Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:56 Björgvin Páll talar einlægt um upplifun sína af meðgöngu og fæðingu fjórða barns síns í viðtalsliðnum Föðurland. „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. Björgvin Pál ættu flestir landsmenn að þekkja en hann hefur verið markmaður íslenska landsliðsins í vel yfir áratug og er einn af okkar allra bestu handknattleiksmönnum. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir að hafa búið í um ellefu ár erlendis þar sem Björgvin hefur spilað handbolta. Björgvin hefur verið óhræddur við að tjá sig opinberlega um kvíða og andlega heilsu og svo sannarlega verið mörgum mikil fyrirmynd. Björgvin Páll er handknattleiksmaður, þjálfari og fyrirlesari. Drauminn segir hann einnig að vera heimavinnandi húsfaðir. Rétt áður en hann fór með landsliðinu til Egyptalands að keppa á HM kom fjórða barn þeirra hjóna í heiminn. Ákvörðunin að fara með landsliðinu á þessum tíma var honum þungbær og segist hann því hafa þurft að kljást við erfiðar tilfinningar og nagandi samviskubit. „Sem stendur er ég staddur í heimkomusóttkví eftir að hafa komið heim frá HM í Egyptalandi fyrir þremur dögum síðan. Ég er núna að nota tímann til þess að ná áttum eftir erfitt mót og því kærkomið að vera staddur á tuttugustu hæð í Tower Suits á Höfðatorgi þar sem að maður fær að njóta þess í formi útsýnis sem höfuðborgarsvæðið hefur uppá að bjóða, án þess að vera partur af samfélaginu.“ Það sem er verra er að þetta allt saman er að lengja tímann sem ég er frá fjölskyldunni minni. Þetta verður erfiðara og erfiðara með hverjum deginum að vera frá konunni sinni og fjórum börnum, sérstaklega þar sem ég er að missa af fyrstu vikum nýfædda krílisins okkar. Hér fyrir neðan svarar Björgvin Páll spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Litla jólabarnið sem kom í heiminn þann 29. desember fékk nafnið Eva. Draumur að verða heimavinnandi húsfaðir Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Hún var vægast sagt óvænt. Við áttum fyrir þrjú börn sem öll komu í heiminn með hjálp og vorum við því ekki að búast við því að fjórða krílið myndi mæta á svæðið svona óvænt. Þegar við síðan náðum áttum voru næstu viðbrögð ákveðið sjokk þar sem að fjórða barnið þýddi allskonar breytingar. Stærri bíll, endurskipulag á húsinu okkar og fleira í þeim dúr. Sjokkið rann hins vegar fljótlega af okkur þar sem að við áttum síðast tvíbura og því hljómaði það að eignast eitt barn ekkert svo óyfirstíganlegt. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég held að mitt hlutverk á meðgöngunni hafa að mestu leyti snúist um að reyna að gera lífið sem auðveldast fyrir konuna mína. Eigandi þrjú börn og á sama tíma að reyna að koma sér fyrir á Íslandi aftur eftir tveggja ára veru í Danmörku, var svolítið krefjandi. En þar sem að minn draumur er að vera heimavinnandi húsfaðir með boltanum þá tek ég því fagnandi til dæmis að fá að eyða einum til tveimur tímum á kvöldin niður í þvottahúsi eða auknum tíma með krílunum mínum. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki beint fundið fyrir neinni tengingu við börnin mín fyrir fæðingu eða í það minnsta ekki fundið áberandi fyrir því. Hins vegar hef ég fundið fyrir sterkum tengslum frá fyrstu mínútu eftir að þau öll koma í heiminn. Mér fannst alveg sérstaklega sterk tengsl myndast strax þegar kom að fæðingu tvíburastelpunnar minnar sem fór beint í fangið á mér þegar hún mætti í heiminn. Tengsl mín við elstu dóttur okkar sem er sjö ára hafa eins verið lygilega mikil og erum við nánast alltaf í eins skapi þó svo að við séum ekki í sama herberginu. Strákurinn, hinn tvíburinn, hefur hingað til verið mikill mömmustrákur. Hins vegar núna, þar sem ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni, er hann farinn að sýna sterka tilburði um að hann vanti pabba sinn. Hann er farinn að hengja sig á aðra karlmenn í kringum sig og er það einmitt af þeirri ástæðu sem að ég á erfitt með mig þessa daga, einn inni á hótelherbergi. Eins sá ég nýfædda engilinn okkar einungis í nokkra daga áður en ég fór. Þannig að ég bíð spenntur eftir því að vinna upp þann tíma sem ég hef tapað með því að vera með hana í fanginu þar sem við munum eiga ógleymanlegar andvökunætur. Stolt af litlu systur. Emma, sjö ára, og tvíburarnir Emilía og Einar Leó, þriggja ára, halda hér á nýfæddri systur sinni Evu sem kom í heiminn þann 29. desember. Forðaðist að mynda tengsl við barnið í maganum Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Nei, í rauninni fannst mér ég fá ofurkrafta. Mér fannst ég öðlast meiri orku til þess að sinna því hlutverki sem ég var í á heimilinu því að tíminn var naumur og margt sem þurfti að gera áður en að fjórða barnið mætti í heiminn. Mögulega myndaðist einhver vanmáttartilfinning þegar kom að því að geta ekki hjálpað konunni minni að díla við öll óþægindin þegar kemur að óléttunni. Annars kvartar hún svo lítið að ég fann aldrei fyrir neinum vanmætti. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Í gegnum tölvuna þar sem að við vorum enn búsett í Danmörku á þeim tíma. Leið sem að við þekkjum vel enda verið búsett erlendis í ellefu ár í það heila og hafa öll okkar börn verið „búin til“ erlendis. Fenguð þið að vita kynið? Já, við vildum fá að vita kynið og fengum að vita með öll okkar börn. Já, það eru kannski þau tengsl sem að ég fann hvað mest fyrir þegar við vissum kynið. Þá fer maður að geta séð hlutina betur fyrir sér. Annars held ég að ég forðist það að reyna að mynda einhver sterk tengsl við barnið á meðan það er í maganum og satt best að segja finnst mér allar hreyfingar, hiksti og fleira lítið spennandi, meira kannski smá krípí. Mögulega hefur þetta eitthvað með kvíðann minn að gera og það að skilja ekki hvernig dæmið gengur upp, að það sé barn inni í annarri manneskju í níu mánuði. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, þar sem að þetta var okkar fjórða barn þá gerðum við það ekki. Tókum þann pakka með fyrsta barn og það var gríðarlega þægilegt til þess að vita aðeins hvað er að fara að gerast. Ég held að það séu flestir hræddir við nýja hluti í fyrsta skiptið og ég tala nú ekki um þegar mannslíf er annars vegar. Emil dolfallinn yfir litlu systur. Vera jákvæður og þykjast ekki vera stressaður Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Það skemmtilegasta var klárlega að fylgjast með hversu meðvituð og ómeðvituð hinir krakkarnir voru um stöðuna. Hvort að þau væru í raun að gera sér grein fyrir því hvað væri í vændum. Eins að sjá hvort að hegðunin gagnvart mömmunni myndi eitthvað breytast. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Þarf þá ekki að kaupa sér stærri bíl? og... Er húsið ykkar nógu stórt? Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var í raun svolítið eins og fyrir handboltaleiki. Með góðan fókus, fylgdi ákveðinni rútínu og einhvern veginn að reyna að vera með allt upp á tíu til þess að ekkert myndi fara úrskeiðis í aðdragandanum. Fjórða barn þeirra Björgvins og Karenar, Eva litla. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég upplifði mig sem mikilvægan stuðning og fannst mitt hlutverk svolítið felast í því að vera jákvæður og þykjast ekki vera stressaður. Vegna þess að þegar fæðingin fór af stað þá poppaði upp mikill kvíði hjá mér og mér fannst það ferli alveg ógeðslega erfitt. Svona kvíðapjakkar eins og ég fara oft að ímynda sér það versta og eins á ég rosalega erfitt með að horfa upp á aðra manneskju þjást eða líða illa. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það var svakaleg tilfinningablanda. Í upphafi táraðist ég líkt og með hin börnin mín en í þetta skiptið fóru vot augu að breytast í hreinan grátur. Gleðin og léttirinn voru svo mikil að sjá nýjasta engilinn okkar koma í heiminn en fimm sekúndum seinna var mér hugsað til þess að ég væri að fara að ferðast til Egyptalands í boltaleik. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk vel af minni hálfu, konan mín var aðeins tregari en að lokum endaði þetta í nafninu sem kom fyrst upp í hugann, Eva. Öll hin börnin okkar bera nöfn sem byrja á E þannig að það var ekki um margt að velja og því held ég að þetta hafi verið auðveldara en hjá flestum. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Svona heilt yfir finnst mér að maður fái alveg nægilega fræðslu þegar kemur að fæðingunni og þeim pakka öllum en mér finnst að fræðslan og umtalið megi alveg vera á aðeins hreinskilnari nótum þegar kemur að uppeldinu. Fólk sem er að fara út í þennan pakka má alveg heyra það líka hvað það er ógeðslega erfitt að ala upp barn. Björgvin upplifði miklar og sterkar tilfinningar þegar hann fékk barnið sitt í hendurnar í fyrsta sinn. Saknar þess að hafa tíma bara tvö Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þær voru erfiðar þar sem ég var ekki á staðnum og eru þessar spurningar svolítið að fara með mig og að naga mig að innan af samviskubiti. En ég held að ég hafi komið þessu ágætlega frá mér á mínum samfélagsmiðlum fyrir skömmu og selt sjálfum mér það að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já alveg eitthvað. Minni tími tvö saman, sem ég sakna. En sá tími kemur aftur seinna. Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Þegar kemur að því að vera pabbi þá er ég alltaf með þessa setningu í hausnum ef að börnin mín eru mér eitthvað erfið. -Elskaðu mig mest þegar ég á það minnst skilið, því að það er þá sem ég þarf mest á því að halda. Og enska setningin, Your child is not giving you a hard time, its having a hard time. Það verða eflaust miklir fagnaðarfundir hjá fjölskyldunni þegar pabbi kemur aftur heim. Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Björgvin Pál ættu flestir landsmenn að þekkja en hann hefur verið markmaður íslenska landsliðsins í vel yfir áratug og er einn af okkar allra bestu handknattleiksmönnum. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir að hafa búið í um ellefu ár erlendis þar sem Björgvin hefur spilað handbolta. Björgvin hefur verið óhræddur við að tjá sig opinberlega um kvíða og andlega heilsu og svo sannarlega verið mörgum mikil fyrirmynd. Björgvin Páll er handknattleiksmaður, þjálfari og fyrirlesari. Drauminn segir hann einnig að vera heimavinnandi húsfaðir. Rétt áður en hann fór með landsliðinu til Egyptalands að keppa á HM kom fjórða barn þeirra hjóna í heiminn. Ákvörðunin að fara með landsliðinu á þessum tíma var honum þungbær og segist hann því hafa þurft að kljást við erfiðar tilfinningar og nagandi samviskubit. „Sem stendur er ég staddur í heimkomusóttkví eftir að hafa komið heim frá HM í Egyptalandi fyrir þremur dögum síðan. Ég er núna að nota tímann til þess að ná áttum eftir erfitt mót og því kærkomið að vera staddur á tuttugustu hæð í Tower Suits á Höfðatorgi þar sem að maður fær að njóta þess í formi útsýnis sem höfuðborgarsvæðið hefur uppá að bjóða, án þess að vera partur af samfélaginu.“ Það sem er verra er að þetta allt saman er að lengja tímann sem ég er frá fjölskyldunni minni. Þetta verður erfiðara og erfiðara með hverjum deginum að vera frá konunni sinni og fjórum börnum, sérstaklega þar sem ég er að missa af fyrstu vikum nýfædda krílisins okkar. Hér fyrir neðan svarar Björgvin Páll spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Litla jólabarnið sem kom í heiminn þann 29. desember fékk nafnið Eva. Draumur að verða heimavinnandi húsfaðir Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Hún var vægast sagt óvænt. Við áttum fyrir þrjú börn sem öll komu í heiminn með hjálp og vorum við því ekki að búast við því að fjórða krílið myndi mæta á svæðið svona óvænt. Þegar við síðan náðum áttum voru næstu viðbrögð ákveðið sjokk þar sem að fjórða barnið þýddi allskonar breytingar. Stærri bíll, endurskipulag á húsinu okkar og fleira í þeim dúr. Sjokkið rann hins vegar fljótlega af okkur þar sem að við áttum síðast tvíbura og því hljómaði það að eignast eitt barn ekkert svo óyfirstíganlegt. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég held að mitt hlutverk á meðgöngunni hafa að mestu leyti snúist um að reyna að gera lífið sem auðveldast fyrir konuna mína. Eigandi þrjú börn og á sama tíma að reyna að koma sér fyrir á Íslandi aftur eftir tveggja ára veru í Danmörku, var svolítið krefjandi. En þar sem að minn draumur er að vera heimavinnandi húsfaðir með boltanum þá tek ég því fagnandi til dæmis að fá að eyða einum til tveimur tímum á kvöldin niður í þvottahúsi eða auknum tíma með krílunum mínum. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki beint fundið fyrir neinni tengingu við börnin mín fyrir fæðingu eða í það minnsta ekki fundið áberandi fyrir því. Hins vegar hef ég fundið fyrir sterkum tengslum frá fyrstu mínútu eftir að þau öll koma í heiminn. Mér fannst alveg sérstaklega sterk tengsl myndast strax þegar kom að fæðingu tvíburastelpunnar minnar sem fór beint í fangið á mér þegar hún mætti í heiminn. Tengsl mín við elstu dóttur okkar sem er sjö ára hafa eins verið lygilega mikil og erum við nánast alltaf í eins skapi þó svo að við séum ekki í sama herberginu. Strákurinn, hinn tvíburinn, hefur hingað til verið mikill mömmustrákur. Hins vegar núna, þar sem ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni, er hann farinn að sýna sterka tilburði um að hann vanti pabba sinn. Hann er farinn að hengja sig á aðra karlmenn í kringum sig og er það einmitt af þeirri ástæðu sem að ég á erfitt með mig þessa daga, einn inni á hótelherbergi. Eins sá ég nýfædda engilinn okkar einungis í nokkra daga áður en ég fór. Þannig að ég bíð spenntur eftir því að vinna upp þann tíma sem ég hef tapað með því að vera með hana í fanginu þar sem við munum eiga ógleymanlegar andvökunætur. Stolt af litlu systur. Emma, sjö ára, og tvíburarnir Emilía og Einar Leó, þriggja ára, halda hér á nýfæddri systur sinni Evu sem kom í heiminn þann 29. desember. Forðaðist að mynda tengsl við barnið í maganum Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Nei, í rauninni fannst mér ég fá ofurkrafta. Mér fannst ég öðlast meiri orku til þess að sinna því hlutverki sem ég var í á heimilinu því að tíminn var naumur og margt sem þurfti að gera áður en að fjórða barnið mætti í heiminn. Mögulega myndaðist einhver vanmáttartilfinning þegar kom að því að geta ekki hjálpað konunni minni að díla við öll óþægindin þegar kemur að óléttunni. Annars kvartar hún svo lítið að ég fann aldrei fyrir neinum vanmætti. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Í gegnum tölvuna þar sem að við vorum enn búsett í Danmörku á þeim tíma. Leið sem að við þekkjum vel enda verið búsett erlendis í ellefu ár í það heila og hafa öll okkar börn verið „búin til“ erlendis. Fenguð þið að vita kynið? Já, við vildum fá að vita kynið og fengum að vita með öll okkar börn. Já, það eru kannski þau tengsl sem að ég fann hvað mest fyrir þegar við vissum kynið. Þá fer maður að geta séð hlutina betur fyrir sér. Annars held ég að ég forðist það að reyna að mynda einhver sterk tengsl við barnið á meðan það er í maganum og satt best að segja finnst mér allar hreyfingar, hiksti og fleira lítið spennandi, meira kannski smá krípí. Mögulega hefur þetta eitthvað með kvíðann minn að gera og það að skilja ekki hvernig dæmið gengur upp, að það sé barn inni í annarri manneskju í níu mánuði. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, þar sem að þetta var okkar fjórða barn þá gerðum við það ekki. Tókum þann pakka með fyrsta barn og það var gríðarlega þægilegt til þess að vita aðeins hvað er að fara að gerast. Ég held að það séu flestir hræddir við nýja hluti í fyrsta skiptið og ég tala nú ekki um þegar mannslíf er annars vegar. Emil dolfallinn yfir litlu systur. Vera jákvæður og þykjast ekki vera stressaður Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Það skemmtilegasta var klárlega að fylgjast með hversu meðvituð og ómeðvituð hinir krakkarnir voru um stöðuna. Hvort að þau væru í raun að gera sér grein fyrir því hvað væri í vændum. Eins að sjá hvort að hegðunin gagnvart mömmunni myndi eitthvað breytast. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Þarf þá ekki að kaupa sér stærri bíl? og... Er húsið ykkar nógu stórt? Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var í raun svolítið eins og fyrir handboltaleiki. Með góðan fókus, fylgdi ákveðinni rútínu og einhvern veginn að reyna að vera með allt upp á tíu til þess að ekkert myndi fara úrskeiðis í aðdragandanum. Fjórða barn þeirra Björgvins og Karenar, Eva litla. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég upplifði mig sem mikilvægan stuðning og fannst mitt hlutverk svolítið felast í því að vera jákvæður og þykjast ekki vera stressaður. Vegna þess að þegar fæðingin fór af stað þá poppaði upp mikill kvíði hjá mér og mér fannst það ferli alveg ógeðslega erfitt. Svona kvíðapjakkar eins og ég fara oft að ímynda sér það versta og eins á ég rosalega erfitt með að horfa upp á aðra manneskju þjást eða líða illa. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það var svakaleg tilfinningablanda. Í upphafi táraðist ég líkt og með hin börnin mín en í þetta skiptið fóru vot augu að breytast í hreinan grátur. Gleðin og léttirinn voru svo mikil að sjá nýjasta engilinn okkar koma í heiminn en fimm sekúndum seinna var mér hugsað til þess að ég væri að fara að ferðast til Egyptalands í boltaleik. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk vel af minni hálfu, konan mín var aðeins tregari en að lokum endaði þetta í nafninu sem kom fyrst upp í hugann, Eva. Öll hin börnin okkar bera nöfn sem byrja á E þannig að það var ekki um margt að velja og því held ég að þetta hafi verið auðveldara en hjá flestum. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Svona heilt yfir finnst mér að maður fái alveg nægilega fræðslu þegar kemur að fæðingunni og þeim pakka öllum en mér finnst að fræðslan og umtalið megi alveg vera á aðeins hreinskilnari nótum þegar kemur að uppeldinu. Fólk sem er að fara út í þennan pakka má alveg heyra það líka hvað það er ógeðslega erfitt að ala upp barn. Björgvin upplifði miklar og sterkar tilfinningar þegar hann fékk barnið sitt í hendurnar í fyrsta sinn. Saknar þess að hafa tíma bara tvö Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þær voru erfiðar þar sem ég var ekki á staðnum og eru þessar spurningar svolítið að fara með mig og að naga mig að innan af samviskubiti. En ég held að ég hafi komið þessu ágætlega frá mér á mínum samfélagsmiðlum fyrir skömmu og selt sjálfum mér það að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já alveg eitthvað. Minni tími tvö saman, sem ég sakna. En sá tími kemur aftur seinna. Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Þegar kemur að því að vera pabbi þá er ég alltaf með þessa setningu í hausnum ef að börnin mín eru mér eitthvað erfið. -Elskaðu mig mest þegar ég á það minnst skilið, því að það er þá sem ég þarf mest á því að halda. Og enska setningin, Your child is not giving you a hard time, its having a hard time. Það verða eflaust miklir fagnaðarfundir hjá fjölskyldunni þegar pabbi kemur aftur heim.
Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01
Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09
Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22