Lífið

Tíu mest sjokkerandi atriðin í The Crown

Stefán Árni Pálsson skrifar
Olivia Colman hefur farið á kostum sem Elísabet Bretlandsdrottning.
Olivia Colman hefur farið á kostum sem Elísabet Bretlandsdrottning.

Nú eru komnar út fjórar þáttaraðir af The Crown, sögunni af Windsor-konungsfjölskyldunni en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár.

Peter Morgan, höfundur þáttanna, hefur sagt áður að hann muni framleiða sex þáttaraðir en markmiðið er að segja sögu yfir sextíu ára tímabil og munu þættirnir líklega taka enda á 60 ára valdaafmæli Elísabetar Bretlandsdrottningar árið 2012.

Þættirnir fóru í loftið árið 2016 en það er Olivia Colman sem hefur farið með hlutverk Elísabetar síðustu tveimur þáttaröðum.

Claire Foy fór með hlutverk Elísabetar í fyrstu tveimur þáttaröðunum og mun Imelda Staunton túlka drottningu í síðustu tveimur þáttaröðunum.

Left Bank Pictures sem framleiðir þættina fyrir Netflix, hefur staðfest að fimmta þáttaröð verði tekin upp á þessu ári, en muni þó ekki koma fyrir augu almennings fyrr en árið 2022.

YouTube-síðan Ms Mojo hefur nú tekið saman tíu mest sjokkerandi atriðin í fyrstu fjórum þáttaröðunum eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×