„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2021 10:30 Þórdís Brynjólfsdóttir sigraðist á brjóstakrabbameini en hún greindist fyrir átta árum. Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. „Ég varð bara mjög hissa og það fauk svolítið í mig þegar ég sá þetta fyrst og eiginlega orðlaus,“ segir Þórdís í samtali við Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú er búið að fresta þeirri ákvörðun. „Ég veit ekki hvort það hafi verið til að friða og róa aðeins hópinn en ég vona að þessu verði ekki bara frestað heldur verði bara breytt.“ Sjálf greindist Þórdís árið 2012. „Ég var með þrjú börn á þessum tíma, þriggja, fjögurra og sjö ára og ég finn hnút í brjóstinu á mér sjálf þegar ég ligg upp í rúmi með stelpunum mínum og var að klára lesa fyrir þær. Svo er ég að klóra mér og strjúka niður og finn allt í einu svaka hnút. Þarna vissi ég eiginlega strax að það væri eitthvað í gangi.“ Mikið áfall fyrir maka Þórdís hringdi á leitarstöðina og lýsti yfir þungum áhyggjum, en fékk ekki tíma fyrr en eftir hálfan mánuð. Þórdís með dætrum sínum þremur. „Eftir tvo daga hringi ég aftur svefnvana, ekkert búin að borða og gat varla hugsað um börnin mín. Ég var svo hrædd því að ég vissi að þetta væri eitthvað slæmt. Ég sagði að hún yrði að koma mér inn í dag, ég gæti ekki beðið lengur. Ég fékk tíma og þetta var síðan einn versti dagur lífs míns sennilega. Þarna var mér tilkynnt að þetta væri ekki gott og liti ekki vel út.“ Þegar niðurstöðunnar lágu fyrir var Þórdís boðuð í viðtal hjá lækni þar sem henni var tjáð að hún væri með krabbamein. „Þetta er svo rosalega mikið sjokk og áfall og ekki bara fyrir mig heldur líka maka minn. Hann situr við hliðin á mér og læknirinn þurfti líka að tala við hann. Hann hvítnaði allur í framan og leggja hann á bekk og bjóða honum vatn. Þetta eru svo skrýtnar aðstæður að vera í.“ Vonandi fæ ég að upplifa þetta Atburðarásin í framhaldinu var það hröð að þegar kom að tímanum sem Þórdísi hafði upphaflega verið úthlutað hjá leitarstöðinni var hún búin að fara í aðgerð þar sem brjóstið var fjarlægt og allir eitlar úr holhöndinni. Við tók tæplega átta mánaða lyfjameðferð og fimm vikna geislameðferð í framhaldi af henni. „Fyrst er þetta þannig að þú heldur bara að þú sért að fara deyja. Svo eftir smá tíma róast maður aðeins og hugsunin verður aðeins skynsamari hjá manni. Ég gleymi því aldrei að fyrsta skipti sem ég fór út í búð að versla í matinn og maður er mjög lítill í sér. Ég stóð þarna á einum ganginum og ég sá gömul hjón vera ákveða hvaða tómatsósu þau ættu að kaupa sér og voru aðeins farin að kýtast. Ég man að ég horfði á þau og hugsaði, vá hvað ég vona að ég fái að upplifa þetta að standa í einhverri búð og rífast við manninn minn um einhverja tómatsósu þegar þú ert komin á þennan aldur. Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum.“ Þórdís reyndi að hugsa jákvætt í geisla og lyfjameðferðinni. Þórdís segist hafa hægt og rólega farið að hugsa jákvæðara. „Ég hugsaði að sumum hlutum fær maður bara ekki breytt og hlutirnir fara eins og þeir fara. Ég stjórna engu og ég ætla bara að lifa mínu lífi og gera mitt besta. Ég ætla bara að njóta og ef mér leið rosalega illa þá gaf ég mér bara tíma til að hugsa um það. Maður sér jarðarförina sína fyrir sér og vini og fjölskyldu og hvernig verða minningargreinarnar um mig og svona. Maður fer í fatabúð að skoða föt og hugsar síðan, til hvers er ég að skoða þetta ég þarf ekkert ný föt ég er hvort sem er að fara deyja fljótlega.“ Hún segist hræðast það að greinast aftur en reynir að festast ekki í þeirri hugsun. „Erfiðast í þessu þegar ég horfi til baka eru hugsanirnar og maður er að sjá sjálfan sig upp á spítala og ættingjar þínir eru að kveðja þig. Það er erfiðast við þetta allt saman, ekki að missa hárið því það kemur aftur. Svo fer maður ósjálfrátt að hlífa ástvinum sínum og það er erfitt að horfa upp á þá verða hrædda.“ Í ferlinum kom í ljós að Þórdís væri með svokallað BRCA gen og er hún að bíða eftir því að komast í aðgerð til að fjarlægja hitt brjóstið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég varð bara mjög hissa og það fauk svolítið í mig þegar ég sá þetta fyrst og eiginlega orðlaus,“ segir Þórdís í samtali við Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú er búið að fresta þeirri ákvörðun. „Ég veit ekki hvort það hafi verið til að friða og róa aðeins hópinn en ég vona að þessu verði ekki bara frestað heldur verði bara breytt.“ Sjálf greindist Þórdís árið 2012. „Ég var með þrjú börn á þessum tíma, þriggja, fjögurra og sjö ára og ég finn hnút í brjóstinu á mér sjálf þegar ég ligg upp í rúmi með stelpunum mínum og var að klára lesa fyrir þær. Svo er ég að klóra mér og strjúka niður og finn allt í einu svaka hnút. Þarna vissi ég eiginlega strax að það væri eitthvað í gangi.“ Mikið áfall fyrir maka Þórdís hringdi á leitarstöðina og lýsti yfir þungum áhyggjum, en fékk ekki tíma fyrr en eftir hálfan mánuð. Þórdís með dætrum sínum þremur. „Eftir tvo daga hringi ég aftur svefnvana, ekkert búin að borða og gat varla hugsað um börnin mín. Ég var svo hrædd því að ég vissi að þetta væri eitthvað slæmt. Ég sagði að hún yrði að koma mér inn í dag, ég gæti ekki beðið lengur. Ég fékk tíma og þetta var síðan einn versti dagur lífs míns sennilega. Þarna var mér tilkynnt að þetta væri ekki gott og liti ekki vel út.“ Þegar niðurstöðunnar lágu fyrir var Þórdís boðuð í viðtal hjá lækni þar sem henni var tjáð að hún væri með krabbamein. „Þetta er svo rosalega mikið sjokk og áfall og ekki bara fyrir mig heldur líka maka minn. Hann situr við hliðin á mér og læknirinn þurfti líka að tala við hann. Hann hvítnaði allur í framan og leggja hann á bekk og bjóða honum vatn. Þetta eru svo skrýtnar aðstæður að vera í.“ Vonandi fæ ég að upplifa þetta Atburðarásin í framhaldinu var það hröð að þegar kom að tímanum sem Þórdísi hafði upphaflega verið úthlutað hjá leitarstöðinni var hún búin að fara í aðgerð þar sem brjóstið var fjarlægt og allir eitlar úr holhöndinni. Við tók tæplega átta mánaða lyfjameðferð og fimm vikna geislameðferð í framhaldi af henni. „Fyrst er þetta þannig að þú heldur bara að þú sért að fara deyja. Svo eftir smá tíma róast maður aðeins og hugsunin verður aðeins skynsamari hjá manni. Ég gleymi því aldrei að fyrsta skipti sem ég fór út í búð að versla í matinn og maður er mjög lítill í sér. Ég stóð þarna á einum ganginum og ég sá gömul hjón vera ákveða hvaða tómatsósu þau ættu að kaupa sér og voru aðeins farin að kýtast. Ég man að ég horfði á þau og hugsaði, vá hvað ég vona að ég fái að upplifa þetta að standa í einhverri búð og rífast við manninn minn um einhverja tómatsósu þegar þú ert komin á þennan aldur. Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum.“ Þórdís reyndi að hugsa jákvætt í geisla og lyfjameðferðinni. Þórdís segist hafa hægt og rólega farið að hugsa jákvæðara. „Ég hugsaði að sumum hlutum fær maður bara ekki breytt og hlutirnir fara eins og þeir fara. Ég stjórna engu og ég ætla bara að lifa mínu lífi og gera mitt besta. Ég ætla bara að njóta og ef mér leið rosalega illa þá gaf ég mér bara tíma til að hugsa um það. Maður sér jarðarförina sína fyrir sér og vini og fjölskyldu og hvernig verða minningargreinarnar um mig og svona. Maður fer í fatabúð að skoða föt og hugsar síðan, til hvers er ég að skoða þetta ég þarf ekkert ný föt ég er hvort sem er að fara deyja fljótlega.“ Hún segist hræðast það að greinast aftur en reynir að festast ekki í þeirri hugsun. „Erfiðast í þessu þegar ég horfi til baka eru hugsanirnar og maður er að sjá sjálfan sig upp á spítala og ættingjar þínir eru að kveðja þig. Það er erfiðast við þetta allt saman, ekki að missa hárið því það kemur aftur. Svo fer maður ósjálfrátt að hlífa ástvinum sínum og það er erfitt að horfa upp á þá verða hrædda.“ Í ferlinum kom í ljós að Þórdís væri með svokallað BRCA gen og er hún að bíða eftir því að komast í aðgerð til að fjarlægja hitt brjóstið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira