Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 10:30 Tökur á kvikmyndinni hófust á síðasta ári og er þeim nú lokið. @pegsus Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira