„Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. janúar 2021 19:59 Tískubloggarinn og frumkvöðullinn Elísabet Gunnars svarar spurningum Makamála í viðtalsliðnum Ást er. „Við erum á smá krossgötum að ákveða næstu skref núna. Við búum í útlöndum vegna atvinnu mannsins míns sem spilar handbolta, ætlum aðeins að sjá til hvað við gerum næsta tímabil í þeim málum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. Elísabet er viðskiptafræðingur að mennt og er ein af þeim fyrstu til að hasla sér völl í tísku-bloggheiminum hér á landi. Hún er eigandi tísku- og lífsstílsvefsíðunnar Trendnet og mikill frumkvöðull í þeim heimi. Maki Elísabetar er Gunnar Steinn Jónsson handboltamaður og rekstrarverkfræðingur en saman eiga þau tvö börn. Ölbu tólf ára og Gunnar Manúel fimm ára. Fjölskyldan á góðri stund. Fjölskyldan er búsett í Danmörku þar sem Gunnar spilar með danska liðinu Ribe Esbjerg. Elísabet segir fjölskylduna kunna afar vel við sig þar í landi en þó sé framtíðin óráðin varðandi búsetu. Ég sakna fólksins á Íslandi og að komast í sund. Elska ekkert meira en íslenskt sund. Ég hef samt alltaf kunnað vel við mig í útlöndum. Okkur fjölskyldunni líður oftast vel ef við erum öll saman. Nýja árið leggst vel í Elísabetu sem safnar nú aftur kröftum eftir annasaman desember. „Eins og margir þá keyri ég mig stundum út í desember og verð svo alveg búin á því í janúar. En þegar þetta er skrifað þá er að birta yfir mér og ég er að fá orkuna yfir mig og jákvæðnina fyrir nýju ári. Ég er sjálf með nokkrar hugmyndir á teikniborðinu sem ég hef lengi ætlað að framkvæma og held að þetta sé árið til þess. Mig langar að breyta aðeins áherslum hjá mér persónulega - þannig að endilega fylgist áfram með.“ Stendur þétt við bakið á sínum manni. Gunnar Steinn spilar handbolta með danska liðinu Ribe Esbjerg. Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á líf fjölskyldunnar eins og flestra og í tilviki Elísabetar segir hún þó mest hafa reynt á mömmuhjartað. „Það sem hefur verið mesta vandamálið okkar er að við leyfðum dóttur okkar að taka hlutverk í Kardemommubænum á Íslandi, búandi í Danmörku. Þetta átti bara að vera lítið mál þar sem ég var alltaf með annan fótinn á Íslandi. Það blessaða verkefni flæktist heldur betur af augljósum ástæðum og hefur tekið svolítið á mömmuhjartað. En þetta er auðvitað lítið vandamál í stóra samhenginu.“ Einn sem er mér mjög nákominn fór illa út úr því að fá veiruna og því vil ég endilega nýta tækifærið og minna fólk á að fara varlega núna á lokasprettinum. Þetta er alveg að verða búið. Hér fyrir neðan svarar Elísabet spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Æskuástin innsigluð. Elísabet og Gunnar hafa verið par síðan þau voru sextán ára og búin að þekkjast frá 6. bekk í grunnskóla. Parið gekk svo í það heilaga árið 2018. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notebook er falleg ástarsaga. Ég er líka hrifin af mörgum gömlum og góðum. Fyrsti kossinn: Kjánalegur unglingakoss þegar við vorum „bara vinir“. Góð vinátta sem varð allt í einu eitthvað meira eftir þann koss. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ég hef nú sem betur fer aldrei lent í neinu brake-up-i sem hægt er að tala um, búin að vera með Gunna síðan alltaf. En ef ég ætti að velja eina góða ballöðu þá myndi ég gráta úr mér augun og hlusta á I Have Nothing með Whitney Houston. Lagið „okkar“ er: The Wonder Of You með Elvis Presley - Villagers útgáfan er dásamleg en uppáhalds útgáfan mín er þegar Bryndís Jakobs söng lagið í brúðkaupinu okkar við undirleik föður síns. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ekki endilega skipulagt stefnumót. Rautt og pizza á föstudögum heima dugar mér vel. En það er líka alltaf dásamlegt að setja börnin í pössun, fara af heimilinu og fá að vera ástfangnir unglingar þegar það hentar. Elísabet segir nauðsynlegt að fá stundum pössun fyrir börnin og fá tækifæri til þess að vera bara tvö og láta eins og ástfangnir unglingar. Uppáhaldsmaturinn minn: Svo margt. Ég elska að borða góðan mat og þar finnst mér góður félagsskapur oft skipta máli. Stemmningin í kringum matarborðið gerir matinn oft betri. Föstudagspizzan er klassískt svar, íslenskur fiskur á la amma, góðir grænmetisréttir, bara til að nefna eitthvað. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Það elsta sem ég man eftir er svona hálsmen með hvítri tönn þar sem nafnið hans var áletrað. Keypt af götusala á Costa Del Sol. Held að við höfum ekki verið byrjuð saman á þessum tíma en ætli þessi blessaða tönn hafi ekki innsiglað ástina. Svaka næs dæmi, haha! Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Ég man að hann gaf mér eftirminnilegan pakka fyrstu jólin okkar sem par. Við vorum við í sitthvoru landinu og hann gerði eitthvað voða rómantískt og persónulegt sem lét mig sakna hans enn meira. Gunni hefur haldið í þessa hefð öll jól síðan og mér þykir alltaf vænst um þessar gjafir. Ég elska að: Knúsa fólkið mitt, dansa á eldhúsgólfinu með fjölskyldunni minni þegar enginn sér til. Syngja hátt með Celine Dion, hlæja, tískast, fara út að hlaupa, vera úti í náttúrunni, fara á handboltaleiki, sækja menningarviðburði, drekka góðan kaffibolla, hitta vini, ferðast, drekka gott vínglas, borða góðan mat og almennt lifa lífinu. Ég elska að vera pepparinn á hliðarlínunni fyrir nánasta hringinn minn. Maðurinn minn er: Bestur. Finnst það ekki öllum? Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum. Vonandi verður það þannig um ókomna tíð. Rómantískasti staður á landinu eða í heiminum er: Hótel Búðir á Íslandi og Gili Air (Bali) í útlöndum. Ást er: Að styðja hvort annað í blíðu og stríðu og sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Fegurðin í hversdagsleikanum. Falleg ástarsaga sem byrjaði með einum „kjánalegum kossi“ þegar þau voru bara vinir. Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56 Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52 „Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Óttinn við það að enda einn algengari en ekki Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Elísabet er viðskiptafræðingur að mennt og er ein af þeim fyrstu til að hasla sér völl í tísku-bloggheiminum hér á landi. Hún er eigandi tísku- og lífsstílsvefsíðunnar Trendnet og mikill frumkvöðull í þeim heimi. Maki Elísabetar er Gunnar Steinn Jónsson handboltamaður og rekstrarverkfræðingur en saman eiga þau tvö börn. Ölbu tólf ára og Gunnar Manúel fimm ára. Fjölskyldan á góðri stund. Fjölskyldan er búsett í Danmörku þar sem Gunnar spilar með danska liðinu Ribe Esbjerg. Elísabet segir fjölskylduna kunna afar vel við sig þar í landi en þó sé framtíðin óráðin varðandi búsetu. Ég sakna fólksins á Íslandi og að komast í sund. Elska ekkert meira en íslenskt sund. Ég hef samt alltaf kunnað vel við mig í útlöndum. Okkur fjölskyldunni líður oftast vel ef við erum öll saman. Nýja árið leggst vel í Elísabetu sem safnar nú aftur kröftum eftir annasaman desember. „Eins og margir þá keyri ég mig stundum út í desember og verð svo alveg búin á því í janúar. En þegar þetta er skrifað þá er að birta yfir mér og ég er að fá orkuna yfir mig og jákvæðnina fyrir nýju ári. Ég er sjálf með nokkrar hugmyndir á teikniborðinu sem ég hef lengi ætlað að framkvæma og held að þetta sé árið til þess. Mig langar að breyta aðeins áherslum hjá mér persónulega - þannig að endilega fylgist áfram með.“ Stendur þétt við bakið á sínum manni. Gunnar Steinn spilar handbolta með danska liðinu Ribe Esbjerg. Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á líf fjölskyldunnar eins og flestra og í tilviki Elísabetar segir hún þó mest hafa reynt á mömmuhjartað. „Það sem hefur verið mesta vandamálið okkar er að við leyfðum dóttur okkar að taka hlutverk í Kardemommubænum á Íslandi, búandi í Danmörku. Þetta átti bara að vera lítið mál þar sem ég var alltaf með annan fótinn á Íslandi. Það blessaða verkefni flæktist heldur betur af augljósum ástæðum og hefur tekið svolítið á mömmuhjartað. En þetta er auðvitað lítið vandamál í stóra samhenginu.“ Einn sem er mér mjög nákominn fór illa út úr því að fá veiruna og því vil ég endilega nýta tækifærið og minna fólk á að fara varlega núna á lokasprettinum. Þetta er alveg að verða búið. Hér fyrir neðan svarar Elísabet spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Æskuástin innsigluð. Elísabet og Gunnar hafa verið par síðan þau voru sextán ára og búin að þekkjast frá 6. bekk í grunnskóla. Parið gekk svo í það heilaga árið 2018. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notebook er falleg ástarsaga. Ég er líka hrifin af mörgum gömlum og góðum. Fyrsti kossinn: Kjánalegur unglingakoss þegar við vorum „bara vinir“. Góð vinátta sem varð allt í einu eitthvað meira eftir þann koss. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ég hef nú sem betur fer aldrei lent í neinu brake-up-i sem hægt er að tala um, búin að vera með Gunna síðan alltaf. En ef ég ætti að velja eina góða ballöðu þá myndi ég gráta úr mér augun og hlusta á I Have Nothing með Whitney Houston. Lagið „okkar“ er: The Wonder Of You með Elvis Presley - Villagers útgáfan er dásamleg en uppáhalds útgáfan mín er þegar Bryndís Jakobs söng lagið í brúðkaupinu okkar við undirleik föður síns. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ekki endilega skipulagt stefnumót. Rautt og pizza á föstudögum heima dugar mér vel. En það er líka alltaf dásamlegt að setja börnin í pössun, fara af heimilinu og fá að vera ástfangnir unglingar þegar það hentar. Elísabet segir nauðsynlegt að fá stundum pössun fyrir börnin og fá tækifæri til þess að vera bara tvö og láta eins og ástfangnir unglingar. Uppáhaldsmaturinn minn: Svo margt. Ég elska að borða góðan mat og þar finnst mér góður félagsskapur oft skipta máli. Stemmningin í kringum matarborðið gerir matinn oft betri. Föstudagspizzan er klassískt svar, íslenskur fiskur á la amma, góðir grænmetisréttir, bara til að nefna eitthvað. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Það elsta sem ég man eftir er svona hálsmen með hvítri tönn þar sem nafnið hans var áletrað. Keypt af götusala á Costa Del Sol. Held að við höfum ekki verið byrjuð saman á þessum tíma en ætli þessi blessaða tönn hafi ekki innsiglað ástina. Svaka næs dæmi, haha! Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Ég man að hann gaf mér eftirminnilegan pakka fyrstu jólin okkar sem par. Við vorum við í sitthvoru landinu og hann gerði eitthvað voða rómantískt og persónulegt sem lét mig sakna hans enn meira. Gunni hefur haldið í þessa hefð öll jól síðan og mér þykir alltaf vænst um þessar gjafir. Ég elska að: Knúsa fólkið mitt, dansa á eldhúsgólfinu með fjölskyldunni minni þegar enginn sér til. Syngja hátt með Celine Dion, hlæja, tískast, fara út að hlaupa, vera úti í náttúrunni, fara á handboltaleiki, sækja menningarviðburði, drekka góðan kaffibolla, hitta vini, ferðast, drekka gott vínglas, borða góðan mat og almennt lifa lífinu. Ég elska að vera pepparinn á hliðarlínunni fyrir nánasta hringinn minn. Maðurinn minn er: Bestur. Finnst það ekki öllum? Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum. Vonandi verður það þannig um ókomna tíð. Rómantískasti staður á landinu eða í heiminum er: Hótel Búðir á Íslandi og Gili Air (Bali) í útlöndum. Ást er: Að styðja hvort annað í blíðu og stríðu og sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Fegurðin í hversdagsleikanum. Falleg ástarsaga sem byrjaði með einum „kjánalegum kossi“ þegar þau voru bara vinir.
Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56 Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52 „Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Óttinn við það að enda einn algengari en ekki Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56
Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52
„Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál