Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:00 Hann elskar Dominos-appið, er fyndinn, kaldhæðinn og réttsýnn og hann vill helst fá eggin sín hrist í whisky sour. Birgir Marteinsson er Einhleypa vikunnar. Vilhelm/Vísir „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. Þegar ég labbaði um Hólavallakirkjugarð um daginn veitti ég því athygli að á fjölda legsteina var starfsheiti viðkomandi ritað. Á mínum mun ekki standa Birgir Marteinsson, lögfræðingur þó að ég starfi sem slíkur. Eftir 20 ár gæti ég rétt eins verið að kenna köfun á Maldavíeyjum eða verið vínekrubóndi í Suður-Frakklandi. Á döfinni er lífstíðarverkefnið að rækta líkama og sál, skipuleggja sumarfrí og reyna bara að hafa gaman af þessu öllu. Birgir er einstaklega jákvæður og lífsglaður og segir að verkefnið núna sé að hafa gaman að þessu öllu. Það að vera einhleypur í heimsfaraldri segir Birgir að hafi ekki endilega haft mikil áhrif á sig og líf sitt. „Ég á góða að, verið í fullri vinnu og síður en svo látið mér leiðast. Auðvitað vantar mig eins og flestir að faðmast, djöflast, og að vera trylltur í gleði á dansgólfum bæjarins. Ég hlakka til þegar það verður hægt aftur. Eins tala ég nú ekki um það að ferðast út fyrir landsteina áhyggjulaus. Þessi tími sem vonandi brátt heyrir sögunni til hefur kennt manni að styrkja samböndin við fólkið sem maður vill hafa í sínu lífi og læra að meta frelsið sem við tókum sem gefnu en er það svo sannarlega ekki.“ Hér fyrir neðan svarar Birgir spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Birgir Marteinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Biggi Matt, Bimbi Jr., Landasían, Hr. Baun, Pjakkur, Börge og örugglega Einhleypan eftir þetta viðtal. Já þau eru nokkur. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? 23 ára en líka 83 ára. Menntun? Lögfræðingur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Framtíðin að baki mér“ Svona í meðallagi dramatískt. Guilty pleasure kvikmynd? Armageddon og Gremlins. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já til dæmis flestum í Baywatch, óháð kyni. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, nei, nei. Ég er nokkuð eðlilegur bara. Syngur þú í sturtu? Það hefur komið fyrir. Uppáhaldsappið þitt? Dominosappið! Já og Strava, Spotify og Podcast Player. Ertu á stefnumótaforritum? Ekki í bili. Kannski á morgun. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Single for life, má það? Augljóslega fyndinn, kaldhæðinn og réttsýnn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fékk margar tillögur frá nefndinni en færri prenthæfar. Vel bara þetta krúttlega frá þessum krúttum. Klár og traustur gleðigjafi. Einn vildi samt meina að ég væri spörmaður, fannst það nokkuð gott. Gleðigjafi er eitt af þeim orðum sem vinir Birgis nota til að lýsa honum. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, öryggi, fróðleiksfýsn, hressleiki, kaldhæðni og góð kímnigáfa. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Sjálfumgleði, snobb, óheiðarleiki, ókurteisi... Ég get haldið áfram. Verst af öllu er þó fólk sem er dónalegt við þjónustufólk, það er eldrautt flagg. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Það væri nú vinur minn uglan í Fuglastríðinu eða kannski apinn í Eden. Blessuð sé minning hans. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Þessi er erfiðust. Dolly Parton, David Bowie og Keith Richards. Það væri hresst gigg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lifa, læra og njóta með góðu fólki. Taka myndir er líka áhugamál sem ég mætti sinna betur. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín er ofarlega á lista eða bara allt sem tengist bílum. Vann samt einu sinni á bílasölu. Ertu A eða B týpa? Þessi sólahringstýpa. B týpa í A týpuheimi. Hvernig viltu eggin þín? Hrist í Whisky Sour. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt og svart. En á góðu dögunum með slettu af Baileys. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst gaman að fara á staði þar sem hægt er að sitja og spjalla við vinina eins og Ölstofuna og Kalda. Skemmir ekki ef hægt er að dansa og þá er skemmtilegast hjá Andreu minni á Dillon, Kiki og Kaffibarnum. Ertu með einhvern bucket lista? Já og hann lengist dag frá degi á þessum tímum. Draumastefnumótið? Óvænt, einfalt og látlaust. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf “she tied you to the kitchen chair broke your throne and cut your hair” í laginu Hallelujah sem “she tied you to the KitchenAit broke your throne and cut your hair” Veit ekki hvernig það gerðist. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? I hate Suzie. Hvaða bók lastu síðast? Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann. Hvað er Ást? Kannski eins og sjórinn, full af öfgum köld og hlý? Eitthvað óvænt, einfalt og látlaust er draumastefnumótið að mati Birgis. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast betur með Birgi þá er hægt að ná í Instagram prófílinn hans hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ „Ég er svo mikil félagsvera og svo knúsfús kona að öll þessi samkomubönn og knúsbönn hafa reynt mikið á mig. Mér finnst ég stundum vera við hliðina á sjálfri mér,“ segir tónlistar- og leikkonan Anna Margrét Káradóttir í viðtali við Makamál. 31. janúar 2021 20:01 Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Þegar ég labbaði um Hólavallakirkjugarð um daginn veitti ég því athygli að á fjölda legsteina var starfsheiti viðkomandi ritað. Á mínum mun ekki standa Birgir Marteinsson, lögfræðingur þó að ég starfi sem slíkur. Eftir 20 ár gæti ég rétt eins verið að kenna köfun á Maldavíeyjum eða verið vínekrubóndi í Suður-Frakklandi. Á döfinni er lífstíðarverkefnið að rækta líkama og sál, skipuleggja sumarfrí og reyna bara að hafa gaman af þessu öllu. Birgir er einstaklega jákvæður og lífsglaður og segir að verkefnið núna sé að hafa gaman að þessu öllu. Það að vera einhleypur í heimsfaraldri segir Birgir að hafi ekki endilega haft mikil áhrif á sig og líf sitt. „Ég á góða að, verið í fullri vinnu og síður en svo látið mér leiðast. Auðvitað vantar mig eins og flestir að faðmast, djöflast, og að vera trylltur í gleði á dansgólfum bæjarins. Ég hlakka til þegar það verður hægt aftur. Eins tala ég nú ekki um það að ferðast út fyrir landsteina áhyggjulaus. Þessi tími sem vonandi brátt heyrir sögunni til hefur kennt manni að styrkja samböndin við fólkið sem maður vill hafa í sínu lífi og læra að meta frelsið sem við tókum sem gefnu en er það svo sannarlega ekki.“ Hér fyrir neðan svarar Birgir spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Birgir Marteinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Biggi Matt, Bimbi Jr., Landasían, Hr. Baun, Pjakkur, Börge og örugglega Einhleypan eftir þetta viðtal. Já þau eru nokkur. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? 23 ára en líka 83 ára. Menntun? Lögfræðingur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Framtíðin að baki mér“ Svona í meðallagi dramatískt. Guilty pleasure kvikmynd? Armageddon og Gremlins. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já til dæmis flestum í Baywatch, óháð kyni. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, nei, nei. Ég er nokkuð eðlilegur bara. Syngur þú í sturtu? Það hefur komið fyrir. Uppáhaldsappið þitt? Dominosappið! Já og Strava, Spotify og Podcast Player. Ertu á stefnumótaforritum? Ekki í bili. Kannski á morgun. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Single for life, má það? Augljóslega fyndinn, kaldhæðinn og réttsýnn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fékk margar tillögur frá nefndinni en færri prenthæfar. Vel bara þetta krúttlega frá þessum krúttum. Klár og traustur gleðigjafi. Einn vildi samt meina að ég væri spörmaður, fannst það nokkuð gott. Gleðigjafi er eitt af þeim orðum sem vinir Birgis nota til að lýsa honum. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, öryggi, fróðleiksfýsn, hressleiki, kaldhæðni og góð kímnigáfa. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Sjálfumgleði, snobb, óheiðarleiki, ókurteisi... Ég get haldið áfram. Verst af öllu er þó fólk sem er dónalegt við þjónustufólk, það er eldrautt flagg. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Það væri nú vinur minn uglan í Fuglastríðinu eða kannski apinn í Eden. Blessuð sé minning hans. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Þessi er erfiðust. Dolly Parton, David Bowie og Keith Richards. Það væri hresst gigg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lifa, læra og njóta með góðu fólki. Taka myndir er líka áhugamál sem ég mætti sinna betur. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín er ofarlega á lista eða bara allt sem tengist bílum. Vann samt einu sinni á bílasölu. Ertu A eða B týpa? Þessi sólahringstýpa. B týpa í A týpuheimi. Hvernig viltu eggin þín? Hrist í Whisky Sour. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt og svart. En á góðu dögunum með slettu af Baileys. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst gaman að fara á staði þar sem hægt er að sitja og spjalla við vinina eins og Ölstofuna og Kalda. Skemmir ekki ef hægt er að dansa og þá er skemmtilegast hjá Andreu minni á Dillon, Kiki og Kaffibarnum. Ertu með einhvern bucket lista? Já og hann lengist dag frá degi á þessum tímum. Draumastefnumótið? Óvænt, einfalt og látlaust. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf “she tied you to the kitchen chair broke your throne and cut your hair” í laginu Hallelujah sem “she tied you to the KitchenAit broke your throne and cut your hair” Veit ekki hvernig það gerðist. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? I hate Suzie. Hvaða bók lastu síðast? Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann. Hvað er Ást? Kannski eins og sjórinn, full af öfgum köld og hlý? Eitthvað óvænt, einfalt og látlaust er draumastefnumótið að mati Birgis. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast betur með Birgi þá er hægt að ná í Instagram prófílinn hans hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ „Ég er svo mikil félagsvera og svo knúsfús kona að öll þessi samkomubönn og knúsbönn hafa reynt mikið á mig. Mér finnst ég stundum vera við hliðina á sjálfri mér,“ segir tónlistar- og leikkonan Anna Margrét Káradóttir í viðtali við Makamál. 31. janúar 2021 20:01 Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ „Ég er svo mikil félagsvera og svo knúsfús kona að öll þessi samkomubönn og knúsbönn hafa reynt mikið á mig. Mér finnst ég stundum vera við hliðina á sjálfri mér,“ segir tónlistar- og leikkonan Anna Margrét Káradóttir í viðtali við Makamál. 31. janúar 2021 20:01
Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34
Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38