Lífið

Inn­lit á æfingu Land­helgis­gæslunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æfingar gæslunnar eru gríðarlega mikilvægar. 
Æfingar gæslunnar eru gríðarlega mikilvægar. 

Þeir leggja sig í hættu við að bjarga öðrum og gætu ekki hugsað sér betra starf.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fór Sindri Sindrason á æfingu Landhelgisgæslunnar og fékk að kynnast störfum Björns Brekkan flugstjóra og áhafnar hans.

„Við ætlum að fara í fjallaæfingu sem við framkvæmum reglulega til þess að halda öllu gangandi og öllu flæði í lagi,“ sagði Björn Brekkan áður en haldið var af stað. Hann hefur verið í þessu starfi síðan 1998. Allir í teyminu viðurkenna að þeir séu svokallaðir adrenalínfíklar.

„Það er alltaf mjög gefandi þegar maður getur hjálpað fólki og bjargað mannslífum,“ segir Andri Jóhannesson þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni.

Sindri Sindrason sjálfur fékk að síga úr þyrlunni og var farið vel yfir öll öryggisatriði með honum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.