Fjárfesting í menntun barna forgangsmál Heimsljós 19. janúar 2021 14:00 Barnaheill - Save the Children Talið er að hægt verði með nægilegu fjármagni að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna glati tækifærum sínum til menntunar. Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn til fátækustu ríkja heims – 50 milljarða Bandaríkjadala – sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna glati tækifærum sínum til menntunar. ,,Ef 2020 var árið þar sem bóluefni var fundið upp, þá þarf 2021 að vera árið þar sem þjóðir heims fjárfesta í framtíð barna,“ segir Inger Ashing framvæmdastjóri Save the Children International. Í nýrri skýrslu samtakanna, Save our Education NOW, segir að það kosti að meðaltali 50 þúsund íslenskra króna (370 dali) að koma einu barni í 59 fátækustu ríkjum heims til menntunar. Þessi upphæð var reiknuð út frá rannsókn sem Barnaheill – Save the Children stóð fyrir á síðasta ári. Rannsóknin gefur til kynna að næstum 10 milljónir barna muni mögulega aldrei snúa aftur til náms. „Vert er að athuga að þessi tala er að öllum líkindum vanreiknuð,“ segir í frétt á vef Barnaheilla. Að mati samtakanna standa mörg lönd heims illa fjárhagslega séð, sér í lagi í ljósi þess að þau hafi þurft að forgangsraða fjármunum til heilbrigðisþjónustu til að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. „Þess vegna þurfa fjársterkar þjóðir og einstaklingar að vinna með ríkisstjórnum fátækari ríkja heims við að útbúa áætlun um að gefa börnum tækifæri til þess að sækja nám og skóla aftur. Fátækustu og jaðarsettustu börnin, líkt og stelpur, flóttabörn og börn með fötlun þurfi að hafa forgang,“ segir í fréttinni. ,,Án menntunar er ljóst að ekki hefði náðst sami árangur og náðst hefur í baráttunni gegn COVID-19 og þróun bóluefnis og möguleikinn á öruggari heimi væri fjarlægur möguleiki. Börn sem ekki fá að stunda nám eru framtíð mannkyns, læknar, vísindamenn, vörubílstjórar, pípulagningamenn og svo mætti lengi telja," segir Inger Ashing. Félagslegar afleiðingar COVID-19 eru samkvæmt Barnaheillum – Save the Children meðal annars þær að barnabrúðkaup og þunganir ungra stúlkna hafa aukist gríðarlega. Áætlað er að allt að 2,5 milljónir stúlkna hafi verið neyddar í hjónaband á síðustu fimm árum og líkur séu á að barnshafandi ungum stúlkum hafi fjölgað um eina milljón á nýliðnu ári. Í fréttinni segir að þrátt fyrir að skólar hafi opnað í Úganda séu rúmlega þrettán milljónir barna enn utan skóla, þar af 600 þúsund flóttabörn. Tölur frá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum í Nwoya héraði í norðurhluta Úganda, um stöðu barna utan skóla, sýna að þunganir unglingsstúlkna og barnahjónabönd hafi tvöfaldast og barnaþrælkun þrefaldast á tímabilinu apríl og júní á síðasta ári. Barnaheill - Save the Children skora á ríkisstjórnir og fjársterka bakhjarla til að taka fimm nauðsynleg skref til að tryggja það að börn sem gátu sótt skóla áður en faraldurinn skall á, geti farið að sækja skóla á ný með öruggum hætti. Um þau skref er fjallað í frétt Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn til fátækustu ríkja heims – 50 milljarða Bandaríkjadala – sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna glati tækifærum sínum til menntunar. ,,Ef 2020 var árið þar sem bóluefni var fundið upp, þá þarf 2021 að vera árið þar sem þjóðir heims fjárfesta í framtíð barna,“ segir Inger Ashing framvæmdastjóri Save the Children International. Í nýrri skýrslu samtakanna, Save our Education NOW, segir að það kosti að meðaltali 50 þúsund íslenskra króna (370 dali) að koma einu barni í 59 fátækustu ríkjum heims til menntunar. Þessi upphæð var reiknuð út frá rannsókn sem Barnaheill – Save the Children stóð fyrir á síðasta ári. Rannsóknin gefur til kynna að næstum 10 milljónir barna muni mögulega aldrei snúa aftur til náms. „Vert er að athuga að þessi tala er að öllum líkindum vanreiknuð,“ segir í frétt á vef Barnaheilla. Að mati samtakanna standa mörg lönd heims illa fjárhagslega séð, sér í lagi í ljósi þess að þau hafi þurft að forgangsraða fjármunum til heilbrigðisþjónustu til að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. „Þess vegna þurfa fjársterkar þjóðir og einstaklingar að vinna með ríkisstjórnum fátækari ríkja heims við að útbúa áætlun um að gefa börnum tækifæri til þess að sækja nám og skóla aftur. Fátækustu og jaðarsettustu börnin, líkt og stelpur, flóttabörn og börn með fötlun þurfi að hafa forgang,“ segir í fréttinni. ,,Án menntunar er ljóst að ekki hefði náðst sami árangur og náðst hefur í baráttunni gegn COVID-19 og þróun bóluefnis og möguleikinn á öruggari heimi væri fjarlægur möguleiki. Börn sem ekki fá að stunda nám eru framtíð mannkyns, læknar, vísindamenn, vörubílstjórar, pípulagningamenn og svo mætti lengi telja," segir Inger Ashing. Félagslegar afleiðingar COVID-19 eru samkvæmt Barnaheillum – Save the Children meðal annars þær að barnabrúðkaup og þunganir ungra stúlkna hafa aukist gríðarlega. Áætlað er að allt að 2,5 milljónir stúlkna hafi verið neyddar í hjónaband á síðustu fimm árum og líkur séu á að barnshafandi ungum stúlkum hafi fjölgað um eina milljón á nýliðnu ári. Í fréttinni segir að þrátt fyrir að skólar hafi opnað í Úganda séu rúmlega þrettán milljónir barna enn utan skóla, þar af 600 þúsund flóttabörn. Tölur frá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum í Nwoya héraði í norðurhluta Úganda, um stöðu barna utan skóla, sýna að þunganir unglingsstúlkna og barnahjónabönd hafi tvöfaldast og barnaþrælkun þrefaldast á tímabilinu apríl og júní á síðasta ári. Barnaheill - Save the Children skora á ríkisstjórnir og fjársterka bakhjarla til að taka fimm nauðsynleg skref til að tryggja það að börn sem gátu sótt skóla áður en faraldurinn skall á, geti farið að sækja skóla á ný með öruggum hætti. Um þau skref er fjallað í frétt Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent