Valskonur sýndu í gærkvöldi að spárnar síðasta haust voru ekkert bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 15:32 Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir reynir skot á körfu í gær en hin unga Anna Lára Vignisdóttir hjá Keflavík reynir að verja skotið hennar. Vísir/Hulda Margrét Meistaraefnin í Vals sendu heldur betur frá sér skýr skilaboð þegar kvennakarfan fór aftur af stað eftir meira en hundrað daga hlé. Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti