Lífið

Algjör sprenging í hundahaldi á Íslandi og þeir þurfa sitt spa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hundarnir þurfa sítt dekur.
Hundarnir þurfa sítt dekur.

Hundahald verður sífellt vinsælla og varð sprenging í Kórónuveirufaraldrinum. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að sjá sæta hunda verða enn sætari.

Sindri Sindrason leit við hjá hundasnyrtingastofu Gæludýr.is sem er í raun einskonar spa fyrir hunda.

Þangað koma fasta kúnnar í þvott, blástur, greiðslu, neglur og annað sem gríðarvinsæl snyrtistofan býður upp á en allt að mánuður getur liðið þar til þinn hundur kemst að.

Hundaeigendur eru jafnvel til í að eyða meira í þá en sjálfa sig og aðra fjölskyldumeðlimi.

Jón Ingi Hrafnsson og Unnar Steinn Sunnevuson starfa sem hundasnyrtar á snyrtistofunni en báðir lærðu þeir hundasnyrtingu í skóla rétt fyrir utan Manchester.

Hér að neðan má sjá hvað fer fram á snyrtistofu fyrir hunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.