Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 16:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson náði sér ekki á strik frekar en aðrir sóknarmenn íslenska liðsins. epa/Petr Josek Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Íslenska vörnin var öflug í leiknum en sóknin var ömurleg og varð Íslendingum að falli. Eftir tvö sigra í röð gegn slökum liðum Alsír og Marokkó hljóp íslenska liðið á svissneskan varnarvegg í dag. Öfugt við Alsíringar og Marokkómenn lágu Svisslendingar aftarlega í vörninni og buðu íslensku skyttunum að skjóta. Þær skutu í endalaust í svissnesku vörnina og þá varði Nikola Portner vel í markinu, sautján skot (49 prósent). Leikmenn eins og Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson sem voru góðir gegn framliggjandi vörnum Alsír og Marokkó náðu sér engan veginn á strik í dag og Bjarki Már Elísson átti óvenju slakan leik og fór illa með færin sín. Skotnýting íslenska liðsins var 46 prósent sem er afleitt. Íslenska vörnin var hins vegar frábær og Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson stóðu sig gríðarlega vel í miðju hennar. Björgvin Páll Gústavsson kom inn á snemma í fyrri hálfleik og átti góðan leik, varði tíu skot (43 prósent). Íslenska liðið hefur nú fallið á tveimur stærstu prófum sínum á HM og framundan eru leikir gegn Frakklandi og Noregi. Ef Íslendingar laga ekki sóknina fer illa í þeim leikjum. Lítið skorað Sviss leiddi með einu marki í hálfleik, 10-9. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug í fyrri hálfleik og Björgvin Páll átti góða innkomu. Öðru máli gegndi um sóknarleikinn. Íslenska liðið var aðeins með 45 prósent skotnýtingu og Portner varði úr nokkrum dauðafærum. Þá tapaði íslenska liðið of mörgum boltum á klaufalegan hátt og skoraði aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup. Svisslendingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei meiri en tvö mörk. Bjarki Már kom Íslendingum yfir í eina skiptið í fyrri hálfleik, 2-3, en Svisslendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og náðu tveggja marka forystu, 5-3. Björgvin Páll breytti gangi mála Í stöðunni 7-5 fór Sviss í sjö á sex. Þeir töpuðu boltanum í fyrstu tveimur sóknunum sínum eftir það og Björgvin Páll skoraði tvisvar í röð í autt markið. Ísland skoraði hins vegar aðeins tvö mörk síðustu tólf mínútur fyrri hálfleiks. Svissneska vörnin lá aftarlega og skortur á skotógn í íslensku sókninni kom bersýnilega í ljós. Og þegar Íslendingar náðu að opna svissnesku vörnina varði Portner ítrekað. Sem betur fer var vörnin sterk, svældi Sviss úr sjö á sex og Björgvin Páll varði fimm af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (63 prósent). Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel því strax á þriðju mínútu hans fékk Alexander Petersson rautt spjald fyrir brot á Nicolas Raemy. Elvar Örn Jónsson fyllti skarð hans í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en í fyrri leikjum mótsins. Ráðaleysi í sókninni Íslenska liðið var í sömu vandræðum í sókninni framan af seinni hálfleik og Guðmundur Guðmundsson brá því á það ráð að setja Kristján Örn Kristjánsson inn á. Hann skoraði strax í fyrstu sókn sinni en síðan ekki söguna meir. Sem betur fer hélt íslenska vörnin vel og staðan var 13-12 lengi vel eða allt þar til Oddur Grétarsson jafnaði með marki af línunni. Oddur kom inn á fyrir Bjarka Má sem fann sig engan veginn í leiknum. Ísland komst yfir, 14-15, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-3 þegar Viggó Kristjánsson skoraði úr víti. Sviss svaraði með tveimur mörkum í röð og náði forystunni á ný, 16-15. Hrun á lokakaflanum Viggó kom Íslandi aftur yfir, 16-17, en þá hrökk allt í baklás, Sviss skoraði þrjú mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 19-17. Gísli Þorgeir minnkaði muninn í 19-18 en Andy Schmid skoraði svo sigurmark Sviss. Lokatölur 20-18, Svisslendingum í vil. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með fjögur mörk. Fjórir leikmenn skoruðu tvö mörk, þar á meðal Björgvin Páll sem segir sitt um hversu slakur sóknarleikurinn var. Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á föstudaginn klukkan 17:00. HM 2021 í handbolta
Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Íslenska vörnin var öflug í leiknum en sóknin var ömurleg og varð Íslendingum að falli. Eftir tvö sigra í röð gegn slökum liðum Alsír og Marokkó hljóp íslenska liðið á svissneskan varnarvegg í dag. Öfugt við Alsíringar og Marokkómenn lágu Svisslendingar aftarlega í vörninni og buðu íslensku skyttunum að skjóta. Þær skutu í endalaust í svissnesku vörnina og þá varði Nikola Portner vel í markinu, sautján skot (49 prósent). Leikmenn eins og Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson sem voru góðir gegn framliggjandi vörnum Alsír og Marokkó náðu sér engan veginn á strik í dag og Bjarki Már Elísson átti óvenju slakan leik og fór illa með færin sín. Skotnýting íslenska liðsins var 46 prósent sem er afleitt. Íslenska vörnin var hins vegar frábær og Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson stóðu sig gríðarlega vel í miðju hennar. Björgvin Páll Gústavsson kom inn á snemma í fyrri hálfleik og átti góðan leik, varði tíu skot (43 prósent). Íslenska liðið hefur nú fallið á tveimur stærstu prófum sínum á HM og framundan eru leikir gegn Frakklandi og Noregi. Ef Íslendingar laga ekki sóknina fer illa í þeim leikjum. Lítið skorað Sviss leiddi með einu marki í hálfleik, 10-9. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug í fyrri hálfleik og Björgvin Páll átti góða innkomu. Öðru máli gegndi um sóknarleikinn. Íslenska liðið var aðeins með 45 prósent skotnýtingu og Portner varði úr nokkrum dauðafærum. Þá tapaði íslenska liðið of mörgum boltum á klaufalegan hátt og skoraði aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup. Svisslendingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei meiri en tvö mörk. Bjarki Már kom Íslendingum yfir í eina skiptið í fyrri hálfleik, 2-3, en Svisslendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og náðu tveggja marka forystu, 5-3. Björgvin Páll breytti gangi mála Í stöðunni 7-5 fór Sviss í sjö á sex. Þeir töpuðu boltanum í fyrstu tveimur sóknunum sínum eftir það og Björgvin Páll skoraði tvisvar í röð í autt markið. Ísland skoraði hins vegar aðeins tvö mörk síðustu tólf mínútur fyrri hálfleiks. Svissneska vörnin lá aftarlega og skortur á skotógn í íslensku sókninni kom bersýnilega í ljós. Og þegar Íslendingar náðu að opna svissnesku vörnina varði Portner ítrekað. Sem betur fer var vörnin sterk, svældi Sviss úr sjö á sex og Björgvin Páll varði fimm af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (63 prósent). Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel því strax á þriðju mínútu hans fékk Alexander Petersson rautt spjald fyrir brot á Nicolas Raemy. Elvar Örn Jónsson fyllti skarð hans í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en í fyrri leikjum mótsins. Ráðaleysi í sókninni Íslenska liðið var í sömu vandræðum í sókninni framan af seinni hálfleik og Guðmundur Guðmundsson brá því á það ráð að setja Kristján Örn Kristjánsson inn á. Hann skoraði strax í fyrstu sókn sinni en síðan ekki söguna meir. Sem betur fer hélt íslenska vörnin vel og staðan var 13-12 lengi vel eða allt þar til Oddur Grétarsson jafnaði með marki af línunni. Oddur kom inn á fyrir Bjarka Má sem fann sig engan veginn í leiknum. Ísland komst yfir, 14-15, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 2-3 þegar Viggó Kristjánsson skoraði úr víti. Sviss svaraði með tveimur mörkum í röð og náði forystunni á ný, 16-15. Hrun á lokakaflanum Viggó kom Íslandi aftur yfir, 16-17, en þá hrökk allt í baklás, Sviss skoraði þrjú mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 19-17. Gísli Þorgeir minnkaði muninn í 19-18 en Andy Schmid skoraði svo sigurmark Sviss. Lokatölur 20-18, Svisslendingum í vil. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með fjögur mörk. Fjórir leikmenn skoruðu tvö mörk, þar á meðal Björgvin Páll sem segir sitt um hversu slakur sóknarleikurinn var. Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á föstudaginn klukkan 17:00.