Með óbilandi trú á sér og slétt sama um álit annarra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2021 07:00 Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir skrifuðu saman bókina Lífsbiblían. Vísir/Vilhelm „Formlegt samstarf fyrir bókina byrjaði fyrir tæpum tveimur árum síðan, skrifin það er að segja, en við Silja höfum unnið saman í alls konar verkefnum,“ segir Alda Karen Hjaltalín. Hún var að gefa út bókina Lífsbiblían ásamt Silju Bjarkar Björnsdóttur fyrr í þessum mánuði og hefur hún vakið mikla athygli. Silja Björk vann dæmis í markaðsteyminu hjá Sagafilm þegar Alda Karen var þar markaðsstjóri fyrir nokkrum árum. Þær hafa því mikla reynslu af því að starfa saman en persónuleg tengsl þeirra eru líka mjög sterk og ná langt aftur. „Við erum búnar að þekkjast síðan árið 1993 þegar Alda Karen fæddist af því að ömmur okkar eru bestu vinkonur. Við vorum líka saman í menntaskóla.“ Fann strax tengsl við verkefnið Báðar eru þær frá Akureyri og aftast í bókinni er krúttleg mynd af þeim í fyrstu útilegunni saman, á Hólum í Hjaltadal árið 1998. Vinskapur þeirra hófst nánast við fæðingu og er áberandi hvað þær eru samstíga og einhvern veginn í sama takti þó að þær séu á margan hátt ólíkar. „Alda Karen gaf út Lífsbiblíu fyrir Eldborg í Hörpu og svo vildi hún gera eitthvað meira og stærra. Upphaflega átti ég bara að vera prófarkalesari og laga einhverjar villur og eitthvað. En svo fékk ég þetta skjal í hendurnar og hugsaði strax að þetta gæti orðið svo miklu meira og miklu betra en að ég fari bara yfir einhverjar villur. Ég sagði þá við hana að við gætum gert eitthvað rosalegt úr þessu ef við bara förum rétt að og vöndum okkur.“ Ástæða þess að þær völdu að gefa út hjá Forlaginu er að þær stefna á að gefa bókina út erlendis líka og þar skipta tengslin miklu máli. Alda Karen hefur haldið fyrirlestra í Bandaríkjunum þegar hún bjó þar og fengið góð viðbrögð. Gefa Arnaldi ekkert eftir Þær Alda Karen og Silja Björk eyddu frítímanum árið 2020 í að stækka nokkurra blaðsíðna hefti upp í mörg hundruð blaðsíðna bók. „Þetta er búið að vera ótrúleg vegferð þetta ár, ótrúlega mikið grátið og mikið hlegið,“ segir Silja Björk. Alda Karen segir að þær fari um víðan völl í bókinni. „Við erum til dæmis með kafla um skotárás og gefum Arnaldi ekkert eftir í spennu og morðráðgátum.“ Hún segir að upprunalega Lífsbiblían hafi verið sett upp sem praktísk ráð, sem hún kallar lífslykla, sem fólk gæti aðlagað að sér strax. Þessi stærri útgáfa inniheldur lífslyklana inni í sögum og persónan er að átta sig á lífslyklunum og er að sjá hlutina í nýju sjónarhorni. „Það er svo skemmtilegt hvað þetta límist allt öðruvísi inn í heilann á þér.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Vilja alltaf tengjast öðrum Silja Björk segir að sjálf myndi hún sem lesandi vilja vita meira um þessa lífslykla sem Alda Karen hafði kynnt á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum sínum. „Ég vildi vita hvernig hún fattaði þetta, hvar hún var þegar hún lærði þetta eða hvar hún las þetta. Hvernig notar þú þetta í lífinu þínu?“ Þær telja að flesta þyrsti í persónulegri nálgun á hlutina og það muni ná meira til fólks. Þeirra fyrirlestratækni er mjög ólík og viðfangsefnið á margan hátt líka. Alda Karen fjallar um markmiðasetningu, markþjálfun og markaðssetningu en Silja Björk um þunglyndi, kvíða, geðveiki og fleira. „En við erum alltaf báðar að reyna að tengjast fólki,“ útskýrir Silja Björk. Tengingin er rauði þráðurinn. „Fólk er ekki að fara að hlusta ef þetta er prófessor með einhverjar glærur. Það þarf að vera þessi persónulega nálgun. Þessar sögur sem eru skemmtilegar og sumar erfiðar líka, því það er fegurðin í lífinu.“ Fyrstu viðbrögðin jákvæð Bókin Lífsbiblían fór strax í fyrsta sætið á metsölulista Forlagsins og eru höfundarnir í skýjunum með viðbrögðin síðustu daga. Bókinni er lýst sem hvatningarbók fyrir þau sem vilja komast lengra, hraðar. Leiðarvísir fyrir þau sem vilja uppgötva sig upp á nýtt og á að brúa bilið á milli þín og tækifæranna. „Við vissum að við ættum okkar kjarnahóp en bæði forsalan og fyrstu dagarnir af sölunni fóru fram úr okkar björtustu vonum“ segir Silja Björk. Alda Karen tekur undir þetta. „Ég held að það sé ekkert óraunhæft markmið að við séum að stefna á gullbók, sem sagt fimm þúsund eintök,“ bætir Alda Karen við. „Tuttugu þúsund Íslendingar hafa komið til mín á fyrirlestra síðustu fjögur ár svo vonandi kaupa þeir bara allir bók,“ segir hún svo og hlær. Hún er samt til alls líkleg, enda hefur henni tekist að fylla bæði Eldborgarsal í Hörpu og Laugardalshöllina af áhorfendum á viðburðum sínum. Silja Björk þekkir það líka vel að ná athygli fólks fyrir góðan tilgang. Hún tók til dæmis þátt í því í vetur að fá yfir þrjátíu þúsund undirskriftir fyrir átaksverkefnið 39.is sem unnið var af Geðhjálp í samstarfi við Píeta samtökin. Um er að ræða áskorun í níu liðum, sem allir snúa að því að setja geðheilsu í forgang. Hún hefur einnig sjálf gefið út vel heppnaða bók um geðsjúkdóma. Bókin kallast Vatnið, gríman og geltið. „Það er svona mín dagbók og fjallar um mitt þunglyndi og mína sjálfsvígstilraun. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa var að ég hafði aldrei heyrt svona sögu en vissi hversu mikill mátturinn í svona sögu væri. Þegar ég stofnaði Ég er ekki tabú á sínum tíma og þegar ég var með TED-fyrirlestur á sínum tíma, þá var svo mikið af fólki sem hafði samband og sagði að ég væri að segja nákvæmlega það sama og það hefði upplifað.“ Þegar þetta er skrifað hafa um tvö hundruð þúsund horft á upptöku af TEDx Talks fyrirlestur Silju Bjarkar á Youtube, The taboo of depression. View this post on Instagram A post shared by Silja Bjo rk (@siljabjorkk) Hissa á eigin húmor Silja Björk segir að Lífsbiblían sé allt öðruvísi en fyrri bókin hennar og viðfangsefnið mun léttara. „Þetta er mikil skemmtun og rauði þráðurinn er húmor. Það er eitthvað sem fólk þarf svo mikið núna í skammdeginu, aðeins að stytta sér stundir. Ef það óvart fær svo meiri sjálfsþekkingu og innblástur þá er það bara geggjað,“ segir Alda Karen. Aðspurðar hvað hafi komið mest á óvart í bókaferlinu eru þær fljótar að svara: „Hvað við erum fyndnar.“ Fleiri virðast vera sammála því og hafði móðir Öldu Karenar orð á því að hún hafi ekki vitað af því áður að dóttirin gæti verið svona fyndin. Bókin er uppfull af skondnum sögum og atvikum svo allir ættu að geta fundið eitthvað til að hlæja yfir. Silja Björk segir að janúar hjá fólki sé oft erfiður og fólki finnist að það þurfi að breyta öllu eða fara í ræktina eða eitthvað slíkt. „Þessi janúar er samt öðruvísi en allir janúarmánuðir á undan. Við vildum því líka koma með eitthvað öðruvísi og gera eitthvað öðruvísi. Við erum ekkert að segja fólki „Hér eru fimmtíu góð ráð sem eiga eftir að breyta lífi þínu og gera allt betra, eins og töfrar.“ Þetta er ekkert þannig. Þetta er meira svona við að segja sögur af okkar lífi og okkar upplifum. Þetta er fyndið, vandræðalegt og leyndarmál sem við höfum ekki sagt neinum. Við ákváðum að fara ótrúlega djúpt inn á við og finna alla þá einlægni sem við eigum til og hella því í þessa bók.“ Í bókinni má finna 50 lífslykla sem eiga að veita fólki innblástur.Lífsbiblían Erfitt að skrifa suma kaflana Alda Karen segir að tilgangur lífsins sé að hennar mati vöxtur, sjálfsvinna og sjálfsþekking. „Þú ert hér til að vaxa sem sál, ég trúi því innilega að við séum öll sál, að við séum öll tengd.“ Silja Björk segir að hún tali stundum um sjálfsvinnu frekar sem sjálfsspeki, að verða spekingur í sjálfum sér. „Í stað þess að setja einhverja pressu á sig að þetta sé einhver rosaleg vinna eða verkefni, að þú þurfir að leysa einhver verkefni. Þá verður þetta svo óaðgengilegt og óyfirstíganlegt.“ Einstaklingar ættu að þekkja sig best af öllum og gera allt til að þekkja sig betur eða upplifa sig betur. Þær eru sammála um að bókin hefði verið allt öðruvísi ef hún hefði komið út árið 2018 eða 2019 í stað ársins 2021, enda hafi þær báðar farið í mikla sjálfsskoðun á árinu 2020 eins og svo margir aðrir gerðu í þessum heimsfaraldri. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá var alveg mjög erfitt á tímum að skrifa þessa bók,“ viðurkennir Alda Karen. „Ég reyni alltaf að vera eins einlæg og ég mögulega get og það er hægara sagt en gert að gera það á prenti. Að segja frá leyndarmálum og svo erum við til dæmis með þrjá lykla um meðvirkni. Við dettum öll í þá gryfju að vera meðvirk og ég opna mig um að vera meðvirk gagnvart þeim mökum sem ég hef verið með. Mér leið allaf eins og ég þyrfti að vera einhver bjargvættur í sambandi til þess að sambandið myndi „meika sens“ fyrir mér.“ Mamma mun lesa þetta Alda Karen segir að það hafi verið sér einstaklega erfitt að skrifa um ást og sambönd enda einstaklega persónulegt efni. „Ég hugsaði bara shit fólk er að fara að lesa þetta. Mamma mín er að fara að lesa þetta.“ Silja Björk tekur undir og segir að hún hafi sjálf grátið á miðju kaffihúsi þegar hún skrifaði kaflana um ást og sambönd. Alda Karen var stressuð fyrir því að gefa út þessa kafla um meðvirknina en svo eru það kaflarnir sem hún hefur fengið hvað mest viðbrögð við frá fólki sem er að tengja mikið við efni bókarinnar. „Ef þetta kemur frá hjartanu þá tengir fólk mest við það.“ Silja Björk tekur undir og segir að þetta sé kjarni málsins. „Ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd þá er enginn höggstaður á þér. Ef þú viðurkennir mistök þín eða misbresti og gallana þína eða kostina þína, þá er ekki hægt að pota í þig. Við tölum um það í bókinni að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og vera slétt sama um álit annarra.“ Sorglegt að lesa sum ummælin Alda Karen þekkir vel að fá á sig gagnrýni og umtal í tengslum við það sem hún er að gera. Það hefur þó aldrei stoppað hana eða ýtt henni yfir á aðra braut. „Þegar maður lendir á milli tannanna á fólki, sérstaklega á Íslandi, þá er það yfirleitt fólkið sem þolir þig ekki og þekkir þig ekki neitt. Ég held að með allt sem ég hef lent í, hafi ég aldrei verið með neina þörf til að svara fyrir mig. Ég veit líka bara að ég get ekkert breytt skoðun annara eða haft áhrif á skoðun annara. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að heyra fólk tala illa um mann. Mjög leiðinlegt og sorglegt, aðallega af því að fjölskyldan þín les þetta.“ Þegar Alda Karen byrjaði að tala um „Þú ert nóg“ í tengslum við geðheilbrigði þá voru einhverjir henni ósammála og létu skoðun sína heyrast. Alda Karen segist ekki hafa áhyggjur af sjálfri sér í þannig aðstæðum en hafði áhyggjur af því að mamma sín myndi heyra þetta eða litlu bræður hennar. „Ég held að þetta hafi verið miklu erfiðara fyrir okkur heldur en nokkurn tímann hana og ég held að fólk átti sig ekki endilega á því,“ segir Silja Björk. Ekki með þörf fyrir að leiðrétta fólk „Ég tala mikið um það í bókinni að vera frjáls undan skoðunum annarra og það er ákveðin list og ákveðin æfing. Við erum með sex ráð eða sex hugmyndir að því hvernig hægt er að vera slétt sama. Að hugsa lífið svolítið abstrakt,“ útskýrir Alda Karen. Hún bendir á að versta gagnrýnin sem hún fékk á sínum tíma tengdist því hvernig fólk túlkaði orðin hennar. Hún skipti sér ekki að þeirri umræðu sem myndaðist til dæmis í kjölfar viðtals við hana sem sýnt var í Kastljósi fyrir viðburðinn í Laugardalshöll. „Ég sökkti mér bara í vinnu og úr kom þessi bók. Ég held að það hafi hjálpað mér hvað mest að ég er ekki með þessa þörf til að leiðrétta fólk, til þess að koma mínum sannleik á framfæri. Ég veit bara að fólkið sem þarf að heyra hann eða vill heyra hann það mun lesa meira og skilja hann.“ Silja Björk bendir á að allir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni talað illa um einhvern og líka heyrt talað illa um sig eða lent í einhverju neikvæðu. „Það gjammar einhvern veginn meira í hausnum á manni en þetta jákvæða. Maður man einhvern veginn meira eftir þessu eina neikvæða sem einhver einn sagði heldur en öllu þessu góða sem allir hinir sögðu. Við þurftum báðar í gegnum þetta ferli að minna okkur á að vera ekki að hlusta á efasemdaraddir.“ Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir hafa verið vinkonur frá því þær voru börn.Vísir/Vilhelm Tístin seldu upp á viðburðinn Þær ákváðu því að einblína ekki á fólkið sem myndi ekki taka þátt í þessu með þeim og einbeita sér frekar að því fólki sem myndi lesa bókina og vilja vita hvað þær hafa að segja. Alda Karen segir að umræðan og umtalið hafi í sumum tilfellum hjálpað. „Ég hefði til dæmis aldrei getað selt upp í Laugardalshöll ef ekki hefði verið fyrir Twitter. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá seldi ég lang flesta miða eftir Kastljós. Þannig að fyrir mig, er það besta sem getur komið fyrir mig er að ég er á milli tannanna á fólki af því að þá rýkur upp salan. Ég kom svo aftur ári síðar í Hörpu og þá heyrðist ekki múkk. Ég held að fólk átti sig á því að það nennir ekki að rífast við þig ef þú ert ekki að rífast á móti.“ Alda Karen segir að það komi alltaf upp í huga hennar setningin um að besta leiðin til að sigra ádeilur sé að forðast þær. Getur ekki sungið „Ég er ekki með neinar eftirsjár. Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ekki faglærður sérfræðingur, ég er bara ung kona að deila sögu minni og sögu annarra með von um að það hjálpi öðrum. Ég hef aldrei reynt að vera eitthvað sem ég er ekki og mun það aldrei. Ég hef aldrei tekið mig alvarlega.“ Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók þátt í undankeppninni fyrir söngvakeppni framhaldsskólana. Alda Karen söng þar Thriller og lagði mikið í búninga og hafði með sér dansara og fleira á sviðinu. „Við vissum öll að Alda Karen getur ekki haldið lagi,“ rifjar Silja Björk upp. Hún viðurkennir að sín fyrstu viðbrögð þegar Alda Karen var tilkynnt næst á svið hafi einfaldlega verið „Guð minn góður, hvað er að fara að gerast.“ Ekki að fara neitt Alda Karen segir að með þátttökunni hafi hún einfaldlega viljað hrista aðeins upp í keppninni og notaði því glimmersprengjur og ljósasýningu. „Ég skemmti mér ótrúlega vel en eftir þetta sagði fólk við mig. „Þú veist að þú getur ekki sungið“ og ég sagði þá að þetta hafi aldrei snúist um sönginn. Síðan þá hef ég framkvæmt þær hugmyndir sem ég fæ og það sem gerist, gerist,“ segir Alda Karen. „Það er það sem hefur heillað mig mest við hana,“ segir Silja Björk þá stolt. „Hún skilur alveg að þú þarft að byrja stórt til þess að minnka það aðeins í stað þess að byrja lítið og ætla svo að fara að stækka það.“ Þó að þær séu strax farnar að plana næstu skref eins og að gera hljóðbókarútgáfu og útgáfu bókarinnar á ensku, þá reynir Alda Karen eftir bestu getu að halda sér á jörðinni. „Ég er að reyna að vera auðmjúk og þakklát því fyrir mér var aðalatriðið að koma bókinni út.“ Þær eru með metnaðarfull markmið og eru hvergi nærri hættar í því sem þær eru að gera. „Það er kannski leiðinlegt fyrir fólkið sem þolir okkur ekki en við erum ekki að fara neitt,“ segir Silja Björk að lokum. Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Hún var að gefa út bókina Lífsbiblían ásamt Silju Bjarkar Björnsdóttur fyrr í þessum mánuði og hefur hún vakið mikla athygli. Silja Björk vann dæmis í markaðsteyminu hjá Sagafilm þegar Alda Karen var þar markaðsstjóri fyrir nokkrum árum. Þær hafa því mikla reynslu af því að starfa saman en persónuleg tengsl þeirra eru líka mjög sterk og ná langt aftur. „Við erum búnar að þekkjast síðan árið 1993 þegar Alda Karen fæddist af því að ömmur okkar eru bestu vinkonur. Við vorum líka saman í menntaskóla.“ Fann strax tengsl við verkefnið Báðar eru þær frá Akureyri og aftast í bókinni er krúttleg mynd af þeim í fyrstu útilegunni saman, á Hólum í Hjaltadal árið 1998. Vinskapur þeirra hófst nánast við fæðingu og er áberandi hvað þær eru samstíga og einhvern veginn í sama takti þó að þær séu á margan hátt ólíkar. „Alda Karen gaf út Lífsbiblíu fyrir Eldborg í Hörpu og svo vildi hún gera eitthvað meira og stærra. Upphaflega átti ég bara að vera prófarkalesari og laga einhverjar villur og eitthvað. En svo fékk ég þetta skjal í hendurnar og hugsaði strax að þetta gæti orðið svo miklu meira og miklu betra en að ég fari bara yfir einhverjar villur. Ég sagði þá við hana að við gætum gert eitthvað rosalegt úr þessu ef við bara förum rétt að og vöndum okkur.“ Ástæða þess að þær völdu að gefa út hjá Forlaginu er að þær stefna á að gefa bókina út erlendis líka og þar skipta tengslin miklu máli. Alda Karen hefur haldið fyrirlestra í Bandaríkjunum þegar hún bjó þar og fengið góð viðbrögð. Gefa Arnaldi ekkert eftir Þær Alda Karen og Silja Björk eyddu frítímanum árið 2020 í að stækka nokkurra blaðsíðna hefti upp í mörg hundruð blaðsíðna bók. „Þetta er búið að vera ótrúleg vegferð þetta ár, ótrúlega mikið grátið og mikið hlegið,“ segir Silja Björk. Alda Karen segir að þær fari um víðan völl í bókinni. „Við erum til dæmis með kafla um skotárás og gefum Arnaldi ekkert eftir í spennu og morðráðgátum.“ Hún segir að upprunalega Lífsbiblían hafi verið sett upp sem praktísk ráð, sem hún kallar lífslykla, sem fólk gæti aðlagað að sér strax. Þessi stærri útgáfa inniheldur lífslyklana inni í sögum og persónan er að átta sig á lífslyklunum og er að sjá hlutina í nýju sjónarhorni. „Það er svo skemmtilegt hvað þetta límist allt öðruvísi inn í heilann á þér.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Vilja alltaf tengjast öðrum Silja Björk segir að sjálf myndi hún sem lesandi vilja vita meira um þessa lífslykla sem Alda Karen hafði kynnt á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum sínum. „Ég vildi vita hvernig hún fattaði þetta, hvar hún var þegar hún lærði þetta eða hvar hún las þetta. Hvernig notar þú þetta í lífinu þínu?“ Þær telja að flesta þyrsti í persónulegri nálgun á hlutina og það muni ná meira til fólks. Þeirra fyrirlestratækni er mjög ólík og viðfangsefnið á margan hátt líka. Alda Karen fjallar um markmiðasetningu, markþjálfun og markaðssetningu en Silja Björk um þunglyndi, kvíða, geðveiki og fleira. „En við erum alltaf báðar að reyna að tengjast fólki,“ útskýrir Silja Björk. Tengingin er rauði þráðurinn. „Fólk er ekki að fara að hlusta ef þetta er prófessor með einhverjar glærur. Það þarf að vera þessi persónulega nálgun. Þessar sögur sem eru skemmtilegar og sumar erfiðar líka, því það er fegurðin í lífinu.“ Fyrstu viðbrögðin jákvæð Bókin Lífsbiblían fór strax í fyrsta sætið á metsölulista Forlagsins og eru höfundarnir í skýjunum með viðbrögðin síðustu daga. Bókinni er lýst sem hvatningarbók fyrir þau sem vilja komast lengra, hraðar. Leiðarvísir fyrir þau sem vilja uppgötva sig upp á nýtt og á að brúa bilið á milli þín og tækifæranna. „Við vissum að við ættum okkar kjarnahóp en bæði forsalan og fyrstu dagarnir af sölunni fóru fram úr okkar björtustu vonum“ segir Silja Björk. Alda Karen tekur undir þetta. „Ég held að það sé ekkert óraunhæft markmið að við séum að stefna á gullbók, sem sagt fimm þúsund eintök,“ bætir Alda Karen við. „Tuttugu þúsund Íslendingar hafa komið til mín á fyrirlestra síðustu fjögur ár svo vonandi kaupa þeir bara allir bók,“ segir hún svo og hlær. Hún er samt til alls líkleg, enda hefur henni tekist að fylla bæði Eldborgarsal í Hörpu og Laugardalshöllina af áhorfendum á viðburðum sínum. Silja Björk þekkir það líka vel að ná athygli fólks fyrir góðan tilgang. Hún tók til dæmis þátt í því í vetur að fá yfir þrjátíu þúsund undirskriftir fyrir átaksverkefnið 39.is sem unnið var af Geðhjálp í samstarfi við Píeta samtökin. Um er að ræða áskorun í níu liðum, sem allir snúa að því að setja geðheilsu í forgang. Hún hefur einnig sjálf gefið út vel heppnaða bók um geðsjúkdóma. Bókin kallast Vatnið, gríman og geltið. „Það er svona mín dagbók og fjallar um mitt þunglyndi og mína sjálfsvígstilraun. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa var að ég hafði aldrei heyrt svona sögu en vissi hversu mikill mátturinn í svona sögu væri. Þegar ég stofnaði Ég er ekki tabú á sínum tíma og þegar ég var með TED-fyrirlestur á sínum tíma, þá var svo mikið af fólki sem hafði samband og sagði að ég væri að segja nákvæmlega það sama og það hefði upplifað.“ Þegar þetta er skrifað hafa um tvö hundruð þúsund horft á upptöku af TEDx Talks fyrirlestur Silju Bjarkar á Youtube, The taboo of depression. View this post on Instagram A post shared by Silja Bjo rk (@siljabjorkk) Hissa á eigin húmor Silja Björk segir að Lífsbiblían sé allt öðruvísi en fyrri bókin hennar og viðfangsefnið mun léttara. „Þetta er mikil skemmtun og rauði þráðurinn er húmor. Það er eitthvað sem fólk þarf svo mikið núna í skammdeginu, aðeins að stytta sér stundir. Ef það óvart fær svo meiri sjálfsþekkingu og innblástur þá er það bara geggjað,“ segir Alda Karen. Aðspurðar hvað hafi komið mest á óvart í bókaferlinu eru þær fljótar að svara: „Hvað við erum fyndnar.“ Fleiri virðast vera sammála því og hafði móðir Öldu Karenar orð á því að hún hafi ekki vitað af því áður að dóttirin gæti verið svona fyndin. Bókin er uppfull af skondnum sögum og atvikum svo allir ættu að geta fundið eitthvað til að hlæja yfir. Silja Björk segir að janúar hjá fólki sé oft erfiður og fólki finnist að það þurfi að breyta öllu eða fara í ræktina eða eitthvað slíkt. „Þessi janúar er samt öðruvísi en allir janúarmánuðir á undan. Við vildum því líka koma með eitthvað öðruvísi og gera eitthvað öðruvísi. Við erum ekkert að segja fólki „Hér eru fimmtíu góð ráð sem eiga eftir að breyta lífi þínu og gera allt betra, eins og töfrar.“ Þetta er ekkert þannig. Þetta er meira svona við að segja sögur af okkar lífi og okkar upplifum. Þetta er fyndið, vandræðalegt og leyndarmál sem við höfum ekki sagt neinum. Við ákváðum að fara ótrúlega djúpt inn á við og finna alla þá einlægni sem við eigum til og hella því í þessa bók.“ Í bókinni má finna 50 lífslykla sem eiga að veita fólki innblástur.Lífsbiblían Erfitt að skrifa suma kaflana Alda Karen segir að tilgangur lífsins sé að hennar mati vöxtur, sjálfsvinna og sjálfsþekking. „Þú ert hér til að vaxa sem sál, ég trúi því innilega að við séum öll sál, að við séum öll tengd.“ Silja Björk segir að hún tali stundum um sjálfsvinnu frekar sem sjálfsspeki, að verða spekingur í sjálfum sér. „Í stað þess að setja einhverja pressu á sig að þetta sé einhver rosaleg vinna eða verkefni, að þú þurfir að leysa einhver verkefni. Þá verður þetta svo óaðgengilegt og óyfirstíganlegt.“ Einstaklingar ættu að þekkja sig best af öllum og gera allt til að þekkja sig betur eða upplifa sig betur. Þær eru sammála um að bókin hefði verið allt öðruvísi ef hún hefði komið út árið 2018 eða 2019 í stað ársins 2021, enda hafi þær báðar farið í mikla sjálfsskoðun á árinu 2020 eins og svo margir aðrir gerðu í þessum heimsfaraldri. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá var alveg mjög erfitt á tímum að skrifa þessa bók,“ viðurkennir Alda Karen. „Ég reyni alltaf að vera eins einlæg og ég mögulega get og það er hægara sagt en gert að gera það á prenti. Að segja frá leyndarmálum og svo erum við til dæmis með þrjá lykla um meðvirkni. Við dettum öll í þá gryfju að vera meðvirk og ég opna mig um að vera meðvirk gagnvart þeim mökum sem ég hef verið með. Mér leið allaf eins og ég þyrfti að vera einhver bjargvættur í sambandi til þess að sambandið myndi „meika sens“ fyrir mér.“ Mamma mun lesa þetta Alda Karen segir að það hafi verið sér einstaklega erfitt að skrifa um ást og sambönd enda einstaklega persónulegt efni. „Ég hugsaði bara shit fólk er að fara að lesa þetta. Mamma mín er að fara að lesa þetta.“ Silja Björk tekur undir og segir að hún hafi sjálf grátið á miðju kaffihúsi þegar hún skrifaði kaflana um ást og sambönd. Alda Karen var stressuð fyrir því að gefa út þessa kafla um meðvirknina en svo eru það kaflarnir sem hún hefur fengið hvað mest viðbrögð við frá fólki sem er að tengja mikið við efni bókarinnar. „Ef þetta kemur frá hjartanu þá tengir fólk mest við það.“ Silja Björk tekur undir og segir að þetta sé kjarni málsins. „Ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd þá er enginn höggstaður á þér. Ef þú viðurkennir mistök þín eða misbresti og gallana þína eða kostina þína, þá er ekki hægt að pota í þig. Við tölum um það í bókinni að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og vera slétt sama um álit annarra.“ Sorglegt að lesa sum ummælin Alda Karen þekkir vel að fá á sig gagnrýni og umtal í tengslum við það sem hún er að gera. Það hefur þó aldrei stoppað hana eða ýtt henni yfir á aðra braut. „Þegar maður lendir á milli tannanna á fólki, sérstaklega á Íslandi, þá er það yfirleitt fólkið sem þolir þig ekki og þekkir þig ekki neitt. Ég held að með allt sem ég hef lent í, hafi ég aldrei verið með neina þörf til að svara fyrir mig. Ég veit líka bara að ég get ekkert breytt skoðun annara eða haft áhrif á skoðun annara. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að heyra fólk tala illa um mann. Mjög leiðinlegt og sorglegt, aðallega af því að fjölskyldan þín les þetta.“ Þegar Alda Karen byrjaði að tala um „Þú ert nóg“ í tengslum við geðheilbrigði þá voru einhverjir henni ósammála og létu skoðun sína heyrast. Alda Karen segist ekki hafa áhyggjur af sjálfri sér í þannig aðstæðum en hafði áhyggjur af því að mamma sín myndi heyra þetta eða litlu bræður hennar. „Ég held að þetta hafi verið miklu erfiðara fyrir okkur heldur en nokkurn tímann hana og ég held að fólk átti sig ekki endilega á því,“ segir Silja Björk. Ekki með þörf fyrir að leiðrétta fólk „Ég tala mikið um það í bókinni að vera frjáls undan skoðunum annarra og það er ákveðin list og ákveðin æfing. Við erum með sex ráð eða sex hugmyndir að því hvernig hægt er að vera slétt sama. Að hugsa lífið svolítið abstrakt,“ útskýrir Alda Karen. Hún bendir á að versta gagnrýnin sem hún fékk á sínum tíma tengdist því hvernig fólk túlkaði orðin hennar. Hún skipti sér ekki að þeirri umræðu sem myndaðist til dæmis í kjölfar viðtals við hana sem sýnt var í Kastljósi fyrir viðburðinn í Laugardalshöll. „Ég sökkti mér bara í vinnu og úr kom þessi bók. Ég held að það hafi hjálpað mér hvað mest að ég er ekki með þessa þörf til að leiðrétta fólk, til þess að koma mínum sannleik á framfæri. Ég veit bara að fólkið sem þarf að heyra hann eða vill heyra hann það mun lesa meira og skilja hann.“ Silja Björk bendir á að allir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni talað illa um einhvern og líka heyrt talað illa um sig eða lent í einhverju neikvæðu. „Það gjammar einhvern veginn meira í hausnum á manni en þetta jákvæða. Maður man einhvern veginn meira eftir þessu eina neikvæða sem einhver einn sagði heldur en öllu þessu góða sem allir hinir sögðu. Við þurftum báðar í gegnum þetta ferli að minna okkur á að vera ekki að hlusta á efasemdaraddir.“ Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir hafa verið vinkonur frá því þær voru börn.Vísir/Vilhelm Tístin seldu upp á viðburðinn Þær ákváðu því að einblína ekki á fólkið sem myndi ekki taka þátt í þessu með þeim og einbeita sér frekar að því fólki sem myndi lesa bókina og vilja vita hvað þær hafa að segja. Alda Karen segir að umræðan og umtalið hafi í sumum tilfellum hjálpað. „Ég hefði til dæmis aldrei getað selt upp í Laugardalshöll ef ekki hefði verið fyrir Twitter. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá seldi ég lang flesta miða eftir Kastljós. Þannig að fyrir mig, er það besta sem getur komið fyrir mig er að ég er á milli tannanna á fólki af því að þá rýkur upp salan. Ég kom svo aftur ári síðar í Hörpu og þá heyrðist ekki múkk. Ég held að fólk átti sig á því að það nennir ekki að rífast við þig ef þú ert ekki að rífast á móti.“ Alda Karen segir að það komi alltaf upp í huga hennar setningin um að besta leiðin til að sigra ádeilur sé að forðast þær. Getur ekki sungið „Ég er ekki með neinar eftirsjár. Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ekki faglærður sérfræðingur, ég er bara ung kona að deila sögu minni og sögu annarra með von um að það hjálpi öðrum. Ég hef aldrei reynt að vera eitthvað sem ég er ekki og mun það aldrei. Ég hef aldrei tekið mig alvarlega.“ Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók þátt í undankeppninni fyrir söngvakeppni framhaldsskólana. Alda Karen söng þar Thriller og lagði mikið í búninga og hafði með sér dansara og fleira á sviðinu. „Við vissum öll að Alda Karen getur ekki haldið lagi,“ rifjar Silja Björk upp. Hún viðurkennir að sín fyrstu viðbrögð þegar Alda Karen var tilkynnt næst á svið hafi einfaldlega verið „Guð minn góður, hvað er að fara að gerast.“ Ekki að fara neitt Alda Karen segir að með þátttökunni hafi hún einfaldlega viljað hrista aðeins upp í keppninni og notaði því glimmersprengjur og ljósasýningu. „Ég skemmti mér ótrúlega vel en eftir þetta sagði fólk við mig. „Þú veist að þú getur ekki sungið“ og ég sagði þá að þetta hafi aldrei snúist um sönginn. Síðan þá hef ég framkvæmt þær hugmyndir sem ég fæ og það sem gerist, gerist,“ segir Alda Karen. „Það er það sem hefur heillað mig mest við hana,“ segir Silja Björk þá stolt. „Hún skilur alveg að þú þarft að byrja stórt til þess að minnka það aðeins í stað þess að byrja lítið og ætla svo að fara að stækka það.“ Þó að þær séu strax farnar að plana næstu skref eins og að gera hljóðbókarútgáfu og útgáfu bókarinnar á ensku, þá reynir Alda Karen eftir bestu getu að halda sér á jörðinni. „Ég er að reyna að vera auðmjúk og þakklát því fyrir mér var aðalatriðið að koma bókinni út.“ Þær eru með metnaðarfull markmið og eru hvergi nærri hættar í því sem þær eru að gera. „Það er kannski leiðinlegt fyrir fólkið sem þolir okkur ekki en við erum ekki að fara neitt,“ segir Silja Björk að lokum.
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira