Rafíþróttir

KR White Reykja­víkur­meistarar í Rocket Leagu­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ríkjandi Íslandsmeistarar KR White unnu einnig Reykjavíkurleikana í Rocket League.
Ríkjandi Íslandsmeistarar KR White unnu einnig Reykjavíkurleikana í Rocket League. Rafíþróttasamtök Íslands

Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitilinn í rafíþróttinni Rocket League á Reykjavíkurleikunum, RIG, í dag. Þar fóru KR White með sigur af hólmi.

Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitilinn í rafíþróttinni Rocket League á Reykjavíkurleikunum í dag. Þar fóru KR White með sigur af hólmi eftir úrslitaleik gegn Project X. Þar vann KR fj´roa leiki á móti einum hjá Project X.

Nokkuð var um kunnugleg lið sem tóku þátt í mótinu sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, Rocket League Ísland og ÍBR, enda títt um það að íþróttafélög stofni sérstakar rafíþróttadeildir til iðkunar og keppni á þessum vettvangi. 

Það mátti því finna þekkt lið eins og KR og Þór Akureyri meðal þátttakenda mótsins.

Mótið hófst klukkan 13:00 í dag og var í beinni útsendingu á Twitch rás Rocket League Ísland. Hér að neðan má sjá útsnedingu dagsins. 

Framgang mótsins má svo finna hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×