Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. febrúar 2021 20:03 Drepfyndinn fremur fýlugjarn besserwisser eru orðin sem hann notar til að lýsa sér. Jón Eggert Víðison er Einhleypa vikunnar. Vilhelm/Vísir Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. Ég snéri heim eftir nokkurra ára útiveru síðastliðið sumar eftir að fertugsafmælið bankaði uppá og strunsaði inn óboðið á COVID tímum. Mér fannst það dálítil vísbending um að það væri kominn tími til að róast aðeins í flakkinu og fullorðnast. Hvernig hefur það verið að vera einhleypur á tímum heimsfaraldurs? Fljótlega eftir að ég kom heim fór ég á stefnumót og fékk þá COVID lokanir beint í æð, en það deit varð mjög endasleppt því við vorum varla búnir að kyngja síðasta bitanum þegar okkur var varpað á dyr. Ég snautaði þá bara heim og hef ekkert vogað mér á deit síðan. Hér fyrir neðan svarar Jón Eggert spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Jón Eggert Víðisson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Nonni. Aldur í árum? 40 ára. Aldur í anda? Stundum þegar ég læt í ljós álit mitt á einhverju (hverju sem er, ég hef sterkar skoðanir á nánast öllu) upplifi ég mig sem sjötugan tuðara. Á öðrum stundum er ég ekki degi eldri en tuttugu og fimm og finnst dáldið sem spegillinn sé að svindla á mér. Þannig að mögulega er fertugt bara hæfilegur millivegur. En ég er klárlega í svalari endanum á fertuga skalanum. Menntun? Þjónn, alþjóðasamskipti og stjórnmálafræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Nonni rantar, ritsafn I-XII“ Guilty pleasure kvikmynd? Chronicles of Riddick. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Yngri? Vin Diesel hefur alltaf verið „da MAN“ og mun trúlega alltaf verða. Mér finnst dáldið eins og fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir hversu frábær harðhaus maðurinn er! Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ég vinn meira með fleirtöluna hérna. Og ansa villt og galið. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Samsung Health. Ég er ekkert mikið í öppunum, treysti þeim ekki. Ertu á Tinder? Já. Er eins og kolkrabbi, með ólíklegustu klær úti. Það er til dæmis til eitthvað app sem heitir Hornets og það er eiginlega enginn á því nema ég. Svo ég sjái allavega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Drepfyndinn fremur fýlugjarn besserwisser. Og er á lausu! Ótrúlegt. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Þrætugjarn fýlupúki með húmor sem á sín móment. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og dugnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Andfýla. Sem er ekki endilega persónueiginleiki en það er alltaf sama fólkið sem gengur um drepandi mann og annan úr fýlu neðan úr maga þannig að það má eiginlega flokka það sem persónueiginleika. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fugl klárlega. Pældu í því að geta valið fólk til að drita yfir og vera afsakaður með náttúrulegu athæfi? Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja ritara Churchills, aðstoðarkonu Maríu Antonettu og einhvern úr höll Elísabetar drottningar sem hægt er að losa um málbeinið á með tveimur rauðvínsglösum. Ég held að þetta fólk gæti haldið manni á stólbrúninni í heilt kvöld. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég spila á trompett. Sem ég svosem segi öllum frá sem vilja heyra það – og ekki heyra. Þannig að hæfileikinn er mögulega ekkert svo leyndur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Útaðborðelsi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þrífa heima hjá mér. Ég hata það af ástríðu. En þar sem ég er einhleypur alheilbrigður gutti á besta aldri sem býr í skókassa hef ég aldrei getað réttlætt það almennilega fyrir sjálfum mér að útvista þeirri ömurð sem þrifin eru og geri það enn sjálfur. Ertu A eða B týpa? Ég er í Ö kategoríunni. Núverandi starf felur í sér rúllandi dag- kvöld- og næturvaktir. Elskaða. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Earl Grey með fjórum teskeiðum af sykri. Kaffi er skelfing. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það mátti stundum finna mig á Veðri fyrir Covid og Tíu sopar væru ekki ólíklegur staður heldur. Ertu með einhvern bucket lista? Já. Alveg í nokkrum fötum. Og saxa alveg á hann villt og galið. Draumastefnumótið? Gott deit með sjálfum mér á parískum veitingastað með góða bók í hönd. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég hélt lengi að Lindin tæra sem einhver vildi vera einsog væri kind. Skildi ekki alveg af hverju kind væri vakandi allar nætur, en skrifaði það á einhverja myndlíkingu um íslenska sumarið. Svo var ég leiðréttur í hitteðfyrra. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Everybody Loves Raymond. Eru sjónvarpsréttindin mín afturkölluð? Hvaða bók lastu síðast? „Snerting“ eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Sem er alveg lygi því hún var þarsíðust, en glætan að ég ætli að auglýsa einhvern ömurlegan reifara sem ég var að ljúka við – sem var glötuð ástarsaga en ekki reifari … jamm, næsta spurning. Hvað er ást? Ást er líkaminn að láta fólk vita að fólk með algjörlega andstætt ofnæmiskerfi en það býr yfir sjálft hafi komið inn um dyrnar. Svona ólík ofnæmiskerfi ættu svo sannarlega að rugla saman reitum og splæsa í erfingja sem vonandi fær bæði kerfin í vöggugjöf. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Jóns hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30 Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ég snéri heim eftir nokkurra ára útiveru síðastliðið sumar eftir að fertugsafmælið bankaði uppá og strunsaði inn óboðið á COVID tímum. Mér fannst það dálítil vísbending um að það væri kominn tími til að róast aðeins í flakkinu og fullorðnast. Hvernig hefur það verið að vera einhleypur á tímum heimsfaraldurs? Fljótlega eftir að ég kom heim fór ég á stefnumót og fékk þá COVID lokanir beint í æð, en það deit varð mjög endasleppt því við vorum varla búnir að kyngja síðasta bitanum þegar okkur var varpað á dyr. Ég snautaði þá bara heim og hef ekkert vogað mér á deit síðan. Hér fyrir neðan svarar Jón Eggert spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Jón Eggert Víðisson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Nonni. Aldur í árum? 40 ára. Aldur í anda? Stundum þegar ég læt í ljós álit mitt á einhverju (hverju sem er, ég hef sterkar skoðanir á nánast öllu) upplifi ég mig sem sjötugan tuðara. Á öðrum stundum er ég ekki degi eldri en tuttugu og fimm og finnst dáldið sem spegillinn sé að svindla á mér. Þannig að mögulega er fertugt bara hæfilegur millivegur. En ég er klárlega í svalari endanum á fertuga skalanum. Menntun? Þjónn, alþjóðasamskipti og stjórnmálafræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Nonni rantar, ritsafn I-XII“ Guilty pleasure kvikmynd? Chronicles of Riddick. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Yngri? Vin Diesel hefur alltaf verið „da MAN“ og mun trúlega alltaf verða. Mér finnst dáldið eins og fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir hversu frábær harðhaus maðurinn er! Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ég vinn meira með fleirtöluna hérna. Og ansa villt og galið. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Samsung Health. Ég er ekkert mikið í öppunum, treysti þeim ekki. Ertu á Tinder? Já. Er eins og kolkrabbi, með ólíklegustu klær úti. Það er til dæmis til eitthvað app sem heitir Hornets og það er eiginlega enginn á því nema ég. Svo ég sjái allavega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Drepfyndinn fremur fýlugjarn besserwisser. Og er á lausu! Ótrúlegt. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Þrætugjarn fýlupúki með húmor sem á sín móment. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og dugnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Andfýla. Sem er ekki endilega persónueiginleiki en það er alltaf sama fólkið sem gengur um drepandi mann og annan úr fýlu neðan úr maga þannig að það má eiginlega flokka það sem persónueiginleika. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fugl klárlega. Pældu í því að geta valið fólk til að drita yfir og vera afsakaður með náttúrulegu athæfi? Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja ritara Churchills, aðstoðarkonu Maríu Antonettu og einhvern úr höll Elísabetar drottningar sem hægt er að losa um málbeinið á með tveimur rauðvínsglösum. Ég held að þetta fólk gæti haldið manni á stólbrúninni í heilt kvöld. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég spila á trompett. Sem ég svosem segi öllum frá sem vilja heyra það – og ekki heyra. Þannig að hæfileikinn er mögulega ekkert svo leyndur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Útaðborðelsi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þrífa heima hjá mér. Ég hata það af ástríðu. En þar sem ég er einhleypur alheilbrigður gutti á besta aldri sem býr í skókassa hef ég aldrei getað réttlætt það almennilega fyrir sjálfum mér að útvista þeirri ömurð sem þrifin eru og geri það enn sjálfur. Ertu A eða B týpa? Ég er í Ö kategoríunni. Núverandi starf felur í sér rúllandi dag- kvöld- og næturvaktir. Elskaða. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Earl Grey með fjórum teskeiðum af sykri. Kaffi er skelfing. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það mátti stundum finna mig á Veðri fyrir Covid og Tíu sopar væru ekki ólíklegur staður heldur. Ertu með einhvern bucket lista? Já. Alveg í nokkrum fötum. Og saxa alveg á hann villt og galið. Draumastefnumótið? Gott deit með sjálfum mér á parískum veitingastað með góða bók í hönd. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég hélt lengi að Lindin tæra sem einhver vildi vera einsog væri kind. Skildi ekki alveg af hverju kind væri vakandi allar nætur, en skrifaði það á einhverja myndlíkingu um íslenska sumarið. Svo var ég leiðréttur í hitteðfyrra. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Everybody Loves Raymond. Eru sjónvarpsréttindin mín afturkölluð? Hvaða bók lastu síðast? „Snerting“ eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Sem er alveg lygi því hún var þarsíðust, en glætan að ég ætli að auglýsa einhvern ömurlegan reifara sem ég var að ljúka við – sem var glötuð ástarsaga en ekki reifari … jamm, næsta spurning. Hvað er ást? Ást er líkaminn að láta fólk vita að fólk með algjörlega andstætt ofnæmiskerfi en það býr yfir sjálft hafi komið inn um dyrnar. Svona ólík ofnæmiskerfi ættu svo sannarlega að rugla saman reitum og splæsa í erfingja sem vonandi fær bæði kerfin í vöggugjöf. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Jóns hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30 Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42
„Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30
Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01