Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 10:00 Stjörnu-Sævar segir hægeldaða tómata - sem komnir eru á síðasta snúning - þeir bestu hann veit. Einfalt ráð til að draga úr matarsóun. Kjötætur óskast! „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. Sævar Helgi hélt hvatningarræðu fyrir þátttakendur í sjónvarpsþáttunum “Kjötætur óskast!” sem nú eru í sýningu á Stöð 2. Talið er að um þriðjungi matvæla í heiminum sé hent. „Ef að matarsóun væri land í heiminum þá væri þetta þriðji stærsti losunaraðili heimsins,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi tók sjálfur áskorun í fyrra til að draga úr matarsóun, þar sem tilgangurinn var að komast að því hvað hann gæti enst lengi án þess að fara út í búð. „Þann mánuð eyddum við innan við tuttugu þúsund krónum í mat. Með því eingöngu að elda úr því sem til var í skápunum heima.“ „Þið kannist kannski við þetta, þið komið heim til ykkar eftir langan vinnudag, opnið ísskápinn og segið „Ohhhh, það er ekkert til að borða. Samt er hann líklega fullur af mat.“ Uppskrift að hægelduðum tómötum Hann ráðleggur fólki að draga úr matarsóun með því til dæmis að kaupa mat sem kominn er á síðasta snúning og matvöruverslanir selja á afslætti. Hann tekur dæmi af því þegar hann rakst á fimm öskjur af tómötum sem voru að syngja sitt síðasta. „Bestu tómatar sem ég veit um eru hægeldaðir tómatar með tímían, hvítlauksolíu og flórsykri. Setja þetta saman í ofn, baka við 110 gráður í tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Þetta er „brilliant“ í salat, á pitsur, pottrétti og alls konar. Þetta er sáraeinfalt til að varðveita matinn lengur og draga úr matarsóun.“ Hlédís Sveinsdóttir, eitt af tilraunadýrum Lóu Pind í Kjötætur óskast! tók Sævar Helga á orðinu strax í fyrstu viku og hamhleypan sem hún er, þá keypti hún átta öskjur af jarðarberjum sem voru farin að eldast. Þessi ber urðu síðan að sultu, jarðarberjaíspinnum og svo frysti hún slatta til að eiga í „búst.“ Klippa: Kjötætur óskast - Sævar Helgi um matarsóun Annar þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudag kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í öðrum þætti hefst tilraunin og fylgst er með hvernig fjölskyldunum reiðir af hjálparlaust við að skipta yfir í vegan mataræði á einni nóttu. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Kjötætur óskast! Matur Vegan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sævar Helgi hélt hvatningarræðu fyrir þátttakendur í sjónvarpsþáttunum “Kjötætur óskast!” sem nú eru í sýningu á Stöð 2. Talið er að um þriðjungi matvæla í heiminum sé hent. „Ef að matarsóun væri land í heiminum þá væri þetta þriðji stærsti losunaraðili heimsins,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi tók sjálfur áskorun í fyrra til að draga úr matarsóun, þar sem tilgangurinn var að komast að því hvað hann gæti enst lengi án þess að fara út í búð. „Þann mánuð eyddum við innan við tuttugu þúsund krónum í mat. Með því eingöngu að elda úr því sem til var í skápunum heima.“ „Þið kannist kannski við þetta, þið komið heim til ykkar eftir langan vinnudag, opnið ísskápinn og segið „Ohhhh, það er ekkert til að borða. Samt er hann líklega fullur af mat.“ Uppskrift að hægelduðum tómötum Hann ráðleggur fólki að draga úr matarsóun með því til dæmis að kaupa mat sem kominn er á síðasta snúning og matvöruverslanir selja á afslætti. Hann tekur dæmi af því þegar hann rakst á fimm öskjur af tómötum sem voru að syngja sitt síðasta. „Bestu tómatar sem ég veit um eru hægeldaðir tómatar með tímían, hvítlauksolíu og flórsykri. Setja þetta saman í ofn, baka við 110 gráður í tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Þetta er „brilliant“ í salat, á pitsur, pottrétti og alls konar. Þetta er sáraeinfalt til að varðveita matinn lengur og draga úr matarsóun.“ Hlédís Sveinsdóttir, eitt af tilraunadýrum Lóu Pind í Kjötætur óskast! tók Sævar Helga á orðinu strax í fyrstu viku og hamhleypan sem hún er, þá keypti hún átta öskjur af jarðarberjum sem voru farin að eldast. Þessi ber urðu síðan að sultu, jarðarberjaíspinnum og svo frysti hún slatta til að eiga í „búst.“ Klippa: Kjötætur óskast - Sævar Helgi um matarsóun Annar þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudag kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í öðrum þætti hefst tilraunin og fylgst er með hvernig fjölskyldunum reiðir af hjálparlaust við að skipta yfir í vegan mataræði á einni nóttu. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Kjötætur óskast! Matur Vegan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira