„Það var búið að dæla í okkur peningum” Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 13:31 Klara er byrjuð aftur að gefa út tónlist á nýjan. Klara Elias söngvari og lagahöfundur hefur búið síðustu ár í Los Angeles þar sem hún hefur gert góða hluti í tónlistarbransanum. Klara er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Eftir að hafa verið með líf sitt nánast í raunveruleikaþætti fyrir framan alþjóð á Íslandi, fór hljómsveitin Nylon í víking og gerði frábæra hluti í Bretlandi. Eftir það lá leiðin til Los Angeles, þar sem Klara hefur verið síðasta áratuginn. Þær Klara, Alma og Steinunn gerðu stóran plötusamning og gerðu plötu sem mikið hafði verið lagt í þegar ákveðið var að setja hana á bið og á endanum ofan í skúffu. „Það var búið að dæla í okkur peningum, en svo er bara eitthvað ársfjórðungsuppgjör hjá plötufyrirtækinu og peningurinn búinn og ákveðið að setja hann í aðra listamenn. Það var heil plata tilbúin sem fór ofan í skúffu og singlarnir voru mjög flott lögum sem Bruno Mars og teymið hans sömdu með okkur. Þannig að það er ofan í skúffu plata sem við unnum með Bruno Mars og auðvitað er það skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út. En rétturinn er allur hjá plötufyrirtækinu.” Orðnar fátækir listamenn Klara segir að á tímabili hafi þær vinkonurnar verið orðnar skilgreiningin á fátækum listamönnum, þegar staðan er þannig að þú veist í raun ekki hvort þú getur borgað reikningana í lok mánaðar. „Við bjuggum saman þrjár í eins herbergis íbúð, en það skorti aldrei ástríðuna og okkur leið alltaf mjög vel saman í litlu íbúðinni okkar. En við sóttum okkur öll þau gigg sem voru í boði og gerðum allt til að lifa af listinni. Ég var oft að auglýsa á craigslist og sá einu sinni auglýsingu þar frá Armenskri poppstjörnu sem var að leita að söngkonu til að syngja með sér. Þetta var mjög vel borgað og ég hafði samband og fékk strax svar og fór svo og söng með honum í stúdíói. Hann á armensku og ég á ensku. Mjög lélega þýddan enskan texta. En þetta gigg borgaði leiguna þann mánuðinn fyrir okkur allar. Svo í kjölfarið sló þetta svo í gegn að ég var orðin fræg í Armeníu og söng í mjög mörgum brúðkaupum og veislum í samfélagi Armena í Los Angeles eftir þetta. Hann vildi reyndar aldrei syngja, heldur alltaf mæma, þannig að við komum oft fram saman og mæmuðum fyrir mannskapinn.” Klara, sem varð þjóðþekkt fyrir tvítugt sem söngkona í hljómsveitinni Nylon hefur búið í Los Angeles um árabil, en segir stemmninguna þar hafa farið að súrna verulega á árinu 2020, bæði út af Covid faraldrinum, miklum óeirðum og sundrung í bandarísku samfélagi. Það varð til þess að hún ákvað að koma heim í haust. „Þetta hljómar kannski ekki stórt þegar maður er að lýsa því, en þegar þú ert svona langt í burtu og veist ekkert hvernig hlutirnir eru að fara að þróast fær maður heimþrá. Ég upplifði stöðuna á tímabili í Los Angeles eins og stríðsástand og ofan á það bættist að maður hugsaði hvað maður ætti að gera ef einhver í fjölskyldunni myndi veikjast illa. Ofan á það var alltaf verið að fella niður flug og í talsverðan tíma vissi maður ekkert hvort maður kæmist heim.“ Föst í Bandaríkjunum Hún segist hafa upplifað sig fasta í Bandaríkjunum. „Á einhvern hátt upplifir maður ástandið þarna stundum eins og það sé ekki langt í borgarastyrjöld. Rosaleg pólarísering og miklar óeirðir og bara tvær þjóðir í einu landi. Þessar óeirðir síðasta vor í Bandaríkjunum voru rosalegar, það voru vopnaðir lögreglumenn á hverju götuhorni og allar rúður brotnar í öllum búðum og enginn á götunum. Annað hvort af því þú mátt ekki fara úr húsi út af covid, eða af því að það eru svo miklar óeirðir. Við búum í hjarta Hollywood og þar fann maður rosalega fyrir þessu. En það er búið að vera á bak við eyrað hjá mér í talsverðan tíma að koma heim og það hefur örugglega spilað inn í líka. Einhver partur af mér er búinn að vera tilbúinn í breytingar í talsverðan tíma.” Í þættinum ræða Sölvi og Klara um Nylon ferðalagið, ástríðuna fyrir tónlistinni, stöðuna í Bandaríkjunum og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Klara er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Eftir að hafa verið með líf sitt nánast í raunveruleikaþætti fyrir framan alþjóð á Íslandi, fór hljómsveitin Nylon í víking og gerði frábæra hluti í Bretlandi. Eftir það lá leiðin til Los Angeles, þar sem Klara hefur verið síðasta áratuginn. Þær Klara, Alma og Steinunn gerðu stóran plötusamning og gerðu plötu sem mikið hafði verið lagt í þegar ákveðið var að setja hana á bið og á endanum ofan í skúffu. „Það var búið að dæla í okkur peningum, en svo er bara eitthvað ársfjórðungsuppgjör hjá plötufyrirtækinu og peningurinn búinn og ákveðið að setja hann í aðra listamenn. Það var heil plata tilbúin sem fór ofan í skúffu og singlarnir voru mjög flott lögum sem Bruno Mars og teymið hans sömdu með okkur. Þannig að það er ofan í skúffu plata sem við unnum með Bruno Mars og auðvitað er það skrýtið að hafa aldrei fengið að gefa hana út. En rétturinn er allur hjá plötufyrirtækinu.” Orðnar fátækir listamenn Klara segir að á tímabili hafi þær vinkonurnar verið orðnar skilgreiningin á fátækum listamönnum, þegar staðan er þannig að þú veist í raun ekki hvort þú getur borgað reikningana í lok mánaðar. „Við bjuggum saman þrjár í eins herbergis íbúð, en það skorti aldrei ástríðuna og okkur leið alltaf mjög vel saman í litlu íbúðinni okkar. En við sóttum okkur öll þau gigg sem voru í boði og gerðum allt til að lifa af listinni. Ég var oft að auglýsa á craigslist og sá einu sinni auglýsingu þar frá Armenskri poppstjörnu sem var að leita að söngkonu til að syngja með sér. Þetta var mjög vel borgað og ég hafði samband og fékk strax svar og fór svo og söng með honum í stúdíói. Hann á armensku og ég á ensku. Mjög lélega þýddan enskan texta. En þetta gigg borgaði leiguna þann mánuðinn fyrir okkur allar. Svo í kjölfarið sló þetta svo í gegn að ég var orðin fræg í Armeníu og söng í mjög mörgum brúðkaupum og veislum í samfélagi Armena í Los Angeles eftir þetta. Hann vildi reyndar aldrei syngja, heldur alltaf mæma, þannig að við komum oft fram saman og mæmuðum fyrir mannskapinn.” Klara, sem varð þjóðþekkt fyrir tvítugt sem söngkona í hljómsveitinni Nylon hefur búið í Los Angeles um árabil, en segir stemmninguna þar hafa farið að súrna verulega á árinu 2020, bæði út af Covid faraldrinum, miklum óeirðum og sundrung í bandarísku samfélagi. Það varð til þess að hún ákvað að koma heim í haust. „Þetta hljómar kannski ekki stórt þegar maður er að lýsa því, en þegar þú ert svona langt í burtu og veist ekkert hvernig hlutirnir eru að fara að þróast fær maður heimþrá. Ég upplifði stöðuna á tímabili í Los Angeles eins og stríðsástand og ofan á það bættist að maður hugsaði hvað maður ætti að gera ef einhver í fjölskyldunni myndi veikjast illa. Ofan á það var alltaf verið að fella niður flug og í talsverðan tíma vissi maður ekkert hvort maður kæmist heim.“ Föst í Bandaríkjunum Hún segist hafa upplifað sig fasta í Bandaríkjunum. „Á einhvern hátt upplifir maður ástandið þarna stundum eins og það sé ekki langt í borgarastyrjöld. Rosaleg pólarísering og miklar óeirðir og bara tvær þjóðir í einu landi. Þessar óeirðir síðasta vor í Bandaríkjunum voru rosalegar, það voru vopnaðir lögreglumenn á hverju götuhorni og allar rúður brotnar í öllum búðum og enginn á götunum. Annað hvort af því þú mátt ekki fara úr húsi út af covid, eða af því að það eru svo miklar óeirðir. Við búum í hjarta Hollywood og þar fann maður rosalega fyrir þessu. En það er búið að vera á bak við eyrað hjá mér í talsverðan tíma að koma heim og það hefur örugglega spilað inn í líka. Einhver partur af mér er búinn að vera tilbúinn í breytingar í talsverðan tíma.” Í þættinum ræða Sölvi og Klara um Nylon ferðalagið, ástríðuna fyrir tónlistinni, stöðuna í Bandaríkjunum og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira