöldin og fleira í þessum dúr.“ Mikilvægi líkamlegrar nándar er að mati Kristínar mjög vanmetin og segir hún fólk oft gleyma því hvað hlutir eins og innileg snerting, nudd eða strokur gegna stóru hlutverki þegar kemur að kynhvötinni og örvun. Fólk flaskar líka stundum á því að hugsa frekar um skiptin sem það er að stunda kynlíf frekar en að hugsa um gæðin, ef það má orða það þannig. Stundið þið kynlíf þrisvar í viku og tvær mínútur í senn eða einu sinni í viku og hálftíma eða klukkutíma og báðir aðilar fá að njóta. Þetta þarf allt að vera í réttu samhengi og taka þarf tillit til þarfa og langana beggja aðila. Getur verið að pör sem finna að þau séu á öndverðu meiði varðandi kynlífslanganir og kynhvöt jafnvel forðist það að ræða við makann? „Ef fólk er í þessari stöðu þá er alltaf mjög mikilvægt að fólk taki sér tíma og ræði þetta. Það er alltaf betra að vera hreinskilin varðandi þarfir sínar. Kannski getur manneskjan sem er með meiri kynlöngun fundið einhverjar aðrar leiðir. Stundað oftar sjálfsfróun eða eitthvað annað sem mætir hennar þörfum. Það þarf að finna leiðir sem virka fyrir báða aðila.“ Sem kynlífs markþjálfi aðstoðar Kristín bæði pör og einstaklinga með málefni tengd kynlífi, samskiptum og nánd. Fyrsta sem dettur út af forgangslistanum er kynlífið Manneskjan með minni kynlöngun í sambandi segir Kristín að geti upplifað sig eins og hún sé að valda maka sínum ítrekað vonbrigðum. Pressuna sem sú manneskja upplifir getur orðið til þess að hún lokist og dragi sig enn meira til hlés. „Þarna verður til hálfgerður vítahringur. Manneskjan með minni kynlöngun bakkar þegar hún finnur fyrir pressunni. Þetta verður svo til þess að hin manneskjan upplifir enn meiri höfnun.“ Hvernig er leiðin út úr þessum vítahring? „Í svona tilvikum myndi ég ráðleggja því fólki sem er að draga sig í hlé og lokast að hugsa aðeins um sjálfa sig sem kynveru. Spyrja sig að því hvort að það sé að leyfa sér að vera kynvera, að leyfa sér að taka tíma í kynlífið og njóta, bæði með maka og sjálfum sér. Það er svo oft sem allir þessir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á kynhvötina okkar. Sumir eru líka með alltof mikið í gangi í lífinu. Í skóla, vinnu, saumaklúbbum, í ræktinni og með lítil börn og allavega. Það fyrsta sem dettur út af forgangslista para er yfirleitt kynlífið. Við þurfum bara að vera meðvituð um að setja það ofar á listann og vinna betur í sjálfum okkur sem kynverum.“ Að læra inn á sjálft sig, þarfir sínar og langanir, segir Kristín grundvallaratriði til að geta tengt betur við maka sinn kynferðislega. Þú verður að byrja á sjálfum þér ef þú ætlar að geta notið með öðrum. Ef þú kannt ekki á sjálfan þig og ert ekki í tengingu við sjálfan þig þá er miklu erfiðara að tengja við makann. „Samfélagið hefur mikil áhrif á það hvernig við hugsum um okkur sem kynverur. Konur mega til dæmis ekki vera of graðar þá eru þær druslur og karlar eiga alltaf að vera til í tuskið. Þetta eru svo gamlar mýtur og út frá þessu geta karlmenn sem dæmi enn frekar upplifað sig sem einhvern gallagrip ef þeir eru ekki með eins mikla kynhvöt og maki þeirra. Fólk þarf bara að hætta að horfa á þetta út á við og kafa meira inn á við.“ Hér fyrir neðan eru nokkrar spurningar sem Kristín segir að gott sé fyrir fólk að spyrja sig reglulega að. Ertu sátt/-ur við það kynlíf sem þú ert að stunda? Er eitthvað sem þig langar að breyta? Ertu búin/-n að skoða hvað það er sem þig langar að breyta? Veistu hvað það er sem æsir þig og þér finnst sexí? Veistu hvenær þér líður sexí? Veistu hvenær þú ert fullnægð eða fullnægður? Eldmóður heitir heimasíða Kristínar þar sem bæði pör og einstaklingar geta haft samband við hana og skoðað frekara efni tengt hugðarefnum hennar og starfi sem markþjálfa. Áskorun að brjótast út úr kynlífsrútínu Annað af algengari vandamálum sem fólk er að kljást við varðandi kynlíf segir Kristín vera vandamál tengd fullnægingu. Eldmóður heitir heimasíða Kristínar. „Það eru alveg til konur sem eiga mjög erfitt með það að fá fullnægingu eða hafa jafnvel aldrei fengið hana. Það er frekar algengt vandamál sem vel er hægt að vinna með. Eins með karlmenn og brátt sáðlát eða karlmenn sem eiga erfitt með það að fá sáðlát. Allt eru þetta vandamál sem ég sem kynlífs markþjálfi hef kynnt mér vel.“ Heldur þú að pör forðist það að ræða langanir sínar og fantasíur í kynlífinu? „Ég held að það sé rosalega misjafnt – Það sem maður heyrir mest af er kannski fólk sem er búið að vera saman lengi, kannski síðan á unglingsárum. Svo áttar það sig á því að það er ekki búið að vera að fá það út úr kynlífinu sem það langar. Þá getur það átt mjög erfitt með að koma orðum að því eftir svona langan tíma. Fólk vill ekki særa hvort annað. En það getur verið mikil áskorun að brjótast út úr ákveðinni kynlífsrútínu sem mörg pör eiga það til að festast í. Í svona málum vill Kristín meina að það sé gott að hafa hlutlausan þriðja aðila til að aðstoða með samtalið. Það að vilja breyta til í kynlífinu þurfi ekki að túlkast eins og það hafi aldrei verið gott, þvert á móti. „Við þróumst og breytumst með árunum, það er bara eðlilegt og það hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Það sem okkur þótti gott áður þykir okkur kannski ekki eins gott í dag. Það breytist bara eins og við breytumst sem manneskjur. Stundum verðum við líka fyrir einhverjum áhrifum. Áhrifum frá myndum, bókum eða bara einhverju í samfélaginu sem kveikir á einhverjum nýjum fantasíum.“ Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það má vera með fantasíur og leyfa sér að fantasera. Stundum verður fantasían bara fantasía og stundum langar okkur að prófa. Kristín á skrifstofu sinni í Hafnarfirðinum. Vilhelm/Vísir Fullnægð manneskja er orkumeiri og kröftugri einstaklingur Hvernig ráðleggur þú fólki að nálgast það að deila fantasíum með makanum ef það er óöruggt með viðbrögðin? „Ef þú ert ekki að deila fantasíum með makanum þínum þá getur þú ekki vitað hvort að hann sé jafnvel á sömu blaðsíðu og finnist fantasían kannski forvitnileg eins og þér. Við lesum ekki hugsanir. Svo að það er hægt að finna allskonar leiðir til að byrja að ræða þær. Það þarf ekkert endilega að vera svona beint, Fílar þú þetta? Þú getur sagt frá einhverju sem þú hefur heyrt eða þið getið opnað einhverja umræðu sem leiðir að fantasíunni.“ Algengt er að fólk sem er búið að vera lengi saman festist í ákveðnum þægindaramma með kynlífið. Eins góður og hann getur verið fyrir fólk segir Kristín hann einnig geta verið lúmskt hættulegan þegar kemur að kynlífinu. „Ég er ekki að segja að sambönd gangi ekki þó að það sé ekki kynlíf í einhvern tíma. Kynlíf er samt svo stór hluti af því sem gerir samband að sambandi en ekki bara vinasambandi. Þegar þú ert fullnægð sem manneskja þá ertu miklu orkumeiri og þú ert miklu kröftugri sem einstaklingur. Það er oft talað um það að þegar fólk er að stunda meira kynlíf að þá sé það ekki eins pirrað eða skapvont. Þú pirrar þig yfirleitt ekki yfir einhverjum litlum hlutum þegar þú ert nýbúin/-n að stunda geggjað kynlíf. Kynlíf er nefnilega ekki bara fullnægingin. Vandamálin okkar verða minni og gott kynlíf losar um öll gleðihormónin. Kynlíf er svo geggjað, svo dásamlegt og þegar það er gott þá hefur það þau áhrif að okkur líður svo miklu betur.“ Horfir björtum augum til framtíðar. Vilhelm/Vísir
Helgarviðtal Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01
Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00