Lífið

Pissuðu í vaskinn heima hjá Þórólfi og Pitt á að leika sóttvarnarlækni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur staðið í ströngu síðastliðið ár. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur staðið í ströngu síðastliðið ár. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og tók þátt í reglulegum dagskrárlið í þættinum, Yfirheyrslan.

Þar átti hann að svara allskyns miserfiðum spurningum og kom þar í ljós að uppáhalds maturinn hans er nautasteik, medium rare.

Þegar hann var yngri ætlaði hann sér að verða flugmaður en einnig læknir.

Þórólfur hefur verið beðinn um eiginhandaráritun nokkrum sinnum síðastliðið ár.

Þegar þessu ástandi er lokið ætlar Þórólfur að ferðast innanlands þegar hann fær loksins frí.

Það skrýtnasta sem fólk hefur gert inni á heimili Þórólfs gerðist fyrir allmörgum árum og það var að pissa í vaskinn heima hjá honum í góðu partýi.

Hann telur að Kári Stefánsson myndi vinna Víði Reynisson í boxbardaga.

Þórólfur myndi vilja að Brad Pitt færi með hlutverk hans í Hollywood kvikmynd.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×