Lífið

BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur stíll hjá þeim báðum. 
Flottur stíll hjá þeim báðum. 

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2.

Þar grillaði hann nokkrar týpur af hamborgurum og einn af þeim var hamborgari sem sjálfur Salt Bae reiðir fram á veitingarstað sínum í Dúbaí.

Salt Bae er einn þekktasti kokkur heims og er hann frægur fyrir ákveðinn stíl í því hvernig hann saltar kjöt með olnboganum.

Alfreð reyndi að matreiða þennan girnilega hamborgara eftir aðferð Salt Bae og má sjá hvernig til tókst í kuldanum í Grindavík hér að neðan.

Klippa: BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×