Barnaheill: Ríkar þjóðir bregðist við neyðinni í Afríku vegna COVID Heimsljós 5. febrúar 2021 09:52 Save the Children - Barnaheill. Barnaheill - Save the Children hvetur ríkar þjóðir til að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni í lágtekjuríkjum og að kennarar verði meðal þeirra sem settir í forgang. Barnaheill - Save the Children hvetja ríkar þjóðir til þess að bregðast við þeirri neyð sem nú ríkir í Afríku, í annarri bylgju COVID-19, með því að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni. Samtökin hvetja einnig stjórnvöld í lágtekjuríkjum til þess að fara eftir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um forgangsröðun þeirra sem fá bóluefni. Það feli í sér að kennarar verði meðal þeirra fyrstu í bólusetningu, ásamt öðrum forgangshópum, eins og heilbrigðisstarfsmönnum í framlínu. Samtökin eru mjög áhyggjufull yfir áhrifum heimsfaraldursins á menntun barna til lengri tíma. Til þess að tryggja börnum áframhaldandi menntun þurfi að bólusetja kennara og opna skólana á nýjan leik. „Því lengur sem börn eru utan skóla, því minni líkur eru á að þau snúi aftur. Rannsóknir Save the Children á síðasta ári leiddu í ljós að um 10 milljónir barna muni aldrei snúa aftur í skólann,“ segir í frétt frá samtökunum. „Allar tafir á bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna gegn COVID-19 geta raskað nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í Afríkuríkjum“, segir í fréttinni. Varað er við því að líf þúsunda barna í Afríku sé í hættu og samtökin óttast að mörg Afríkuríki verði neydd til þess að bíða í marga mánuði eftir bóluefni. „Í Afríku eru sex af tíu löndum með hæstu tíðni af staðfestum COVID-19 tilfellum. Dánartíðni í álfunni vegna COVID-19 er nú einnig hærri en meðaltal á heimsvísu.“ Í fréttinni kemur enn fremur fram að Malaví hafi nú næsthæsta hlutfall fjölgandi smita í heiminum, en tilfellin tvöfölduðust á aðeins tólf dögum síðari hluta janúarmánaðar. „Samkvæmt Global Health Index Security 2019 er Malaví í hópi þeirra landa í heiminum sem er hvað verst undirbúið að bregðast við veirunni, en þar er mikill skortur á súrefni og gjörgæsluplássi í landinu fyrir þá sem veikjast. Hætta er á að heilbrigðiskerfið nái ekki að takast á við vaxandi álag vegna COVID-19, sem bitnar á getu þess til að bregðast við öðrum veikindum eins og lungnabólgu hjá börnum, sem hægt er að fyrirbyggja auðveldlega ef réttu tólin eru til staðar.“ Framkvæmdastjóri Save the Children í Malaví, Kim Koch segir álagið hafa margfaldast í kjölfar heimsfaraldurs. „Starfsfólk okkar vinnur sleitulaust að því að veita börnum stuðning við sífellt erfiðari aðstæður. Það leggur sig í hættu og þarf að aðlaga verkefni sín að faraldrinum. Það var mikið álag á starfsfólk fyrir heimsfaraldur, þar sem heilbrigðiskerfið hér er mjög veikt, og nú hefur álagið margfaldast.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Barnaheill - Save the Children hvetja ríkar þjóðir til þess að bregðast við þeirri neyð sem nú ríkir í Afríku, í annarri bylgju COVID-19, með því að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni. Samtökin hvetja einnig stjórnvöld í lágtekjuríkjum til þess að fara eftir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um forgangsröðun þeirra sem fá bóluefni. Það feli í sér að kennarar verði meðal þeirra fyrstu í bólusetningu, ásamt öðrum forgangshópum, eins og heilbrigðisstarfsmönnum í framlínu. Samtökin eru mjög áhyggjufull yfir áhrifum heimsfaraldursins á menntun barna til lengri tíma. Til þess að tryggja börnum áframhaldandi menntun þurfi að bólusetja kennara og opna skólana á nýjan leik. „Því lengur sem börn eru utan skóla, því minni líkur eru á að þau snúi aftur. Rannsóknir Save the Children á síðasta ári leiddu í ljós að um 10 milljónir barna muni aldrei snúa aftur í skólann,“ segir í frétt frá samtökunum. „Allar tafir á bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna gegn COVID-19 geta raskað nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í Afríkuríkjum“, segir í fréttinni. Varað er við því að líf þúsunda barna í Afríku sé í hættu og samtökin óttast að mörg Afríkuríki verði neydd til þess að bíða í marga mánuði eftir bóluefni. „Í Afríku eru sex af tíu löndum með hæstu tíðni af staðfestum COVID-19 tilfellum. Dánartíðni í álfunni vegna COVID-19 er nú einnig hærri en meðaltal á heimsvísu.“ Í fréttinni kemur enn fremur fram að Malaví hafi nú næsthæsta hlutfall fjölgandi smita í heiminum, en tilfellin tvöfölduðust á aðeins tólf dögum síðari hluta janúarmánaðar. „Samkvæmt Global Health Index Security 2019 er Malaví í hópi þeirra landa í heiminum sem er hvað verst undirbúið að bregðast við veirunni, en þar er mikill skortur á súrefni og gjörgæsluplássi í landinu fyrir þá sem veikjast. Hætta er á að heilbrigðiskerfið nái ekki að takast á við vaxandi álag vegna COVID-19, sem bitnar á getu þess til að bregðast við öðrum veikindum eins og lungnabólgu hjá börnum, sem hægt er að fyrirbyggja auðveldlega ef réttu tólin eru til staðar.“ Framkvæmdastjóri Save the Children í Malaví, Kim Koch segir álagið hafa margfaldast í kjölfar heimsfaraldurs. „Starfsfólk okkar vinnur sleitulaust að því að veita börnum stuðning við sífellt erfiðari aðstæður. Það leggur sig í hættu og þarf að aðlaga verkefni sín að faraldrinum. Það var mikið álag á starfsfólk fyrir heimsfaraldur, þar sem heilbrigðiskerfið hér er mjög veikt, og nú hefur álagið margfaldast.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent